Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Fjármál klúbbsins
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Elín Björg Ragnarsdóttir 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
18.10.2007 at 12:19 #201002
Nú virðist vera uppi hugmyndir um hækkun félagsgjalda og hlýtur ástæðan að vera sú að klúbbinn vanti aukið fé til að standa undir rekstri sínum. Ég velti því hins vegar fyrir mér í því samhengi hvort ekki sé mögulegt fyrir klúbbinn að endurskoða útgjöld sín. Þá vakna nokkrar spurningar hjá mér, m.a.
Er þörf á því að klúbburinn hafi starfsmann í fullu starfi?
Hvað kostar það klúbbinn á ársgrundvelli að vera með fastann starfsmann í fullu starfi?
Hve margir greiða félagsgjöld til klúbbsins og hve stór hluti félagsgjalda fer í launagreiðslur?
Hvaða störfum sinnir starfsmaður klúbbsins, eru þau störf kostnaðarins virði?
Að hvaða hagsmunamálum félagsmanna er starfsmaðurinn að vinna núna?
Er stjórnin að vinna að sömu málum í sjálfboðastarfi?
Hvar liggja mörkin á milli sjálfboðastarfs formannsins og starfa starfsmannsins?
Er eðlilegt að formaður sé jafnframt starfsmaður?
Velti því einnig fyrir mér hvort klúbburinn sé ekki að fjarlægjast uppruna sinn sem áhugamannafélag sjálfboðaliða sem gæta hagsmuna þeirra sem breyta vilja bílum og fá að ferðast á þeim. Virðist vera færast í átt að Ferðafélaginu og Útivist þar sem aðal áherslan er á skipulagðar ferðir, uppákomur og láglendisvæðingu þar sem enginn getur farið á fjöll nema í fylgd þjálfaðra 4×4 félaga.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.10.2007 at 14:31 #600288
Vefnefnd hefur flutt þennan þráð í flokkinn innanfélagsmál, enda klárlega um innanfélagsmál að ræða.
Af því tilefni er rétt að biðja þá sem skrifa á vef ferðaklúbbsins að gæta þess að spjallþræðir fari í rétta flokka.
Ólafur, vefnefnd
18.10.2007 at 14:32 #600290Þetta eru í sjálfu sér verðugar spurningar sem gott er að velta fyrir sér. Þegar ég sat í stjórn var einn starfsmaður í 25% starfi fyrir klúbbinn þannig að það er von að spurt sé. Mín skoðun er hins vegar sú að sá sparnaður sem í því fólst hafi ekki verið skynsamlegur sparnaður eða allavega komið að þeim tímamörkum að þetta var ekki sniðugt. Það dugði kannski fyrir nauðsynlegum verkum eins og að senda út félagsskírteini eða slíkt, en ekki meira en svo. Með því að auka þetta erum við að auka möguleika klúbbsins til að sinna hlutverki sínu með sómasamlegum hætti. Það er gott mál að félagsmenn vinni í sjálfboðavinnu að ýmsum verkefnum fyrir klúbbinn, en eigi klúbburinn að vera öflugur málsvari okkar og geta sinnt öllum þeim fjölda mála sem upp koma í dag, er það eitthvað sem menn gera ekki í sjálfboðavinnu samhliða brauðstritinu. Þekki það á eigin skinni þar sem í formannstíð minni fannst mér langur vegur frá að ég væri að sinna öllu því sem hefði þurft og margar góðar hugmyndir féllu dauðar út af tímaleysi. Þetta leiðir líka til þess að formenn eru fljótir að brenna út hjá okkur, menn reyna að þrauka í tvö ár en eru komnir út fyrir þolmörkin á seinna árinu.
Svo er auðvitað spurning hvort rétt sé að starfsmaður sé jafnframt formaður. Það háttar til þannig núna kannski vegna þess að Benni þurfti nokkuð óvænt að draga sig í hlé. Þetta er reyndar ekki óþekkt hjá félagasamtökum og getur virkað ágætlega. Ég held samt að það væri æskilegra að hafa þetta aðskilið og starfsmaðurinn starfi í umboði formanns og sem hans undirmaður. Þá nýtast líka kraftar beggja betur.
Kv – Skúli
P.s. takk vefnefnd fyrir að flytja þráðinn, ég gekk út frá að þetta væri í innanfélagsmálum og hefði hagað skrifum mínum öðruvísi og jafnvel ekki svarað hefði ég áttað mig á að þetta væri á opnum þræði.
18.10.2007 at 15:45 #600292
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Svona var þetta í björgunarsveitunum fyrst allavega á höfuðborgarsvæðinu,en núna eru sumar af þeim komnar með starfsmann eða menn og konur og maður sér í dag þegar svona einingar eru orðnar svona stórar þá er það bara að skila sér margfalt til baka.Þessir menn og konur leysa svo margan vandan sem menn þurftu áður að reyna að gera í sínum vinnutíma og oft gengu hlutirnir bara ekki upp þannig.Svo það er engin spurning held ég að klúbburinn eigi að hafa starfsmann áfram.Í sveitunum gegna formenn vanalega ekki þessu starfi heldur einstaklíngar innan sveitanna en hver hefur sitt val í þessu hver það er sem vinnur verkið.
Gott í bili
KV:Matti
18.10.2007 at 17:55 #600294Þetta eru ágætar pælingar hjá Ellu, og fleyri hafa verið að velta þessu fyrir sér, þar á meðal ég. Þessar spurningar eru nú þannig að ekki ætti að vera stór mál að svara þeim, og eins er ágætt að félagsmenn séu með á nótunum um þessa hluti. Ég get líka tekið undir það, að mér þykir 4×4 hafa færst nær láglendinu undanfarið, og starfsemin farin að líkjast hinum ferðafélögunum full mikið. Svo getur líka verið að maður sé fullur af ranghugmyndum, því maður veit ekki hvað starfsmaður 4×4 er að gera allan daginn.
Ferðakveðja
18.10.2007 at 18:38 #600296Starf starfsmanns.
Skrá nýja félagsmenn inn í félagaskrá.
Á vefinn ásamt vefnefnd
Aðstoða nefndir, við hin ýmsu mál.
Vera í tengslum við landsbyggðadeildir varðandi félagaskrá og önnur mál.
Svara fyrirspurnum félagsmanna og annara.
Öll tilfallandi störf sem stjórn setur starfsmanni.
Þegar Benni var formaður sinnti starfsmaður þeim störfum sem honum var falið af hendi formanns.
Sækja um styrki fyrir hinar og þessar uppákomur.
Inn í þessu eru ekki fundir með stjórn eða nefndum, fundir með hinum og þessum fyrirtækjum.
Vona að þetta svari eitthverjum spurningum Ellu og Hlyns.
Ég hef setið í stjórn ferðaklúbbsins frá 2004 og sinnti þá félagaskrá klúbbsins með fyrri starfsmönnum og leysti þá af þegar skrifstofa klúbbsins var lokað frá 15 maí til 15 águst. Og var það allt í sjálboðastarfi ásamt að sitja í stjórn.
kv
Agnes karen Sig
18.10.2007 at 18:58 #600298Þetta nefnilega skýrir málið ágætlega og nú getur hver svarað fyrir sig spurningum eins og er líklegt að þessi verkefni rúmist í 25% starfi. Einnig, er vinnusvigrúmi (eða hvað maður kallar það) stjórnarmanna sem vinna fyrir klúbbinn í sjálfboðavinnu vel varið í að hlaupa undir bagga með starfsmanni í alltof litlu starfshlutfalli.
Það er því engin spurning í mínum huga að þetta var komið á villugötur og um leið og nískupúkinn ég gekk úr stjórn tóku nýjir menn sig til og bættu úr því (ég var semsagt í þeirri villu að reyna að halda starfsmannakostnaði niðri).
Svo er bara aðalmálið að hlutirnir séu að virka og ég held að þeir hafi gert það all þokkalega í vetur og starfsemi klúbbsins á margan hátt orðið meira ‘pro’ en var.
Kv – Skúli
18.10.2007 at 19:07 #600300Ég held að við verðum að sætta okkur við það að gamli ungmennafélagsandinn sem ríkti hér áður fyrr og menn konur fórnuðu öllum frítíma sínum og kröftum í félagið sitt sé því miður liðin tíð. Hér áður fyrr voru minni kröfur um lífsgæði og menn höfðu þar af leiðandi meiri tíma til sjálboðastarfa. Samt er það svo að ég sé menn og konur vera að starfa fyrir klúbbinn án þess að fá nokkuð fyrir það á stundum nema vanþakklætið. Það er vissulega nauðsynlegt að hafa starfsmann á launum þegar í þess stærð er komið og ég tek undir með Skúla þegar hann talar um að menn brenni fljótt upp
i svona störfum, koma inn fullir af áhuga og góðum ásetningi en verða svo fyrir sárum vonbrigðum þegar þeir sjá að þeir koma ekki nema hluta af því í verk sem þeim hugnaðist að gera. Þá er gott að hafa starfsmann á launum til að draga vagninn því atorkusamur eintaklingur í þeirr stöðu dregur fleiri með sér. Að reka svona félag eins og 4×4 er kostnaðarsamur pakki og verður ekki ódýrara þegar fram líða stundir nema að menn vilji fara aftur í grasrótina, aftur til þess tíma þegar klúbburinn var að byrja. Ef ÞAÐ er vilji manna er ég illa svikinn. Ég fyrir mig sé allavega ekki eftir þessum peningum sem ég borga í félagsgjald og tel þeim vel varið. L.
18.10.2007 at 21:52 #600302Ég skil ekki alveg hvað Ellu gengur til með þessari umræðu. Ég get ekki betur séð en að þetta beinist að Agnesi sem við öll vitum að sinnir þessum störfum. Mér finnst aðdróttanir í gangi um að Agnes sé ekki að sinna sínu starfi. Ég get staðfest það að aldrei hefur verið eins mikið samstarf við deildirnar út á landi og hefur verið eftir að hún tók við og ég leyfi mér að fullyrða það að Agnes vinnur 100% starf en fær bara 25% laun fyrir. Ég vænti að þetta hafi allt verið ákveðið á lögmætum fundi að ráða Agnesi í þetta starf og öllum hafi það verið full ljóst. Í okkar félagi sem er farið að telja nokkur þúsund manns þá er það bara ekki leggjandi á nokkurn einstakling að fórna einkalífi sínu fyrir það að berjast fyrir mis þakklátum jeppamönnum. Ég allavega öfunda ekki Agnesi að sinna þessu. Hvað varðar upphaf umræðunnar þá er þetta mál sem á að ræða á aðalfundi og ég skora bara á þá, sem eru svona hræddir um að Agnes liggi í leti þarna, að mæta á aðalfund og tjá sig um þessi mál þar. Þetta er ekki leist hér á netinu, hvað þá opnum spjallþræði.
kv,
Halldór
Formaður Eyjafjarðardeildar
18.10.2007 at 23:37 #600304Ég er innilega sammála Halla formanni mínum. Agnes hefur frá því hún var gjaldkeri sýnt meira frumkvæði en margur annar. Að öðrum formönnum 4×4 ólöstuðum (nú er ég að tala um Skúla og Benna) þé hefur Agnes oftar haft samband við mig og mína deild en nokkur annar. Loksins finnst mér að við hér fyrir norðan séum virkilega hluti af þessum klúbb. Mér finnst líka að hér sé um aðdróttanir að ræða í garð Agnesar sem eru mjög ósanngjarnar. Ég öfunda Agnesi ekki af því hlutskipti sem hún er í og ber fullt virðingu fyrir hennar störfum.
Lengi lifi Agnes.
(Svo er hún alltaf velkomin í kaffi aftur…)Kveðja:
Erlingur Harðar
Gjaldkeri EyjafjarðardeildarPS: Ég er hinsvegar ekki sammála ritskoðun…
18.10.2007 at 23:55 #600306Ég verð að bæta við hérna af því Ella er hér á öðrum þræði (á opnum vettvangi sem ég enn og aftur skil ekki hvers vegna) að túlka þessi sjálfsögðu viðbrög vefnefndar sem árás á tjáningarfrelsið. Opinská umræða og vangaveltur fram og til baka um hvernig sé rétt að haga hlutunum þurfa í sjálfu sér ekki að vera persónulegar árásir, þær geta verið holl pæling og kveikt hugmyndir og svo er bara að meta síðar hvort rétt sé að fara eftir þeim. Ég ætla í sjálfu sér ekki að fullyrða um hvort það sé rétt hjá Halldóri og Erling að túlka þetta sem persónulega árás, kannski er ég bara svona grænn og kannski hvarflaði það ekki að mér því það er svo langur vegur frá að Agnes eigi slík neðanbeltishögg skilið. Um það er ég sannfærður og þarf ekki að vera Eyfirðingu til að sjá það ;o) Hins vegar er alveg fráleitt að það eigi heima á opnum vettvangi þegar bornar eru fram spurningar eins og þær hver starfsmannakostnaður félagsins sé, hve margir greiði félagsgjöld og hvaða verkefni framkævmdastjóri klúbbsins sé að sinna. Ella, það hefur ekkert með tjáningafrelsi að gera þó klúbburinn ákveði að þetta sé eitthvað sem utanaðkomandi aðilum komi ekki við og þetta eru spurningarnar sem þú berð fram. Ég er jafn gáttaður og Halldór á að þú látir þér detta annað eins í hug. Og þessi skoðun mín á ekkert erindi fyrir augu utanfélagsmanna eða þessi umræða yfir höfuð og því set ég þetta hér en ekki á ‘ritskoðunarþráðinn’. Umræða um svona hluti getur verið ágæt innan klúbbsins ef rétt er að henni staðið, en á opnum vettvangi gerir hún ekkert annað en vinna klúbbnum ógagn ef ekki beinlínis grafa undan honum.
Kv – Skúli
P.s. þetta ritskoðunarpíslavætti er nú að verða þreytt þema.
19.10.2007 at 00:26 #600308Hér á eftir koma svör við þeim spurningum sem Ella varpar fram í upphafi þessarar umræðu og eru þær skáletraðar. Þessi svör eru mín og endurspegla eingöngu mína upplifun og eru byggð á þeim upplýsingum sem ég hef aðgang að á þessum tímapunkti.
[i:1u85ikvn]Er þörf á því að klúbburinn hafi starfsmann í fullu starfi?[/i:1u85ikvn]
Aukinn fjöldi félagsmanna, þ.m.t. nýskráningar, meiri þjónusta við þá, tilfærsla á verkefnum frá gjaldkerum landsbyggðardeilda til skrifstofu ásamt ýmsu öðru gerir það að verkum að það er ekki vanþörf á starfsmanni í fullt starf hjá klúbbnum. Ég leyfi mér jafnvel að halda að það væri full þörf á hálfu stöðugildi til viðbótar, a.m.k. yfir hluta ársins. Þetta er algerlega óháð ferðum, uppákomum og öðru slíku enda er slíkt að mestu á herðum nefnda eða annarra sem eru að vinna í sjálfboðavinnu. Það er því miður eðli þessara starfa sem fara fram á skrifstofunni að þau eru mjög lítið sýnileg og það má e.t.v. bæta úr t.d. er gaman að kíkja á bloggsíður sumra stjórnarmanna en hugmyndin um "á döfinni/mál í vinnslu" er mjög góð. En það auðvitað kallar á meiri vinnu, þarf F4x4 að ráða sér almannatengslafulltrúa í hálft starf til að segja frá því hvað framkvæmdastjóri, stjórn og nefndir eru að gera? Annars hefur verið reynt að gera þessu einhver skil á félagsfundunum í Mörkinni en það er auðvitað ekki varanleg heimild. Ein af stóru ástæðunum fyrir þessari breytingu eins og talað var um í vor er að sífelt oftar eru fundir og önnur vinna með samstarfsaðilum, yfirvöldum, þjónustuaðilum, hagsmunahópum og öðrum slíkum sem sinna þarf á vinnutíma, þ.e. hagsmunamál okkar t.d. afslættir, sjálfsaflafé, tengsl við yfirvöld o.fl. Það er ekki alltaf öruggt að einn eða fleiri af sjálfboðaliðunum geti hlaupið til og staðið vaktina heilu og hálfu dagana í fundasetu og öðrum störfum í vinnutíma, maður þarf jú að vera í 100% vinnu og vel það stundum til að standa straum af þessu frekar kostnaðarsama áhugamáli sínu. Það eru gríðarlega mörg erindi og verkefni sem eingöngu er hægt að sinna á vinnutíma, þegar að við sjálfboðafólkið erum (oftast og flest) bundin við að sinna öðrum skyldum. Það eru einfaldlega staðreyndir, við fáum t.d. ekki starfsmenn samstarfsaðila (Landsbankans, Shell,o.fl.) til að vinna yfirvinnu til að hitta okkur utan almenns vinnutíma.[i:1u85ikvn]Hvað kostar það klúbbinn á ársgrundvelli að vera með fastann starfsmann í fullu starfi?[/i:1u85ikvn]
[i:1u85ikvn]Hve margir greiða félagsgjöld til klúbbsins og hve stór hluti félagsgjalda fer í launagreiðslur?[/i:1u85ikvn]
[i:1u85ikvn]Hvaða störfum sinnir starfsmaður klúbbsins, eru þau störf kostnaðarins virði?[/i:1u85ikvn]
Laun- og launatengdur kostnaður er auðvitað bara hluti af kostnaði við starfsmann, vinnuaðstaða og slíkt telur hvort sem viðkomandi er í 50% eða 100%. Það er því þekkt staðreynd að stafsmaður í hlutastarfi er dýrari per klukkustund en starfsmaður í fullu stafi (m.v. "eðlilegan" vinnutíma). Þessi viðbót er því með minna "marginal cost" ef ég man hugtökin úr hagfræðinni rétt 😉 Það er ekki hægt að nema áætla þessa tölu núna enda ekki liðið ár frá því að þessum málum var breytt en þetta verður að sjálfsögðu skilmerkilega tilgreind í næsta ársreikningi ásamt öðrum fjárhagslegum stærðum sem tengjast starfi klúbbsins. Þessar áætluðu tölur eru samt allar vel innan þeirra marka sem sett eru og ætti rekstur klúbbsins ekki að vera í hættu vegna þessa.Að ég best veit hefur ekki verið gert sex mánaða uppgjör hjá klúbbnum hingað til og myndi ég telja það óþarft. Það lág auðvitað fyrir aðalfundi síðast hversu margir borguðu þá en auðvitað er nýtt ár og því eðlilegt að bíða eftir heimtum næstu félagsgjalda til að fá töluna til að svara þér um fjöldann. Sérstaklega ef tekið er tillit til þess að upphæð félagsgjalda var breytt á síðasta aðalfundi sem er ákveðinn "óvissuþáttur". Ég get þó fullyrt að launakostnaður er "fastur" sem er mjög hagstætt fyrir klúbbinn, hvort það sé jafn hagstætt fyrir hinn samningsaðilann er svo ekki ljóst. Það auðveldar líka allar fjárhagsáætlanir enda klúbburinn ekki stór og allar sveiflur í útgjöldum (t.d. mörghundruðþúsundkróna reikningur frá PFS) hafa mikil áhrif.
Hvort þau störf séu kostnaðarins virði er erfitt að meta, mætti kannski spyrja hvernig væri staðan ef þessi störf væru ekki unnin? Ég vinn hjá endurskoðunarskrifstofu og meira að segja í þeim krónu og aura bransa er erfitt að vega og meta hvort ákveðin störf séu að skila arði. Er t.d. tengslamyndun og kynningarstarf eitthvað sem skilar arði? Nei ekki þennan mánuðinn en langtíma fjárfesting er það. Ég hef komið að margskonar verkefnum þar sem reynt er að leggja mat á arðsemi starfa og það er meira en að segja það og vandamál sem mörg fyrirtæki eru að glíma við og enn erfiðara fyrir starfssemi eins og áhugamannafélag um ferðamennsku að leggja mat á slíkt. Auðvitað er það samt hollt og gott að gera það og klárlega er þetta mál sem er upp á borðum og ofarlega í hugum okkar sem erum að kljást við þessi mál frá degi til dags fyrir klúbbinn. Við gætum auðvitað ráðið verktaka sem er sérfræðingur í mannauðsstjórnunarmálum og fengið hann til að hanna kerfi til að meta arðsemi þeirra starfa sem við erum að láta vinna fyrir klúbbinn… en ég óttast að kostnaðurinn við slíkt verkefni yrði meiri en allur launakostnaður á ársgrundvelli 😉
[i:1u85ikvn]Að hvaða hagsmunamálum félagsmanna er starfsmaðurinn að vinna núna?[/i:1u85ikvn]
Síðustu dagar hafa verið að mestu undirlagðir af fjarskiptamálum þ.m.t. VHF gjöld og leyfismál sem eru náttúrulega mikið öryggisatriði fyrir félagsmenn, þ.e. að við höfum okkar rásir, truflanalausar og séum að greiða þau leyfi sem okkur ber. Einnig hefur mikill tími framkvæmdastjóra farið í landsfundinn um næst helgi, þó hann sé ekki beint hagsmunamál til skamms tíma er það von okkar að hann skili ákveðnum upplýsingum inn í starfið til að reyna að komast upp úr hjólförunum án þess að affelga eða velta.[i:1u85ikvn]Er stjórnin að vinna að sömu málum í sjálfboðastarfi?[/i:1u85ikvn]
Já, t.d. í dag sat ég fundi hjá Póst- og fjarskiptastofnun í rúmlega tvær klukkustundir í vinnutíma (s.s. fjarvera frá mínu starfi) á sama tíma og Agnes var að sinna þessum málum í sínum vinnutíma. Ég var m.a. viðstaddur þegar að upplýsingar bárust til starfsmanns PFS frá Agnesi sem stofnunin var að óska eftir, skemmtileg tilviljun. Það að hafa þetta bakland sem er í starfsmanni í fullu starfi er gríðarlega dýrmætt fyrir okkur sem eru að sinna þessu með öðrum skyldum. Það heldur okkur líka við efnið og tryggir að skriðþunginn dettur ekki alveg niður þegar að skyldur okkar á öðrum sviðum ná yfirhöndinni og minnkar því líkurnar á að verkefni dagi uppi og gleymist.[i:1u85ikvn]Hvar liggja mörkin á milli sjálfboðastarfs formannsins og starfa starfsmannsins?[/i:1u85ikvn]
Erfitt að meta, það mætti e.t.v. segja að átta tíma á dag sé þetta "störf starfsmanns" (þ.e. það sem borgað er fyrir) og hina tímana á dag sé það sjálfboðastarf formanns. Það er nú samt ekki þannig að það séu tveir hattar á skrifstofu klúbbsins í Mörkinni og svo klukkan 17:00 sé skipt um hatt… Þar sem ég var skipaður tengiliður stjórnar við framkvæmdastjórann þá hef ég haft dálítla innsýn í þessu mál og get fullyrt að hlutur "sjálfboðastarfs formanns" er umtalsverður ef notað er þetta viðmið. Ef maður fer að telja þá tíma saman þá er það örugglega ekki minna sem er til hreinnar viðbótar við vinnuskyldu 100% stöðugildis en maður sjálfur er að leggja til í sjálfboðavinnu. Það er því mitt mat byggt á þeim upplýsingum að klúbburinn sé að fá fyllilega "fyrir sinn snúð" út úr formanninum þó maður dragi 8 klst á dag frá, t.d. mest öll samskipti stjórnar og nefnda fara fram utan almenns vinnutíma.[i:1u85ikvn]Er eðlilegt að formaður sé jafnframt starfsmaður?[/i:1u85ikvn]
Eðlilegt? Æskilegt? Gott? Það er líka góð spurning, ég tel að ekki sé um hagsmunaárekstur að ræða en auðvitað væri gott að hafa tvær Agnesir, þá fengi maður 2x24klst á dag 😉…
Í stuttu máli fyrir þá sem ekki nenna (eða hafa ekki áhuga á staðreyndum) að lesa langlokuna hér fyrir ofan þá er það mín skoðun byggt á samstarfi mínu við starfsmann klúbbsins undanfarna mánuði og hvernig staða mála er í dag að aukning starfshlutfalls úr 50% í 100% hafi verið nauðsynleg og hefði ekki mátt gerast seinna. Ég tel að þeim fjármunum sem í þetta fara sé því vel varið. Ég gaf kost á mér í stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 til að starfa af heilindum og heiðarleika að því sem ég tel vera klúbbnum og félagsmönnum hans til hagsbóta og tel ég ofangreint vera í fullu samræmi við þau markmið mín.Með bestu kveðju
Tryggvi R. Jónsson, A-898
Meðstjórnandi
19.10.2007 at 00:37 #600310Ég vil ekki að það sé verið að persónugera þetta mál, og vil als ekki að Agnes sé að líta á þetta sem persónulegar árásir, enda veit ég vel að Agnes vill bara vel fyrir 4×4.
Þar sem starfsmaður er líklega lang stærsti einstaki útgjaldaliður 4×4, er ekki óeðlilegt að menn séu að velta þessu fyrir sér, og þetta þarf að vera hægt að ræða án þess að fara í einhvern skotgrafarhernað. Ég mætti ekki á seinasta aðalfund, og hef ekki hugmynd um hvernig ársskýrsla 4×4 leit út það árið, fyrir utan að ársreikningur er eitt leiðinlegast fundarefni á aðalfundi. Núna er búið að eyða gríðarlegu púðri í að velta sér upp úr tíðnigjöldum póst og fjar, sem eru ca 400 þús, en það var kanski óþarfi, enda frekar lítil útgjöld, miðað við hvað félagar fá í staðin, og hvað þetta er lítil upphæð miðað við félagsgjöld. Án þess að ég viti það, myndi ég giska á að það kosti 4×4 aldrei undir 4 millum á ári að hafa starfsmann í 100% starfi, og það eru töluverðir peningar, og ekki nema von að félagar séu að spá í þetta. Þegar ég var varamaður í stjórn með Skúla, var starfsmaður í 25% starfi, sem við deildum með FÍ. Allir voru nokkuð sammála því að það fyrirkomulag var ekki að henta okkur og því var breytt þá, og nýr starfsmaður ráðin sem við deildum ekki með öðrum. Síðan hefur þetta undið mikið upp á sig, og núna er starfsmaður búin að vera í 100% starfi í rúmlega eitt ár, ef ég man rétt. Ársverk er alveg hellingur, og eiginlega ætti það að vera í verkahring stjórnar, að upplýsa okkur félaga í 4×4, hvernig þessi nýbreytni að hafa starfsmann í 100% hefur komið út.
Menn geta síðan stofnað annan þráð, ef þeir vilja fara í eitthvað skítkast, þessi umræða ætti að vera yfir það hafin, og reyna svo að vera málefnalegir.
Ferðakveðja
ps: var ekki búinn að sjá svarið frá Tryggva þegar ég páraði þetta.
19.10.2007 at 00:45 #600312Ég vona að þú hafir fundið svör við flestu í þessu hjá mér við þínum vangaveltum, ef ekki þá endilega rukkaðu mig um það ef ég hef skotist undan að svara einhverju ákveðnu atriði.
Án ábyrgðar þá held ég að þetta mat hjá þér sé rétt, starfsmannakostnaður sé um það bil tífaldur reikningur PFS. Svo má deila um hvað maður sé að fá fyrir gjöld PFS, sumir segja að þetta sé bara fyrir loftið tómt en það er allt önnur umræða 😉
19.10.2007 at 00:56 #600314Ég vil byrja á að taka undir með Skúla og fl sem hafa fundið þetta mál brenna svolítið á sér og ég satt best að segja hef ekki orðið var við annað en að Agnes hafi skilað sínu og það með sóma sem starfsmaður og í þau skipti sem ég hef þurft að hafa samskipti við hana í þeim málum hefur það verið fljótt og vel gert sem við höfum þingað um.
Ég get alveg samt sett spurningarmerki við að starfsmaður sé líka formaður eða öfugt án þess þó að vera gera lítið úr hennar starfi,það orkar tvímælis á mig með að hafa hlutina svona og hætta á hagsmunarárekstrum er til staðar.
Tryggvi fer vel yfir málin í sínum pistli og þakka ég honum það,góð svör við áleitnum spurningum,en hann staldrar samt við þetta síðast nefnda.
Eins vil ég taka undir það að þetta mál á algjörlega heima á innannfélagsmál og á ekkert erindi á opið spjall,það ætti Ellu að vera vel ljóst sem verðandi lögkonu,spurningin er frekar hver sé tilgangurinn að setja þetta á opin þráð????
Kv Klakinn
19.10.2007 at 01:12 #600316Ég vil endilega hvetja þá sem hafa einhvern grun um slíkan hagsmunaárekstur að hafa samband við mig, hvort heldur sem er í email (trigger@pjus.is) eða í síma (897-3221). Stjórn ákvað fyrr á starfsárinu að vegna þessara sérstöku aðstæðna og til að hafa þessi mál á hreinu var ákveðið að hafa "tengilið" stjórnar og framkvæmdastjóra (sem er ég) þar sem framkvæmdastjóri og formaður eru sami einstaklingurinn. Það hefur m.a. orðið til að reglulega er farið yfir vinnutíma, helstu verkefni (mánaðarlega) og ýmis önnur starfsmannatengd mál. Þetta hefur m.a. þann tilgang að klúbburinn fái sem mest út úr því að hafa starfsmann í fullu starfi og líka rækta skyldur klúbbsins sem atvinnuveitanda við stafsmanninn.
19.10.2007 at 01:28 #600318Og hverjum átt þú að gefa skýrslu??? formanninum og stjórn eða stjórn og formanninum.
Ég læt mér ekkki detta það í hug eitt augnablik að eitthvað sé að,en samt sem áður er hættan til staðar.
Ég undirstrika það að ég er ekki að ýja að því að eða gera lítið úr hlutunum né vannþakka gott starf viðkomandi,ég hef fulla trú á Agnesi í hvort starfið sem er og vil í raun að þessi umræða snúist ekki um hennar persónu,heldur eingöngu um formann annarsvegar og starfsmann hins vegar því það er jú það sem málið snýst um.
Kv Klakinn
19.10.2007 at 01:31 #600320Ég lít svo á sem að réttast sé að það sé aðalfundur sem eigi að fá þessar upplýsingar á endanum enda er hann yfir formann, stjórn og allt annað skipulag klúbbsins settur. Þetta fyrirkomulag er þó bara tveggja mánaða gamalt svo það er auðvitað enn verið að slípa þetta til.
19.10.2007 at 07:59 #600322Þakka Tryggva greinargóð svör og skýringar, margt í þessu upplýsandi fyrir umræðuna. Þetta fyrirkomulag hjá stjórninni með tengilið starfsmanns er góð hugmynd, bæði til þess að stjórn hafi sinn aðila til að meta störf starfsmannsins og eins og ekki síður til þess að starfsmaðurinn hafi eitthvað backup í sínum störfum. Það finnst mér ekki síður skipta máli. Varðandi hagsmunaárekstra þá held ég allir sem þekki Agnesi hljóti að vita að fyrir henni eru hagsmunir klúbbsins númer eitt. Sú pæling er því frekar theorísk en eitthvað áþreifanlegt áhyggjuefni í stöðunni. Þetta fyrirkomulag að hafa formann starfandi fyrir félagið er ekki óþekkt í félagsstarfi og hefur vissulega bæði kosti og galla eins og allt annað system.
Kv – Skúli
19.10.2007 at 11:11 #600324Svo það sé alveg á hreinu þá er það ekki meining mín að gera lítið úr störfum Agnesar. Hún er eðal manneskja, hefur unnið mjög gott og vanþakklátt starf fyrir klúbbinn og á heiður skilin fyrir það.
Hins vegar er öllum hollt að velta því fyrir sér hvar má mögulega spara í rekstri klúbbsins, það er t.d. langur vegur frá því að hafa starfsmann í 25% starfi eða 100% starfi og væntanlega um talsvert hærri kostnað að ræða.
Starfsmaðurinn er störfum hlaðin er ég nokkuð viss um, en það má engu að síður velta því fyrir sér hvort mögulegt væri að lækka kostnað með því að kaupa ódýrari vinnu í einhver afmörkuð verkefni. (s.s. að pakka og póstleggja félagsskírteini og slíkt) Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að hækka félagsgjöld mikið til að standa straum af kostnaði klúbbsins og á einhverjum verðpunkti fer félögum fækkandi.
Síðan finnst mér einkennilegt að ekki sé hægt að ræða málin á vitrænum nótum og án þess að fara út í skítkast. Vissulega er samt betra að slíkt fari fram á lokuðum þræði.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.