FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fjöðrun, djúpar pælingar!

by Kristinn Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fjöðrun, djúpar pælingar!

This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðmundur Jónsson Guðmundur Jónsson 17 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.01.2008 at 02:21 #201676
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant

    Jæja nú er búið að drösla jeppanum einu sinni á fjöll við mikinn fögnuð. Það kom í ljós að eitt og annað þarfnast endurbóta, t.d. er allt, allt, allt of kaldur ás í vélinni þannig að ekki var farið hraðar en 95 þennan daginn á jökli þrátt fyrir frábært færi (sunnudagurinn 13. janúar). Ég var alveg nokkuð sáttur með stífuuppsetninguna, ég er mjög sáttur með hvernig dekkin eru að grípa þegar maður er í brekkubrölti t.d. Afturendinn er samt allt of laus og er ég búinn að komast að því að benz-fóðringar ganga ekki alveg upp í svona 4-link án þverstífu!
    Hinsvegar er hann allt, allt, allt of stífur og má þar kenna að mestu leiti hræbillegum Rancho 5000 dempurum. Þar að auki er hann aðeins of stuttur milli hjóla, bara 258 cm en mér sýnist ég geta teygt hann aðeins meira að aftan og náð honum nær 270 cm.
    .
    En ég er nú mikið farinn að spögulera í hvernig á að láta dótið fjaðra almennilega og er þá farinn að rekast á fyrirbæri sem kallast eigintíðni fjöðrunar. Og var svona að velta því fyrir mér hvort eitthvert jeppanördið hefði fundið út svona hérumbil hvað hentaði vel á íslensk þvottabretti og jökla.
    .
    Eftirfarandi hef ég frá Rancho, veit nú ekki alveg hversu mikið mark maður má taka á þeim, en ojæja þetta er allavega í áttina:
    .
    For rock crawling up to 15 mph, start with .75 Hz on the front & .93 Hz on the rear.
    For 4wd accessible trails up to 30 mph, start with 1.1 Hz on the front & 1.375 Hz on the rear.
    For general on & off-road driving, start with 1.35 Hz on the front & 1.688 Hz on the rear.
    .
    Ég giska þá á að það sé einhvers staðar á milli 1.1 og 1.35Hz að framan og 1.375 og 1.688 Hz að aftan, eða hvað? Hafa menn yfirhöfuð velt þessu
    eitthvað fyrir sér að ráði? Ég minnist þess allavega að hafa séð Rúnar tala lítillega um þetta. Það væri gaman ef hann sæi sér fært að skjóta einhverju inní umræðuna :)
    Maður ætti jafnvel að ráðast á jeppa sem fjaðra vel eins og t.d. Range Rover, Grand Cherokee og Patrol og komast að hvernig þessu er háttað í þeim…
    .
    Það væri líka mjög gaman að heyra einhverjar reynslusögur af coilover fjöðrun, hvort það sé hægt að ná nægilega mjúkri fjöðrun úr svoleiðis búnaði???
    .
    kv Kiddi, sem er alltaf að pæla og stundum aðeins of mikið…

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 24 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 21.01.2008 at 02:46 #611064
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    [url=http://www.rqriley.com/suspensn.htm:43jl48zx]Hér[/url:43jl48zx] er smá grein um málið, nennti samt ekki að lesa hana alla svo það er spurning hversu gagnlegt infoið er, en annars er ég búin að vera að velta ýmsu svona fyrir mér.

    Það skiptir líka máli hver hallinn er á stífunum og bilið á milli stífufestinganna á hásingunni og svo á milli festingana uppí grind sem þú væntanlega hefur lesið þér til um á netinu geri ég ráð fyrir.
    Svo eru örugglega 100 atriði í viðbót sem skipta máli.
    Vona að þetta hjálpi eitthvað.
    Það var líka heljarinnar þráður hér ekki fyrir svo löngu um einmitt fjöðrun, og þar á meðal RR fjöðrun versus linkuð fjöðrun og lengd á stífum og fleira..

    kkv, Úlfr
    E-1851





    21.01.2008 at 11:38 #611066
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Eigintíðni fjöðrunar er í raun stífleiki gorms í hlutfalli við þunga yfirbyggingar. Há tíðni er = stífur gormur. Reiknuð eigintíðni er það sem fjöðrunin er að gera án dempara. En það er eingin svo vitlaus að reyna að nota bíl án dempara. Þegar demparinn er kominn í bílinn er þessi eigintíðni ekki lengur til staðar og kemur málinu því ekkert við, nema að segja manni til um hve stífur gormurinn er í hlutfalli við þunga yfirbyggingarinnar, sem er vissulega ágætt en það er alveg eins hægt að tala um stífa eða mjúka gorma. Ef þú vilt að bíllinn þinn sé þægilegur og fari vel með þig veldu þá mjúka gorma ( lága tíðni ) ef þú vilt geta ekið hratt og að bíllinn þoli mikil átök vedu þá stífari gorma ( háa tíðni ). Snjójeppar eru venjulega með dekk og hásingar sem eru næstum jafn þung og yfirbyggingin. Af því leiðir að við erum alltaf komnir lagt útfyrir þá ramma sem menn eru almennt að reikna í útlöndum og oft snúið að heimfæra slík gögn upp á svona jeppa eins og þinn.





    21.01.2008 at 17:55 #611068
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Ég skildi nú að vísu hvað þessi eigintíðni væri. Spurningin sem ég varpaði hinsvegar fram var hvort menn hefðu gert einhverjar tilraunir með þetta og reynt að komast að því hvað hentaði vel í jöklajeppa og þá sérstaklega að framan miðað við að aftan. Það þurfa ekki að vera nákvæmar tölur, bara eitthvað í áttina… tölurnar segja auðvitað bara hálfan sannleikann en ég held líka að það hljóti samt að vera eitthvað sannleikskorn í þessu,
    kaninn er allavega eitthvað að spá þessu og þá ekki aðeins í rock-crawling heldur líka hopp og skopp á sandöldum. Maður tekur samt alveg passlega mikið mark á því hvað þeir kalla þægilegt…heheh





    22.01.2008 at 11:39 #611070
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Þetta er nú orðið meira en mín þekking dugar til.
    Samkvæmt einhverri gamalli þumalputtareglu fyrir "góðri fjöðrun" þá á eigintíðnin að framan að vera ca 30% lægri en að aftan. Það veldur því að bíllinn fjaðrar flatari en annars. Hvert hitt fullkomna hlutfall er hinsvegar háð hraða, hjólhafi og gerð ójöfnunar…





    22.01.2008 at 12:11 #611072
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    nú eru þessar pælingar svoldið útfyrir það sem ég hef spáð í hingað til. Hvernig ætlið þið að ná að hafa eigintíðnina 30% meiri að framan heldur en að aftan. eruð þið að tala um að hafa bílinn 30% stífari að framan?

    að mínu mati er verið að flækja málin helling. græjið gorma sem eru passlegir undir bílinn. kaupið svo annaðhvort bilstein 7100 eða koni eða rancho 9000 ranchoinn hefur bara ekki verið hægt að fá í almennilegri slaglengd hérna á klakanum
    þessir demparar eru allir breitilegir. s.s. það er hægt að gera þá stífari eða mjúkari eftir hvað menn vilja.

    en svona til að koma með ykkar álit, hvernig mynduð þið stilla þessu upp mykri að framan eða stífari að framan?????





    22.01.2008 at 12:16 #611074
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Þ.e.a.s með hærri eigintíðni. Stífari með tilliti til þungans sem hvílir á hásingunni.
    Annars eins og ég segi, þá eru þessar pælingar komnar út fyrir mína þekkingu.

    Annað, ef tíðnin er um eða undir 1hz, þá verða allir bílveikir í bílnum :)





    22.01.2008 at 13:41 #611076
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Það er einmitt málið, mig langar að finna út hvaða gormar eru passlegir undir bílinn þannig að hann fjaðri sem beinast, hann er nú ekkert mjög langur greyið. Ég held einmitt að þessu sé einmitt öfugt farið hjá mér núna, hann sé s.s stífari að aftan. Svo er ég líka í mjög djúpum pælingum hvort ég fari bara alla leið í coilover fjöðrun a.m.k. að framan en þarf bara að kynna mér alveg frekar mikið betur hvernig svoleiðis fyrirbæri virkar… veit af allavega einum CJ7 með þannig hér á landi svo er líka guli Tonka Commancheinn en Jói var eitthvað að hræða mig með því að hann væri bara grjóthastur…
    Varðandi dempara þá er ég að pæla í dempurum sem heita Fox það á að vera hægt að stilla þá sjálfur á alla kanta og gera þá upp og hvað eina. Þessir Bilstein 7100 eru líka svolítið spennandi. Og svo svona air-bump með svo maður finni hreinlega aldrei fyrir samslátt…
    [img:gy9bw58r]http://www.polyperformance.com/shop/files/t_63_01.jpg[/img:gy9bw58r]
    En ég hef nú alveg nægan tíma til að spá íþessu þar sem peningarnir fara ekki að detta inn fyrr en í sumar, heh

    kv. Kiddi





    22.01.2008 at 18:16 #611078
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    reyndur vélaverkfræði doktor sem kenndi mér vélhlutafræði í akademíuni vildi meina að ódempaða eigintíðin ætti að vera sú sama framan og aftan. Þóttist hann hafa notað þetta með góðum árangri.

    En Kiddi, ef þú ert að spá í coiloverum, þá væri ráð að senda línu á fox racing dempara framleiðandan, þeir geta sett upp dót sem ætti að virka vel í bílnum þínum ef þú segir þeim nákvæmlega hvering hann er. Hef þó ekki persónulega reynslu af því, en þetta hef ég heyrt.





    22.01.2008 at 19:58 #611080
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    ég held að þessi 30% regla sé bara til þess sé til þess að gera bílana undirstýrða.
    Mestu skiptir að velja dempara í samræmi við gorma, og það vantar í rauninni mæligræju til þess að prófa dempara og finna rétt hlutfall, í stað þess að kaupa úr bíl sem er svipað þungur, og þágetur geometrian líka verið allt önnur.
    Ég held að N1 séu þeir einu sem eru með mæli, en hversu miklar reynslu utölur eru þar á verkstæðinu, þekki ég ekki, enda nenna fæstir að spá e-h í þetta þegar búið að smíða þetta einu sinni.
    ég er tilbúinn að leggjast í og skoða þetta til hlítar ef aðrir hafa áhuga á að skoða það með mér, maður missir nefnilega e-h vegin fókus í öllum upplýsingunum í kringum þetta





    22.01.2008 at 23:38 #611082
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    ok ég er búinn að leita svoldið að hvaða dempara á að velja…

    ég fékk nánast ekkert útúr því nema pælinguna, = er dempari sem er mjúkur (þægilegur) í rólegum akstri nothæfur í rallý akstri?

    en þessi mynd er svoldið skemmtileg pæling og þetta hef ég séð oftar en 1x, tók t.d. Mike (sonur Marlins) bilstein demparana og prófaði allskona útfærslur og staðsetningar og halla… þennann þráð fynn ég ekki núna en myndin sýnir nokkurnvegin það sama og hann var að spá…

    [img:2amcx16i]http://board.marlincrawler.com/index.php?action=dlattach;topic=11245.0;attach=22226;image[/img:2amcx16i]

    [url=http://board.marlincrawler.com/index.php?topic=11245.30:2amcx16i][b:2amcx16i]linkur á myndina (mið síða)[/b:2amcx16i][/url:2amcx16i]

    svo er hérna smá útskíring sem gæti verið að valda miskilningi….

    [url=http://pirate4x4.com/forum/showthread.php?t=199132&highlight=chosing+shocks:2amcx16i][b:2amcx16i]school me on shock valving[/b:2amcx16i][/url:2amcx16i]





    23.01.2008 at 00:09 #611084
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Ég er nú búinn að fara hringinn í þessum demparamálum í höfðinu, allt frá flottum sverum dempurum eing og tildæmis Kingschocks og yfir í "ódýra" Bilstein.
    En það enginn dempari góður í öllu, svo þá er gott að hafa’ann stillanlega, sem margir demparar sem eru fengnir á ebay og kosta sama og koni hérna heima, en þeir eru ýmist stillanlegir með því að skipta um skíifur í þeim, en með stilli stilliskrúfum utaná og með gasforðabúri, en maður er ekki að fara standa í því að skríða undir bíl í tíma og ótíma til að míkja og stýfa.
    Gasið er þar að auki alls ekki gefins ef maður er með þannig dempara.
    Því eru bara einir demparar í boði sem er hægt að stilla innan úr bíl, og það eru Rancho, en þá er ekki hægt að skrúfa í sundur, því þarf maður að hitta rancho dempara sem eru kanski aðeins mýkri en orginal demaprnir í mýkstu stöðu, þeas. ef maður er með orginal gorma.
    Og svo eykst flækjustigið enn frekar.
    Besta lausni væri líklegast að endursmíða Rancho dempara eða setja mótora á stilliskrúfur á t.d. King eða Fox dempara.
    .
    Reyndar eru komnir Koni demparar sem eru fyrir loftpúða í t.d. smárútum þar sem hleðslan er mjög breytileg, en þeir stýfa sig eftir þrýstingi í loftpúðanum, þeir koma líka sterklega til greina.
    .
    Olíu samsláttarpúðar eru svo málið, því þessir Fox samsláttademparar hér að ofan, eru örugglega gasfylltir (200psi), en ekki með lofti





    23.01.2008 at 00:22 #611086
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    mér fynnst þetta skemmtileg pæling.
    ég fór að leita í tölvunni hjá mér og fann hérna lesningu sem ég á eftir að fara yfir….
    [url=http://www.rqriley.com/suspensn.htm:2xts8m01][b:2xts8m01]meira[/b:2xts8m01][/url:2xts8m01]

    ég ætla ekki að fara að vaka yfir þessu núna en það kemur að því. En svo er líka Partur komnir með dempara sem ég man ekki hvað heita. en þeir eru svoldið spennandi og væri ég alveg til í að prófa þá að aftan hjá mér. En það á að vera hægt að fá þá stillanlega innan úr bíl og eru þeir sérstaklega ætlaðir fyrir loftpúða.





    23.01.2008 at 09:59 #611088
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Ég held að nauðsynlegt sé að demparar séu stillanlegir á auðveldan hátt, t.d. innan úr bíl. Þegar búið er að hleypa úr stórum dekkjum þá fjaðrar bíllinn á dekkjunum og þá vill maður hafa fjöðrunina eins stífa og hægt er. Síðan þegar búið er að pumpa í og dekkin hörð þá þarf að mýkja fjöðrunina.
    –
    Bjarni G.





    23.01.2008 at 12:42 #611090
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    svo er hin pælingin þægilegur innanbæjar eða góður full lestaður á fjöllum?





    24.01.2008 at 17:01 #611092
    Profile photo of Kjartan Bergsson
    Kjartan Bergsson
    Member
    • Umræður: 10
    • Svör: 64

    Það er spurning hvort það fáist mikið úr því að velta sér upp úr eigintíðni, þegar kemur að akstri í torfærum (eins og kemur fram ofar).

    Progressívir gormar (þ.e. þar sem fjöðrunarstuðull breytist eftir því hve mikið fjöðrun slær saman) ásamt mismunandi dempunarprófílum í dempurum og loftlítil stór og þung dekk flækja málin all verulega (þ.e.a.s. ef ég man þetta rétt ;).

    Frekar að einfalda og skoða þetta frá praktísku og pragmatísku hliðinni.

    Ef fjörðun er stutt þarf gormur að vera tiltölulega stífur til að ekki slái saman í ófærum, það þarf að eyða sömu orku og ef fjörðun er löng.
    Ef fjöðrun er löng er hægt að hafa hana mýkri og eyða orkunni yfir stærri slag (færslu á fjöðrun) og almennt leika sér meira með "progressivity" (þekki ekki ísl orðið).

    Sverir demparar með t.d. utanáliggjandi tanka eiga auðveldar mað að koma frá sér hita og virkar því betur í hraðakstri yfir ófærur yfir lengri vegalengdir.

    Það er gífurleg reynsla meðal félagsmanna og væri í raun hægt að taka saman reynslusögur um hvernig mismunandi gormar (stífleiki) og demparar hafa reynst í mismunandi bílum á misstórum dekkjum.

    Sjálfur hef ég átt 4 Rovera – þar af 3 Defendera. Það er ekki einungis plássið, miðstöðin, hljóðeinangrunin og þéttleikinn sem gerir þá að skemmtilegum ferðabílum 😉 – heldur slaglöng og skemmtileg fjöðrun.





    24.01.2008 at 18:34 #611094
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Sælir Kiddi,

    Spjallaðu við hann Davíð, (Sérsmíði Davíðs) upp í Orkuvirki. Hann var að kaupa sér flotta coil over dempara undir Sjöuna sína (cj7) og hann segir að þetta dótarí svínvirki og sé allra peningana virði.

    Hann er með CJ7, 39.5 dekk. flott græja hjá honum.

    kv
    Gunnar





    24.01.2008 at 20:53 #611096
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Jáááá þið segið alveg nokkuð. Gunnar hefurðu einhverja hugmynd um hvernig best væri að setja sig í samband við Davíð, það væri gaman að heyra í honum og fá að vita svona sirkabát hvaða dót hann setti undir og hvernig það er að reynast. Hvaða gorma ert þú annars með undir þínum, er það ekki rétt munað hjá mér Grand Cherokee að framan og Lada Sport að aftan? Hvort er hann þá stífari að framan eða aftan og hvernig er það að koma út hjá þér á sæmilegum hraða á jökli?
    .
    Og Kristján… hefurðu rekist á einhverja olíusamsláttarpúða? ég finn bara gas… kaninn virðist svolítið mikið gefinn fyrir gasið einhverra hluta vegna!
    kv. Kiddi





    24.01.2008 at 21:22 #611098
    Profile photo of Kristján Finnur Sæmundsso
    Kristján Finnur Sæmundsso
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 131

    Ástæðan fyrir því að þú finnur bara gas samsláttarpúða er að ég held vegna virkni græjunnar. það er ákveðinn loftþrýstingu í hólknum í frístöðu og svo þegar bílinn slær saman gengur stimpillinn inn en þýstingurinn vex hratt eftir því sem meira högg kemur. Þetta er svo hannað þannig að ómögulegt er að stimpillinn komist inn í botn vegna þess gífurlega þrýstings sem myndast.
    En þetta er ekki hægt með olíu.





    24.01.2008 at 21:52 #611100
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Hérna er síminn hjá honum Davíð, 897-1833 . Þú getur sagt honum að Gunni í Málmtækni hafi bent þér á hann varðandi Coil over sem Gunni slevaði svo yfir hjá honum hehe..

    jú ég er með grand að framan og Lödu að aftan. Bíllinn er tiltölulega mjúkur en þó með ágætis veltistífni að framan vegna (smíðaðra patrol útfærslu á stífum) Að framan notast ég við original gas Grand dempara sem eru að virka fínt þar sem þeir passa vel við gorminn.
    Að aftan er hann með litla veltistífni (litla /mikla…. hvort er nú réttara að segja þegar bíllinn fjaðrar algjörlega óhindrað útaf A stífu…) Jæja allavega skiptir það sköpum fyrir okkur stuttu bílana að hafa þetta nógu frjálst til að bæta upp fyrir styttri bíl. Lödu gormarnir eru að henta mér mjög vel, þeir eru mjúkir en bera þó nóg fyrir 240 lítra af bensíni og farangur í 3ja daga jeppaferð. Sjáðu til að bíllinn minn er bara settur upp fyrir jeppaferðir allt gert í kringum það. Dempararnir að aftan eru Bilstein, sjálfstillanlegir, þ.e. stífka við hraða hreyfingu. Það varð algjör bylting að mínu mati á að setja þessa dempara að aftan því hossurnar geta orðið óstjórnlega miklar ef dempararnir geta ekki stífkað við aukinn hraða á jöklunum. Semsagt mjúkir við hægt átak (festur og hjakk) og síðan stífir þegar stóra gjöfin er notuð..

    Jæja ef ég væri ríkur… þá myndi mig langa í Coil over.. Horfðu bara á BAJA racing gæjana.. þar ertu með fullkomna fyrirmynd á því hvernig á að keyra hratt yfir ójöfnur líkt og við erum á jöklunum… þó svo að sandurinn sé örlítið ólíkur okkar snjó. Þá eru þetta svipaðar aðstæður… hraði og ójöfnur.
    Það er held ég bein tenging í þessum coil over bransa…. því dýrari = því betri… hef ég lesið allavega.

    Jæja úff… bullið í mér… ´

    kv
    gunnar





    24.01.2008 at 23:38 #611102
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Demparar eins og Davíð er með eru auðvitað ein snilldarlausn útaf fyrir sig, tveir misstýfir gormar, og oft er hægt að stilla hvenær í slaginu seinni gormur tekur við, og dempararnir eru ventlaðir "rétt" úti miðað við gormana, sem að minnkar vinnuna við eftirleikinn.
    Guli Commacheinn, hann er með 3" Kings offroad dempar með misstýfum gormum líka.
    En demparinn er hinsvegar örugglega stilltur fyrir mýkri gorminn, og þá erum við aftur á bryjunar reit, gott ínu vont í örðru.
    K2 eru með samsláttadempara sem að ég held allveg örugglega að séu oliu, því að þeir eru líka stillanlegir þess að stilla hversu hægt sundurslagið er til svo að bíllinn gormist ekki uppí loft eftir lendingu.
    .
    http://www.k2motorsport.is/default.asp? … lun&fl=175
    .
    ég áskrifandi að einu ágætu blaði, sem að er með Baja og rock crawling
    http://www.dirtsportsmag.com/
    Kostar rétt rúmlega 2000kr árið. Tjékkið sérstaklega á linknum vinstra megin "masterpeace in metal"
    .
    Öhlins er með innbyggðan vökvalás í sýnum rally og raodrace dempurum.
    Þeir eru líka með nýja tækni sem heitir PDS, sem eru tveir stimplar í tveim hólfum, og þegar demparin er við það að slá saman, tekur seinni stimpillinn við sér, þannig að demparinn geti gleypt meiri orku.
    Með þessu eru við komnir nær hinni "fullkomnu" lausn.
    Aðrir dempar sem gera það sama eru þeir sem eru með compression/rebound pípurnar utaná demparnum, þeir eru líka svona þrepastillir, og hafa mjög mikið stillingarsvið.
    Flottustu þannig dempara sem ég hef séð eru:
    http://ricorshocks.com/
    þeir eru líka með svona systemi eins og bilsteinin hjá Gunnari Inga, rancho og fleiri eru með, þeas að taka það fína, en þegar hraðinn á demparanum er orðinn viss mikill stýfna þeir upp.
    .
    http://www.off-roadweb.com/tech/0111or_ … to_01.html
    .
    takið eftir litlu marglitu gormunum, þegar þeir leggjast saman stýfnar demparinn í samslaginu.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 24 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.