This topic contains 114 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 17 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Fjallaferð stjórnar ferðaklúbbsins 4×4. Verður farinn þann 19 janúar.
Ferðaáætlunin er eftirfarandi. Farið verður frá Selekt á Vesturlandsvegi seinnipart föstudagsins 19 janúar. Og verður stefn norður að þessu sinni og gist í skálanum Áfanga við Blöndulón. Á laugardeginum verður haldið að Miðju Íslands og kannað hvort hún sé ekki enn á sínum stað. Þaðan verður þrætt með austurjaðri Hofsjökuls niður að Arnarfelli hinu Mikla og síðan ekið um Þjórsárver í Setrið. Á sunnudeginum verður ekinn Klaksleið og að Draugakvíslargiljum og þaðan um Öræfi og niður Heljarkinn við Klettskála.
Fararstjórn áskilur sér þó rétt til þess að breyta ferðarskipulagi ef þurfa þykir.
Þátttökugjald verður auglýst síðar.
Skráning hefst á miðvikudaginn 10 janúar kl 21.30 í síma 6997477 eða á netfangið stjorn@f4x4.is einnig verður skráð á félagsfundinum í Mörkinni.
Aðeins 40 manns komast í ferðina og er miðað við 2 í hverjum jeppa. Þannig að reglan er fyrstur kemur fyrstur fær.Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4
You must be logged in to reply to this topic.