Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › festingar f. vinnuljós
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Höskuldur Ólafsson 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
18.10.2006 at 13:48 #198753
sælir
veit einhver hvar hægt er að kaupa klemmur til að festa vinnuljós í „rennuna“ á bílnum (Patrol ´92) ?
Finnst það betri lausn en að festa í skíðabogana.
kv
Agnar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.12.2006 at 17:56 #563780
ÉG er í svipuðum hugleiðingum, hefur enginn gert þetta?
hvernig hafa svo menn verið að ganga frá rafmagni uppí þessa kastara? bara bora gat á toppinn eða hvað?
endilega komið með skýringar..
08.12.2006 at 18:03 #563782Eitt af því sem er á teikniborðinu hjá mér tiltekt á toppnum… Á bílnum hjá mér núna eru í gangi tvær útfærslur.
a) ljósið sjálft fest á endann á boga og gat fyrir raflögn hvoru megin
b) ljósið fest beint á toppinn (að aftan) og svo gat fyrir raflagnir.
([url=http://www.trigger.is/gallery2/things/LC80/LC80-200610/IMG_9333.jpg.html?g2_imageViewsIndex=1:gkkv5j0g]Mynd[/url:gkkv5j0g]).Mér líkar þetta ekki og langar einmitt til að gera þetta betur. Eitt af því sem mitt sjúkahöfuð hefur verið að pæla er að hafa 2-3 boga og stóran álkassa, nota endanan á bogunum fyrir tvö pör af ljósum og svo afturendann á álkassanum fyrir þá tvo sem snúa aftur (alls 6 ljós ég veit.. sjúkt). Rafmagnið yrði svo lagt undir kassann í rennu og færi niður í toppinn á bak við annan endann á einum boganum. Lágmarkar fjölda gata á toppnum sem vonandi skilar sér í minni líkum á leka.
08.12.2006 at 18:17 #563784Tryggvi, ég sá í myndaalbúminu þínu að það er verið að vinna eitthvað í krúser greyinu þínu.
Það væri nú gaman að fá að sjá betri myndir og meiri upplýsingar um þessa framkvæmd.
Er verið að fara í 44" pakkann?
08.12.2006 at 18:21 #563786Jú rétt það er verið að búa til pláss fyrir 44-46", skýrist allt á næstu dögum hvernig þetta svo endar allt saman… ætli maður komi ekki með all the dirty details og betri myndir eftir helgi 😉 Þetta er búið að vera á teikniborðinu eiginlega alveg frá því ég keypti bílinn í febrúar enda þá bara hálf-breyttur.
08.12.2006 at 18:28 #563788Það er alltaf gaman að skoða flottar LandCruiser myndir 😉 Bíð spenntur eftir stóru sögunni
08.12.2006 at 18:36 #563790Held jafnvel að eftir þetta gæti maður átt séns í að sækja um inngöngu í [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=skyrinarmynd/4171:26gf6hc0]Cruiser gengið[/url:26gf6hc0] 😉
08.12.2006 at 21:23 #563792Tryggvi minn.
Þú ert ekkert sjúkur, bara sýktur. Það er hins vegar ég sem er fársjúkur, því mér nægja ekki 6 ljós, þau verða að vera 8. Það sem ég er að hugsa er mjög keimlíkt því sem þú ert að pæla, en ég vil hafa eitt á hvert hjól, tvö afturvísandi og tvö sem myndu vera 45°á hin ljósin og eiga þau að vera á svipuðum slóðum og aftari ljósin þín. Því miður á ég ekki svona fínar myndir eins og þú en það má eflaust finna eitthvað og setja inn í myndaalbúmið mitt
08.12.2006 at 21:29 #563794Heyrðu Siggi ertu að búa til bíl eða jólatré? Eiga þá fremstu að vísa á framdekkin, næstu á aftur, par A að aftan fram á ská og svo par B að aftan niður og aftur?
Ég var reyndar búinn að ímynda mér að láta fremra parið vísa aftur (dreifa ljósi meira) og aftari (sem voru c.a. á aftari boganum eða þar um bil) vísa fram fram.
Já og ég er búinn að skipta út Slow-air Siggi þannig að þú getur verið rólegur 😉
08.12.2006 at 21:42 #563796Já og nei. Þetta er rétt í 3 af 4 tilraunum. Par A að aftan á að lýsa á ská aftur. Það eru nokkrar myndir komnar á albúmið mitt og ef menn skila myndirnar rétt þá er verið að sýna hliðarljósin. Á fyrri tveimur myndunum eru það ljósin sem eru nú þegar á þeim slóðum sem afturpar A ætti að vera og þau lýsa nokkurnveginn rétt miðað við það, kannski aðeins of mikið niður ef eitthvað er. Á Síðustu myndinni má ef vel er að gáð, sjá þau ljós sem eru á miðjum bíl og lýsa á hliðarnar. Þau eru hins vegar heldur aftur stæð eins og er. Mitt á milli myndi koma aftara parið á hliðina svona ofan við póstinn aftan við afturhurð.
Ég er alveg rólegur yfir þér og þinni slow-air dælu. En það eru hinsvegar góðar fréttir fyrir aðra ferðafélaga þína að þurfa þá ekki að bíða eftir þér á meðan þú dæælir í, en þeir hafa kannski aumkað sig yfirþig og gefið þér loft, svona kannski til að vera á ferðinni fyrir kvöldmat.
08.12.2006 at 21:50 #563798Sælir strákar ég er með 6 vinnuljós 2 sem lýsa beint aftur og svo 2 á sitthvorri hliðinni sem lýsa ágætlega en má ekki vera minni lýsing þar,ég hugsa ég bæti 2 við á hliðina til að lýsa frammeð bílnum
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 4547/32096
kv Bubbi
08.12.2006 at 21:54 #563800Jú veistu ég held að ég hafi bara einu sinni náð að "klára" með slow-air, svo hjálpsamir eru menn nú 😉
Sniðugir þessir langbogar á bílnum hjá þér, henta mjög vel í nákvæmlega þetta. Spurning hvort Agnar ætti ekki bara að skella sér á svona græjur?
S.s. eitt par við B-póstinn, 45 gráður fram, annað par við C-póstinn kannski 5-10 gráður aftur, á afturhorninu aftur um 45 gráður aftur og svo til að vera tnt-flottur á þessu tvö tveggjageisla (hvít og gul) aftan á 35-45 gráður aftur, bæði sem vinnulýsing og svo til að sjást betur!
Vefja svo jólaseríu utan um allt draslið.
08.12.2006 at 22:15 #563802Veistu Tryggvi, ég var einmitt að tala við konuna um að mig langaði að skreyta bílinn, en er samt ekki viss um að það verði fyrr en að ári. Er að spá í að ná mér í slönguseríu á útsölu eftir jól. Er samt að spá í að kaupa mér jólasvein og hreindýr til að setja á toppinn núna. Svona eins og er á opnu 2 í nýja Bykobæklingnum
08.12.2006 at 22:20 #563804Setti inn mynd af einum jólasveininum sem hefur tekið jeppa í sína þjónustu í stað sleða og hreindýra
08.12.2006 at 22:24 #563806Tókst ekki að setja inn myndina núna. Reyni aftur síðar
08.12.2006 at 22:40 #563808Eitt sem ég hef verið að velta smá fyrir mér, er að leggja kapal bara meðfram hurðafölsunum og reyna að forðast að bora.
Svo færi þetta bara f. innan innréttinguna inn að rofa. Hugmyndin var síðan að vera með nett tengibox sem er vatnshelt á toppnum og deilir þar síðan út á vinnuljósin.Annars er líka alltaf hægt að bora og setja nippil á og þétta þetta með kítti eða einhverju gúmmíföndri.
kkv, úlfr
08.12.2006 at 22:47 #563810Það er ekki neitt mál að bora ef það er rétt gert og notað rétta dótið í frágang. Ég er frekar á því að bora gat á réttum stað, en draga víra út um hurðar og glugga, búinn að prufa það.
Síðan skil ég ekki menn sem setja kastara í staðin fyrir vinnuljós. Það virðast ótrúlega margir bara kaupa eitthvað flott ljós, og hugsa ekki neitt um hvernig ljósið lýsir. Það eru margir sem eru með ónothæf vinnuljós á hliðunum.
Góðar stundir
08.12.2006 at 23:05 #563812Gat sett tvær myndir af jólasveininum á fína jeppanum(teg. ónefnd). Já ég fæ jólasveininn ennþá í heimsókn.
08.12.2006 at 23:27 #563814Siggi ertu byrjaður að drekka jólaglögg, það er ekki fyrr en næsta föstudag sem það er á dagskrá!
Sammála Hlyn með að bora og einhver verkefni framundan í því á Breska. Væri því ágætt að fá hér útlistun hjá Hlyn á því hvernig það sé rétt gert og hvaða dót sé rétt í frágang. Ekki vill ég eyðileggja þéttleikan á Land rover, það væri skelfilegt!
Kv – Skúli
09.12.2006 at 00:04 #563816Nei Skúli, ég er ekki byrjaður að glögga mig. Þetta er hins vegar mynd frá í fyrra. Já það eru svo sem margar aðferðir til að tengja ljósin. Ekki hef ég betri aðferðir en hinir hér, en get þí sagt það að það er gat að aftan hjá mér, en að framan er vírinn lagður með útvarpsloftnetinu. Það var þannig þegar ég fékk bílinn, hefur virkað hingað til, er kannski ekki það fallegasta né það besta, en stendur til að breyta, spurning hvenær tími gefst.
09.12.2006 at 11:01 #563818Ég held að það hafi aldrei komið annað til greina en að bora, ætlaði nú bara að reyna að halda götunum í lágmarki með einhverju svona eins og Úlfr benti á, vatnsheldu boxi t.d. neðan á topp-boxi. Þannig að maður myndi sleppa með að bora bara eitt gat samkvæmt leiðbeiningunum um hvernig eigi að gera þetta frá Hlyn sem eru væntanlegar 😉
Varðandi hvaða ljós þá eru þessir kubbar eins og ég er með ágætis en dreifa ljósinu auðvitað á hringlótt svæði, fyrir nákvæmlega þessa notkun væri etv betra að vera með sporeskjulagageisla?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.