Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fjarstart í beinskipt
This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
22.12.2004 at 16:36 #195083
Hverjir setja fjarstart í beinskipta bíla?
það hlýtur einhver að selja og setja þetta í hér á landi
þar sem þetta er framleitt í beinskipta bíla líka.Er orðinn leiður á að hlusta á.við setjum ekkkkki í nema sjálfskipt.
Jólakveðjur
Jóhannes Jóli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.12.2004 at 16:52 #511398
Er eitthvað hægt að nota svona fjarstart í bíl með forhitara? Bíður þetta nokkuð eftir því að bíllinn er búinn að hita sig?
22.12.2004 at 19:00 #511400Já já það er hægt að nota þetta í bíl með forhitara,þetta er sett í allmarga dísel jeppa,að vísu í sjálfskipta.
Mágur minn er með dísiljeppa og er með fjarstart í honum.Ég vil bara fá svona búnað í bílinn svo konan geti sett bílinn í gang á morgnanna og hitað hann án þess að þurfa að rífa stelpuna með út í kuldann á hverjum morgni og svo inn aftur.
Kv
JÞJ
22.12.2004 at 19:05 #511402
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll málið er það að það er að sjálfsögðu er hægt að setja fjarstart í beinskipta bíla en vandamálið með það er að kubburin sem að skynjar að bíllinn er í hlutlausum getur ´bilað eins og allt annað og að bíllin getur átt það til að þegar hann er settur í gang getur hann rokið á næsta vegg eða bíl og það vilja menn ekki hafa á samviskunni. Þannig að mitt mat er bara að spara peningin og fara aðeins fyrr á fætur og setja í gang og gefa konunni frekar aðeins dyrari jólagjöf
22.12.2004 at 19:46 #511404Ég efast um að þú fáir fjarstart í nokkurn bíl í dag þar sem búið er að banna búnaðinn sökum mengunar og annarrar hættu. Það má þó vera að einhverjir selji búnaðinn ólöglega, en þessi búnaður fer mjög illa með vélina og mengar alveg ótrúlega mikið. Mæli frekar með hreyfilhitara, aukamiðstöð eða bara bílskúr!
Olíumiðstöð er á óskalistanum hjá mér og fer vafalaust í bílinn á nýju ári.
Jólakveðja,
ÓAG.
22.12.2004 at 20:05 #511406Sælir
Já það með að fara fyrr á fætur er fín hugmynd,en í mínu tilfelli er ég kominn á fætur mikið fyrr en konan eða kl 4.00 á morgnanna.
Þannig að ég skoða frekar Aukahitara víst að það sé búið að banna þetta.Jólakveðjur
Jóhannes.
22.12.2004 at 21:21 #511408Jóhannes – kl 4:00 er EKKI á morgnana, þetta er mið nótt og mér er alveg sama hvað þú segir – ég er viss um að það er ekki einu sinni súrefni úti á þessum óguðlega tíma…
En annars er webasto díselmiðstöð að örugglega besti kosturinn – en áræðanlega dýr.
Ef þú kemst í rafmagn þá er örugglega hægt að fá rafmagnshitara – ég var mað svoleiðis í gömlum bens og það virkaði fínt, svo var ég með timer á innstungunni.
Kveðja
benni
22.12.2004 at 21:33 #511410Sæll ÓAG
Ég á erfitt með að trúa því að bíll mengi meira eða fari verr með vélina við það að fjarstarta honum.
Þú þarft jú alltaf að starta bílnum köldum (ef þú ert ekki með bílskúr eða forhitara) og þá mengar hann vissulega meira sökum sterkari bensínblöndu.Ég tel að bíll mengi minna, í heildina á litið, við það að setja hann í gang svolítið áður en maður leggur af stað.
Bíllinn er nálægt því jafn fljótur að hitna standandi kyrr í hægagangi eins og við það að keyra hann kaldan. Að því gefnu að það blási ekki mikið beint framan á hann.
Einnig er ég nokkuð viss um að bíll mengi alveg ótæpilega við það að þenjast eitthvað kaldur, mun meira en að standa í hægagangi. Svo smyr vélin sig ekki eins vel köld og því fer það mjög illa með bíla að þenja þá eitthvað kalda.
Þetta sem ég er að halda fram byggist á því að bíllinn er ekki látin standa í klukkutíma gangandi áður en ekið er af stað, það mengar aðuðvitað meira…
Ég hafði ekki heyrt um það að þetta væri orðið bannað, en það gæti þó vel verið. Maður fréttir hluti svo seint búandi úti á landsbyggðini (Akureyri) 😉
Kveðja
Izeman
22.12.2004 at 22:29 #511412Sæll Benni
Já það örlar aðeins fyrir súrefni á þessum tíma svo maður rétt nær að draga andann!
En að öllu gamni slepptu þá var ég að kanna á netinu um Webasto,á f4x4 goggle leit fann ég nokkrar upplýsingar og mig rak í rögastans yfir verðinu á þessu 140,000 kall fyrir miðstöð.
Kannski gott verð ef litið er til langs eignartíma og nokkura næturdvala í bílnum,en til að hita bíl kyrran á stæði er of mikið.
Kveðja
Jóhannes
22.12.2004 at 23:16 #511414hvernig væri að klæða sig efti veðri.
ég er kanski voða gamaldags en
það hefur altaf reynst mér vel.
22.12.2004 at 23:19 #511416Sammála Izeman (enda að norðan), af hverju ætti fjarstart að menga meira??? Annars eru svona olíumiðstöðvar alger snilld. Í nýja Pattanum mínum er slíkur búnaður af Webasto gerð og er óspart notuð. Eina sem er að ég tef alltaf brottför um 15 – 30 mín svo að bíllinn sé orðin heitur, ótrúlega gott. Ég tel þetta vera hið besta mál, auka endingu og minnka slit á mótor, fyrir diesel bíla a.m.k. Það ætti enginn að sleppa þessu úr "standard" breytingapakkanum!
Jólakveðjur E.Harðar
22.12.2004 at 23:40 #511418
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
"Ég tel þetta vera hið besta mál, auka endingu og minnka slit á mótor"
Þetta er nú mikið vafamál. Úti í Kanada þar sem að allir bílar eru með hitara á vatninu og innstungur eru á flestum bílastæðum sjást ekki slitnari mótorar miða við akstur. Og menn skyldu nú spurja af hverju?? Og það er einfaldlega af því að hitarar hita vatnið upp í ca 60°C og við það verður olían í strokkunum og heddinu þunn og lekur niður í pönnu ásamt allri olíu í smurgöngum. Þá byrjar restin sem situr eftir að gufa upp og strokkarnir og heddin verða þurr. Þá koma menn og setja í gang og það tekur svolitla stund að ná olíu á alla fleti aftur og á meðan er allt járn í járn ósmurt. Og gerið þetta að meðaltali þrisvar á dag í 1-2 ár þá sést árangurinn. Alveg gatslitinn mótor í ca 100þ km.Kv
Gnúsi
22.12.2004 at 23:58 #511420Ég var með fjarstart í bílnum sem ég átti á undan Hiluxinum..
Lét setja þetta í sjálfur, og var þá sett VIPER kerfi í hann sem var með þessum möguleika. Kostaði líklega um 35þús íkomið með öllu. Þekki marga sem hafa látið setja svona í. Virkaði mjög vel, og ég notaði þetta bæði áður en ég fór út í bíl, og einnig á meðan t.d. aðrir voru í bílnum og ég þurfit að nota lyklana t.d. til að hlaupa inn í vinnu. Það var hægt að kveikja á þessu með bílinn í gangi og taka lykilinn úr.
Ég held að þetta sé betri lausn heldur en hitari, bæði út af smurningi á vél, og þar sem þetta minnkar þann tíma sem vélin gengur á starkari bensínblöndu Í AKSTRI.
Annars læt ég bílinn alltaf ganga áður en ég tek af stað þannig að hún sé ekki alveg ísköld, þó svo að ég sitji þar sjálfur í smá stund, ekki ráðlagt að þenja kalda vél, oft talað um líka hitamismuninn á stálblokk og álheddi.
Ég heyrði þetta að þetta væri ólöglegt, áður en ég lét setja þetta í, en hef ekki heyrt það aftur, fékk engar athugasemdir í skoðun, þó það væri viðvörun í vélarrýminu sem sagði að þessi bifreið væri með fjarstarti.
Kerfið er líka stillanlegt, og sjálfgefið var að hann væri í gangi í 7 mín og svo dræpi á sér. Enda er það nóg til að hita hann.
Þó má segja að svona olíumiðstöðvar séu sniðugar líka, sérstaklega fyrir fjallamenn, þó ég viti ekki nákvæmlega hvað þær geri, hvort þær hiti kælivatnið eða bara innanrými bílsins.
23.12.2004 at 00:02 #511422Já en hvað þá um alla bílana sem er drepið á í stutta stund og eru um 80-90 gráðu heitir þegar drepið er á. Er þá ekki bara rétt að hafa þá í gangi til að auka endingu mótors. En hvað þá um mengunina? Drepum á til að minnka mengun, bílar sem eru ræstir kaldir slitna og valda mengun… Þetta er komið í hring, ekki satt. Flókið mál og eflaust hægt að hártoga það endalaust, allt eftir því hvort þú selur olíumiðstöð eða bíla!
Ekki veit það hvað er best en hitt er víst að olíumiðstöð er snilld á köldum degi.Kveðja E.Harðar
23.12.2004 at 05:38 #511424Ég veit ekki betur en það sé hægt að fá olíumiðstöðvar sem hægt er að tengja inn á miðstöðvarkerfið og eru með litla dælu sem heldur vatninu á hreyfingu um vélina. Þetta er náttúrulega tær snilld, því vélin verður þá léttari í gang og það er strax hiti á miðstöðinni.
23.12.2004 at 10:12 #511426Já auðvitað er kælivatn vélarinnar hitað með olíumiðstöð, þegar það er orðið heitt fer miðstöðin í bílnum í gang til að hita farþegarými. Miðstöðin er þó fyrst og fremst til að hita mótorinn og þá auðvitað með kælivatninu sem er dælt um mótorinn. Ég get ekki séð að það hafi slæm áhrif á mótor að fara í gang 40-60 gráðu heitur frekar en að gangsetja í 15 stiga frosti eins og nú er á Akureyri!
Kveðja E.Harðar
23.12.2004 at 11:23 #511428Fíringarnar hita kælivatnið og vélarblokkina, en smurolían er öll niðri í pönnuninni og varla hitnar hún mikið, eða hvað?
bara svona að spögulera.
kv
Rúnar (sem bara klæðir sig aðeins betur).
23.12.2004 at 11:38 #511430Að vísu hitnar olían ekki, en það munar samt miklu að blokkin sé orðin volg og það eitt og sér auðveldar ræsingu. Olían er svo eldsnögg að hitna þar sem kerfið er orðið heitt.
23.12.2004 at 12:14 #511432Sælir/ar!
Til að bílar fari íu gang í þessum bölvuðum kuldum er auðvitað best að hita þá með forhitara á vatnið og sömuleiðis má fá búnað til að hita olíupönnuna. En þá er vandamálið, eins og hér hefur komið fram, að olían hefur yfirgefið sinn stað. En Kaninn, og vafalaust fleiri, hefur fundið ráð við þessu; þeir dæla olíunni af stað áður en startað er og minnka með því vélarslit um allan helming að eigin sögn, og er svosem engin sérstök ástæða til að efast um þetta. Skoðið bara þessa síðu og síðan má vafalaust finna margar aðrar með svipuðum búnaði. Sá sem setti þetta í sinn bíl væri vafalaust búinn að auka endingu vélarinnar mjög rösklega og að því mér skilst virkar þetta líka uppi á reginfjöllum.
Og munið stórhríðarspána!
Þ
23.12.2004 at 12:20 #511434Gleymdi í gleði minni að setja síðuna inn! En hér er hún!!www.autoenginelube.com/
23.12.2004 at 13:24 #511436Sælir.
Ástæðan fyrir því að fjarstartið var bannað er út af menguninni og hættunni sem búnaðurinn veldur. Einnig fer búnaðurinn illa með vélina út af lakari smurningseiginleikum og eykur eldsneytiskostnað töluvert. Þetta er vísindalega sannað með prófunum í Evrópu og þess vegna var búnaðurinn bannaður.Ástæðan er sú að bíll mengar mest við kaldstart og með fjarræsibúnaði er sá tími lengdur að óþörfu, þ.e. vélin er miklu lengur að hitna en við átak. Hvarfakúturinn fer ekki að virka fyrr en um 80°C og ekki fyrr en vélin er orðin heit. Tilraunir hafa sýnt að best er að setja bílinn strax í gang og keyra af stað, það fer best með vélina þar sem upphitunartíminn er hafður í lagmarki og olían fyrr að hitna og hefja smurningu. Að setja kaldann bíl í gang og láta hann hitna í lausagangi mengar jafn mikið og heitur bíll gerir á 600 km akstri! Fjarstart lengir þennan upphitunartíma og þess vegna er hann ekki æskilegur búnaður. En hann er þægilegur, það er engin spurning. Þægindunum fylgir þó fórnarkostnður upp á aukið vélarslit, aukna eldsneytisnotkun og aukna mengun.
Ef þið viljið nánari útskýringar þá er það ekkert mál.
Kveðja,
ÓAG
Orkutæknifræðingur.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.