Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Fini dælur
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 15 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.04.2009 at 20:43 #204241
Sælir,
Ég var að versla mér Fini Dælu í bílinn, fékk mér hana korter fyrir lokun a miðvikudag, síðan þegar ég ætlaði að nota hana í fyrsta skipti þá sá ég á miðanum sem límdur er á hana að hún dældi ekki nema 50 L/min sem mér finnst vera frekar lítið miðað við verðið á henni.
.
Ég hélt að það væri bara ein gerð af þessum dælum, voru þær ekki í einhverjum 160-170 lítrum á mín.
. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.04.2009 at 21:15 #645706
Herra Fini segir að það séu bara til (eftir hafa litið á þetta lauslega) tvær gerðir af þessu. 12volt og 24 volt. Báðar eiga að dæla 166l/s.
Sjá blaðsíðu 27
Vonlaust að setja inn link hérna
http://www.finicompressors.com/webapp/C … 8_I-GB.pdf
copy paste verður að duga
Fór að hugsa þetta. Þú segir 50 lítrar á mín en í skjalinu er talað um 166 lítrar á sekúndu. Er ekki verið að rugla einhverju saman hérna. Og er alveg pottþétt að þetta séu lítrar en ekki gallon eða einhver önnur misgáfuleg mælieining?
14.04.2009 at 22:32 #645708Þessar dælur geta ekki dælt hvorgi 50 né 166 á seg til þess þarf 3t rör eða meir .En hér eru nokrar staðreindir
44" dekk 38" dekk 33" dekk
2.0-20 psi 3.0-15.0 psi 4.0-15.0 psi
Felga: 15×16 Felga: 15×12.5 Felga: 15×10
Tími Tími Tími
Fini i 03:36 01:24 00:46
Viai500C 05:28 01:59 00:58
Extremeaire05:31 02:01 01:03
Viair550C 06:39 02:30 01:13
Viair 400P 07:17 02:39 01:22
Viair 400C 07:54 02:59 01:33
Viair 450c 09:36 03:34 01:50
Aðrar dælur eru lengur en 10 min að blása loftikv,,,, MHN
14.04.2009 at 23:32 #645710Já þetta er nákvæmlega sama dælan og í linknum þarna eini munurinn er að á miðanum á dælunni minni (og á bæklingnum sem fylgdi henni) stendur 60 L/min (2,12 CFM) en í bæklingum sem er linkað í að ofan, þar stendur 173 l. mín (6,08 CFM)
.
Kíkti á dælu hjá félaga mínum sem er 2 ára, og þar stendur 173l. mín
.En klárlega þá er þetta sama dælan, sama týpu númer, og wött og annað er eins.
Hringi í þá í fossberg á morgun og spyr þá um ástæðuna á þessu
14.04.2009 at 23:53 #645712Eitt CFM (cubic feet per minute) eða eitthvað svoleiðis, er um 28,3 l/s. Ef gefið er upp að afköst séu 6 CFM eins og umrædd Fini dæla þá eru hún að dæla um 170 l/s en örugglega þrýstingslaust. Þegar mótþrýstingur hækka þá minnka afköstin verulega.
15.04.2009 at 11:14 #645714… er munurinn á þessu.
.
Mín dæla er merkt þannig að það sem hún dælir út úr sér af pressuðu lofti, er 60 l/min en hún tekur inn 170 lítra..
En alvega sama dælan
15.04.2009 at 11:28 #645716Við hvaða þrýsting dælir hún 60l/min.
kv. vals.
15.04.2009 at 11:49 #645718Já ég er einmitt með eina svona dælu fyrir hvert dekk
og utanáliggjandi úrhleypibúnað í Gemsanum
Eftir uppskrift frá Gundi.Þetta svínvirkar. reyndar er 84 sek frekar langur tími.
en maður getur núna nýtt þessar sekúndur í að keyra á meðan pumpað er í eða hleypt úr.
15.04.2009 at 13:40 #645720Ertu með slöngurnar upp í brettakantana? Er þetta ekkert að slitna úr tengjunum? Væri ekki allveg nóg að vera með eina dælu fyrir öll dekkin?
15.04.2009 at 15:22 #645722já fínt já sæll. veistu hvað það tekur margar sek að pumpa þá.
4 sinnum lengur en í eitt dekk. svo er ein dæla í viðbót í húddinu fyrir læsinguna og svona vara pumpa.
15.04.2009 at 16:31 #645724…. Farðu úr bænum. Það er allt of langur tími maður. hehe.
.
En það gæti nú allveg virkað ágætlega bara með eina dælu. Það væri td. djöfull þægilegt að geta farið úr 5 pundum niður í 2 pund fyrir eina brekku og svo aftur í 5 pund þegar brekkan er búin án þess að fara út úr bílnum. Jafnvel þótt það tæki 2 mínutur.
15.04.2009 at 20:44 #645726mhn, mjög fróðleg tafla um afköst á dælum. Ein dæla sem er ekki í töflunni en kemst t.d. fyrir í stærri pallbílum og kannski víðar er Warn VTC.
Afköst skv framleiðanda 566 lítrar á mínútu við 0psi og 226 lítrar á mínútu við 90psi. Keypti þetta hjá Bílabúð Benna fyrir gengishrun, sjálfsagt ókaupandi í dag eins og flest allt annað innflutt.
Það virðist fara eitthvað eftir útihita og því hvort um fyrsta eða fjórða dekk er að ræða því hún virðist afkasta dálítið minna eftir að hún hitnar til fulls, en ég hef ítrekað mælt 3-4 mínútur úr ca 3 í 20 pund á 49" dekki á 18" breiðri felgu.
sjá nánar hjá Warn
http://www.warn.com/truck/aircompressors_vtc.shtmlfrs
16.04.2009 at 00:29 #645728Þessi dæla sm þú ert með er 2 sílendra og mun stæri en þær dælur sem ég er að vitna í , sem eru 2 til 3 sinnum minni og erufast tengdar nema fini dælan vegna stærðar sinnar . Það eru til litlar 2 silendra sem era að gera minna en þær sem ég hef talað um.
kv,,, MHN
16.04.2009 at 07:00 #645730Hér er líka ein dæla sem virkar vel.
[url=http://cgi.ebay.com/12v-1-5-gal-air-compressor-Puma_W0QQitemZ350190204352QQcmdZViewItemQQptZBI_Farm_Supplies?hash=item350190204352&_trksid=p3286.c0.m14&_trkparms=72%3A1205%7C66%3A2%7C65%3A12%7C39%3A1%7C240%3A1318%7C301%3A1%7C293%3A1%7C294%3A50:2lj1q5ps][b:2lj1q5ps]PUMA 12V[/b:2lj1q5ps][/url:2lj1q5ps]
Ég er að prófa eina svona núna og er hún að virka mjög vel, svipað og FINI nema hérna er kútur, pressure switch og allur pakkinn með sem síðan er hægt að taka í sundur til að koma betur fyrir í bílnum.
Kv:Kátur
17.04.2009 at 02:40 #645732Ég snittaði nú bara fyrir nippli á soggreinina hjá mér, og setti 1 stk einstefnuloka á lögnina þaðan. Bínan er að blása 18psi þegar allt er á fullu, sem dugar til að smella öllum 4 35" dekkjunum úr 2psi í 5 á ca 20 sekúndum. Það er engin þörf fyrir loftdælu í túrbóbíl sem er með bilaða túrbínu….og svo blæs þetta bara eins og lagnirnar bera
Ég þarf reyndar að svera þetta aðeins upp, finnst hann vera aðeins of lengi að skjóta í skurðarskífurnar, er með 10mm polyurethane slöngur í þessu öllu, en þyrfti að setja ca 18mm í stofninn til að hafa þetta gott.Annað dæmi: F-350 blæs allavega 35 psi….það er alveg nóg í hvaða jeppadekk sem er…..
Svo er ég með rafmagnsdælukríli svona til að setja í malbiksþrýsting…
mín 2 cent
Grímur
17.04.2009 at 08:27 #645734Hér tala menn um að svera loftslöngur til að vera fljótur að að blása upp dekkin en hvað með lokanan. Ég fór í Landvélar og Barka og þeir loka sem notaðir eru í þessar úrhleypingar eru með ca. 1,5-2,0mm gat sem loftið þarf að þrengja sér út um. Ég sagði að þetta væri bull að nota svona loka við þessa vinnu en þeir voru á sama máli að “allir“ sem væri með úthleypibúnað í jeppunum sínum væru með þessa loka. Ég tók einn loka og prúfaði, það tók um 2,5mín að hleypa úr einu 44“DC úr 3psi. í 2psi, eins og lokakerfið er uppstillt í Barka þá þarf all loftið að fara í gegnum einn svona loka, sem segir að það tekur um 10,0mín. að fara niður um eitt psi. Þarna er eitthvað sem ekki stemmir.
Spurningin er: hvaða loftloka (12V) eru men að nota við þessa vinnu og þá er ég að leita að lokum sem maður þarf ekki að leggja konuna og börninn í pant fyrir. Svona smálokakerfi kostar um 20þús. og þá er allt loftslöngu- og nipplaefni eftir.
kv. vals.
17.04.2009 at 09:33 #645736Sælir aftur sniðug lausn hjá þér Grímur með turbóið. Í sambandi við lokana. Ég fékk mér 1/2" krana í endan á álkubbnum fyrir úrhleypinguna og 1/2" slöngu þar á og fór styðstu leið út úr bílnum með hana ég hef notað einfalda felgu krana í þetta og 8 mm slöngur og tengi. Innan mál í ventli ef maður notar þá er um 4 mm að ég held best er að nota felgu krana kveðja trölli_1
17.04.2009 at 10:27 #645738Ég verslaði [url=http://wheelsnparts.com/index.php?main_page=product_info&cPath=19&products_id=171:gpcr60ax][b:gpcr60ax]svona[/b:gpcr60ax][/url:gpcr60ax] síðast þegar ég var í ameríkuhreppi. Sæmilega stór göt á þessu og verðið í lagi (var $99). Þeir eiga líka [url=http://wheelsnparts.com/index.php?main_page=index&cPath=19&zenid=tjq5rrv58vconoacn5eeqd5ob5:gpcr60ax][b:gpcr60ax]stærri[/b:gpcr60ax][/url:gpcr60ax].
–
Bjarni G.
17.04.2009 at 10:32 #645740Ef mönnum ligur svona mikið á að hleipa lofti úr dekkjum, borið þá stæra gat fyrir
stæri ventill , sem eru notaðir á stórar vinnuvélar sem eru á 80 tomum og stæa .
ÉG hélt að menn væru að fara á fjöll og jökull til að njóta en ekki til að flýta sér
við alla hlutti , einn sem fær sér kaffi á meðan loftið legur úr .kv,,,, MHN
17.04.2009 at 10:48 #645742Grímur, þetta er sniðugt
Það væri afar áhugavert að sjá myndir af þessu hjá þér Grímur, ekki síður hvernig reynslan er af notkun á þessu, og hvort einhverjir annmarkar eru á notkun á þessu.
Á sumum túrbínum smitar smurningsolíu inní kalda kuðunginn og millikæli… Er slíkt vandamál hjá þér?
þarf olíuskilju á loftslönguna?
Er mikið vandaverk að koma nipplinum fyrir?Elvar
17.04.2009 at 11:38 #645744Bjarni, svipuð kista kostar 32.000kr. í Landvélum en þessi sem þú bentir á kostar ca. 18.000kr. í Amerikuhreppi + að koma þessu á klakann en hún er snyrtilegir þessi sem þú bentir á.
kv. vals.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.