This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 16 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar, við í hjálparsveitinni fengum „kyndilega þá hugmynd að hafa lítið slideshow með einhverjum skemmtilegum festumyndum eða myndum af skemmtilegum vandræðum sem félagsmenn hafa lent í.
Fyrst hafði hugmyndin verið að sýna myndir af hjálparsveitinni úr ferðum en vegna trúnaðar við þá sem við aðstoðum hverju sinni sáum við okkur ekki fært að gera slíkt. Þessvegna biðlum við til félagsmanna um að senda myndir sem þeir vilja sýna.
.
Ef þið eigið myndir af bílnum ykkar eða kunningja (og hafið samþykki þeirra) og viljið lofa okkur að sýna þær á sýningunni væri flott ef þið gætuð sent myndir á okkur.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir skömmum fyrirvara en ég er sannfærður að að margir félagsmenn eigi skemmtilegar myndir á stafrænu formi af ýmsum festum og skemmtilegum vandræðum, sem væru ekki lengi að senda eina eða tvær myndir á okkur (eða fleiri).
.
Myndirnar verða helst að vera í upplausninni 1280×1024 eða hærri. (eða þar um kring, myndavélar geta verið mismunandi með upplausnirnar en ofta á þessu reiki eða hærra)
Myndir mega sendast á ulfr.thor@gmail.com.
.
Með von um góðar undirtektir félagsmanna (og þó þið séuð ekki í félaginu en lesið þetta og eigið góðar festumyndir eruð þið velkomin). Einnig er ýmsar skondnar myndir úr jeppaferðum velkomnar svo lengi sem þær eru „hæfar til sýningar“ eins og sagt er.
.
Fyrir hönd Hjálparsveitar, Samúel Ú. Þór.
myndir sendist á: ulfr.thor@gmail.com
You must be logged in to reply to this topic.