FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fjöðrun í Hilux

by Hjörleifur Helgi Stefánss

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fjöðrun í Hilux

This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 02.01.2004 at 14:50 #193377
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant

    Sæl öll.

    Ég á mér 90 módelið af Hilux sem fjaðrar (varla þó) á blaðfjöðrum allan hringinn og hef mikinn hug á að útbúa undir hann gormafjöðrun til að forða nýrum og öðrum mikilvægum líffærum sem eru að hristast niður úr manni af skakstri! Ég kemst í hræ af óbreyttum gömlum Range Rover og spyr því ef einhver veit og kann; hentar fjöðrunarbúnaðurinn óbreyttur úr Reinsanum í Hiluxinn, og þá hef ég hug á að ganga þannig frá að bíllinn verði áfram á 31 – 33 tommum eftir sem áður. Ég er aðallega að velta fyrir mér þyngdarhlutföllum. Hefur ekki einhver reynt álíka ævintýri?

    Annað var það, hvaða leiðir hafa verið farnar til að hressa upp á þessa fremur þreyttu mótora (2,4 diesel), á maður að prófa Hiclone og tveggja og hálf tommu púst, og er túrbína möguleiki (mótorinn er nýupptekinn hjá Toyota verkstæðinu), og þá hvaða túrbína? Bestu þakkir,

    kveðja, Hjölli.

  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 02.01.2004 at 18:29 #483192
    Profile photo of Jónas Olgeirsson
    Jónas Olgeirsson
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 84

    Eg mundi ekki nota neitt undan þessum range rover nema fram stífurnar og smíða bara 4link á aftan…
    svo ef range-inn er eldri en 86 þá ertu með gömlu mjóu framstífurnar í hondunum sem er með endingastuttar fóðringar. Og endilega settu túrbínu í drusluna hafðu bara intercooler lika þá gerir hún ekkert nema gott fyrir velina þar af segja ef þú skrúar ekki of míkið frá olíuverkinu…





    02.01.2004 at 19:43 #483194
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    Ég mæli eindregið með hiclone, er búinn að prófa þetta á þessari vél (reyndar 2L-T) og það var merkilega mikill munur á togi. Um að gera að setja turbo, intercooler og 2 stk hiclone, einn fyrir framan túrbínu og annan við soggrein. Svo á hann ekki að reykja! Sótið myndast ekki nema við ófullkominn bruna, þ.e. þegar of lítið súrefni fer inn á vélina miðan við olíumagnið. Þess vegna held ég að menn ættu að fara varlega í uppskrúfun á olíuverkinu.
    Einhver talaði um 1/8 úr hring í einu þar til hann færi að reykja, og þá ætti maður að fara 2/8 til baka.
    Mér finnst það hljóma vel, þó ég hafi ekki prófað það sjálfur.
    og sverara púst held ég að sé málið, erum einmitt að fara í þannig aðgerð á næstunni. Fyrir mér er nokkuð rökrétt að rásin út þurfi að vera stærri ef maður er að dæla meira lofti inn á vélina með túrbó-intercooler, K&N síu og öllu tilheyrandi.





    02.01.2004 at 22:53 #483196
    Profile photo of Bjarni Már Gauksson
    Bjarni Már Gauksson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 324

    mæli með range rover. er með range framstífur að aftan og það svínvirkar. myndir í albúmi





    02.01.2004 at 23:34 #483198
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 665

    Takk fyrir svörin, mikill vill meira! Hvaða gormar eru notaðir í Bjaddna tilviki (fínar myndir!) og hvaða búnað er vænlegt að nota að framan í rörabíl eins og þeim sem ég ek? Eins fýsir mig að frétta hvaða túrbínu og intercooler er hæfilegt að brúka, er fáanlegur original túrbobúnaður við þessar vélar eða á að nota japana af sambærilegri mótorstærð?
    Bestu kveðjur, Hjölli.





    03.01.2004 at 12:48 #483200
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    Það er væntanlega hægt að fá orgnial toyota túrbínu á þessa vél, þar sem það er líka til túrbó útgáfa af henni. Ég held að það sem bara best fyrir þig að tala við Jamil á Rauðavatni, hann hlýtur að vita þetta. En ég veit að þú getur fengið intercoolerinn hjá arctic trucks, en ég hef ekki hugmynd um það hver smíðar hann fyrir þá

    Hilux lengi lifi!

    Baldur





    03.01.2004 at 19:43 #483202
    Profile photo of Bjarni Már Gauksson
    Bjarni Már Gauksson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 324

    Ég nota range rover gorma og skálar en það má nota hvað sem er, mér finnst þeir góðir vegna þess að þeir eru mjúkir og gott að keyra t.d. í þúfum vegna þess að ég er með mikla slaglengd. En útlitslega séð þá mættu þeir vera minni. Ef einhver veit hvar maður fær range rover gorma í minni stærðum endilega láta vita.

    kv. bjarni





    03.01.2004 at 21:01 #483204
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Hef góða reynslu af ARB-túrbínu frá Benna. Þær koma inn á lægri snúningi en original Toyota, en eru að vísu svolítið stærri og fyrirferðarmeiri.





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.