This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 16 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Jæja nú er allt að verða tilbúið í Fífunni inn eru komnir hátt í 130 jeppar og fyrirtækin sem eru að leggja loka hönd á sýningarbásana sýna. Ég hef komið að flest öllum sýningum Ferðaklúbbsins og er alveg handviss um að þetta verður ein flottasta og stærsta bílasýning sem haldin hefur verið (þótt víðar væri leitað). Ég vil fyrir hönd stjórnar og sýningarnefndar þakka öllum þeim sem haf hjálpað til við að gera þessa sýningu að veruleika.
Þó sýningin sé að verða tilbúin eru mörg verk eftir auk þess sem enn vantar starfsfólk á sýninguna, á morgun verður farið yfir teppin og þau löguð til og límd niður, þrífa þarf yfir teppin og gera allt klárt fyrir opnunina sem verður kl. 17:00 fyrir boðsgesti. Kl. 18:00 verður svo opnað fyrir almenning og mun miðjuferðin verða kláruð með pompi og prakt.Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
Formaður Ferðaklúbbsins 4×4
You must be logged in to reply to this topic.