Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fjöðrun í Musso
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Lárus Elíasson 14 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.08.2010 at 12:23 #214036
Hvernig finnst mönnum fjöðrun í Musso í samanburði við aðra jeppa ?
Ég er með 98′ árgerð af Mussó 2,9 dísel á 35″ og finnst hann frekar hastur, jafnvel í samanburði við blaðfjaðrajálka sem ég hef átt áður.
Hafa menn eitthvað verið að eiga við fjöðrunina í þessum bílum ?
Getur hugsast að gormar og vindustangir hjá mér séu orðanar þreyttar og búnar að missa eiginleika sína ?
Hafa menn reynslu af að taka burtu ballansstangir ?Með von um fróðleg svör
Kveðja Olgeir Ö. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.08.2010 at 15:52 #700326
Hef heyrt ýmislegt sagt um Mússó en ekki að þeir séu hastir. Hef átt tvo slíka en og þótt þeir frekar þýðir af jeppa að vera.
Fernt sem mér dettur í hug er:
1. Ekki all í lagi s.s. ónýtir demparar eða fóðringar? Fóðringar í klöfum að framan þá aðallega uppi
2. Rangir demparar (tvívirkir)
3. Slit í jafnvægistangarfestginum (kemur slag)
4. Ef þú hefur átt þunga hásingarbíla s.s. econoline, blazer etc. þá hefur það áhrif hver hlutföllin eru milli fjaðrandi massa og ófjaðrandi, þ.e.a.s. þungi hjólabúnaðar v.s. bílsins als. Léttir bílar á þungum dekkjum virka stundum hastir.mbk. l.
17.08.2010 at 19:08 #700328Hann getur líka verið rangt hækkaður, t.d. skrúfaður upp á klöfunum og settir klossar undir gormana án þess að dempurunum sé breytt og þá eru dempararnir ekki með neitt sundurslag
18.08.2010 at 00:39 #700330Þessir bílar eru til með ýmsum breytingum.
1. Skrúfað upp vindustangir/klafar og klossar undir gorma sem stífa bílinn að framan og minnka sundurslag ef dempurum og samslætti ekki breytt.
2. Boddíhækkun og skorið úr, jafnvel færsla á hásingu.
3. Klafasíkkun
Frá Benna var bæði hægt að fá 35" breytingu með klafasíkkun og án efti því hvort menn voru á fá lookið eða drifgetuna.
l.
18.08.2010 at 23:03 #700332Slæir og takk fyrir svörin
Bíllinn hjá mér er hækkaður á yfirbyggingu um 4" og sennilega breytt þegar hann var nýr.
Undir gormum að aftan eru 3cm klossar og afstaða á klöfunum og öxlum er góð, það er lítið skrúfaður upp að framan.Mig grunar helst að dempararnir séu of stífir, þarf að losa þá frá við tækifæri og prófa þá.
Mbk Olgeir Ö.
19.08.2010 at 22:05 #700334Sæll ‘eg þekki þetta vandamál með fjöðrun á musso .
‘eg lenti í þessu sama með minn bíl(´96 mótel breittur fyrir 38") .
Fyrstalagi var hann of hátt skrúfaður upp að framann svo fráslátturinn var enginn . Skrúfaði hann aðeins niður hann snarbattnaði.
Svo tók ég ballantstöngina undan að framan (‘asamt nokkrum öðrum) við það battnaði fjöðrunin til muna .
Vonandi að þú getir notfært þér þessar upplýsingar.Kveðja Kristinn. R-2684.
20.08.2010 at 01:25 #700336
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef farið í gegn um nákvæmlega þennan prósess og í síðustu færslu, reyndar á TOYOTU. Sömu lögmál í gangi þar varðandi klafadótið.
Það er hreint ótrúlegt hvað það er þröngt bil í hæð sem gefur sæmilega fjöðrun.Ég er samt ekki enn búinn að finna "gullnu stillinguna" á Galloper fjósinu sem ég nota daglega, ég hef engan veginn getað fengið það sama út úr framfjöðruninni þar sem ég fékk út úr Hilux. Gamli 4Runnerinn minn er alger draumur í þeim samanburði, merkilegt nokk, samt hef ég ekki hreyft við neinu þar utan þá sjálfsögðu aðgerð að fjarlægja balansstangir….þá sjaldan ég hreyfi hann til að halda dótinu liðugu fæ ég áminningu um hvað klafarnir í 4Runner/XtraCab voru vel heppnaðir að mörgu leyti.
Það er samt ekki hægt að segja að ég hafi kerfisbundið reynt að finna út hvað er að í Gallopernum…skipti um dempara sem breytti ekki miklu, braut reyndar illa smíðaðar demparafestingar til að byrja með með nýju dempurunum, en það var ótrúlega lítill munur á bílnum demparalausum og með dempara. Auðvitað var bíllinn virkilega asnalegur, en ekki eins svagur og "fjaðrandi" eins og ég hefði búist við. Kannski er fjöðrunarsviðið bara aðeins of stutt. Úrbætur á því er sennilega næsta vers ef það kemst einhvern tímann í verk.
Ég er nú ekki viss um að þessi pæling komi að neinu gagni í þessu tilfelli, en gangi þér samt vel að finna út úr þessu, það er fátt jafn leiðinlegt og að vera ósáttur við fjöðrun í jeppa.
kkv
Grímur
21.08.2010 at 17:56 #700338Hef bara góða reinslu af þessum bílum, á sjálfur musso árg ´98 og er á 35" dekkjum, var óbreyttur þegar ég kaupi hann, let hækka body um 10 cm og breytti ekki neinu í kringum fjoðrunarbúnað á honum, bara klipt úr það sem uppá vantaði, þurfti reindar að stilla klafana að framan aðeins þar sem hann var áður á 32" dekkjum og því búið að skrúfa aðeins upp og var helst til hastur svoleiðs og átti til að skoppa aðeins á hraðarhindrunum.
það er til gullin regla frá frameiðanda hversu hátt stiltir klafarnir eiga að vera og hvet ég menn til að reina hafa þá sem næst því, best er að mæla hæðina upp í mitt naf og mæla svo hæðina upp í mijan bolta sem gengur í gegnum neðri klafan við grindina, nafið á að vera 31mm – 36mm hærra en sá bolti ef svo er ekki að þ´aþarf að stilla það í rétta hæð.
þetta er soldið áriðandi með þessa klafa ekki bara upp á fjöðrun heldur einnig upp á endingu á öxulhosum, hosum á stýrismaskinu og stýrisenda, einnig er vonlaust að fá góða hjólastillingu ef of hátt er skrúfað upp.Ég fann gríðanlegan mun á að stilla þetta eftir þessu og hef ég ekki verið í neinum vandræðum með fjöðrun hjá mér, góður samsláttur og frásláttur, balansstöng að frama er algjört þarfaþing að hafa ekki til staðar í honum, stór bætir misfjöðrun í honum að frama og gerir hann mjög þýðan og góðan á malarvegum og eikur grip til muna einnig.
Ef þú vilt frekari uool þá endilega hafa samband við mig með e-maili addik hjá simnet.is
22.08.2010 at 13:37 #700340Sælir
Ég fór að prófa hvernig bíllinn fjaðraði í kross hjá mér og sé að það verður mitt fyrsta verk að aftengja ballansstangirnar, í það minnsta að framan. Enda er ballansstönginn að framan ótrúlega sver og gefur bara ekkert eftir.
Ég ætla einnig að prófa að stilla klafana í þá afstöðu sem Addi gefur upp hér að ofan.
Varðandi góða og slæma vindustanga fjöðrun í hinum ýmsu bílum þá hlítur að ráða miklu hvort vindustangirnar eru stuttar og sverar eða langar og mjóar. Langar og mjóar ættu að gefa míkri fjöðrun en stuttar og sverar. Hef svo sem aldrei borið þetta vísindalega saman milli bíla en finnst þó að það sé töluverður munur milli tegunda.Þakka fín ráð
Kv. Olgeir Ö.
24.08.2010 at 21:27 #700342Vindustangir eru nálega alveg línulegar þannig að formið sem slíkt hefur ekki áhrif á einginleika fjöðruninnar að öðru leiti en því að lengri vindustöng gefur fyrirheit um lengra fjöðrunarsvið (frá max teygju í samslátt).
l.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.