This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Óskar Andri Víðisson 16 years ago.
-
Topic
-
Frétti af nokkrum jeppaköllum sem fóru á Langjökul fyrir jól til að vinna sigra. Þarna voru svakalegir Pæjeróar með alla takkana og alla gírana, enda drífa þeir mest, að eigin sögn. Eins var þarna risastór og þungur sendibíll af óvanalegri gerð.
Það var víst frekar þungt upp jökulinn, og endaði þetta þannig að sendibílstjórin var búinn að gera Mullers æfingar og fara yfir jólagafalistan 100 sinnum áður en eitthvað bólaði á Pæjeró mönnum.
Þetta mun hafa fengið svo á Pæjeró menn að þeir eru að semja seinna binda af „501 ástæða fyrir því að ég dríf ekki neitt“ og er hennar beðið með gríðarlegri eftirvæntingu af Pæjeró eigendum. Er það mál manna að hún muni seljast margfalt meira en Forsetabókin sem kom út fyrir jól.
Góðar stundir
You must be logged in to reply to this topic.