Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fjarstart í beinskipt
This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
22.12.2004 at 16:36 #195083
Hverjir setja fjarstart í beinskipta bíla?
það hlýtur einhver að selja og setja þetta í hér á landi
þar sem þetta er framleitt í beinskipta bíla líka.Er orðinn leiður á að hlusta á.við setjum ekkkkki í nema sjálfskipt.
Jólakveðjur
Jóhannes Jóli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.12.2004 at 17:17 #511438
Einhver skrifaði:
"Miðstöðin er þó fyrst og fremst til að hita mótorinn og þá auðvitað með kælivatninu sem er dælt um mótorinn"Mér þætti gaman að vita hvað er sett yfir Korn flakes diskinn þinn á morgnana. Hvernig hitar maður þá loftkældar vélar????
Það er vélin sem hitar vatnið ekki öfugt og miðstöðin tilheyrir farþegarými bílsins og sér um að halda heitu þar ekki vélinni. Og þó þessi kenning væri góð fyrir Patrol eigendur, að geta minkað hitann á miðstöðinni þegar vélin hitnar í kömbunum eða álíka brekkum og þurfa ekki að skipta um hedd þegar þeir koma heim.
23.12.2004 at 17:33 #511440Ég held að "Stebbi" ætti að fá "Lærum að lesa" í jólagjöf. Þvílíkur endemis hálfviti geturðu verið! Umræðan snerist um dieselmiðstöð. Þú veist greinilega ekki neitt um það svo að ég skal upplýsa þig svolítið. Díesel- eða bensín miðstöð (hér kallað miðstöð) er sett í all nokkra bíla. Í mínum bíl a.m.k. hefur hún hitun við gangsetningu (fjarstýrt), þegar hitinn er nægur fer vatnið að renna um vélarblokkina og á rafeindalegan hátt setur hún hina innbyggðu miðstöð í gang. Sem aftur er nú farin að fá heitt vatn inn á elementin svo að hún getur hitað upp farþegarými. Annað ENDILEGA bentu mér á loftkældann almennilegan jeppa. Ertu ekki bara á vitlausum stað? Umræðan hefur snúist um fjarstart fyrir beinskipta bíla og síðan olíumiðstöð… Vaknaðu maður og fáðu þér Korn flakes.
Kveðja E.Harðar
Hamingjusamur eigandi vatnskælds jeppa með dieselmiðstöð sem hitar mótorinn fyrir mig.
23.12.2004 at 17:41 #511442Vegna þess sem síðasti rithöfundurinn sagði þá bendi ég á nauðsyn þess að lesa það sem ætlunin er að fjalla um. Ehardar er augljóslega að fjalla um olíukyntar miðstöðvar sem, í minni sveit allavega, hita kælivatn vélarinnar og þar með hitnar vélin. Loftkældar vélar væri líka hægt að hita með slíkri miðstöð en þá væri notaður blásari til að miðla varmanum til vélarinnar. Og ég er viss um að ehardar notar bláa mjólk út á maísflögurnar enda vísindalega sannað að hæfileg fita í mat einangrar tauga og hugsanabrautirnar þannig að ekki slær út og hugsun verður skýr og skynsamleg. Megi sem flestir drekka slíka mjólk.
En nú er skatan komin í pottinn og hamsatólg eykur líka á skýrleikann. Verði okkur öllum að góðu!
Þ
23.12.2004 at 17:49 #511444Þetta fer að vera nokkuð fræðandi umræða,endilega haldið henni áfram yfir jólin svo maður hafi nú eitthvað að lesa.
Annars er ég á því að fá mér Webasto með fjarstýringu seint og síðar,því ekki fær maður fjarstart í bílinn vegna val mitt um 5 gíra kassa.
Þarna mætti túlka svona misræmi á milli manual og automatik sem hallærislega vörukaups hindrun bíleigandans.
Lifið heilir og heitir.
Kv
Jóhannes
23.12.2004 at 18:49 #511446Það fer nú ekki millli mála að þessar miðstöðvar, hvort sem þær heita nú Webasto eða eitthvað annað, eru aldeilis afbragð fyrir fjallamenn. Svona búnaður er yfirleitt settur í flutningabifreiðar hér á norðurhjara og dótið látið ganga allan sólarhringinn ef því er að skipta til að þessar stóru vélar (5 – 600 alvöruhestöfl) kólni ekki – allt upp á rekstrarhagkvæmni. Nú, svo hefur maður samanburðinn á að fara inn í kaldan jeppa í frosti og hríð á janúarmorgni — ja, þeir sem hafa prófað þurfa ekki sannfræingar við. En mikið fjári væri gaman að frétta nánar af þessu tæki, sem linkurinn hans Þorvaldar Sigurðssonar frá Hróarsdal tengir okkur við. – Þegar við verðum búnir að slafra í okkur skötuna á eftir, Þorvaldur, þá ættum við kannski að vera í sambandi.
Jólakveðjur úr Skagafirði
23.12.2004 at 18:59 #511448Já Valdur, þú hefur greinilega lesið þráðinn og veist líka að blá mjólk er fyrir alvöru karlmenn. Hvað skötuna varðar þé fékk ég nóg af henni í æsku (nokkuð langt síðan) fyrir vestan, fæ mér bara bita af þríreykta hangikjötslærinu sem hangir í bílskúrnum mínum… En allt getur nú gerst! Í miðjum dásemdum mínum um olíumiðstöðvar þá bara hætti mín að fara í gang %&%$#"$#. Þetta þorði ég náttúrulega ekki að segja við nokkurn mann í dag 😀 En svo lét hún að stjórn og hitar mig og bílinn sem aldrei fyrr enda 15 stiga frost hér nyrðra. Er einhver sem veit hvar ég get fengið handbók fyrir svona Webasto búnað.
23.12.2004 at 19:52 #511450Þeir hjá http://www.autoenginelube.com/ eru hreinir snillingar.
Ég er búinn að ganga með svipaða hugmynd í maganum í mörg ár, að smyrja vélina áður en maður byrjaði að snúa henni. Hugmyndin að nota þrýstiloft til að knýja olíuna inn á kerfið er ekkert nema tær snilld.
Jafnvel þótt ég sé búinn að kaupa jólagjöf handa bílnum er ég að pæla í að panta svona.
Veit nokkur hvað US$ 189 verða margar krónur þegar skattmann er búinn að fá sitt ?Wolf
24.12.2004 at 01:02 #511452Þú verður að fyrirgefa mér að hafa ekki lesið yfir hvern einasta póst áður en ég koma að þínum en þessi setning stóð svo útúr öllu öðru. Þetta heita forhitarar og oft kallaðir olíufýringar ekki MIÐSTÖÐ. Eftir að ég skoðaði betur þá sá ég um hvað þú varst að tala og finnst mér þá upplagt að þú setjir smá Prozac yfir Korn flakes diskinn og róir þig í því að kalla menn fávita og fífl. Þú hefur greinilega ekki fengið gott uppeldi og finnst mér að þú eigir að fá kartöflu í skóinn í nótt.
Jólasnjóskveðja
Stebbi sem ætlar að kaupa Webasto forhitara á ebay á nýju ári.
24.12.2004 at 11:40 #511454Jæja strákar.
Passiði ykkur á Jólakisa, honum er illa við ljótt orðbragð.
Gleðileg jól
24.12.2004 at 12:30 #511456Stebbi minn. Ekki hef ég nú kallað nokkurn fávita eða fífl. Hér norðanlands fyrtast menn ekki þó að þeir séu kallaðir hálfvitar eftir svona ummæli/misskilning. Ég treysti mér ekki til að dæma nokkurn mann svo grimmilega án frekari samskipta. Ég efast ekki um að þú ert prýðis maður og átt eflaust allt gott skilið sem og við hinir. Ég hélt satt að segja að hér létu menn alskyns ummæli falla sem ekki stæði til að taka alvarlega, a.m.k. var engin meining í orðbragði mínu. Væri mér alvara með einhverjum fúkyrðum hefði ég samband við þig sjálfan en væri ekki að flagga því hér, enda ekki vettvangur fyrir persónulegum ágreiningi.
Óska þér og öðrum hér gleðilegra jóla. Vonandi hittumst við einhverntíma á fjöllum. Hér á Akureyri er að verða hið besta jóla veður, allnokkur vindur, frost og úrkoma. Færð í bænum farin að þyngjast og allt að verða skemmtilegra.Jólakveðjur, Erlingur Harðarson
24.12.2004 at 13:00 #511458Setti Webasto forhitara í Patrolinn minn fyrir nokkrum árum. Er það líklega eitt jafnbesta apparat sem ég hef sóað peningunum í. Fjarstart fannst mér varla koma til greina, einhver sagði mér að það stangaðist við tvær greinar umferðarlaga. Mannlaus bíll í gangi, og óþarfa lausagangur. Vissulega eyðir Webasto olíu og jafnast að hluta til við lausagang, en eyðslan er ca 0,4 l/klst ef ég man rétt. Miðstöðvarblásarinn fer í gang á lægsta hraða og bíllinn er heitur að innan. Bráðnað af öllum rúðum.
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla.Lalli (er hvorki fífl né endemis hálfviti. Bara rétt að taka það fram hér :=0 )
24.12.2004 at 15:52 #511460
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll. Hvernig bíll er þetta? Ég skal setja startið í fyrir þig ef þú getur vanið þig á að skilja bílinn eftir í hlutlausum. Þessi rofi sem skynjar frígírinn er ekki lengur fáanlegur í dag, þar sem flest fyrirtæki eru hætt að flytja þetta inn sökum tíðra bilana.
Ég skal þó tengja kerfið þannig að það virki ekki nema þú hafið handbremsuna á… það er þó betra en ekki neitt…
lærður Rafeindavirki, með 4 ára starfsreynslu í bílarafmagni.
Hafðu samband ef þér líst eitthvað á þetta…
24.12.2004 at 16:40 #511462Ágjætu félagsmenn, og konur.
Það er náttúrulega ekki nema von að umræður séu heitar hérna, með alla þessa hitara og miðstöðvar.
Ég fékk svona græju setta í mitt djásn fyrir nokkrum árum, reynslan er slík að þetta yrði það fyrsta sem sett yrði í nýann bíl, ef einvherntímann kæmi nú ástæða til að endurnýja.
En "Lalli" svona um leið og ég óska þer til hamingju með dúkkuna þína,,,, þá ein spurning, ég veit að þúert víðförull, en hvar í veröldini gastu grafið upp þennann lit !?!?!?!? Þetta er beinlínis ögrun við fegurðarsmekk alþýðu…;-)
Gleiðileg Jólin öll.
SBA
27.12.2004 at 01:39 #511464Já Sigurbjörn minn.
Það er nú þessi hræðilega óvissa!Hafðu það sem allrabest sjálfur.
Kv,
Lalli.
28.12.2004 at 08:28 #511466
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessir hægbrennarar með fjarstýringu eru bar snilld.
Skammður á sínum tíma ógurlega fyrir að setja þetta í bílinn, en skammður enn meyra um dagin þegar glóðarkertið í brennaranum gaf upp öndina. Sem betur fer er slíkt glóðarkerti staðlbúnaður í verkfæratöskunni og því tók ekki langan tíma að bjarga mannorðinu og fá prik hjá konunni.
Allar upplýsingar um brennarana er að fá á http://www.espar.com/htm/tecmans.htm
mjög öflugur bilanagreynir er í þessum græjum og því auðvelt að ná í uppl. um hvað helst gæti verið að.
28.12.2004 at 22:23 #511468Sæll,
Bara smá ráðlegging, ég keypti nýja Webasdto termo plus á eBay. Þú ert ekki að ná nýrri undir 600 650 evrum, ég fékk mína á 611 euro.
Þegar ég var búin að leysa hana út stóð hún í 88.000, svo kom áfallið, sá sem seldi mér hana gat þess ekki að bensíndæluna vantaði, þar fauk 18.000 kall.Á þessum tíma fyrir ári bauð Bílasmiðurinn þatta í komið á 135.000 og ábyrgð á öllu í eitt ár.
Það tók mig marga klukkutíma í skúrnum að koma þessu í enda þræl flókið og vandasamt, samt er ég snillingur að eigin áliti.
En þetta er alger snild, sérstaklega á fjöllum og í kuldanum hér fyrir norðan.
mbk.mundi
28.12.2004 at 23:13 #511470
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Smá innlegg í umræðuna af því menn eru greinilega ekki sammála um það hvernig webasto virkar þ.e. hvað hún hitar og hvernig.
Ef ég man rét eru þrjár meginútfærslur til
1. Blástursmiðstöð(Hitar loft og blæs því með eigin blásara inn rímið sem á að hita)
2.Blástur+vatnshitari(blæs heitu lofti með eigin blásara inn í rýmið en er með vatns hitara líka og litla vatnsdælu sem hringrásar vatninu á kerfinu.
3.Vatnshitari með hringrásardælu sem notar miðstöð bílsins
til að blása(kveikir á bílmiðstöðinni þegar vatnið hefur náð ákveðnu hitastigi)
Þannig að mér sínist að allir hafi haft rétt fyrir sér að einhverju leiti.
29.12.2004 at 02:39 #511472
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einar heiti ég og bí í kanada. Það eru allar tegundir af fjarstarti til hér. Hér er linkur á síðu sem er gaman að skoða. http://www.canadiantire.ca/assortments/ … 4287519435
ég vona að þetta virki svo er líka hægt að fara beint á þennan link http://www.canadiantire.ca
Kveðja frá vesturströnd kanada
ps. Kanada dollarinn er um 50kr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.