FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fjalldrottningar.

by Guðmundur Jónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Fjalldrottningar.

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðmundur Jónsson Guðmundur Jónsson 17 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 06.04.2008 at 22:29 #202263
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant

    Í dag hittust fjalldrottningar, Isabella sem er fimm ára og Hekla sem er eldgömul og skartaði sú gamla sínu fegursta í tilefni dagsins.

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 06.04.2008 at 22:45 #619686
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    get verið því sammála að hún Isabella er gríðalega flott en að Hekla sá grjóthaugur sé drotning er náttúrlega bara rangt.





    06.04.2008 at 22:52 #619688
    Profile photo of Axel Sigurðsson
    Axel Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 55
    • Svör: 1116

    Bull í þér Benni NORÐANmaður… Hekla er drottning þrátt fyrir að þú sjáir bara Hlíðarfjallið sem hið eina sanna fjall … 😉

    kv. Axel Sig…





    07.04.2008 at 10:19 #619690
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Það var nú þannig að í einhverri óvísindalegri og illa framkvæmdri könnun fyrir nokkrum árum var kosið um það hvaða fjall væri drottning Íslenskra fjalla. Sú undarlega niðurstaða kom út úr þessu að Hekla hlaut ekki fyrsta sætið þarna heldur móbergsstapi einn norður í landi. Og það sem var kannski enn undarlegra er að þetta var meðal annars rökstutt með því að umræddur móbergsstaði væri svo þekktur á erlendri grund, umfram önnur fjöll. Það eru ýmsar drottningarnar en Hekla er auðvitað hin eina sanna fjalladrottning.
    Kv – Skúli





    07.04.2008 at 10:57 #619692
    Profile photo of Axel Sigurðsson
    Axel Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 55
    • Svör: 1116

    Herðubreið ???





    07.04.2008 at 12:10 #619694
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ekki það að [url=http://www.landvernd.is/arfjalla2002/:3gw5i61o][b:3gw5i61o]Herðubreið[/b:3gw5i61o][/url:3gw5i61o] sé ekki ágætis fjall, sérlega falleg hvaðan sem maður sér hana sem er býsna víða. Það er auðvitað líka rétt að þeir túristar sem hingað koma og fara túristarúnt með rútu um norð-austurland er sýnt fjallið þannig að sá hópur man örugglega eftir því eftir heimkomuna. Auðvitað stendur hún vel sem drottning norðlenskra fjalla, ekki nokkur spurning um það.
    En það er engum blöðum um það að flétta að [url=http://www.allseasonhotels.is/Default.asp?Page=498:3gw5i61o][b:3gw5i61o]Hekla gamla[/b:3gw5i61o][/url:3gw5i61o] er frægust og afspyrnu glæsilegt fjall. Hún er líka sprelllifandi eins og dæmin sanna, drottnar yfir ríki sýnu og geta áhrif hennar þess vegna náð út fyrir landsteinana þegar hún er virkilega í ham. Ísland er land [url=http://www.mountainfriends.com/html/hekla.html:3gw5i61o][b:3gw5i61o]eldfjallanna[/b:3gw5i61o][/url:3gw5i61o] og Hekla stendur öðrum eldfjöllum framar í mörgu tilliti.
    Kv – Skúli





    07.04.2008 at 14:14 #619696
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Ég man eftir því að hafa verið á fundi í einhverjum klúbbi hér á Króknum (EKKI f4x4!) , þar sem einn félaginn var að sýna myndir sem hann hafði tekið í Japan. Svo kom mynd af Fujijama, hinu heilaga fjalli þeirra skáeygu og þá sagði maðurinn við þá innfæddu: "Jæja, góðir fundarmenn, þetta er nú Mælifellshnjúkurinn þeirra í Japan!" – Nú er ég ekki innfæddur hér og auðvitað held ég því fram að sé Hekla drottning þá sé Snæfellsjökull kóngur!





    07.04.2008 at 23:02 #619698
    Profile photo of Stefán Grímur Rafnsson
    Stefán Grímur Rafnsson
    Member
    • Umræður: 15
    • Svör: 280

    samála seinasta ræðumanni Herðubreið falleg sama frá hvað sjónarhorni maður sér hana og ekki verri að ofan. Stærðar gígur ofaní hana
    og einnig er snæfellið nú fallegt líka





    07.04.2008 at 23:50 #619700
    Profile photo of Þórólfur Halldórsson
    Þórólfur Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 26
    • Svör: 114

    Vaknar enn í vondu skapi,
    vill hún þrótt vorn kanna.
    Drynur rám úr djúpu gapi
    drottning eldfjallanna.

    HGJ. 26. febr. 2000.

    Kv.
    ÞH.





    09.04.2008 at 09:15 #619702
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Ég gekk fyrst á heklu 1979 þegar ég var 15 ára, ári seinna var ég að snúa heyi í landsveitinni þegar hún byrjaði gjósa með ógnarlegum krafti. Gosmökkurinn steig tugi kílómetra upp í himininn á nokkrum mínútum, það dró fyrir sól og jörðin skalf. Um kvöldið logaði Hekla öll og morguninn eftir var hún búinn að skipta um ham, orðin óþekkjanleg frá því sem áður var. Tveimur eða þremur dögum eftir að gosið hófst var farið að smala fé norðan og austan Heklu. Stór hluti afréttarins sem mig hafði alltaf hlakkað til að sjá á vorin var horfinn, þar sem áður voru grónir hagar var nú bara svartur vikur. Ég byrjaði að ganga í Dómadalshrauni kl 7 um morgunni og gekk allan daginn í ösku og vikri. Þegar líða fór á daginn var hálsinn og nefið stíflað af svörtu ryki sem sveið undan. Það fé sem við komum að var erfitt að reka og oft blæddi úr fótum þess. Þegar ég komst í bíl aftur seint um kvöldið í Áfangagili var ég uppgefnari en orð fá lýst. Þá rann upp fyrir mér að Hekla var búin að breytta öllu, ekki bara landslaginu heldur líka mér og öllum sem þarna voru. Þrátt fyrir að ég sé hálf smeykur við hana hefur hún svo mikið aðdráttarafl að ég er búinn að fara 6 sinnum án erindis á toppinn á henni þrisvar gangandi og þrisvar á bíl.





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.