Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Fjarskiptareglur F4x4
This topic contains 39 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.09.2007 at 16:53 #200882
Í kjölfarið á umræðu um misnotkun á VHF fjarskiptakerfi F4x4 tóku fjarskiptanefnd og stjórn sig saman og gerðu fjarskiptareglur. Þetta verður m.a. kynnt með bréfi til ferðaþjónustuaðila og annarra hagsmunaaðila.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.09.2007 at 14:04 #598182
Smá pæling… ef að ég ætlaði að kalla í einhvern úr stjórn eða fjarskiptanefnd skv. þessu fína fyrirkomulagi þá gæti ég kallað á Tryggva A-898 í stjórn eða Snorra R-16 í fjarskiptanefnd… hin eru bara heppin ;-> eða ekki með skráð félagsnúmer á 4×4 síðunni.
Þannig að [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/10500#82023:1ibk6yun][b:1ibk6yun]Félagatal [/b:1ibk6yun][/url:1ibk6yun] er málið.kv. Stef..
30.09.2007 at 20:43 #598184Bara fyrir forvitnissakir; hvernig er planið að stöðvarnar séu samþykktar?
30.09.2007 at 20:54 #598186… mjög góð spurning, verður gaman að heyra hvað þeir Dagur og Ofsi höfðu í huga 😉
01.10.2007 at 00:32 #598188Ja t.d byssu,þá þarftu að hafa tilskilið leyfi sem gefið er út af lögreglunni.Þá þarftu að fara og fynna þér byssuna,og fá uppáskrifað hjá viðkomandi verslun,pappír sem segir hverskonar byssu um ræðir,svo þarftu að fara til lögreglunar,og sína pappírana og láta samþykkja þá.Ef þeir eru svo samþykktir,þá getur þú farið aftur í viðkomandi verslun,og gengið frá kauponum.Væri þetta t.d möguleiki fyrir F4x4,að fylgjast þannig með hverjir eru að kaupa stöðvar og hvort þeir séu greiddir félagsmenn?Þ.e.a.s það fái ekki hver sem er að kaupa sér stöð með okkar rásum.Heldur þurfi að lyggja fyrir leifi frá F4x4 fyrir notkun á þeim rásum sem við höfum yfir að ráða.
Mbk.Púkinn
01.10.2007 at 00:56 #598190Þetta er nú nokkurn veginn svona, nema það að klúburinn veit ekkert hver á og hver á ekki stöð.
Þegar þú ferð og kaupir þér stöð þá setja þeir ekki þær rásir inn sem þú hefur ekki leyfi fyrir. Ef þú getur ekki sýnt að þú sért félagsmaður, núna sem dæmi í Ferðaklúbbnum 4×4 þá færðu ekki þær rásir inn. Sama ef ég er með notaða stöð, ef hún er ekki skráð á mig og ég get sýnt framm á aðild að viðkomandi félagi þá fæ ég ekki rásirnar.
Svarti bletturinn er auðvitað þegar ég sel stöðina mína eða bílinn með stöðini í, þá eru allar stöðvar í henni og getur viðkomandi kaupandi verið félagsmaður eða ekki. Þá er það orðið vandamál seljandans. Annað hvort þarf ég að fara og láta taka stöðvarnar út, sem tekur tíma og kostar sennilega pening, gera kaupanda grein fyrir því að hann verði að vera félagsmaður, selja honum stöðina og vera alveg sama eða halda stöðini og vera á byrjunarreit.
Svo auðvitað þetta, maður þekkir mann, hann kann að setja stöðvarnar inní stöðina mína, hann gerir það og enginn veit neitt.
01.10.2007 at 05:05 #598192Burtséð frá því að byssur eru lífshættulegar, og maður þarf að sækja námskeið til að fá að nota þær:
.
-Hver á að sjá um að samþykkja stöðvarnar? Starfsmaður 4×4? Hvaða daga verður hann á Egilsstöðum? En Höfn? En Þórshöfn? En Kópaskeri? En Ísafirði?-Hvað með þær stöðvar sem þegar eru til, á að gera út sendinefnd til að skoða þær?
-Hvað gerist ef stöð er ekki samþykkt?
-Hvaða eftirlit er með stöðvum sem eru seldar?
-Hvernig á að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af þessu eftirliti?
-Hversu miklum tíma þurfa eftirlitsaðilar að gera ráð fyrir í eftirlitið, t.d. á ársgrundvelli?
-Hvað gerist ef félagsmaður greiðir ekki árgjaldið? Þarf þá ekki að bregðast við því, og hver á að sjá um að viðbrögðin?
-Hvar falla amatörstöðvar undir reglugerðina? Eru þær samþykktar?
-Liggja viðurlög gegn því að nota ekki viðeigandi kallmerki?
-Liggja viðurlög gegn því að nota ósamþykkta stöð?
-Liggja viðurlög gegn því að nota rásir án heimildar?
-Hver eru þau viðurlög og hver sér um að framfylgja þeim?
-Er kærunefnd, eða sambærilegt batterí, til staðar til að kæra úrskurði eftirlitsaðila?
…
(klukkan er orðin margt, ég nenni ekki meiru í bili)
…Ég er mjög fylgjandi því að þessi mál séu skoðuð, en vegna reynslu úr öðrum félagsskap vil ég bara benda á að yfirleitt eru einföldustu lausnirnar bestar, og stundum gerir reglugerð meira ógagn en gagn, alveg sama hversu góður tilgangur hennar er og hversu vönduð hún er, til dæmis vegna þess að illmögulegt er að framfylgja henni í raun.
.
Ég hef nú oft verið sakaður um að vera Pappírspési, en sýnist að fleirum veitti ekki af því að fara að komast á fjöll.
.
kv.
Einar Elí
01.10.2007 at 08:06 #598194Ég held að í fjarskiptalögum séu ákvæði um að gæta skuli fyllsta trúnaðar varðandi það sem maður heyrir á vhf rásum má vera að það sé búið að breyta þessu.En spurningar Einars eru góðar og væri gaman að fá svör við þeim.
Kv Klakinn
01.10.2007 at 08:25 #598196inn í þessa skemtilegu umræðu langar mig að benda á að ritnefnd er að leggja lokahönd á útgáfu ferðahandbókar f4x4 sem að meðal annars inniheldur nafnalista með félagsnúmerum allra greiddra félagsmanna í ferðaklúbbnum. þessa bók verður gott að hafa í bílnum og nýtist því vel til að framfylgja þessum nýju kallmerkjareglum ferðaklúbbsins.
01.10.2007 at 08:49 #598198Ég er ósamála breytingartillögu Dags við fyrstu greinina, ég tel að klúbburinn eigi ekki blanda sér inn í það hvaða tæki menn nota þegar þeir nota fjarskiptarásir hans. Núverandi sölufyrirkomulag stuðlar fyrst of frems að hárri álagningu og fáránlega háu verði á fjarskipta búnaði. Það þjónar ekki hagsmunum félagsmanna að styrkja það kerfi.
Ef það tekst að koma á notkum kallmerkja, þá er þar komið stjórntæki sem virkar margfalt betur en nokkur tækjalögga, til þess að sporna gegn misnotkun. Til þess að kallmerki virki sem best, er mikilvægt að það komi fram í enda allra samskipta, því það er mjög oft sem klippist framan af sendingum, þegar stöðvar eru á skanni.-Einar – r292 / TF3EK
01.10.2007 at 10:00 #598200Tilgangurinn með þessari breytingartillögu er að koma í veg fyrir að klúbburinn er að borga fjarskiptaleifi fyrir óviðkomandi sem eru með rásir f4x4 og stuðla að óviðkomandi verði ekki með rásir F4x4.
Ef löglegir notendur fái afnotaleifi frá F4x4 og ekki aðrir, þá ætti F4x4 ekki að þurfa að borga fyrir aðra til P&F.
01.10.2007 at 10:22 #598202Ég játa að ég er dálítið sammála EIK núna (úf nú vantar mig eitthvað sterkara en kaffi!). Spurningar Einars Elí eru hins vegar góðar og ég ætla að taka þær fyrir sem tengjast ekki breytingatillögu Dags/Ofsa á 1. greininni. Ég ætla að leyfa þeim að svara fyrir sínar hugmyndir. Ég skal hins vegar taka það sem er í núverandi útgáfu laga. Auk þess, byggt á góðum ábendingum hafa komið fram hér eru komin drög að endurbættum reglum. Ég vil samt endilega fá fram sem flest sjónarmið og skoðanir svo að sú útgáfa geti orðið betri.
-Hvar falla amatörstöðvar undir reglugerðina? Eru þær samþykktar?
Amatör stöðvar má eingöngu nota á amatörtíðnum svo þær eru samkv. reglugerð um radíóamatöra ekki leyfilegar á VHF rásum F4x4.
-Liggja viðurlög gegn því að nota ekki viðeigandi kallmerki?
Í drögum að endurbættum reglum sem er byrjað að vinna er ákvæði um hvert skuli tilkynna brot (fjarskiptanefnd). Hvort viðurlög verði höfð gagnvart félagsmönnum fyrir "léttvægileg"brot er óvíst. Held jafnvel að þarna gæti smá jafningaþrýstingur verið öflugra tól eins og EIK segir heldur en formleg viðurlögæ. Aðaltilgangur þessara regla var að gera okkur mögulegt að verja hagsmuni félagsmanna gagnvart sjóræningjanotkun þeirra sem eru að nota kerfið í leyfisleysi í atvinnuskyni.
-Hver eru þau viðurlög og hver sér um að framfylgja þeim?
… sjá að ofan. Viðurlög beinast aðallega að ytri aðilum. T.d. með því að senda þeim sem misnota kerfið í atvinnuskyni reikning fyrir notkuninni.
-Er kærunefnd, eða sambærilegt batterí, til staðar til að kæra úrskurði eftirlitsaðila?
Í áðurnefndum drögum er vísað til fjarskiptanefndar sem þess aðila sem á að framfylgja. Skipurit klúbbsins myndi benda til að hægt væri að kæra úrskurð til stjórnar og síðan til aðalfundar.
….
Gleymum samt ekki að fyrst og fremst er tilgangur með því að setja þessar reglur að verja það kerfi sem félagsmenn hafa borgað fyrir uppbygginguna á með félagsgjöldum sínum fyrir stórfeldri misnotkun. Til að klúbburinn geti varist slíkri misnotkun þarf hann að hafa eitthvað í höndunum.
Það er mín skoðun (og þarf ekki að endurspegla skoðun þjóðarinnar) að reglur eigi að vera einfaldar og framfylgjanlegar eins og kostur er hverju sinni. Þær eiga heldur ekki að vera íþyngjandi og skapa meiri kostnað en mögulegur sparnaður af þeim kann að vera.
Og já, hárrétt hjá Klakanum. Það eru almenn trúnaðarákvæði í fjarskiptalögum en mér finnst góð ýsa aldrei of oft freðin 😉
Vona Einar að þetta hafi svarað einhverjum af þínum spurningum á fullnægjandi hátt.
01.10.2007 at 11:29 #598204Hvernig ætlið þið að sanna að einhver ferðaþjónustuaðili sé að nota rásirnar án þess að eiga upptöku af því (sem er banna skv þessum reglum) ?
Ef menn ætla að senda reikning þá verða að liggja fyrir einhverjar sannanir….
kv
Agnar
01.10.2007 at 11:32 #598206Og samkvæmt trúnaði þá má ég ekki kjafta frá….
kv. stef.
01.10.2007 at 11:56 #598208Klúbburinn er ekki að borga fyrir talstöðvar, hann borgar fyrir afnot af tilteknum tíðnisviðum. Markmið reglnanna er að stuðla að því að þessar tíðnir nýtist félagsmönnum sem best. Það kemur klúbbnum ekki við hvaða upplýsingar eru í minni á eitthverjum græjum, heldur hvernig þessar upplýsingar eru notaðaðar. Ég lít svo á að það þjóni mínum öryggishagsnumum, að það sé sem víðtækust hlustun á rásum 4×4, sérstaklega endurvarparásunum, ég lít líka svo að á það þjóni mínum hagsmunum að aðrir en félagsmenn geti sent á þessum rásum í neyðartilfellum.
Vandamálið er notkun annara en félagsmanna, þegar ekki er um neyð að ræða. Besta leiðin til að ná yfir þetta er að taka up kallmerki, það skapar forsendur til þess að taka á misnotkun.
-Einar – R292 / TF3EK
01.10.2007 at 15:17 #598210Átti langt og gott símtal við Ofsa í morgunsárið og skil vel ástæður þess að menn vilji taka til einhverra ráða.
Held samt að það þurfi að horfa á reglugerðina frá öðrum hliðum. Útskýri það aðeins hér að neðan:—–
-Liggja viðurlög gegn því að nota ekki viðeigandi kallmerki?Í drögum að endurbættum reglum sem er byrjað að vinna er ákvæði um hvert skuli tilkynna brot (fjarskiptanefnd). Hvort viðurlög verði höfð gagnvart félagsmönnum fyrir "léttvægileg"brot er óvíst. Held jafnvel að þarna gæti smá jafningaþrýstingur verið öflugra tól eins og EIK segir heldur en formleg viðurlögæ. Aðaltilgangur þessara regla var að gera okkur mögulegt að verja hagsmuni félagsmanna gagnvart sjóræningjanotkun þeirra sem eru að nota kerfið í leyfisleysi í atvinnuskyni.
REGLUR ERU ÞANNIG AÐ EF ENGIN VIÐURLÖG LIGGJA VIÐ BROTUM Á ÞEIM ER ALVEG EINS GOTT AÐ KALLA ÞÆR LEIÐBEININGAR. ÞAÐ ÞÝÐIR LÍTIÐ AÐ LEGGJA FYRIR FÉLAGSMENN AÐ VAKTA RÁSIRNAR OG TILKYNNA BROT Á REGLUNUM, EF ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ TAKA Á BROTUNUM.
-Hver eru þau viðurlög og hver sér um að framfylgja þeim?
… sjá að ofan. Viðurlög beinast aðallega að ytri aðilum. T.d. með því að senda þeim sem misnota kerfið í atvinnuskyni reikning fyrir notkuninni.
HVER Á AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ? HVERNIG Á AÐ MÆLA NOTKUNINA? HVERSU HÁ Á SEKTIN AÐ VERA? STENST SLÍKUR REIKNINGUR LÖG?
—–
Ég er ekki sannfærður um að þessi reglugerð sé leiðin út úr vandanum. En ég er svosem ekki með neina betri hugmynd heldur.
Kv.
Einar Elí
01.10.2007 at 15:41 #598212Áhugamannafélög geta auðvitað ekki sektað einn eða neinn. Það ætti að vera hægt að vísa svona málum til opinbera aðilans sem ber ábyrgð á þessum málum. Það yrði væntanlega leiðin sem væri fyrst farin ef klúbburinn telur brotið á hagsmunum sínum með stórfeldum hætti. Það má hins vegar reyna að fara samningaleiðina en ef við höfum engin "spil á hendi" þá er alveg gefið mál að við höfum ekki erindi sem erfiði. Með því að setja reglur og kynna þær höfum við þó betri samningsstöðu en án þeirra.
Það má nota sömu rök (engin viðurlög) til að skjóta niður langflest sem er verið að gera utan réttarkerfisins og sumt innan þess. T.d. siðareglur blaðamanna (hvar eru viðurlögin?), siðareglur kennara (hvar er hegningarákvæðið), persónuverndarlög (þar er ekki hægt að áfrýja frekar en hjá BÍ), húsreglur fjölbýlishúsa… og svo mætti lengi lengi telja. Okkar eigin Skálareglur til dæmis…
Ég er ennþá svo ungur og bjartsýnn á mannlegt eðli að ég trúi ekki öðru en þeir sem hafi sameiginlegra hagsmuna að gæta geti komið sér saman um ákveðnar umgengnisreglur um sameiginlegar auðlindir án þess að það þurfi að vera refsivöndur yfir öllu saman.
Hlutverk reglna á ekki að vera að leita tækifæra til að refsa fólki heldur reyna að stýra hegðun þannig að sem flestir geti notið þessara sameiginlegu auðlinda í sátt og samlyndi. Það má auðvitað kalla slíkar leiðbeiningar leiðbeiningar eða skilmála ef fólki líður betur með það en mér finnst alltaf best að kalla hlutina því nafni sem er mest lýsandi.
01.10.2007 at 18:09 #598214Félagið getur búið til kalmerkja skrá og sett nafn þess sem
á það merki líkt og bílnúmera kerfið.Og sent það í e-mail til þeira sem eru búnir að borga félagsgjöld. Svo að þeir sem eru ekki
í félæginu fá ekki kallkerki, þegar nýir félagsmenn koma þá
fá þeir félagsnúmer og kallnúmer . Svo er ekki heimilt að
selja stöð með kallmerki. þegar menn hæta að borga til
félags en nota sitt kallmerki getur stjórn sett inn á vefinn
þaug kallmerki sem eru ekki lögleg skráð .kv,,, MHN
01.10.2007 at 20:14 #598216Tryggvi – eina dæmið sem þú nefnir sem ég þekki til hefur að gera með siðareglur blaðamanna.
Séu þær brotnar fær siðanefnd málið til umfjöllunar og úrskurðar um málið. Í fyrstu mætti halda að það væri lítilvæg refsing, en blaðamenn sem fá ítrekað alvarlegar áminningar frá siðanefnd þykja nú ekki eftirsóttir starfskraftar hjá fjölmiðlum með sjálfsvirðingu. Þannig getur það verið spurning um framtíð í starfi, og þar af leiðandi brauðfæðingu, að brjóta gegn reglunum.
Úrskurðir siðanefndar eru oft birtir í fjölmiðlum og hafa þannig áhrif á almenningsálit á viðkomandi fjölmiðli.
Úrskurði siðanefnd á þann veg að blaðamaður hafi gerst brotlegur gagnvart siðareglum er úrskurðurinn stundum undanfari málshöfðunar, t.d. af þeim sem fjallað hefur verið um á ósiðlegan hátt. Lykillinn í því er auðvitað að í siðareglunum er margt sem á sér hljómgrunn í almennum lögum, en er umorðað til að það eigi beint og augljóslega við starfið.
Það er því ekki rétt að engin viðurlög liggi gegn því að brjóta siðareglur Blaðamannafélags Íslands.
…
Ég hef sótt hina ýmsu fjallaskála síðan ég var þrettán ára og hef stundum rekið augun í skálareglur. Mér er sem mig minni að í sumum þeirra sé tekið fram að brot á skálareglum varði úthýsingu og/eða geti útilokað gistingu í framtíðinni. Getur það ekki verið rétt hjá mér?
…
En – nú er ég búinn að benda á það sem mér finnst að eigi að varast og hef hvorki þekkingu né þol til að bæta frekar við þá umræðu.
Hvort einhver taki mark á þessum ábendingum er auðvitiað allt annað mál – maður vill bara ekki láta hjá líða að benda á hættur sem maður hefur komist í kynni við áður.
Vona að þetta fái einhverja farsæla niðurstöðu.Kv.
Einar Elí
01.10.2007 at 22:33 #598218Ég tók nú einmitt BÍ sem dæmi sérstaklega fyrir þig 😉 Ég sá nefnilega ekki í siðareglunum að það væri hægt að reka neinn úr félaginu fyrir brot á reglunum. Ég held að einu svoleiðis dæmin séu læknar og lögfræðingar, sama "vandamál" er einmitt hjá kennurum, engin viðurlög og hver tekur svoleiðis alvarlega.
En auðvitað komst punkturinn hjá þér til skila, og hann er mjög góður líka. Á sama hátt eiga þessar reglur auðvitað samsvörun í fjarskiptalögum og lögum um persónuvernd.Ég hef trú á að jafningaeftirlitið skili sínu með tímanum og að þetta sé skref í rétta átt, hænuskref kannski en skref þó. Held svo að reynslan af þessu í raun og veru færi okkur vitneskju um hvað sé næst í stöðunni.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.