FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fjallaskálar

by Guðbrandur Þorkell Guðbra

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Fjallaskálar

This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Eiður Ragnarsson Eiður Ragnarsson 21 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 26.09.2003 at 06:53 #192911
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member

    Innlent | Morgunblaðið | 26.9.2003 | 5:30

    „FÍ lokar sex fjallaskálum vegna slæmrar umgengni

    Ákveðið hefur verið að loka sex skálum Ferðafélags Íslands við svonefndan Laugaveg í vetur vegna slæmrar umgengni um þá, en gæsla er ekki í skálunum að vetri til. Útivist hefur þegar lokað sínum skálum.
    Um er að ræða skála FÍ í Landmannalaugum, við Hrafntinnusker, Álftavatn, Hvanngil, Emstrur og Langadal í Þórsmörk. Í hverjum skála verður þó opið neyðarathvarf sem hægt verður að komast í.

    Elín Björk Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að þau hafi orðið að loka skálunum vegna slæmrar umgengni, auk þess sem fólk noti aðstöðu sem það eigi að borga fyrir án þess að gera það.

    Á undanförnum árum hefur umgengni um skála félagsins verið mjög slæm og virðist fara versnandi og miklar skemmdir hafa verið unnar í sumum þeirra.

    Engir skálaverðir hafa verið í skálum á veturna það heyrir til undantekninga að þeir sem nýta sér skálana að vetrarlagi, greiði fyrir afnotin. „Það virðist vera til fólk sem telur sér hvorki skylt að virða eignarrétt annarra né að ganga sómasamlega um. Félagið telur sér ekki lengur fært að hafa skála sína opna a.m.k. á meðan ofangreind viðhorf virðast ríkjandi hjá hluta þeirra sem ferðast um hálendið utan gæslutíma. Þeir sem hyggjast nýta sér skálana verða því framvegis að koma á skrifstofu félagsins og fá lykla að skálum sem þeir vilja gista í,“ segir í tilkynningu Ferðafélagsins.

    Þolinmæði félagsmanna þrotin
    Fram kemur að skálar félagsins við Langjökul og á Kili verði opnir enn um sinn en ef umgengni batni ekki verði þeim einnig læst í náinni framtíð. „Félagið hefur í lengstu lög frestað því að fara þessa leið en nú er svo komið að þolinmæli félagsmanna er þrotin en þeir leggja mikið á sig í sjálfboðavinnu við nýbyggingar og viðhald skálanna,“ segir ennfremur. „
    Jæja, þar kom að því. Það var svo sem auðvitað að FÍ myndi standa frammi fyrir sömu ákvarðanatöku og 4×4 með Setrið. Það má svo sem segja að í því climaxi sem er í þessu þjóðfélagi sé rökrétt að gera ráð fyrir að þar sem ekki er skipuleg innheimta á afnotagjöldum fyrir aðstöðu af þessu tagi, þá greiði menn ekki fyrir afnotin ef þeir komast upp með það. Því er samt ekki að leyna, að manni finnst það nöturleg staðreynd. Maður er líka farinn að hafa áhyggjur af því hvað tekur við þegar sá hópur fólks, sem hefur sinnt þessum málum í sjálfboðastarfi, hverfur af sjónarsviðinu af eðlilegum orsökum. Allavega virðist svo vera, að nýtt fólk vilji ekki taka við. Þá spyr maður sig hvað verði um skála FÍ og annarra svipaðra félaga. Við höfum orðið vör við það hér, þar sem ég bý, að ferðaþjónustuaðilar eru farnir að gera kröfur til að meira sé lagt í aðstöðuna í fjallaskálunum, t.d. hvað varðar klósett með rennandi vatni, helst heita potta og ýmsa þjónustu aðra að maður tali nú ekki um sjoppur! Auðvitað eru slíkir þættir líklegir til að gera staðina aðlaðandi en þetta kostar peninga og kröfugerðaraðilar eru ekki ætíð tilbúnir til að greiða fyrir þjónustuna. Ferðafélög af öllu tagi hafa ekki mikla fjármuni úr að spila, hvorki til fjárfestinga né reksturs og nú er svo komið, að venjulegar fjáröflunarleiðir t.d. félaga innan FÍ duga hvergi nærri til rekstrarkostnaðar, ekki síst þar sem í auknum mæli þarf að kaupa út vinnu til viðhalds og endurnýjunar.
    Nóg bullað hjá mér í bili, en ég skora á ykkur hin að ræða málið.
    kv.
    ólsarinn.

  • Creator
    Topic
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)
  • Author
    Replies
  • 26.09.2003 at 09:17 #476964
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Mér finnst þetta bara hið besta mál og eðlilegt. Sé ekki ástæðu til að hafa skálana opna. Vilji maður gista í þeim er einfalt að hringja til viðkomandi félaga og panta gistingu og nálgast lykla. Svo getur maður meira að segja gert upp í leiðinni. Allt hið besta mál!
    bv





    26.09.2003 at 09:17 #476966
    Profile photo of Haukur Þór Smárason
    Haukur Þór Smárason
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 664

    Það er náttúrulega ógeðslegur dónaskapur að skilja skálana eftir skítuga og að borga ekki einu sinni fyrir (sem er í sjálfu sér þjófnaður) og að sumir heimti svo aukabúnað við skálana. Það eru kannski ekki þeir sömu sem ganga um eins og svín og þeir sem vilja heita potta og þess háttar. En vitum við það fyrir víst? Hvernig ætli það sé fyrir t.d. útlendinga að koma að grútskítugum skála? Munu þeir þá ekki bara skilja við hann jafn skítugan? Mér finnst persónulega að allir þeir sem nota skálana utan gæslutíma ættu að taka ruslið sitt, ganga frá blöðum og bókum og öllu öðru sem þeir hafa notað í skálanum og að sópa eða skúra gólf. Það tekur nú ekki langan tíma að henda öllu á sinn stað meðan bíllinn hitnar fyrir utan.

    Haukur





    26.09.2003 at 10:52 #476968
    Profile photo of Eiður Ragnarsson
    Eiður Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 315

    Þetta er alveg skelfileg þróunn, gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað það kostar að halda úti skála, þó að hann sé án vatns rafmagns og hita? Mér finnst það alveg furðulegt að fólk sem ferðast um hálendið skuli ekki hafa þroska til að virð þær reglur sem settar eru í hverjum skála fyrir sig.
    Þar eru reglur um umgegni og reglur um greiðslu, og fólk á bara að hafa þroska til að fara eftir þeim reglum, því hvað ætlar þetta ágæta fólk að gera þegar hvergi verður hægt að æja nema í bílnum?
    Það er jú vel hægt en ansi þreytandi til lengdar (nema fyir húsbílaeigendur, eðlilega)
    Nei við verðum að taka okkur saman í andlitinu og fara eftir settum reglum ef þetta á ekki að þróast enn meira út í lokaðar og læstar dyr á skálum á hálendinu.

    Taki til sín sem eiga
    Austmann





  • Author
    Replies
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.