Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fjalla jeepi
This topic contains 47 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Freyr Þorsteinsson 16 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.08.2008 at 10:44 #202775
Hvað þarf fjalla jeppi að uppfylla í búnaði til þess að vera jeppi?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.08.2008 at 10:53 #627230
sælir
Þetta ætti að verða líflegur þráður
Fyrir meira en dags vetrarferðir þá myndi ég mæla með lágmark 38" dekkjum fyrir flesta bíla (kannski 36" fyrir léttari bíla), GPS tæki, VHF stöð, tappasett, skófla, verkfæri og góður teygjukaðall. Þetta er það bráðnauðsynlegasta.
Síðan eru það driflæsingar, góðir kastarar, drullutjakkur (sumir vilja reyndar ekki sjá þá í fjallaferðum) o.s.frv o.s.frv….. listinn er endalaus.
kv
Agnar
13.08.2008 at 12:16 #627232Mér var sagt um daginn að það væri nánast nóg að þetta merki væri á bílunum og þá væru þeir orðnir frábærir fjallajeppar.
[img:ahlsfddz]http://www.velocityjournal.com/images/logos/toyota.jpg[/img:ahlsfddz]
Kv. Atli E.
p.s. þetta var haft eftir mjög áræðanlegum heimildum.
13.08.2008 at 12:36 #627234Sæll.
Ég myndi segja, eins og mikill snillingur vinur minn, að menn ættu ekkert erindi á fjöll án Gps og Vhf. Þá ætti kaðall að vera skylda í öllum bílum ásamt sjúkrakassa og slökkvitæki
Sum sé veita hvar þú ert og geta sagt einhverjum frá því.
Stór dekk, upphækkun, niðurgírun, drullutjakkar, spil, aukaljós, aukatankar, driflæsingar o.s.frv. bara til að bæta bílinn í takti við það sem nota hann í.
Kv Jónsi
P.s. þetta lærist þegar maður prófar að fara í vetrarferð hvað jeppi þarf að hafa til brunns að bera en það er líka pínulítið misjafnt á milli bíltegunda hverju þarf að breyta fyrst.
13.08.2008 at 12:36 #627236er að jeppin hafi farið á fjöll, annað er aukaatriði.
kveðja Dagur
13.08.2008 at 18:24 #627238Jeppi sem er jeppi sko.
Hvað ætlar þú að gera?
Komast yfir Elliðaárnar og upp Árúnsbrekkuna? (hvaða bíll sem er)
Komar kjöl… hvaða bíll sem er.. ca.
fjórhjóladrif er fínnt.
Látt drif þarftu bara ef þú ætlar að jeppa á vondum slóðum eða í smá snjó.Til að komast í þórsmörk er gott að hafa 33 tommu dekk. en ekki skilda.
Ef þú ætlar að fara með vinunum í fáar vetrarferðir í lok vetrar 35" dekk.
Ef þú ætlar að vetrarferðast allt árið þá er 38 fínnt en ekki skilda.
Ef þú ætlar að fá þér patrol þá þarftu 38 eða 44 tommu dekk til að ferðast að vetrarlagi.
Þannig að sko jeppi er með 4 dekk og má hristast. Það er cirka skilgreiningin á honum.. Síðan er það spurningin um hvað hann á að geta mikið sem er stærri spurning.
Kveðja, Fastur
13.08.2008 at 19:19 #627240Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi jeep. 😀
13.08.2008 at 19:53 #627242Sæll Gísli.
Það er kostur að vera ekki amerískur.
Það er kostur að hafa ló gír.
Það er kostur að hafa aukatanka
Það er kostur að hafa Diesel vél
Það er kostur að hafa gírkassa
Það er kostur að hafa létta aðalvél
Það er kostur að hafa öxla sem ekki snúast í sundur við minnsata átak.
Það er kostur að vera laus við allt aukadrasl sem ekki viðkemur fjallaferðum.
Það er kostur að vera á réttri dekkjastærð mv. þyngd.Kveðja.
Elli.
13.08.2008 at 20:37 #627244Í dag skiftir það mestu máli að vera með skinsemi í svona
breitingum og gera sér greinn fyrir hvað maður fer oft á fjöll
og við hvaða aðstæður. Miðað við síðasta vetur var lítil
umferð á jöklum og menn meira að breita bílum til sumarferða
og duga 35t í svoleiðis. Svo er það hinn kosturinn að vera með breitingu fyrir 38t þegar þess þarf, hvað annað varðar
í hina og þessa hluti bæti maður við eftir þörfum og vandar
valið á því sem maður kaupir.
( Bílinn fer ekki á búnaðnum einum saman heldur á skinsemi bílstjóra )kv,,,, MHN
13.08.2008 at 20:39 #627246Ef ég vissi ekki betur þá mætti ljúga því að mér að Fastur og Elías væru synir MHN.
14.08.2008 at 07:27 #627248Síðan hvenar varð það kostur að hafa diesel vél ???
-það er kostur að hafa LÉTTA aðalvél-
Hvenar urðu dieselvélar léttar ????
Og afhverju er það kostur að vera EKKI á amerískum ???
Nei ég bara svona spyr ???
14.08.2008 at 10:23 #627250Ég held ég brjóti allar þessar reglur ég er á stuttum og þungum bíl með mjög þunga vél (dísel að vísu) og alltof lítil dekk miðað við þyngd
kosturinn við minn bíl er samt sá að stóra díselvélin mín eyðir næstum engu, því hún hefur ekkert fyrir því að toga bílinn minn áfram og þarf ég því iðullega c.a. 50% af því eldsneytismagni sem bensín-vinir mínir taka með sér í ferðir.
ég fer hægar yfir, en kemst líka jafn langt.
fyrir mér er "jeppi" bifreið á sálfstæðri grind, með hátt og lágt drif.. og á 35" dekkjum. annað eru götubílar.
14.08.2008 at 19:28 #627252hvaða verksmiðju smíðaður jeepi getur lýsinginn átt við?(óbreyttur)
Legnd ca 4.67 m
breid.ca 2.15 m
hæð ca 1.90 m
dekk 37.5"
Öxlar ca 50 m/m
Drifhlutfall ca 5.30
Læstur að aftan og framan
sumir með spil
sjástæð fjöðrun á öllum 4
úr hleypibúnaði (f/dekkinn)
ca 200 hö í húdinu 6.5 t/d
hátt og látt drif+sjálfskiptur
og m. f.l.
14.08.2008 at 20:27 #627254það er Bömmer — eg meina Hummer
kveðja Helgi
15.08.2008 at 00:40 #627256Það er nauðsynlegt að bílinn sé amerískur.
Það er nauðsynlegt að hafa leðurklæðningu.
Það er nauðsynlegt að hafa loftkælingu.
Það er nauðsynlegt að hafa crusecontrol.
Það er nauðsynlegt að hafa 7.3 lítra vél
Það er nauðsynlegt að hafa 450 hestöfl.
Það er nauðsynlegt að geta sofið í bílnum.
Það er nauðsynlegt að hafa 46" dekk.
Það er nauðsynlegt að hafa skriðgír.
Það er nauðsynlegt að hafa hljómflutningstæki.
Það er nauðsynlegt að hafa rafmagn í rúðum.
Það er nauðsynlegt að hafa rafmagn í sætum.
Það er nauðsynlegt að hafa upphituð sæti.
Það er nauðsynlegt að hafa miðstöð afturí.
Það er nauðsynlegt að hafa ýmislegt fleira.Láttu ekki strákana plata þig og fáðu þér amerískan diesel bíl.
Umfram allt, hvað sem þú gerir, EKKI FÁ ÞÉR TOYOTU. Af fengini reynslu þá eru þær algert drasl. Þetta er alverstu bílar sem eru framleiddir enda voru þeir sendir aftur út vegna þess að þeir seldust ekki.Kveðja:
Erlingur HarðarPS: Elli minn, þú hefur ekki alveg rétt fyrir þér, endilega lagaðu þetta hjá þér kúturinn minn!
15.08.2008 at 11:10 #627258Það er náttúrulega misjafnt hvað menn vilja leggja mikið fé í þetta sport, en þetta sem Elli er að tala um er mjög góð uppskrift að fjallajeppa.
Góðar stundir.
kv. Bragi
15.08.2008 at 11:24 #627260eiginlega bara sófaSETT, L.
15.08.2008 at 11:46 #627262Var ekki gamli villi (1942-1952) ekkert af þessu?
sem kallast þæindi.
15.08.2008 at 11:57 #627264Sælir jeppakallar og jéppakonur.
Er ekki kominn tími á staðlað form á dótastuðli til að gefa jéppum einkunn svo hægt verði að bera þá saman.
Td. væri hægt að gefa ákveðin fjölda punkta fyrir sólgleraugna statíf.
Talstöð.
Kælibox.
fjölda aukatanka.
Spil.
Fjölda cd diska í magasíni.
ofl ofl.Nú er bara að einhver taki þetta verðuga verkefni að sér og ekki er verra en að viðkomandi hafi reynslu í að gefa einkunnir.
kveðja Dagur
15.08.2008 at 12:17 #627266Góð hugmynd, búa til svona staðla sem hægt er að gefa bílum stjörnur eftir. Óháð tegundum. Svona eins og hótelstjörnur.
Þá geta menn sagt: "ég á nú 5 stjörnu jeppa"
Kveðja
Þengill
15.08.2008 at 14:12 #627268Svona lítur mín stjörnu gjöf út
—————————————
Mjögvell búinn sjúkrakassi ( 5
Góð loftdæla 200bar ( 5
Teiguspotti 15 ton ( 4
Prófil framan og aftann ( 4
Spil 10,ooo lbs ( 3
Skópla ( 3
Gott GPS ( 4
Talstöð vhf ( 5
Sími gsm ( 3
CB ( 2
Gerihnattasími ( 4
Tetra ( 3
Bíl sem er 1,500 – 2000 kg á 35 t ( 3
sá sami á 38 t ( 4 ) á 44 t ( 5 )
Bíl sem er 2,100 – 2,600 kg -38 t ( 3
sá sami á 44 t ( 5 )
Bíl sem er 2,700 – 3,100 kg 44 t ( 4
sá sami á 46 t ( 5 )
Stæri bílar er ekki teknir með í þessu
Járnkarl ( 3
Góður tjakkur ( 4
Geimslu kassi á top ( 3
Geimslu kassi á aftann ( 4
Hægt að sofa í bílnum ( 4
Vinuljós að aftann og á hlið ( 4
Vell ljósaður á framann 400w ( 5
Góður kuldagalli ( 3
Svenpoki – 20 ( 3
DvD spilari ( 1
Teingi fyrir tölfu ( 2
Gott útvarp með cd ( 4
Tappa sett ( 3
Slökkutæki 3 kg ( 4
Gott vasaljós ( 3
Hér er talað um bíl sem er í topp lægi . Verfæri og aðri varahlutir eru ekki inn í þessari einkun…Bíl með 50 st er 3 stjörnu sá sem er með 58 st 4 stjörnur og 70 st 5 stjörnur ( Dekk eru ekki talin með í stjörnu gjöf þar fær maður 1 + eða 2 ++( Hér má bæta ímsu við + fatnað og mat + fleira )
kv,,,, MHN
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.