This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jónsson 17 years ago.
-
Topic
-
Jæja nú er búið að drösla jeppanum einu sinni á fjöll við mikinn fögnuð. Það kom í ljós að eitt og annað þarfnast endurbóta, t.d. er allt, allt, allt of kaldur ás í vélinni þannig að ekki var farið hraðar en 95 þennan daginn á jökli þrátt fyrir frábært færi (sunnudagurinn 13. janúar). Ég var alveg nokkuð sáttur með stífuuppsetninguna, ég er mjög sáttur með hvernig dekkin eru að grípa þegar maður er í brekkubrölti t.d. Afturendinn er samt allt of laus og er ég búinn að komast að því að benz-fóðringar ganga ekki alveg upp í svona 4-link án þverstífu!
Hinsvegar er hann allt, allt, allt of stífur og má þar kenna að mestu leiti hræbillegum Rancho 5000 dempurum. Þar að auki er hann aðeins of stuttur milli hjóla, bara 258 cm en mér sýnist ég geta teygt hann aðeins meira að aftan og náð honum nær 270 cm.
.
En ég er nú mikið farinn að spögulera í hvernig á að láta dótið fjaðra almennilega og er þá farinn að rekast á fyrirbæri sem kallast eigintíðni fjöðrunar. Og var svona að velta því fyrir mér hvort eitthvert jeppanördið hefði fundið út svona hérumbil hvað hentaði vel á íslensk þvottabretti og jökla.
.
Eftirfarandi hef ég frá Rancho, veit nú ekki alveg hversu mikið mark maður má taka á þeim, en ojæja þetta er allavega í áttina:
.
For rock crawling up to 15 mph, start with .75 Hz on the front & .93 Hz on the rear.
For 4wd accessible trails up to 30 mph, start with 1.1 Hz on the front & 1.375 Hz on the rear.
For general on & off-road driving, start with 1.35 Hz on the front & 1.688 Hz on the rear.
.
Ég giska þá á að það sé einhvers staðar á milli 1.1 og 1.35Hz að framan og 1.375 og 1.688 Hz að aftan, eða hvað? Hafa menn yfirhöfuð velt þessu
eitthvað fyrir sér að ráði? Ég minnist þess allavega að hafa séð Rúnar tala lítillega um þetta. Það væri gaman ef hann sæi sér fært að skjóta einhverju inní umræðuna
Maður ætti jafnvel að ráðast á jeppa sem fjaðra vel eins og t.d. Range Rover, Grand Cherokee og Patrol og komast að hvernig þessu er háttað í þeim…
.
Það væri líka mjög gaman að heyra einhverjar reynslusögur af coilover fjöðrun, hvort það sé hægt að ná nægilega mjúkri fjöðrun úr svoleiðis búnaði???
.
kv Kiddi, sem er alltaf að pæla og stundum aðeins of mikið…
You must be logged in to reply to this topic.