Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Fjarskiptareglur F4x4
This topic contains 39 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
29.09.2007 at 16:53 #200882
Í kjölfarið á umræðu um misnotkun á VHF fjarskiptakerfi F4x4 tóku fjarskiptanefnd og stjórn sig saman og gerðu fjarskiptareglur. Þetta verður m.a. kynnt með bréfi til ferðaþjónustuaðila og annarra hagsmunaaðila.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.09.2007 at 17:14 #598142
Tryggvi að geta lesið reglurnar á vefnum hrós hrós
29.09.2007 at 18:29 #598144Það er ánægjulegt að sjá þessar reglusmíð. Mér líst vel á þær, en þó er ein grein, sem mér finnst torskilin og óska eftir útskýringum á:
6. gr
Til fjarskiptakerfis Ferðaklúbbsins 4×4 teljast leyfi til notkunar á þeim tíðnum, rásum eða
hópum sem klúbburinn hefur fengið úthlutað í sínu nafni og allur sá fjarskiptabúnaður
sem er í eigu hans, þar með taldir endurvarpar.Kveðjur
Ágúst
29.09.2007 at 18:38 #598146Já, það er von að spurt sé… þetta er dálítil romsa. Með þessu vorum við að reyna að ná utan um bæði afnotaréttinn sem klúbburinn hefur að ákveðnum tíðnum og búnaðinn sem hann á. Orðalagið varð svo fyrst skelfilegt þegar maður reyndi að láta þetta ná utan um mögulegar úthlutanir á öðrum tíðnum, kerfum o.s.frv. Þetta ætti að ná líka utan um uppkallshópa í Tetra-kerfinu.
Vona að þetta sé örlítið skiljanlegra.
29.09.2007 at 21:25 #598148Sælir félagar.
.
Ein spurning. Af hverju skilduð þið "dyrnar" eftir opnar í 4. gr. og í hvaða tilfellum ætti undanþágan við?
.
Kv. Baddi
29.09.2007 at 21:42 #598150Þetta var einmitt rætt sérstaklega, fram og til baka. Það hefur komið fyrir að klúbburinn hefur gegn greiðslu veitt öðrum aðilum aðgang að kerfinu tímabundið.
Það er betra að hafa þennan möguleika inni og geta veitt leyfðar undanþágur en að menn séu að fara á bak við klúbbinn og nota kerfið hvort eð er. Þetta væri auðvitað skoðað í hverju tilfelli, þá sérstaklega með tilliti til þess hvort undanþágan trufli félagsmenn. Svona undanþágur væru líka alltaf tímabundnar.
29.09.2007 at 22:23 #598152Þar sem að nú þegar er búið að kommenta um gr. 6 og gr. 4 þá langar mig að nefna gr. 3 annars vegar og gr. 9 hins vegar… og þá eru bara rúmur helmingurinn eftir.
–
3. gr.
Hvernig í veröldinni á ég að geta framfylgt 3 gr. Fyrir það fyrsta man ég aldrei félagsnr. mitt hvað þá allra hinna félagsmanna og langt frá því að ég viti hvert fólkið sé. Og ef að einhver segist vera félagsmaður A 898 og heita Tryggvi er ég einhverju nær um hann almennt. Hann gæti verið hver sem er og hvar sem er.
–
9. gr.
Hana er ég búin að þverbrjóta (oftar en einu sinni með litlu canon ixus druslunni minni) og hefur einn glæpur minn verið m.a. hýstur opinberlega á heimasíðu félagsmanns A 898.
Er ekki einhver staðar hörð refsing fyrir brot á þessum reglum í lögum félagsins.kv. Stef… sem að finnst gott að láta refsa sér ;->
30.09.2007 at 04:05 #598154Þetta er þarft framtak og löngu tímabært. Sérstaklega held að að 2. greinin sé mikilvæg. Þar vantar þó að ákvæði um að kallmerki sé alltaf sent í lok sendingar, líkt og er í reglum um starfsemi radíóamatöra.
Til þess að önnur og þriðja greinin virki eins og til er ætlast, þá þarf að vera til aðgengilegur isti yfir kallmerki (félagsnúmer). Það þarf að gefa út prentað félagatal, sem menn geta haft í bílunum.
Ég held að það sé líka ástæða til þess gefa kost á að nota önnur kallmerki en félagsnúmer, t.d. væri æskilegt að sama auðkenni væri notað í fjarskiptum og á vefsíðunni.Ég sé ekki þörfina fyrir 9. greinina, þýðir þetta að það þurfi að slökkva á talstöðinni þegar menn eru með video upptökur?
-Einar (R-292 / TF3EK)
30.09.2007 at 07:17 #598156Ég er mjög sáttur við þessar reglur og tel þær löngu tímabærara,Kallmerki ætti alltaf að nota í samskiptum á milli hópa þó svo að slík formlegheit séu almennt ekki notuð td á sjó frekar í samsk lögreglu og björgunaraðila,en það að nota kallmerki og krefjast þess í samskiptum kallar á félagatal sem yrði að vera í handhægu formi.
Þetta form var notað í FR og gafst vel.Kv Klakinn
30.09.2007 at 09:54 #598158Kallmerkin:
Það má etv segja að þetta sé svona "light" útgáfa af radíóamatöra reglunum. Þar sem fjarskiptin eru nú meira secondary hlutur hjá jeppamönnum þó nauðsynlegur sé þá er þetta aðeins léttari krafa. E.t.v. væri mjög sniðugt að taka sérstaklega fram í samskiptum milli hópa eins og Laugi nefnir. Kannski verður raunin sú að það er best að fara alla leið út í byrjun, með reglulegu millibili í löngum samskiptum og í enda þeirra. Þar sem engin notkun kallmerkja er í dag er þetta eitthvað sem mér finnst eðlilegt að þróist og alveg klárt að reglurnar verða bættar þegar reynsla er komin á hvernig þetta er í raun að virka. Félagatal, jú það er mál sem er í vinnslu en auðvitað ekki allir á eitt sáttir um hvernig eigi að tækla þau mál (meira um það seinna samt).Varðandi upptökur þá kom þetta inn sem almenn (etv óþörf) krafa til að verja einkalíf fólks. Upptökur sem beinast ekki að kerfinu sjálfu myndi ég ekki túlka sem svo að færu undir þessar reglur, t.d. ef það er verið að taka upp videó í bíl. Það mætti s.s. ef talstöðvasamskiptin þjóna engum tilgangi skipta hljóðrásinni út fyrir einhverja góða tónlist. Það sem þessi grein beinist hins vegar að er t.d. ef einhver er með stöð á okkar rásum og upptökubúnað tengdan við og tekur upp öll samskipti sem eiga sér stað, nú eða ef það væri upptökutæki tengt á endurvarpa eða slíkt. Það sem ég vil kalla tilfallandi upptökur eins og myndskeið þar sem tilgangur upptökunnar er annar en að safna samskiptum saman er varla hægt að setja reglur um. Ég hins vegar hefði gjarnan viljað koma betri orðum að þessu til að akkúrat þessa gerð af misskilningi. Allar tillögur eru velkomnar að sjálfsögðu.
30.09.2007 at 10:33 #598160Þar sem reglurnar kveða á um að maður noti félagsnúmerið sitt sem kallmerki og ekki neitt félagatal komið út þá ákvað ég af samviskusemi minni að finna félagsnúmerið mitt og setja það í prófílinn á síðunni til að auðvelda mönnum leitina þ.e.a.s. ef þeir vilja á annað borð ná í mig, ekki það að ég svari því að þá þyrfti ég að muna númerið. Varð ég nú svolítið hissa… það var ekki boðið upp á dálk til að setja inn félagsnúmerið og þar sem að ég er ekki sú skarpasta þá virðist eini staðurinn sem að ég komi því inn vera undir bíllinn minn og ekki kann ég HTML til að gera það feitletrað.
—
Þar sem klúbburinn hefur ekki enn haldið námskeið í húmor eða lesið á milli línanna sbr. [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=ferdir/10394:xorjyo9e][b:xorjyo9e]þessi[/b:xorjyo9e][/url:xorjyo9e] ótrúlegi þráður þá vil ég taka það fram að ég er ekki að mótmæla reglugerðasetningunum.Kv. Stef….. R-3280 … alveg örugglega hm…
30.09.2007 at 11:30 #598162Mér lýst vel á þessar reglur, Að nota kallmerki þegar verið er að kalla í upphafi er gott mál. Ég strfaði lengi í stjórn FR og voru þar kallmerki notuð og gekk vel.
kv
Þórður Ingi
K-725
30.09.2007 at 11:32 #598164Tillaga að fjarskiptareglum F4x4.
Breyttur texti er með stórum stöfum og einnig hefur nokkuð af textanum verið fellt út.Kveðja
dagur / R1698 / TF3DBBreyttar Fjarskiptareglur Ferðaklúbbsins 4×4
1. gr
Fjarskiptakerfi Ferðaklúbbsins 4×4 má hver sá nota sem er gildur félagsmaður í Ferðaklúbbnum 4×4. Veitir þetta afnotarétt og rétt til að forrita tíðnir klúbbsins inn í talstöðvar sem eru VIÐURKENNDAR AF PÓST OG FJARSKIPTASTOFNUN OG í eigu og notkun félagsmannsins.
2. gr
Þeir sem nota fjarskiptakerfi Ferðaklúbbsins 4×4 skulu auðkenna sig með AUÐKENNI F4X4 í upphafi samskipta og þegar þess er óskað.
3. gr
Félagsmönnum er skylt að ganga eftir AUÐKENNI óþekktra aðila sem nota fjarskiptakerfi Ferðaklúbbsins 4×4 til að tryggja að eingöngu gildir og GILDIR félagsmenn noti kerfið.
4. gr
Notkun fjarskiptakerfis Ferðaklúbbsins 4×4 í atvinnuskyni er óheimil, þó geta aðilar fengið tímabundið leyfi til slíkrar notkunar háð samþykki stjórnar svo framarlega sem slík notkun trufli ekki notkun félagsmanna.
5. gr
Viðbragðsaðilum, svo sem björgunarsveitum, er heimilt að vakta og nota fjarskiptakerfi Ferðaklúbbsins 4×4 í þeim tilgangi að auka öryggi félagsmanna. Notkunarreglur þessar takmarka ekki notkun á kerfinu í neyðartilfellum.
6. gr
Til fjarskiptakerfis Ferðaklúbbsins 4×4 teljast leyfi til notkunar á þeim tíðnum, rásum eða hópum sem klúbburinn hefur fengið úthlutað í sínu nafni og sá fjarskiptabúnaður sem er í eigu hans..
7. gr
Rekstur fjarskiptakerfis Ferðaklúbbsins 4×4 er í höndum fjarskiptanefndar klúbbsins, sem kosin er á aðalfundi.
8. gr
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 er heimilt að gera afnotasamninga við þriðja aðila svo fremi sem slík notkun brjóti ekki í bága við önnur ákvæði í reglum þessum.
9. gr
NOTENDUR FJARSKIPTAKERFIS FERÐAKLÚBBS 4X4 SKULU GÆTA TRÚNAÐAR ANNARA NOTENDA KERFISINS
30.09.2007 at 11:50 #598166já já ég er enn að hjakka í sama farinu…. ég skil ekki enn þá hvernig ég get TRYGGT það að sá sem að talar sé GILDUR og/eða GREIDDUR félagi eða AUÐKENNSIFÉLAGI. Ég hef bara ekki hugmynd um hverjir eru búnir að borga. bara smá pæling.
Og hvað varðar 9. gr. þá er ég með breytingartillögu …. (við hans Dags) Ekki segja neitt í þessa útvarpsstöð sem að þú vilt ekki að fréttist…
kv. stef…
30.09.2007 at 11:53 #598168Ég er að viðurkenna að ég skil ekki þörfina fyrir þessa athugasemd. Því það liggur í hlutarins eðli að þeir sem forrita tíðnir í talstöðvar eigi ekki að forrita í aðrar en löglegar stöðvar myndir ég ætla. Svo er hin hliðin sem ég skil ekki alveg til hver er verið að blanda inn í málið stofnun sem hefur ekki sinnt skildum sínum í áraraðir. Og sem er löngu kominn tími til þess að leggja niður í núverandi mynd. Ég velti því t,d fyrir mé af hverju fyrirtæki í þessari talstöðvarþjónustu þurfa að senda P og F skýrslur á sama tíma og þeim einum sem koma málin við í raun og veru fá ekki afrit samanber Landsbjörg og 4×4.
1. gr
Fjarskiptakerfi Ferðaklúbbsins 4×4 má hver sá nota sem er gildur félagsmaður í Ferðaklúbbnum 4×4. Veitir þetta afnotarétt og rétt til að forrita tíðnir klúbbsins inn í talstöðvar sem eru VIÐURKENNDAR AF PÓST OG FJARSKIPTASTOFNUN OG í eigu og notkun félagsmannsins.
30.09.2007 at 12:05 #598170Ég er rosalega hrifinn af tillögu Dags um 9. greinina, viss um að ég á eftir að stela henni "in broad daylight" frá honum við tækifæri 😉
Varðandi hverjir eru gildir og ekki… þá kallar þetta á félagatal í einhverju formi í einhverri útfærslu og er það alveg önnur umræða. Þessar reglur búa samt til pressu á klúbbinn að hafa slíkt, sem er bara gott mál. Sú umræða er hins vegar að öðru leyti ótengd þessum reglum og ætla ég að starta öðrum þræði um það.
30.09.2007 at 12:15 #598172Önnur slæm hugmynd.
Þar sem Póst og fjarskiptastofnun er látið fyrir bæri. Legg ég til að stöðin þurfi að vera samþykkt að Ferðaklúbbnum 4×4
30.09.2007 at 12:18 #598174Ég rak einmitt augun líka í þetta með P & F og sá einmitt ekki tilganginn.
En Dagur þú mátt ekki taka þessu sem svo að það sé verið að skjóta þig í kaf. Það er einmitt mikilvægt að fá svona fram til að menn geti rætt þetta og skipst á skoðunum.kv. Stef…
30.09.2007 at 12:21 #598176Breyting á breytingartillögu Á 1 Grein.
F4x4 þurfi að samþykja stöðvar sem eru notaðar á tíðnum F4x4 með merki klúbbsins sem er sett á stöðvarnar og tilgreindur leifishafi-kallmerki, gerð og númer stöðvar.Stef
Þetta kemur alls ekki á óvart!kveðja dagur
1. gr
Fjarskiptakerfi Ferðaklúbbsins 4×4 má hver sá nota sem er gildur félagsmaður í Ferðaklúbbnum 4×4. Veitir þetta afnotarétt og rétt til að forrita tíðnir klúbbsins inn í talstöðvar sem eru VIÐURKENNDAR AF FERÐAKLÚBBI 4X4 OG í eigu og notkun félagsmannsins, MERKTAR MEÐ LEIFISMERKI OG KALLMERKI F4X4.
30.09.2007 at 12:23 #598178þá vaknar nú stríðni í mörgum að geta sagst vera hver sem er þetta er jón k-1234 nei þetta er ingvi S-5678
Líst vel á þessar reglur, þær verða að vera til.
en menn geta bullað fram og til baka í stöðvarnar með þessi númer, og ég held að lítið sé hægt að gera í því..
30.09.2007 at 12:37 #598180Svo langar mig að koma með tillögu um hámarks tímalengd sem að tveir aðilar hafa til að teppa rásir sín á milli…. hef t.d. lent í því að þurfa nauðsynlega að ná sambandi á endurvarpsrás og komst bara ekki að vegna samtala á milli aðila þar sem verið var að ræða hvar ætti að detta í það og hver væri með kúlurass..
kv. stef…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.