This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Níelsson 18 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Er FIB félag Íslenskra bifreiðaeigenda, eða félag Íslenskra bílaleiga?
Í grein frá FIB sem birtist í fréttablaðinu í dag undir fyrirsögninni ÞAÐ BORGAR SIG AÐ LEIGJA JEPPA Í FRÍINU Eru gerð góð skil á hvernig má spara á því að eiga fólksbíl og leigja jeppa í sumarfríinu, frekar en að eiga jeppa allt árið um kring.
Eins og FIB setur dæmið upp.
Heildarkostnaður við rekstur tveggja ára gamals fólksbíls með bensínkostnaði af 15000 km eknum á ári miðað við 8 lítra eyðslu á 100 km, tryggingum, bifreiðagjöldum, skoðunarkostnaði, þrifum, verðrýrnun og fjármagnstekjutapi eða vaxtakostnaði samasem 654,760 kr á ári.
Heildarkostnaður við rekstur þriggja ára gamals landcruserjeppa með sömu kostnaðarliðaforsendum nema hann eyðir 11 lítrum á 100 km. samasem 975600 kr á ári.
Leigukostnaður á suzuki vitarajeppa í þrjár vikur samasem 305,000 kr allt innifalið nema benzin.
Heildarkostnaður við rekstur fólksbíls og þriggja vikna leiga á jeppa, samasem 959,760 kr á ári, eða 15,800 kr. Ódýrara en að eiga jeppa.
Þarna fæ ég ekki betur séð en að sé alvarleg forsenduvilla, því það á eftir að kaupa bensín á jeppann, það á líka eftir að reikna með að 305,000 kallinn sem maður greiðir fyrir bílaleigubílinn er 100% verðrýrnun og það á líka eftir að reikna með að fjármagnstekjutap eða vaxtakostnaður 305,000 kallsinns er 16,660 kr á ári.
Eins og ég fæ dæmið sett upp.
Allir kostnaðarliðir fólksbílsinns eru þeir sömu nema reikna má með að færri kílómetrar séu eknir á kostnað bílaleigubílsinns. Segjum 10,000 km á fólksbílinn og 5,000 km á jeppann.
Bensínkostnaður fólksbílsinns lækkar úr 138,720 kr í 92,480 kr. Heildarkostnaður lækkar þá úr 654,760 kr í 608,520 kr.
Bensínkostnaður jeppans miðað við 5,000 km ekna og 11 lítra á 100 km er 63,580 kr.
Kostnaður við að leigja bílaleigubíl er 305,000 kr.
Fjármagnstekjutap að því að eyða 305,000 kr í stað þess að geyma þá á bankareikning er 21,350 kr.
Heildarkostnaður við að eiga fólksbíl og leigja bílaleigubíl er því 608,520 + 305,000 + 63,580 + 16,660 = 993,760 eða 18,160 kr dýrara en að eiga jeppa.Hvað skyldi FIB hafa fengið greitt í styrki frá Hertz bílaleigu fyrir að birta svona rógburð þeim í hag.
Kveðja siggias74 E1841
You must be logged in to reply to this topic.