This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Heiðar S. Engilbertsson 15 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Er ekki fínt að stofna þráð fyrir uppskriftir hérna líka.
Hráefni:
1kg. lambainnlærisvöðva (3 bita)
2 stórar appelsínur
1dl. appelsínumarmelaði
2 msk. balsamikedik
1msk. sojasósa
1msk. hunang
2-3 hvítlauksgeira, saxaðir
1 tsk. paprikuduft
nýmalaður pipar og salt.Aðferð: 1. Kreista safann úr annari appelsínunni og marmelaði, balsamikediki, hunangi, sojasósu, hvítlauk, pipar og paprikudufti (geyma saltið) hrært saman við.
2. Kjötið sett á fat og leginum hellt yfir. Marinerað í nokkrar klst. í ísskáp, snúið öðru hverju.
3. Hita ofninn í 200gr.
4. Kjötið sett í eldfast mót, saltað. Appelsínan sem eftir var skorin í bita og raðað í kringum, leginu hellt yfir.
5. Sett í ofn í ca. 30 mín. eða þar til kjarnhiti í kjöti er
55-60gr. Ausa yfir kjötið 2-3x.
6. Kjötið sett á bretti, álpappír breiddur yfir og látið standa í nokkrar mín aður en það er skorið.
Borið fram með appelsínusósunni og soðnum grjónum.Kv.
Heiðar
You must be logged in to reply to this topic.