Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Fimmvörðuháls
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Árni Alfreðsson 13 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.01.2011 at 23:22 #216703
Sælir.
Hafa einhverjir farið nýlega upp á Fimmvörðuháls frá Skógum og geta miðlað upplýsingum um færð og annað.
Kv. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.01.2011 at 00:51 #715302
Veit ekkert um færð, getur varla verið annað en snjólaust þar eins og annarstaðar á sunnanverðu landinu.
En ég heyrði hins vegar að bóndinn á Skógum hefði sett rammgerðan lás á hliðið uppeftir og því kæmust menn þar ekki í gegn nema að geta gert grein fyrir ferðum sínum – ég hef þó ekki reynt þetta á þetta sjálfur en hef þetta eftir ferðamannabílstjórum sem hafa verið þarna á þvælingi.
06.01.2011 at 01:04 #715304Hefur bóndinn rétt á því að loka veginum uppeftir sem liggur jú að skálum, m.a. í eigu Útivistar? Spyr sá sem ekki veit…….
Kv. Freyr
06.01.2011 at 10:54 #715306Hugmyndin var að keyra allavega upp að Fúkka og ganga svo að Magna og Móða (nýju fellunum) Á maður eitthvað að þurfa gera grein fyrir því við bóndann??
06.01.2011 at 11:06 #715308Ég myndi bara láta reyna á þetta.
Ég fékk þessar upplýsingar í byrjun desember og þá var enþá í gildi bann við umferð á Eyjafjallajökli og getur vel verið að lokunin hafi verið þess vegna.
8. des var hins vegar lækkað viðbúnaðarstigið hjá almannavörnum og aftur opnað fyrir umferð gangandi og akandi á jökulinn – sjá hér: http://www.almannavarnir.is/displayer.a … nt_id=2579
Ég get þvi varla ímyndað mér að bóndanum né né nokkrum öðrum sé stætt á að hafa þetta læst lengur. Ekki nema þetta sé einhverskonar einkavegur sem að ég held að sé ekki.
Benni
07.01.2011 at 13:52 #715310Það væri forvitnilegt að fá að vita hvort keðjan er enn á sínum stað ef einhver hefur verið þarna á ferðinni
mbk, Atli
07.01.2011 at 16:15 #715312Hafa samband við FÍ eða Útivist og spyrja. Báðir aðilar eru með skála á Fimmvörðuhálsi og hljóta að vita þetta. Þeir eru kannski með lykil.
Venjulega eru það ekki bændur sem hafa verið að setja upp keðjur og banna mönnum umferð um land eða slóða. Oftast eru það einhverjar afætur af mölinni, sem hafa keypt upp hús og jarðir upp til sveita, sem setja boð og bönn. Vilja sölsa allt undir sig. Útivist og FÍ eru víða á gráu svæði þarna á þessum slóðum.
Kv. Árni Alf.
11.01.2011 at 02:34 #715314Sælir félagar.
Það er rétt að bóndinn á Ytri-Skógum hefur gert allt sem hann getur til að koma í veg fyrir umferð um slóðann. Ástæðan er fyrst of fremst sú að hann er að reyna að pressa á að veginum verði breytt svo ekki þurfi að keyra í gegnum hlaðið hjá honum og yfir túnið hans. Það er því miður þannig að meðan á gosinu á Fimmvörðuhálsi stóð þá varð hann fyrir verulega miklu ónæði, svo miklu að enginn okkar hefði látið sér það líka. Hvernig hefði okkur fundist að koma í skemmuna okkar og þar væri hópur fólks mígandi á gólf og veggi? Ég hefði ekki verið sáttur. Þá er það líka ansi mikil breyting fyrir bónda að þurfa skyndilega að loka inni búsmala sinn, hænur, hunda og meira að segja þorði hann ekki að leyfa barnabörnunum að leika sér úti því umferðin varð svo mikil.
Þetta er hans leið til að fá fólk í lið með sér til að pressa á að veginum verði breytt. Ég ræddi við hann síðasta sumar og kvaðst hann ekkert hafa á móti umferð uppá Fimmvörðuháls, öðru nær. Vandinn er að kostnaðaráætlun vegagerðarinnar við að breyta þessum 5-700 metra spotta hljóðar uppá 15.000.000.- minnir mig að hann hafi sagt.
Ég rak svo augun í eitthvað um daginn um að bjóða ætti út breitingar á veginum en ég man ekki hvar ég sá það.
Setjið nú pressu á sveitarstjórn og vegagerð og hver veit nema allir geti orðið sáttir við niðurstöðuna!Kveðja,
Klemmi.
11.01.2011 at 08:57 #715316Flott mál og vonandi verður vegurinn færður.
En það breytir ekki því að þessi hvorki þessi bóndi né nokkur annar hefur rétt til að loka vegum sem að eru opnir almennri umferð – gildir þá einu hvort að leiðin liggur um hlaðið hjá honum eða ekki. Það skiptir heldur engu þó að umferð aukist um tíma vegna einhverra atburða.
Ég hefði gjarnan vilja loka götunni minni hér í Reykjavík fyrir nokkrum árum þegar að frægur maður flutti í hana og annar hver Íslendingur sá sig knúinn til að aka götuna með ís í hendi og glápa inn í hvern krók og kima. Sumir sáu meira að segja ástæðu til að banka uppá hjá mér og ræða um nágrannann. Síðar meir hefur einn og einn séð ástæðu til að henda eggjum og fleiri matarleyfum í húsið hjá mér í misgripum fyrir hús nágrannans.
Sem sagt menn verða fyrir óþægindum og truflun af ýmsum völdum – líka í 101 Reykjavík. Það gefur mönnum samt ekki heimild til að loka sig af, setja upp hlið og girðingar ef það hamlar öðrum för um svæði, vegi og götur sem að opnar eru almenningi.
Benni
11.01.2011 at 10:37 #715318Ég er ekki lögfræðingur Benni en hitt veit ég að bóndinn lokaði veginum og var bakkaður upp með það bæði af vegagerð og lögreglu. Hins vegar var ég að reyna að benda á að þið megið ekki alltaf vera svona miklir þverhausar og taka því alltaf þannig að það sé verið að loka á YKKUR af einhverri persónulegri óvild. Það er stundum þannig að það ÞARF að loka einhverjum vegum eða slóðum en mér finnst alltaf að þá verði allt vitlaust hér á spjallinu. Ég verð að viðurkenna að stundum skammast ég mín fyrir hversu yfirgengur 4×4 er mikill.
Ég vil taka það fram að ég er ALLS EKKI stuðnungsmaður þess að vegum eða slóðum sé lokað að óþörfu. Þar sem hins vegar er þörf á því, t.d. vegna sóðaskapar sem hefur nú komið fyrir, þá verður að gera það (mín skoðun), og ég skil mjög vel bóndann á Ytri-Skógum.
Við krefjumst þess að stjórnmálamenn sýni skynsemi í akvörðunum sínum í náttúruverndarmálum. Hvernig væri að við krefðumst hins sama af okkur sjálfum? Nei, ég bara spyr.Með kveðju,
Klemmi.
12.01.2011 at 22:52 #715320Gott að fá einhverja skýringu af hverju það er læst þarna upp. Ég er sammála Klemma hvað einstrengingslegur málflutningur er hér oft áberandi. Ef ÉG kemst ekki það sem MIG langar og hentar MÉR þá skrifast það t.d. á ofstæki í náttúruvernd o.fl. Þetta skaðar klúbbinn þegar til lengdar lætur. Það geta verið eðlilegar skýringar á lokunum þó eflaust megi deila um þessa tilteknu lokun.
Það er ekki lengur 2007 sem betur fer. Margt er að breytast í samfélaginu. Heimtufrekja og yfirgangur í anda 2007 er lítt vænleg leið til að koma málum í höfn.
Ef slóða er lokað þá verður líka það sama yfir alla að ganga. Ólíðandi að þeir séu eingöngu opnir fyrir einhverja forréttindahópa.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.