Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Ferlaverkefni.
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.11.2006 at 23:01 #199078
AnonymousEinsog kom fram hérna á öðrum þræði erum við að vinna í því, endurvinna ferilgagnagrunn 4×4. Verkefnið felst í því að koma saman miklu magni ferla á netfangið ferlasafn4x4@f4x4.is . Þar söfnum við saman gögnunum í einskonar gagna geymslu.
Þeir sem hafa verið að vinna að þessu verkefni eru
Vilhjálmur Freyr Jónsson umhverfisnefnd
Dagur Bragason umhverfisnefnd
Jón G Snæland stjórn
Óskar Erlingsson vefnefndÆtlunin er að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur og hreinlega safna gögnum um alla vegi landsins. Enda alvega eins gott að gera þetta að alvöru. Því vantar okkur aðstoð félagsmanna við öflun ferla og tökum við á móti ferlum á ofanritað netfang. Engu máli skiptir á hvaða formi ferlarnir berast því við snörum ferlunum á það form sem við viljum nota en nú erum við að vinna ferlana í Mapsource. Enda fljótvirkt með þeim hætti.
Fyrir utan allt landið og þjóðvegakerfið eru nokkur svæði okkur sérlega hugleikinn eru það Norðausturland, Arnavatnsheiði og nágrenni, Vestfirðir. Seinna munum við síðan auglýsa eftir sérstökum leiðum þegar hringurinn fer að þrengjast. Eitt gæti hjálpað okkur mikið í þessu ef menn geta flokkað ferlana í vetrar og sumarleiðir því við höfum einnig hug á því að gera gagnagrunn yfir skemmtilegar vetrarleiðir sem síðar væri hægt að koma á félagsmenn með einhverjum hætti. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.12.2006 at 09:25 #569922
Þetta er gríðarlega metnaðarfullt verkefni, en svo vel falið að þess er vart að vænta að það skili sér inn mikið af ferlum. Að mínu mati þarf að:
a) Gera verkefnið (ferlasfnið) sýnilegt á aðalsíðu, þ.e. auðvelda aðgang að upplýsingunum.
b) Koma á síðuna korti sem sýnir hvaða vegi / slóðir er búið að ferla, og líka þá sem eftir eru, -eftir því sem hægt er.
c) Bjóða mönnum aðstoð (hvað með kvöldnámskeið eða leiðbeiningar hér á vefnum) við að vinna með ferlana, koma þeim í ferlasafnið.Það er pottþétt fullt af ferlum í tölvum ferðafélaganna sem ekki hafa litið dagsins ljós, það þarf bara að ná til þeirra.
Ekki láta deigan síga, þetta er besti tíminn til að vinna í þessu, fullt af svartnætti og lítið af snjó.
Baráttukveðjur,
IngiPs. Ég skil það mæta vel og er ekki vitund sár þótt mér hafi verið hegnt með því að víkja mér úr starfshópnum fyrir það að ná engu sambandi við minn tengilið á suðausturlandi(?). Vona að ykkur renni reiðin með hækkandi sólu.
Ingi
10.12.2006 at 15:39 #569924Sæll Ingi og aðrir félagsmenn. Það er nokkuð til í þessu hjá Inga að þetta er vel falið leyndarmál. En til að byrja með var ákveðið að breyta öllum gagnagrunn klúbbsins í gpx skrár og einnig vorum við að breyta all mörgum Nobeltec skrám í gpx og síðan hófst vinna við það að safna þessu saman í eina skrá, og síðan þarf að flokka þetta eftir landshlutum. Því var ekki tímabært að mynda stóran hóp um verkefnið. En það verður gert fljótlega.
Reynt verður að gera vinnuna meira sýnilegri á vefnum fyrir félagsmenn þegar lengra er komið. En nú hefur vinnan miðast við það að safna saman efni frá einstaklingum sem hafa ferlað mikið. Ef óskað væri eftir öllum leiðum á vefnum og allir væru að setja inn efni þá færi líklega allt úr böndunum og höfum við því ákveðið að fara varlega í verkefnið svo hægt sé að halda utanum það.
Það ber nokkuð á því að ferla vantar af leiðum sem algengt er að menn aki. Nokkuð merkilegt að það vanti ferla að skálum 4×4 ??????
Hérna eru nokkrar leiðir sem okkur vantar í safnið.1 Línuvegurinn milli Kjalvegs og Kaldadals
2 Leiðir á Reykjanesi
3 Torfahlaup
5 Lakaleið
6 Skeiðarársandur að fjöru
7 Símaleið á Norðausturlandi hjá Urðaskálunum 4×4 ( merkilegt )
8 Miðleið á Sprengisandi
9 Álkuskáli á Grímstunguheiði skáli 4×4 ( merkilegt )
10 Fellaskáli á Skagfirðingaveg ( Arnavatnsheiði )Félagsmenn geta sent gögn á netfangið oskar60@gmail.com En það er netfang Óskars Erlingssonar. Ef menn lenda í vandræðum með að senda þá getur Óskar aðstoðað í síma 6634472.
10.12.2006 at 17:01 #569926Línuvegurinn á að vera í mínum ferlum.
Hlynur
10.12.2006 at 17:09 #569928málið sett í línuvegsnefndina
10.12.2006 at 18:17 #569930Hvar er Miðleið á Sprengisandi? Ef átt er við leiðina frá Háumýrarkvísl að Ölduleið skammt sunnan Nýjadals, þá á ég sumar feril.
-Einar
10.12.2006 at 18:24 #569932Upphaf á Dragaleið (N65 01.654 W18 05.188 WGS84).
Endir á Sprengisandsleið nokkru norðan Fjórðungsvatns (N64 55.534 W18 02.137 WGS84).Þessi leið er að hluta til upphaflega leiðin af Vatnahjallavegi suður á Sprengisand. Þá var farið af Dragaleiðinni skammt austan við núverandi vegamót við Eyjafjarðarleið og síðan haldið stefnu til SA eða SSA. Þegar Vatnahjalli lagðist af og farið var að aka Hólafjall varð þessi leið að framhaldi Hólafjallsleiðar frá Dragaleið suður á Sprengisand og norður endinn færðist talsvert austar.
Leiðin liggur til suðurs um öldur og vatnsrásir, yfirleitt um mjög greiðfæra mela. Þegar komið er fram á sumar er hvergi farið yfir vatnsfall fyrr en komið er að Bergvatnskvísl. Farið er yfir Bergvatnskvísl þar sem hún nær vart í felgu og skömmu síðar er komið inn á Sprengisandsleiðina niður í Bárðardal.
Á tímabili voru þannig þrjár leiðir af Sprengisandi (Bárðardalsleið) yfir í Laugafell: Forsetavegur, þessi leið og Dragaleið, en vegagerðin hætti síðan að sjá um þessa miðleið. Enn liggur þó vegprestur við Dragaleið og töluvert slangur er af stikum á leiðinni.
Leiðin er mjög fáfarin síðan vegprestar hurfu, en hún er algerlega torfærulaus og væri fljóteknari en Forsetavegur, væri hún í sama viðhaldi. Segja má, að leiðin hafi sögulegt gildi.
Þessi leið er á eldri kortum og mjög nákvæm á 50000 kortum (Navtrek pakkanum). Leiðin er á Garmin kortinu.Stolið af vegasíðunni he he he
Okkur vantar hlutan frá Dragaleið að Fjórðungsvatni
10.12.2006 at 18:27 #569934Það er önnur leið sem er aðeins norðar en sú sem Einar er að tala um. Það eru þrjár leiðir frá gömlu Sprengisandsleið yfir að Ölduleið. Líklega veit ég um tölvu sem þessi ferill er í.
Hlynur
es. Þurftir Jón nú að láta ljós sitt skína á meðan ég var að pára.
10.12.2006 at 18:35 #569936en ég notaði tækni nýjungar copy-past aðferðina en textinn er kominn frá snillingunum úr Eyjafjarðardeild.
PS þú gerir þessa tölvu upptekna Hlynur er það ekki, í nafni þjóðaröryggis ferðamanna eða þannig
25.12.2006 at 11:12 #569938Nú liggur maður aðeins yfir ferlasafni klúbbsins. Það stækkar jafn og þétt. En það sem okkur vantar í safnið er meðal annars þjóðvegir. En ætlunin er að hafa þá með. Flestir slökkva á tækjunum sínum þegar komið er til byggða. En okkur vantar ferlana hjá ykkur þegar þið gleymduð að slökkva á tölvunum ykkar fyrr en þið voruð komnir HEIM.
Eina sem þið þurfið að gera til þess að koma þessu á framfæri er að hringja í síma 6997477 og við leysum málin. Við viljum sérstaklega komast í samband við deildirnar.Annars er það fróðlegt að glugga í ferilgögnin, og má segja að vetrarferlarnir, segi sögu klúbbsins. Það má segja að margir vetrarferlarnir séu ornir hálfgerðir kunningjar okkar og birtast sömu ferlarnir víða. Og er með ólíkindum hversu víðförlir þeir eru ornir.
Einnig má lesa ýmislegt út úr ferlunum t,d úr hvað átt menn voru að koma og hvernig ferðin gekk. Það sér maður á ferðahraðanum og má sjá hvenær menn eru komnir í hjakk eða ló ló. Mesti ferðahraðinn enn sem komið er, náðist á flæðum Jökulsár á fjöllum, en þar náði einn 93 km meðalhraða að sumarlagi. Hraðinn að vetri er heldur meiri og hafa menn verið að aka niður Tungnaárjökul á hraða sem ég þori ekki að birta. Það gæti verið að blöðunum þætti það fréttamatur, eða að löggan setti upp hraðamyndavélar á jökulinn he he.
06.01.2007 at 11:18 #569940Sælir félagar.
Enn erum við að leita að ferlum, þar sem ákveðið hefur verið að safna saman ferlum af öllum vegur og slóðum landsins. Þarna er átt við alla vegi hverju nefndi sem þeir nefnast, þjóðvegir, fjallaslóðar eða fjöruslóðar ofl. Það sem við óskum eftir eru ferlasöfn félagsmanna, sem við síðan flokkum í vetrar og sumarleiðir. Engu máli skiptir hvaða forrit hefur verið notað við ferlunina. Eina sem þarf að gera er að hafa samband við okkur í síma 6997477 eða með pósti á netföngin rotta01@gmail.com eða oskar60@gmail.com. Við aðstoðum menn við það að ná gögnum úr tækjunum.
Stjórn ferðaklúbbsins 4×4
06.01.2007 at 17:37 #569942við að lesa það sem Ofsi er að minnast á varðandi leiðirnar milli Laugafells og Sprengisandsleiðar. Af því ég var þátttakandi í því að setja niður leiðina sem Ofsi kallar "Forsetaleið", þá var ástæðan fyrir því að farið var þarna sú, að þetta sem hann kallar "Miðleið" lá hærra í landinu og varð seinna fær á vorin. Annars má segja um leiðina suður með Laugafellinu og Háöldunum, að hún liggur víðast mjög nálægt leið sem Guðmundur heitinn Jónasson notaði nokkrum sinnum á ferðum sínum, þar sem hann var víða frumherji í bílaferðum eins og flestir í okkar hópi vita. Ég á einhversstaðar til minnispunkta frá þeirri ferð, þegar sú leið sem nú er notuð var sett niður undir forystu Gísla Felixsonar, þáv. rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni og Sigurþórs Hjörleifssonar, fv. ráðunauts í Messuholti. En í árbók Ferðafélags Íslands 1967 er frásögn Hallgríms heitins Jónassonar um ökuferð sem þeir kölluðu fyrstu bílferð um Eyfirðingaveg, en fylgdi þó Eyfirðingavegi ekki nema að litlu leyti, því úr því að austur fyrir Ásbjarnarvötn kom, munu þeir félagar hafa farið miklu sunnar skv. ferðalýsingunni, eða skammt frá "Strompleiðinni" sem Skagfirðingar kalla og Ofsi þekkir vel og vafalaust fleiri. En þetta vekur upp hjá manni þá hugmynd, hvort einhverjir sjái ástæðu til að safna saman frásögnum um hinar ýmsu fjallaleiðir og hvernig staðið var að því að gera þær að bílaleiðum. Víða var reyndar fylgt fornum reiðleiðum, en þó var það langt frá því algilt og margar leiðir urðu vafalaust til án þess að hafa verið algengar sem reiðleiðir á öldum áður. Nóg bullað í bili. Kv. Ólsarinn á Króknum.
10.01.2007 at 08:53 #569944Hæ ég ætla bara að minna á söfnunina. Hérna eru þeir sem búnir eru að leggja okkur lið.
Okkur vantar upplýsingar um fleiri sem geta átt ferla og vilja leggja klúbbnum lið. Endilega hringið í síma 6997477.1 Kjartan Gunnsteinsson Mapsource
2 Jón G Snæland navobj-Mapsour
3 Elín B Ragnarsdóttir navobj
4 Vilhjálmur Freyr Jónsson Mapsource
5 Óskar Erlingsson navobj-Mapsorce
6 Ægir Sævarsson Mapsource
7 Benedikt Sigurgeirsson navobj
8 Benedikt Magnússon navobj
9 Sigurbjörn Arngrímsson Mapsource
10 Hlynur Snæland navobj
11 Bjarni Kristinsson navobj
12 Bessi Aðalsteinsson gagnagru 4×4 Ozi
13 Einar Kjartansson ýmislegt
14 Rúnar í Óþverragenginu navobj
15 Ingvi Þ Ragnarsson navobj
16 Magni Rúnar Þorvaldsson navobj
17 Arngrímur Kristjánsson Mapsource
18 Agnar Benónýsson Ozi
19 Einar Lárusson ýmislegt
20 Skúli H Skúlasson navobj
21 Kári Þórisson navobj
22 Þorvarður Ingi navobj
23 Kristján Kristjánsson Mapsource
24 Tryggvi R Jónsson Mapsource
25 Guðmundur Magni Helgasson Ozi
26 Bæring Jóhann Björgvinsson navobj
27 Otti Sigmarsson navobj
28 Bragi Þór Jónsson navobj
29 Stefanía Guðjónsdóttir Mapsource
30 Aðalbjörn Þórólfsson ferlar ekki
31 Aðalsteinn Ingi Jónsson ferlar ekki
32 Aðalstein Pétursson ferlar ekki
33 Aðalsteinn Sigþórsson sendir Map
34 Aðalsteinn Svafarsson sendir seinna erl
35 Agnar E Knútsson ferlar ekki
36 Alfreð Bogason sækja ferla
37 Andrés Jacbsen Mapsource
38 Andrés Arnalds ferlar ekki
39 Andrés B L Sigurðsson ferlar ekki
40 Andrés Guðmundsson ætlar að ferla
41 Andrés Róbertsson sendir navobj
42 Andrés G Jónsson ferlar ekki
43 Dagur Bragason Mapsource
45 Agnes Sigurðardóttir ferlar ekki
46 Þorgeir Egilsson ferlar ekki
47 Emil Borg ferlar ekki
49 Stefán Jónsson ferlar ekki
50 Þröstur Sigurðsson rottugenginu ferlar ekki
51 Ólafur Pétursson rottugenginu ferar ekki
52 Andreas Jacopsen Mapsource
53 Karl Sveinsson rottugenginu ferla ekki
54 Sigurgeir Bjarnason rottugenginu ferlar ekki
55 Daníel Hartmannsson ferlar ekki.
56 Guðmundur Guðmundsson Gundur Map
57 Reynir Bergmann Dagvinsson Map
58 Guðbrandur Þ Guðbrandsson Map
59 Ólafur Magnússon Map
60 Þorsteinn Friðriksson Map
61 Kristján A Gretarsson Vélhjólaíþróttarkl Map
62 Jakob Þór Guðbjartsson Vélhjólaíþróttkl Map
26.01.2007 at 15:55 #569946á ekki að leggja klúbbnum lið og hrista fram ferla. Undirtektir hafa verið frekar slappar og þarf aðeins að fara að spíta í lófanna. Hringið í síma 5871702. Varð að breyta símanúmerinu. Ég mundi allt í einu eftir því að gemsinn minn gleymdist í einhverjum Ford inni á Sprengisandi he he
28.01.2007 at 19:41 #56994817.02.2007 at 08:42 #569950Auglýsum eftir nokkrum sumar ferlum:
1 það vantar feril frá Hrafnabjargarvaði upp á Sprengisandsleið.
2 Einnig vantar okkur nýju Vatnahjallaleiðina
Svo vantar mikið af almennum þjóðvegum
11.03.2007 at 08:53 #569952Gangur mála. Nú er staðan hjá okkur sem vinnum í ferlamálunum þannig að, búið er að hreinsa og klippa til 617 sumarferla. Sem eru aðallega á norðanverðu landinu, þ.a.s norðan jökla. Safnið samanstendur bæði af þjóðvegur og óbyggðarslóðum. Í vor er ætlunin að vera búnir að sortera og klippa niður allt það efni sem hefur borist. Og einnig á að vera búið að teikna inn þær leiðir sem vantar að ferla.
Eins og staða er í dag er nánast útilokað að auglýsa eftir einstökum leiðum, því stundum vantar einungis hluta leiðar. Því auglýsum við eftir öllum ferlum, þar sem við klippum þetta allt saman. Og ef við fáum betri ferla senda af einhverjum leiðum þá skiptum við þeirri gömlu út. Að undanförnu hefur það komið þægilega á óvart, hvernig þessi vinna er farinn að nýtast, þegar farið er að safna og sortera. En við höfum getað sent frá okkur töluvert af ferlum til félagsmanna að undanförnu.Við þökkum þeim sem lagt hafa verkefninu lið.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.