Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Fjallafólk í brennidepli
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefanía Guðjónsdóttir 14 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.02.2010 at 12:51 #210753
Hvað finnst ykkur um þessa umræður, sem sýsli er búin að hleypa af stokkunum.
Eða hvað finnst ykkur um þetta hér á Bylgjunni. Mér finnst allavega að fólk sé að fara offari í bulli og vitleysu.
bylgjan.visir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=51941Jakob Þór Haraldsson
15.02 2010 kl.12:26
Tilkynna óviðeigandi ummæli!Slóð Í rúm 20 ár hef ég talað fyrir nauðsyn þess að ferðamenn séu skildaðir til að kaupa “tryggingar”, þannig að þegar þetta LIÐ fer upp á jökla og týnist eða slasast þá greiði tryggingarfélögin ALLAN kostnað tengt björgun fólksins. Ekki boðlegt kerfi sem nú viðgengst, þegar einhver týnist þá eru ca. 10-110 manns kallaðir út hjá Landsbjörg og svo stundum Landhelgisgæslan að leita að þessu fólki. Auðvitað kostar þetta mikið FÉ og sá kostnaður á auðvitað að greiðast af fólkinu sem VELDUR þessu rugli. Ef þetta lið vil fara upp á jökla, þá á það auðvitað að: A) Kaupa tryggingu sem innifelur leit & slysakostnað ef þetta lið felur ofan í sprungur o.s.frv.; og B) Þessir ferðamenn eiga að greiða GJALD fyrir að fara upp á jökla, hálendið eða inn í þjóðgarða – BILUN að þetta sé í boði frítt.
Sem ferðamálafræðingur á maður stundum ekki orð yfir þá steypu sem viðgengst á skerinu. Nú er mál að linni. Löngu tímabært að breyta núverandi fábjána kerfi. Skotveiðimenn eiga einnig að vera skildaðir til að kaupa tryggingar, hversu oft hefur ekki þurft að leita að þeim er þeir týnast. Vandræðalega vitlaust kerfi.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is) -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.02.2010 at 13:30 #683262
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þvílíkt bull og vitleysa…. það er rosalega auðvelt að sitja í dómarasætinu og gaspra eitthvað svona rugl út í loftið.
15.02.2010 at 15:20 #683264Mér líst vel á að allir sem fara út af malbikinu kaupi tryggingar fyrir allt og öllu, þá væri líka hægt að kaupa skot-kökuna-Egill eða Guðrún Ósvífusd. á 500 kall. þá væru einnig tryggingafélögin orðnar ábyrgar fyrir öryggi ferðalanga hvort sem þeir fara á jökul, í fjallaklifur, utanvegaakstur eða í eina af laugunum sem Ofsi nefnir í bók sinni. Þá þyrfti að bjóða út þessa björgun eins og í siðuðu þjóðfélagi og þá verður gaman hjá okkur. Tútturnar bjóða í björgun á suðurhluta Langjökuls og svæðið í kringum Bárðarbungu. Rotturnar fengju torfuna í kringum Rottuholuna. Sóðarnir mundu fá……
Það sem mér finnst skemmtilegast, og einnig leiðinlegast, er að mjög dagfars prúðir menn ríða fram á ritvöllinn með þvílíka steypu, það er eins og að þeir sjái ekki fram fyrir lyklaborðið áður en þessi vitleysu er send fyrir almenningssjónir. Það verst er að þeir sem ekki þekkja til trúa þessu og taka þátt í vitleysunni.
Ég er alveg sammála Sýssla að skoða málið og fara yfir hvað gerðist og hvað má betur fara en af fréttum að dæma þá var allt gert rétt. Konan hafði fengið góð fyrirmæli sem hún fór eftir enda var þetta giftusamleg björgun við erfiðar aðstæður. Ég skal ekki segja hvers vegna farið var af stað við svona veðurspá eða hvers vegna þau verða viðskila við hópinn en það er allt í lagi að fara yfir málið og athuga hvort hægt að er auka öryggið. Þá má meðal annars mæla með að fyrirtæki sem starfrækja svona þjónustu láti alla hafa staðsetningarbúnað sem viðkomandi virkjar ef eitthvað kemur upp á.
kv. vals.
16.02.2010 at 15:14 #683266Fólk kaupir sínar tryggingar með því að kaupa flugelda hjá Björgunarsveitunum! Ég geri það alla vega og hvet alla landsmenn að gera slíkt hið sama. Þannig myndum við þann tryggingasjóð sem björgunarsveitirnar eru og njóta útlendir ferðamenn líka góðs af því.
16.02.2010 at 16:34 #683268Úfff hvað ég get varla orða bundist við að lesa þessa blessuðu ‘Heilbrigðu skynsemi’ sem eitthvað séní (Jakob) kastar fram hérna í orði nýja Íslands en veit ekkert um hvað hann er að tala.
Daginn sem það kostar einstaklinga að byðja um hjálp verður dagurinn sem fleiri deyja á þjóðvegunum því þeir ákváðu að hringja ekki á hjálp.
Hvað á svo að gera við einstaklinga sem þarnast leitar að, dæmi Alzheimer, sjálfsmorðs, krakka sem tínast o.s.frv. Á fólk að veigra sér að hringja á hjálp vegna kostnaðar sem lendir á fjölskyldunni?
Sjálfsagt getur Jakob sett sig í dómarasæti um hvað telst ‘eðlilegt magn bjarga’ í aðgerð, og að það þurfi þá væntalega að fá upp tryggingagetu einstaklings áður en hann er sóttur (minnir þetta á heilbrigðisþjónustu usa?). Myndi hann treysta sér til að segja um að aðeins 50 manns ættu að leita í stað 300? Hvernig væri að spyrja einhvern af þessum 300 hvort tíma þeirra hafi verið ílla varið?
Meiri hluti aðgerða á Íslandi er auðleysanlegur vegna þess að fólk veigrar sér ekki við að kalla á hjálp.
Og já, ég er meðlimur í björgunarsveit.kv
Dóri
16.02.2010 at 21:49 #683270Ef enginn færi út fyrir malbikið nema tryggður í bak og fyrir yrðu sennilega fáir þar á ferðinni. Væru þá nokkrir til sem treystu sér til að koma til hjálpar ef einhver yrði hjálpar þurfi tryggður eða ótryggður? Myndi þá vera til fólk sem kynni á landið okkar við blíðar sem óblíðar aðstæður? Hvað myndu jakobar landsins gera ef spryngi hjá þeim dekk austan Elliðaáa? Ólíklegt að þeir séu færir um að skipta sjálfir. Etv. eru þeir tryggðir fyrir slíkum óhöppum.
Bara svona smáinnskot að gamni.
16.02.2010 at 22:03 #683272Þetta lýsir meira þessri mannvitsbrekku heldur en margt annað…
17.02.2010 at 10:42 #683274Alveg er það makalaust hvernig við Íslendingar (sumir hverjir) erum að verða, á ekki bara að banna allt sem við gerum, það getur verið alveg stórhættulegt að vakna og fara framúr á morgnana, maður gæti dottið um inniskóna og hálsbrotnað. Ætti þá ekki að banna inniskó eða kaupa sérstaka tryggingu gegn svoleiðis hættu. Þessi umræða er svo vitlaus að hún er varla svara verð en samt verður maður að svara svona vitleysu, þó ekki sé nema til að reyna að sýna fram á hversu vitlaus hún er. Þann dag sem við þurfum að fara að láta fólk borga fyrir björgun, þann dag mun ég sennilega hætta sem björgunarsveitarmaður, ég mundi skammast mín fyrir að þurfa að taka peninga af fólki í neyð. Það er búið að borga fyrir þetta hvort eð er með styrkjum og flugeldasölu, það er trygging okkar allra sem hugsanlega gætum þurft á aðstoð að halda. Ég held líka að starf björgunarsveitarmanna yrði ekki það sama ef við værum að taka fé fyrir það sem við gerum öðrum til hjálpar, þetta snýst um einhverja þörf okkar allra til að láta eitthvað gott af okkur leiða og sú tilfinning sem þeir þekkja sem aðstoðað hafa einhvern í neyð eða háska, henni er ekki hægt að lýsa en það er tilfinning sem peningar fá ekki keypt.
17.02.2010 at 10:53 #683276Þetta er nú rétt hjá þér Björn Ingi.
Það getur verið hættulegt að vaka á morgnanna. T,d hefði aldrei átt að leifa Miðjuferðina síðustu. Verð ég því að biðja afsökunar á því að hafa átt hluta að máli að hún væri farinn.
En það gerðist einmitt eldsnemma að laugardagsmorgni að einn af félögum okkar ætlaði að leggja snemma af stað úr Reykjarvík og ná okkur í Hrauneyjum. Í asanum þarna heima hjá honum, við að gera sig kláran fyrir ferð, þá varð honum það á að renna til á handklæðinu, sem lá á gólfinu. Og handleggs brjóta sig.
17.02.2010 at 11:23 #683278
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er náttúrulega svakalegt að heyra, kom sýslumaðurinn að ransaka hversvegna handklæðinu var leift að vera á gólfinu? mér finnst að það ætti að skylda alla sem eiga handklæði til að kaupa sérstakar tryggingar!
17.02.2010 at 11:45 #683280VÁ hvað þetta er málefnaleg umræða hjá ykkur, tryggingar eða ekki þegar fyrirtæki er að fara með fólk á fjöll eða aðrar skipulegar ferðir eiga þeir að vera trygðir gangvart tjóni sem þeir geta valdið viðskipta vinum sínum og þriðja aðila. þannig er þetta í öllum atvinnugeiranum og á ekki að vera neittt öðruvísi í ferðamannabransanum.
hvað varðar einstaklinga, fólk sem ferðast á eigin vegum snýr málið öðruvísi þeir eru ekki að hafa tekjur af sínum ferðum, þeir eru ekki að taka við greiðslum frá þeim sem þeir fara á fjöll með.
17.02.2010 at 12:25 #683282Það er auðvitað rétt að ferðaþjónustufyrirtæki eiga að vera með ákveðnar tryggingar en þær borga ekki kostnað við björgun. Það er hins vegar rétt að það er eðlismunur á því hvort um er að ræða fyrirtæki sem tekur greiðslu fyrir að fara með fólk á fjöll og svo einstaklingum sem ferðast á eigin vegum. Ferðir 4×4 eru svo aftur í raun það síðarnefnda, þar er ekki ágóði af ferðum heldur greiða menn beinan kostnað og þó klúbburinn setji upp eitthvað skipulag fyrir ferðina er hver og einn að ferðast á eigin vegum og á eigin ábyrgð (smá innskot utan við efnið).
Þrátt fyrir að eðlismunur sé á ferðum einstaklinga og ferðum í ágóðaskyni þá er það auðvitað hárrétt að það væri mjög vafasamt að taka upp björgunarlaun. Það býður þeirri hættu heim að peningaleg sjónarmið verði til þess að menn reyni of lengi að bjarga málum sjálfir og kalli of seint á hjálp. Það getur haft alvarlegar afleiðingar. Hins vegar ættu ferðaþjónustufyrirtæki að sjá sóma sinn í að styðja sem mest við bakið á björgunarsveitum og sjálfsagt gera mörg þeirra það með ýmsum hætti. Þetta atvik á Langjökli er auðvitað ágæt áminning á það.
Kv – Skúli
17.02.2010 at 13:59 #683284[quote="Evert":2wmzoeme]VÁ hvað þetta er málefnaleg umræða hjá ykkur, tryggingar eða ekki þegar fyrirtæki er að fara með fólk á fjöll eða aðrar skipulegar ferðir eiga þeir að vera trygðir gangvart tjóni sem þeir geta valdið viðskipta vinum sínum og þriðja aðila. þannig er þetta í öllum atvinnugeiranum og á ekki að vera neittt öðruvísi í ferðamannabransanum.
hvað varðar einstaklinga, fólk sem ferðast á eigin vegum snýr málið öðruvísi þeir eru ekki að hafa tekjur af sínum ferðum, þeir eru ekki að taka við greiðslum frá þeim sem þeir fara á fjöll með.[/quote:2wmzoeme]
Þetta hefur akkúrat ekkert með tryggingar að gera. Auðvitað eiga svona fyrirtæki að vera tryggð og eru það ábyggilega, en sú trygging felur ekki í sér að það eigi að greiða fyrir björgun á fólki á þeirra vegum og ætti aldrei að gera það. Það einfaldlega á ekki að vera þannig að fólk þurfi að hafa áhyggjur af peningamálum þegar það þarf á aðstoð að halda og um leið og fólk fer að kaupa tryggingar sem borga eiga fyrir björgun er það akkúrat komið í þá stöðu. Setjum upp smá dæmi: [i:2wmzoeme][color=#0000BF:2wmzoeme] Nonni og Palli er báðir vanir að ferðast um fjöll og firnindi og ákveða einn daginn að fara bara smá rúnt, bara svona rétt að skreppa inn á Kaldadal. Þeir ákveða að vera ekkert að kaup sér tryggingu þó að það sé búið að setja það í lög að slíka tryggingu þurfir þú að hafa til að fara inn á hálendi landsins, hún er svo dýr og þeir ætla bara rétt að skreppa. Nú það er skemmst frá því að segja að þeir lenda í vitlausu veðri sem hafði svo sem verið spáð en var ekki útlit fyrir að það mundi versna fyrr en með kvöldinu. Í snarvitlausu veðrinu verða þeir fyrir því að velta öðrum bílnum og Palli slasast við það nokkuð. Nú voru góð ráð dýr, ekki þýddi að hafa samband við björgunarsveitirnar og láta þær koma sér til aðstoðar því þeir voru tryggingalausir og kostnaðurinn yrði sjálfsag þvílíkur að þeir stæðu ekki undir því. Þeir ákveða því að hafa samband við Stebba vin þeirra beggja og fá hann og Gunna félaga hans til að koma sér til aðstoðar. Þeir leggja af stað í kolvitlausu veðrinu með nýja GPS tækið hans Stebba (sem hann er ekki alveg klár á) en þetta hlýtur að reddast.[/color:2wmzoeme][/i:2wmzoeme] Nokkrum dögum seinna kemur þessi frétt í Morgunblaðinu. Fjórir ungir menn urðu úti í vikunni sem leið á Kaldadal en leit hófst að þeim er ekki hafði spurst til þeirra í sólahring og fór þá ríkislögreglustjóri fram á að leit yrði hafinn að mönnunum á kostnað ríkisins að beiðni aðstandenda. Hvað ætli bloggheimar segðu um þessa frétt ef sönn væri, ég bara spyr. Þetta er nú kannski svolítið ýkt hjá mér en einhvern veginn svona gæti og mundi gerast ef björgunaraðgerðir færu að snúast um peninga og það ætti aldrei að setja fólk í neyð í svona aðstöðu, ætli það sé ekki alveg nóg að heyra í fjölmiðlum og á bloggsíðum hverslags asnar fólk sé og þar frameftir götunum ef það lendir í því að leita eftir aðstoð. Veit að nú þegar er fólk farið að hugsa svona er það þarf að leita eftir aðstoð og er það mjög slæmt því slys verða jafnvel þó fólk geri allt rétt og sé vel undirbúið.
Kv. BIO
17.02.2010 at 15:49 #683286Eins og þú bendir á BIO í þinni grein velta þeir bíl hvaða trygging tekur yfir bílslys jú ábyrgðar trygging og kaskótrygging bifreiðar, ég veit fyrir víst að ef þú lendir í árekstri innanbæjar og slasast, það kemur sjúkrabíll og kranabíll á staðinn sjúkrabíllin flytur þig á sjúkrahús og kranabílinn flytur bílinn þinn af vettfangi, þá þarft þú að borga bæði sjúkrabílinn og kranabílinn, en bara af því að þú ert með ábyrgðartryggingu borgar hún sjúkrabílinn og ef þú ert í órétti borgar kaskó kranabílinn annars þú sértu í rétti borgar trygging hins bilsins kranabílinn. þannig að í því dæmi sém þú lýsir eru virkar tryggingar, en þar að auki er þitt dæmi um ferðir farnar á eiginvegum. ekki ferðir farnar í ágóðaskyni með fólk.
17.02.2010 at 16:23 #683288Já gott og vel, bíllinn er tryggður en hvorki kranabíll eða sjúkrabíll fara inn á Kaldadal og sækja fólk í snarvitlausu veðri. Það sem ég er að reyna að sýna fram á er það að ef á að fara láta fólk borga fyrir björgunaraðgerðir sjálft hvort sem er í gegnum tryggingar eða á annan hátt þá getum við sé svipað gerast eins og ég settu upp í þessu dæmi mínu. Fólk einfaldlega biður ekki um aðstoð fyrr en of seint eða ekki. Þeir sem vinna sjálfboðaliðastörf á vegum björgunarsveita líta á þetta sem hugsjónastarf. Fólki er bjargað hvort sem það er á eigin vegum eða á vegum fyrirtækja. Hitt er svo annað mál að þeir sem lenda í hremmingum á vegum slíkra fyrirtækja geta væntanlega sótt slíka aðila til saka fyrir skakkaföll sem það kann að lenda í á þeirra vegum. Ég er bara að reyna að koma þeirri skoðun minni á framfæri að ég er algjörlega á móti því að rukkað sé fyrir björgunarstörf sama hvort fyrirtæki eða einstaklingar eiga í hlut.
Kv. BIO
17.02.2010 at 16:26 #683290Einn skipverji á varðskipi lést við björgunarstörf þegar flutningaskipið Vikartindur strandaði. Það atvik má rekja beint til þess að skipstjóri og eigendur Vikartinds drógu of lengi að þiggja aðstoð vegna þess að þeir þurftu að borga fyrir hana og loksins þegar þeir gáfust upp voru aðstæður orðnar miklu hættulegri. Því sama munu björgunarmenn lenda í ef það á að fara að rukka fyrir björgunarstörf, kall eftir hjálp mun koma seinna heldur en áður og aðstæður til björgunar verða erfiðari og hættulegri.
17.02.2010 at 16:44 #683292Til að leiðrétta þetta með Víkartind þá var það tryggingafélagið sem réð ferðinni og þáði aðstoð of seint. Það sama mun gerast ef ferðalangar verða að tryggja sig fyrir mögulegum slysum eða uppákomum eins og varð um síðustu helgi á Langjökli. Tryggingafélagið kemur þá til með að standa undir kostnaði við björgun og ræður því hvenær verður brugðist við og í hvaða magni. T.d. dagin eftir með fáeina björgunarmenn.
Svo væri annað sem ekki mætti tala um að það væri ódýrara að bíða eftir að einhverjir ferðalangar mundu rekast á viðkomandi, hvernig sem ástandið á þeim væri.
En þetta tal um tryggingar er algjör steypa því það verður aldrei tryggingarfyrirkomalag á þessu á með einstaklingar hafa áhuga á björgunarstörfum.
kv. vals.
17.02.2010 at 21:05 #683294Var að setja þetta í status á Facebook áðan hjá mér.
Fór á jökul í dag með nokkra ferðamenn. Ég giska á, að ca 100 ferðamenn hafi komið á jökul í dag, og flestir farið í sleðaferð. Hver maður er líklega ekki að borga undir 30.000.- krónur fyrir daginn, sem dreifist á hina ýmsu aðila í ferðaþjónustu, jeppafyrirtæki, sleðaleigur og matsölustaði. Tekjur af þessum ferðalöngu…m sem fóru á jökul hafa því verið a.m.k 3 millur, sem skilar sér sem gjaldeyristekjur í þjóðarbúið.
Góðar stundir
17.02.2010 at 21:25 #683296Ekki nógu gott hjá ykkur, þetta er undir meðallaunum eins skilanefndarmanns.
Taktu 100.000 með ykkur á morgun og við erum að tala saman
17.02.2010 at 22:25 #683298Hlynur hvernig er rukkað fyrir ferðirnar? Kaupir maður í upphafi far fram og til baka eða bara uppeftir og gerir svo upp restina ef maður kemur með til baka aftur? Maður spyr sig.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.