This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Ég er að fara að setja loftpúða undir minnsta gamla Econolininn sem ég veit ekki alveg hvað viktar en ég hef heyrt tölur um og yfir 2300 kg. og ég er að velta fyrir mér nokkrum atriðum
Hvaða efnisþykktir eru menn að nota í stífur og aðrar festingar eins og í mínu tilfelli
Hafa menn notað venjulegt ST 37 eða stífara skipastál ST 42, ST43?Hvernig er síðan best að festa hásingunni?
Það eru flestir með 4-Link með hliðarstífu,
stundum eru allar stífurnar jafn langar og þá helst hallinn á pinjón sá sami við fjöðrun,
en í breyttum Toyotum eru efri stífurnar styttri og þá sýnist mér snúast í öfuga átt upp á hásinguna þegar bíllinn fjaðrar?
Aðrir eru með 3-Link = tilbúnar stífur, td. úr Range Rover með hliðarstífu.Ég er svolítið spenntur fyrir 4 stífum þar sem 2 stífur koma samsíða grindinni og 2 stífur eða A armur kemur í miðja hásingu, og losna þannig við þverstífuna, en er það sniðugt?
Þetta sést helst í jeppablöðum á bílum með gormum en ég hef bara séð 3 bíla sem eru með svona hérna, og hvernig er þá best að festa A arminn í kúluna á hásingunni en ég hef séð bæði notaðan stóran stýrisenda og A arm sem endar í gúmmífóðringum eins og eru grindarmegin á Range Rover stífum, en má ekki eins nota 2 stífur í A með Bens fóðringum?
Með von um góð svör fyrir mig og fleiri sem eru að spá í þetta.
Halldór
You must be logged in to reply to this topic.