This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Ingimundur Bjarnason 19 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Patrolinn sem ber númerið VY-639 sýndi af sér „glæsilegan“ akstur núna síðdegis í dag á aðreininni inn á Reykjanesbrautina af Ártúnsbrekkunni þegar hann missti þolinmæðina eftir fimm sekúndur af því að fremsti bíll komst ekki nógu fljótt inn á milli þungaflutningabílanna sem komu æðandi suður Sæbrautina og undir brúna. Allt í einu sá maður þenna vínrauða Patrol koma æðandi eftir grasbalanum hægra megin og svínast inn á brautina með látum. Eftir sat örugglega fullorðinn maður í sjokki, aðrir vegfarendur stórhneykslaðir á þessum helvítis jeppamönnum og við blöstu ljót för í blautu grasinu. Svona fíflaskapur eins og bílstjórinn varð uppvís að er ekki málstað jeppafólks til framdráttar og ég vona innilega að hann sé ekki í klúbbnum. En ef svo er þá hef ég þrennt að segja við þig:
Í fyrsta lagi græddirðu ekkert á framúrakstrinum því ég náði þér á ljósunum við Sprengisand.
Í öðru lagi var þetta ekkert annað en slæmt fordæmi og ber vott um heimsku og hálfvitaskap
Og í þriðja lagi er það meðal annars vegna hálfvita eins og þín sem klúbburinn á í vök að verjast á flestum vígstöðvum vegna fordóma í garð jeppamanna.Og þín vegna og okkar vegna vona ég að þingmaður úr fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki setið í bíl þarna í biðröðinni.
Með kveðju
Soffía
You must be logged in to reply to this topic.