This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sæl öll.
Ég á mér 90 módelið af Hilux sem fjaðrar (varla þó) á blaðfjöðrum allan hringinn og hef mikinn hug á að útbúa undir hann gormafjöðrun til að forða nýrum og öðrum mikilvægum líffærum sem eru að hristast niður úr manni af skakstri! Ég kemst í hræ af óbreyttum gömlum Range Rover og spyr því ef einhver veit og kann; hentar fjöðrunarbúnaðurinn óbreyttur úr Reinsanum í Hiluxinn, og þá hef ég hug á að ganga þannig frá að bíllinn verði áfram á 31 – 33 tommum eftir sem áður. Ég er aðallega að velta fyrir mér þyngdarhlutföllum. Hefur ekki einhver reynt álíka ævintýri?
Annað var það, hvaða leiðir hafa verið farnar til að hressa upp á þessa fremur þreyttu mótora (2,4 diesel), á maður að prófa Hiclone og tveggja og hálf tommu púst, og er túrbína möguleiki (mótorinn er nýupptekinn hjá Toyota verkstæðinu), og þá hvaða túrbína? Bestu þakkir,
kveðja, Hjölli.
You must be logged in to reply to this topic.