Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Fimm hraustustu jepparnir
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Þráinn Ævarsson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.02.2008 at 23:04 #201874
Amríkaninn hefur aldrei átt Patrol þ.a. ekki er þessi upptalning 100% rétt – en ágætis byrjun….
5 hraustustu jepparnir
.
Siggi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.02.2008 at 23:15 #614206
Ég er nokkuð viss um að ein myndin er tekin inn í Þórsmörk. Sýnist Toyotan vera að sulla í Krossa.
Annars sannar þessi listi það, að USA hefur ekki neitt vit á jeppum.
Góðar stundir
14.02.2008 at 23:36 #614208Ekki taka mark á því sem Hlynur segir, hann heldur ennþá að Patrol sé jeppi. En líklega nokkuð rétt hjá honum með Þórsmörk.
Gaman að sjá Scout í fyrsta sæti, ég átti einn og sakna hans ennþá.
Það hefði verið gaman að sjá Scout III sem þeir voru með á teikniborðinu þegar þeir hættu 1980 komast í framleiðslu. Hann var mjög framúrstefnulegur t.d. átti boddy að vera að miklu leiti út trefjum.
15.02.2008 at 00:23 #614210Það er síðan ekki alveg rétt hjá Sigurði að Ameríkanar hafi aldrei átt Patrol, ég hef séð myndir af eldgömlum Patrolum hjá einhverjum hillbillyum þar.
15.02.2008 at 08:26 #614212Skoutinn er án efa í 1 sæti vegna hins óhugnalega mikla velarafls sem hann fékk úr Nissan 33TD vélinni sem var í honum.
Allavega er hjartað í honum sóta mínum úr einum slíkum og virkar vel.Kv G
15.02.2008 at 09:44 #614214"This is also the only truck on the list still in production."
Þarf að segja meira!
15.02.2008 at 11:36 #614216Skátinn var og er flottur 😛
TD Scout II
Þetta voru ódrepandi vélar
Dana 20 millikassi
Dana 44
727 sjálfskipting eða T18 Gírgassi
4 gíra skátkassarnir hafa nú verið talir sterkir hingað til
Og svo margt fleira sem er gott við skátinn 😛Eg sá mynd af skát um daginn sem ég var að hugsa um að kaupa … aftan á honum var límmiði sem á stóð
" Ef ég væri patrol á þessum aldri þá væri ég ónýtur"
Mér fannst það helvíti gott 😀
15.02.2008 at 12:10 #614218Gaman að segja frá því hvernig uppruni Jeep nafnsins er til kominn, en það var þannig að þessir "jeppar" voru kallaðir "General Purpose vehicles" hjá hernum og stytt í GP’s sem seinna þróaðist út í JEEP
15.02.2008 at 12:40 #614220Veit ég er svolítið mengaður EN, hefði viljað sjá Hiluxin þarna, það er örugglega eitt það lífseigasta kvikyndi sem finnst á 4 hjólum.
15.02.2008 at 13:59 #614222Hmmm Já
Þó að ég sé gallharður Scout og Jeep maður þá er ekki annað hægt en að vera sammála þessu.Þetta er hörkustöff !!!
Ef að allir luxarnir sem voru seldir hefðu verið Turbo þá væri þetta enn betra.
15.02.2008 at 14:48 #614224Ég er nokkuð sáttur við þetta hjá þetta hjá honum Mikka (wastingtimewithmikeandari). Þegar maður les þetta í gegn sér maður að endingartími á bíl og vél er í nokkrum metum þarna þannig að því miður Hlynur, Patrol er þá sjálfkrafa kominn úr leik, allavega ákveðnar árgerðir sem hafa komið óorði á hann í þeim efnum. Hilux er auðvitað ólseigur fjandi og þolir ýmislegt, en ég veit samt ekki alveg hvort hann eigi endilega heima í þessum hóp.
Kom reyndar á óvart að sjá Scout þarna í fyrsta sæti, en ég get alveg keypt það að hann eigi það skilið. Þarna er talað um 8 cyl vélina, en þeir sem komu hingað voru allavega margir með vél sem menn kölluðu hálf V8. Hún var semsagt 4 cyl en stimplarnir gengu aðeins til hliðar eins og á V8, vantaði bara hina fjóra á hina hliðina. Svo er náttúrulega Landinn í toppsæti þarna eins og vera ber. Menn vita að vísu ekki endingartíma þeirra ennþá því þeir hafa aðeins verið í framleiðslu í 60 ár.
Kv – Skúli
15.02.2008 at 15:15 #614226sem sagt ég á besta jeppa í heimi !!!! Ég vissi þetta,scoutinn er bara snilld, núna á þrítugasta og öðru aldursári er hann nú samt ekki mikið betri en nýr Landrover!!! Svo segja menn að maður hafi ekkert vit á bílum!!??
kv:Kalli langflottasturps: tókuð þið eftir skrifunum fyrir neðan Scout myndina það er einhver KANINN að skrifa á Íslensku !!?? Gaman að því.
15.02.2008 at 18:56 #614228Hahaha já nafni !!
Við vissum allan tíman að skát væri flottastur !
15.02.2008 at 20:06 #614230Jahá og ég var að skipta um þurkublöð og ég gat ekki betur séð en að þau væru 32ja ára !!! ein þurkublöð á 32ja ára fresti er ekki mikill viðhaldskostnaður en það er betra að sjá út þó að þau gömlu hefðu nú kannski getað enst í tíu ár í viðbót.
kv:Kalli bruðlari
15.02.2008 at 20:12 #614232Átti einu sinni Scout II með hálfátta vél, þessari sem var að mig minnir 192 cid – en í þessum sem er á myndinni, Scout 800, var 152 cid vél ef ég man rétt. Ég hef það eftir manni sem þekkti til í verksmiðjunum, að þessar vélar hafi í raun verið helmingur af 8 cyl vélum, önnur hefði verið helmingur af 304 cid vélinni, sem margir þeirra komu með hingað, en hin helmingur af 380 cid vél, sem hafi verið einhver vörubílamótor frá þeim. Nú veit ég ekki og get ekki sannað hvort þetta er rétt, því sá sem sagði mér er ekki meðal vor lengur. En það var margt ansi gott í þessum bílum. En það var bölvað að aka á þeim í skafrenningi, því lokið á vélarsalnum var nærri lárétt og ansi langt, svo maður sá ekki veginn fyrr en 30 metra fyrir framan bílinn. Þeir komu sumir með 345 cid vél og enn aðrir með 6 cyl línumótor sem mig minnir nú að hafi verið Mopar, en er ekki viss um það. Svo komu fáeinir með Nissan 6 cyl línumótor. Kynntist þeim aldrei neitt.
15.02.2008 at 22:09 #614234nú skiptiru oftar um millikassa en þurkur hehehe til hamingju með trukkinn
16.02.2008 at 00:10 #614236Ég las grein um daginn í eldgömlu 4wheeler blaði þar sem var verið að tala um V7 mótor sem kom í scout, þá var bara einn cylender tekinn af 304 vélinni frekar en 345 (minnir mig), hún hefur þá væntanlega verið um 266 kúbiktommur. Þetta átti að vera einhver sniðug aðgerð gegn eldsneytiseyðslu. Hefur einhver heyrt um þennan mótor?
kv Þráinn
ps. ég gæti nú reynt að finna þessa grein og skanna hana inn ef að enginn trúir mér
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.