This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 20 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið.
Stefni á að breyta gömlum FJ 60 Cruiser fyrir 38″ dekk og hef óhemju margar spurningar. Byrja hér á nokkrum sem mig langar að biðja fróða menn að svara:
-Hvaða hlutföll koma best út í þessum bíl?
-Hvað ætti hann að vera á breiðum felgum til að vera vel snjófær?
-Er eitthvað sem þarf að gera við þessa bíla fyrir utan venjulegar breytingar (ég veit að í suma bíla þarf að setja stýristjakka, á öðrum borgar sig að breyta vatnskassa o.s.frv.)?
-Fær maður læsingar í þetta í dag? Loft, rafmagn eða barka?
-Nú er til slatti af þessum bílum á 38″ og stærra – er eitthvað af þeim ennþá á fjöðrum? Á maður að skipta skilyrðislaust yfir í gorma? Bæði að framan og aftan?
-Hver er hentug færsla á hásingum? Er hann kannski bara að virka fínt orginal?
Ég reikna ekki með að eyða ómældu fjármagni í bílinn, en vill þó gera þetta nokkuð vel. Hvað á að hafa forgang?
Fyrirfram þakkir fyrir góð ráð.
Kv.
Einar Elí
You must be logged in to reply to this topic.