FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ferlun á Miðhálendinu

by Dagur Bragason

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Ferlun á Miðhálendinu

This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón G Snæland Jón G Snæland 17 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 17.05.2008 at 22:41 #202448
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant

    Nú hefur umhverfisráðherra svarað fyrirspurn Sivjar um Ferlun ferlun á miðhálendinu :
    135. löggjafarþing 2007-2008.
    Þskj. 1016 – 472. mál.

    Svar

    umhverfisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur um vegi og slóða á miðhálendi Íslands.

    1. Er rétt að kortlagningu vega og slóða miðhálendisins sé lokið, eins og fram kemur í nýlegu svari ráðherra í þingskjali 653? Ef svo er ekki, hvenær er áætlað að þeirri vinnu ljúki?
    Mælingum Landmælinga Íslands á vegum og slóðum miðhálendisins er ekki að fullu lokið en víða eru þær langt komnar, einkum á suður- og suðvesturhluta landsins. Búið er að mæla um 26.400 kílómetra á landsvísu en enn er ólokið mælingum á Austurlandi, Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Gert er ráð fyrir því að mælingum í samvinnu Landmælinga Íslands og Ferðaklúbbsins 4×4 ljúki að stórum hluta sumarið 2009. Að mati ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar liggja nægilegar upplýsingar fyrir í ákveðnum sveitarfélögum á Suðurlandi til þess að hefja næsta áfanga vinnunnar. Hann felst í því að ákvarða hvar þurfi að loka slóðum eða takmarka umferð um þá vegna náttúruverndarsjónarmiða. Þessari vinnu hefur þegar verið ýtt úr vör með stofnun starfshóps sem fengið hefur það verkefni að gera tillögur um hvaða vegir og slóðar á miðhálendi Íslands utan vegakerfis Vegagerðarinnar skulu lokaðir til frambúðar eða tímabundið og hvaða slóðar/vegir skulu vera opnir. Taka þarf mið af því hvaða slóðar skulu teljast til vega með hliðsjón af ákvæðum í náttúruverndarlögum um bann við akstri utan vega og í samráði við sveitarfélög landsins. Enn fremur er hópnum ætlað að koma með tillögur um hvernig best verði staðið að framkvæmd tillagnanna. Fyrsta verkefni starfshópsins verður að fara yfir vegi og slóða í uppsveitum og afréttum á Suðurlandi.

    2. Er áætlað að hafa samráð við ferða- og útivistarhópa og -samtök, svo sem Ferðafélag Íslands, Útivist, Ferðaklúbbinn 4×4, mótorhjólasamtök og samtök hestamanna, áður en lagðar verða fram tillögur um hvaða vegum og slóðum á hálendinu skuli halda opnum? Ef svo er, með hvaða hætti yrði slíkt samráð og hvenær hæfist það?
    Ráðuneytið leggur áherslu á að starfshópurinn hafi gott samráð við sem flesta áhugamenn og hagsmunasamtök við þessa vinnu og almennt við það verkefni að sporna gegn utanvegaakstri og tryggja aðgengi almennings að útivist án þess að náttúran bíði skaða af. Með það að leiðarljósi verður rætt við ferða- og útivistarhópa og samtök þeirra sem aka um landið á bílum eða vélhjólum, umhverfisverndarsamtök, landverði, landeigendur og hestamenn, svo að nokkrir aðilar séu nefndir, áður en umferð um vegi verður takmörkuð eða vegum lokað.

    3. Hvenær er áætlað að taka ákvörðun um hvaða slóðum og vegum á miðhálendinu eigi almennt að halda opnum fyrir ferða- og útivistarhópa og -samtök?
    Á þessu stigi vinnunnar er ekki unnt að gefa út ákveðna dagsetningu um hvenær verkinu við flokkun og merkingu slóða og ákvörðun um framtíðarnýtingu einstakra vega og slóða lýkur. Vinnuferlið er langt og tímafrekt og til þess þarf að vanda vel. Verkið verður unnið í áföngum þannig að ákvörðun um lokun er hægt að taka þegar fjallað hefur verið um ákveðið svæði.
    Vinna starfshópsins við að flokka slóða og taka afstöðu til umferðar um þá er mikilvægur þáttur í baráttu við utanvegaakstri, en ekki sá eini. Þar er fræðsla e.t.v. sá mikilvægasti. Langflestir þeirra sem ferðast um óbyggðir Íslands vilja ekki valda skaða á náttúrunni og þurfa því að þekkja reglur, sérstaklega þá grundvallarreglu að akstur utan vega er bannaður. Einnig þarf að tryggja góða landvörslu og eftirlit, stikun slóða sem aka má um og að settar verði upp skýrar merkingar í landinu til að taka af allan vafa fyrir ferðafólk. Vinnan við kortlagningu slóðanna og ákvörðun um framtíðarnýtingu þeirra er hugsuð til þess að draga úr óvissu um hvar akstur er leyfilegur og hvar ekki, sem kemur bæði ferðamönnum og þeim sem stunda eftirlit til góða. Áhugi ferðamanna, jafnt innlendra sem erlendra, á ferðum um óbyggðir Íslands fer vaxandi, sem kallar á skýrar leiðbeiningar um leyfilega umferð á hverjum stað. Umhverfisráðuneytið vill vinna að því máli með sjónarmið náttúruverndar að leiðarljósi, í samvinnu við útivistar- og náttúruverndarsamtök og aðra hagsmunaaðila.

  • Creator
    Topic
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)
  • Author
    Replies
  • 18.05.2008 at 01:21 #623058
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Góða kvöldið
    Hverjir eru í þessum starfshóp ?
    … nú er bara að óska eftir aðkomu klúbbsins að þessari vinnu ef það er ekki nú þegar ákveðið hvernig það fer fram.
    kv
    Agnar





    18.05.2008 at 14:08 #623060
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Nei klúbburinn F4x4 hefur ekki fulltrúa sinn í þessum starfshóp.
    Samút samtök útivistafélaga með um 30,000 meðlimi hefur ekki fulltrúa í þessum starfshóp.
    Í starfshópnum eru embættismenn úr opinbera geiranum og ríkisfyrirtækjum eins og Vegagerðinnni Landmælingum Íslands ofl.
    Hinsvegar er klúbburinn í þessari vinnu sem nefndin mun fjalla um og koma þar að umhverfisnefndin, slóðanefndin og Ferlaráðið sem F4x4, útivist, Slóðavinir og fleiri koma að.
    kveðja Dagur Umhverfisnefnd





    18.05.2008 at 16:38 #623062
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Rangárþing ytra.

    Ég var að klára að fara yfir akstursfælinn yfir Rangárþing ytra. Þó ber að geta þess að fleiri leiðir er í því sveitarfélagi en mörgum öðrum.
    Þar sem því er haldið fram að þetta sé allt saman að verða búið þá er allavega niðurstaðan í Rangárþingi sú að Rangárþing er um 3177 ferkílómetrar:
    Ómældar leiðir 99 stk
    Vegalengd 502 km
    Það sem bætist við í ferun er örugglega 10%.

    Rangárþing yrta er eitt að 24 sveitarfélögum sem á landsvæði innan hálendislínunar og sveitarfélög í landinu eru 76 stk. Þá geta menn leikið sér að tölunum og séð hvað hugsanlega sé eftir.





  • Author
    Replies
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.