Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Fjalla spurning ?
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Valur Sveinbjörnsson 14 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
20.12.2010 at 03:04 #216486
Hver eru 4 hæstu fjöll hér á landi og hvaða fjall er hæst í sínum landsfjórðungi.
nafn og hæðkv,,,, MHN
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.12.2010 at 19:26 #714116
Hæstu fjöll: Snæfell(1833m), Herðubreið(1682), Kerling(1538m), Þorvaldsfjall(1510m)
Vesturland: Heiðarhorn(1053m)
Vestfirðir: Kaldbakur(998m)
Norðurland: Kerling(1538m)
Austurland: Snæfell(1833m)
Suðurland: Hekla(1491)
20.12.2010 at 19:43 #714118Snæfell er hæsta fjall utan jökla en síðast þegar ég gáði voru einhverjar grjóthrúgur í stóra skaflinum sem er kallaður Vatnajökull…..
20.12.2010 at 20:37 #714120Já 95% rétt: Austurland: Snæfell(1833m)–Herðubreið (1682 m)–Norðurland: Kerling(1538m)–Suðurland: Hekla(1491)–Vesturland: Heiðarhorn(1053m)–Það vantaði Herðubeið sem er næst hæsta fjall landsins , svo má bæta við Vestfirðir Kaldbakur(998m) að vísu tilheirir Verstulandi . Svona lítur rétt svar út
kv,,,, MHN
20.12.2010 at 20:40 #714122Já ég hefði nú eiginlega haldið að öll fjögur hæstu séu í Vatnajökli og hvorki Snæfell né Herðubreið komist á listann þó líklega sé Snæfell nálægt því. Myndi segja allavega Hvannadalshnjúkur nr. 1, Bárðarbunga nr. 2 og svo spurning um t.d. Snæbreið norðan við Hvannadalshnjúk eða Jörfa í Kverkfjöllum. Hrútfjallstindar eru held ég líka hærri en Snæfell.
20.12.2010 at 21:14 #714124Þaug fjöll sem eru nemd hér eru ekki með jökulhettu þó svo sé snjór í þeim svo að þaug eru hæst fyrir utan jökla ,svo má deila um jökla siðar , Skúli
kv,,,, MHN
20.12.2010 at 21:36 #714126Sælir . Ég tel þessa spurningu ómarktæka þar sem ekki er tekið fram að jöklar teljist ekki með. Eyjafjallajökull er 1666 m og Herðubreið er mun hærri en Kerling . Snæfellsjökull kemur sterkur inn þannig að Kaldbakur er öruggur. Svo er eitt hvar eru nákvæmlega mörkin milli fjórðunga. Fyrirgefið útúrsnúningana en það skeður alltof oft í spurningakeppnum að spurningar orka tvímælis og jafnvel gefið rétt fyrir rangt svar. Með kveðju. Olgeir.
20.12.2010 at 21:45 #714128Ef ég hefði sagt jökklar hefði ekker af þessum fjöllum verið nemd , það hefði verið nó að nefna Vatnajökul þar eru hæstu tindar á landinu Olgeir ( fjall og jökul er ekki alltaf það sama )
kv,,,, MHN
20.12.2010 at 23:36 #714130Skv minni bestu vitneskju og Google hæfni í ofanálag þá eru eftirfarandi hæstu "fjöll" landsins:
1. Hvannadalshnjúkur [2110m]
2. Bárðarbunga [2000m – er auðvitað akademískt hver hæðin á Bárðarbungu er vegna snjóa, gps-ið mitt sagði 2014m]
3. Kverkfjöll [1920m]
4. Snæfell [1883m]
5. Hrútfellstindar [hæsti tindurinn er eitthvað um 1875m held ég]
6. Hofsjökull [1765m]
7. Herðubreið [1682m]
8. Eiríksjökull [1675m]
9. Eyjafjallajökull [1665m]
10. Tungnafellsjökull [1540m]Auðvitað eru jökultindar fjöll eins og aðrar grjóthrúgur, ég neita alla vega að strika annað hæsta fjall landsins út af listanum yfir fjöll sem ég hef keyrt upp á
kveðja
Agnar
21.12.2010 at 00:41 #714132Það er rétt hjá Agnari að jöklar eru auðvitað fjöll þó að fast berg nái ekki alstaðar uppúr ísnum. Ég sé að heiman frá mér bæði Heklu og Eyjafjallajökul og oftast er aðal munurinn að minni snjór er í Heklu en Goðasteinn og fleiri hátindar Eyjafjallajökuls ná uppúr snjónum og eru tæpleg 200 metrum hærri en Hekla. Samt er yfirleitt gaman að fást við þrautir. Með kveðju Olgeir
21.12.2010 at 01:23 #714134Þá erum við komin útí skilgreiningu, ég vil ekki telja jökul fjall, fjall verður að vera berg, en það svo kannski umdeilanlegt ?
Kv.
21.12.2010 at 02:31 #714136Ég held að mörg fjöllin sem eru með jökull yfir sér sem mundu ekki finnast há ,þegar jökulhellan færi af þeim sem getur verið allt um 300 m eða meira . Svo sem myndin sem hér er sínd, það er allt sem sínist
kv,,,, MHN
21.12.2010 at 09:31 #714138Agnar, Snæfell er 1833 m en ekki 1883. Það þýðir að Hrútfjallstindar sem eru réttilega 1875 m eru hærri.
Í jökli eða ekki jökli, há fjöll eiga ekki að gjalda fyrir að vera umlukin jökli eða hvað. En þó við sviptum jökulhettunni af standa sömu fjöll sem fjögur hæstu. Augljóslega með Hvannadalshnjúk, Jörfa í Kverkfjöllum og Hrútfjallstinda þar sem bergið stendur oft uppúr jöklinum og skv. hinni miklu jöklabók Helga Björnssonar eru hæstu tindar í öskjunni undir Bárðarbungu um 1850 metra háir. Sorry, Vatnajökull massar þetta hvernig sem á málið er litið. Enda er hálendið undir Vatnajökli ástæðan fyrir tilvist jökulsins.
Kv – Skúli
21.12.2010 at 11:06 #714140Þetta er að verða hin merkilegasta pæling . Hvenær breytist stúlka í konu og er kona ekki kona ef hún er klædd í föt þó að höfuðið standi uppúr ! Kveðja Olgeir.
21.12.2010 at 12:05 #714142Nákvæmlega Olgeir. Ef konan er hins vegar með fald á höfði eða álíka höfuðskraut get ég fallist á að hæð hennar mælist án faldsins. Það getur vissulega verið spennandi að gera sér í hugarlund hvernig fjöllin líta út undir jöklunum, en kannski er maður kominn á vafasama braut með því að halda hér áfram með samlíkinguna við konu …
Kv – Skúli
21.12.2010 at 12:47 #714144Það má lengi deila um þetta . En strákar reinið að leisa eða fynna út hina spurninguna Vatnajökul hjálpar þar ?
kv,,,, MHN
21.12.2010 at 13:12 #714146Það má ekki gleyma Skarphéðinstind í Kverkfjöllum. Hann er 1936 metrar.
21.12.2010 at 16:06 #714148Rétt Skúli og Hlynur, eitthvað hef ég slegið í og úr í listanum ofar í þræðinum. Svona er þetta þá leiðrétt.
1. Hvannadalshnjúkur [2110m]
2. Bárðarbunga [2000m – hæðin er auðvitað akademísk vegna snjóa, gps-ið mitt sagði 2014m]
3. Skarphéðinstindur Kverkfjöllum [1936m]
4. Hrútfellstindar [hæsti tindurinn er eitthvað um 1875m held ég]
5. Snæfell [1833m]
6. Hofsjökull [1765m]
7. Herðubreið [1682m]
8. Eiríksjökull [1675m]
9. Eyjafjallajökull [1665m]
10. Tungnafellsjökull [1540m]
22.12.2010 at 00:18 #714150Ef þið takið Hrútfjallstinda með finnst mér að þið verðið að taka með Sveinstind í Öræfajökli 2044m og jafnvel Snæbreið 2041m.
Þetta er áhugaverður þráður, gaman að tína þetta til. Listinn má alveg verða lengri en 10 stk.
22.12.2010 at 10:00 #714152Það er góður punktur Pálmi, að vísu má segja að Sveinstindur sé hluti af Öræfajökulsöskjunni og þannig tindur í sama fjalli og Hvannadalshnjúkur meðan Hrútfjallstindar eru nokkuð utan við öskjuna og tilheyra líklega ekki beint Öræfajökli (eða hvað??) En engu að síður, þetta eru tindar sem er þess virði að lista upp. Snæbreið er allavega ekki hluti af öskjubrúninni, heldur háslétta utan við hana.
Kv – Skúli
22.12.2010 at 11:42 #714154Skemmtilegar pælingar, hérna kemur uppfærður listi, ég er búinn að bæta inn hugmyndunum ykkar hér að ofan og síðan nokkrum í viðbót neðan á listann. Smellið bara á myndina til að sjá hana alla.
[attachment=0:1txaasj4]Hæstu fjöll.jpg[/attachment:1txaasj4]
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.