Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Ferlafréttir
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.07.2008 at 09:30 #202654
AnonymousNú eru Kári skálanefnd og Alli Spotti búnir að klára að mæla Hrunamannahrepp og Skeiða og Gnúpverjahrepp. Eða einsog við segjum 98% því vafalaust má alltaf finna eitthvað til viðbótar. Axel og Samúel eru nánast búnir með Grafningshrepp og Bláskógarbyggð og er einungis eftir einn dagur það í mælingum. Þannig að 4 sveitarfélög eru að klárast. Meira seinna. Kv Ofsi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.07.2008 at 10:02 #625738
Sælir
Gaman að sjá að þú sért aftur komin í tölvusamband. Það er að sjá að Ferlamálin ganga vel og allt á góðum tíma.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður 4×4
19.08.2008 at 19:06 #625740Nú eru búið að mæla með Landmælingum rúmlega 30 mælingadaga. Og hafa verið mældar hundriðir leiða, og flestar ofan við hálendislínuna eða við jaðar hennar.
Byrjað var að mæla Bláskógarbyggð og Grafningshrepp og fóru þeir Axel og Samúel í þær mælingar og Óskar Erlings fór og holufyllti þær aðeins. Okkur vitanlega eru einungis 2-3 leiðir eftir í þessum sveitarfélögum. Síðan fóru þeir Alli og Kári í Hrunamannahrepp og Gnúpverjahrepp og kláruðu þeir sveitarfélöginn að mestu leiti og eru einungis örfár leiðir eftir í hvoru sveitarfélagi. Síðan lögðum við mikla áherslu á Rangárþing ytra. En þar voru vel á annað hundrað leiðir ómældar og eru þær flestar klára núna en þeir Hjörtur og Sverrir Kr hafa séð um þær mælingar, þær hafa einnig teygt sig yfir í Rangárþing eystra og Skaftárhrepp. Skúli H og Hjörtur mældu norður Sprengisand og kláruðu bæði Eyjafjarðarsveit og Akrahrepp og fór Hjörtur síðan austur í Þingeyjarsveit og mældi leiðir austan Skjálfandafljóts og í kringum Gæsavatnsskála og Réttartorfu. Á morgun fara svo þeir Dagur og Gísli Ólafur og hefja mælingar í kringum Jökulheima, en Jökulheimasvæðið tilheyrir Ásahrepp og var mælt töluvert í Ásahrepp vestan Köldukvíslar í fyrra. Hér að neðan er staðan við mælingar í nokkrum sveitarfélögum sem eiga land ofan hálendislínu
.
.
Grafningshreppur 99% klár
Bláskógarbyggð 95% klár
Eyjafjarðarsveit 99% klár
Rángárþing ytra 95% klárt
Akrahreppur 99% klár
Hrunamannahreppur 95% klár
Skeiða og Gnúpverjahreppur 95% klár
Borgarbyggð í vinnslu
Rangárþing eystra í vinnslu
Ásahreppur í vinnslu
Þingeyjasveit í vinnslu
19.08.2008 at 20:59 #625742Hvernig er það getið þið ekki gert neitt 100%, af hverju að skilja alltaf eftir þetta 1%?
Það er nú samt gaman að sjá að það sé verið að drattast við að vinna í þessu. Hvað er annars áætlað að það taki langan tíma að klára þetta. Verður þá búið að ferla allt litla Ísland frá fjalls til fjöru eða hvað.
kv. stebba 100%
19.08.2008 at 21:53 #625744Það var auðvita að þú þefaðir upp þennan fréttaþráð. Einsog þú segir erum óttalegir sleðar og langt í frá 100 % fólk. En líklega er best að fullyrða aldrei að eitthvað landsvæði sé 100% klárt, það væri óráðsía hin mesta. Að klára landið ofan hálendislínu tekur 2-3 sumur. Miðað við svipaðan akstur og við leggjum fram í sumar. Eða um 600-700 klukkustunda akstur. En 24-25 sveitarfélög eiga land innan hálendislínunnar. Að klára landið allt milli fjalls og fjöru, jamm sveitarfélöginn eru 75 samtals og þar af 50 utan þessara hálendislínu og sum af þeim eru lítið mæld samanber sveitarfélög á norðausturlandi sem ekki eru innan hálendislínunnar. En þó er hægt að áætla þetta nokkuð miðað við núverandi vitneskju. Ég myndi segja 7.5 ár á núverandi mælingarkrafti.
Þar að segja árið 2016 gæti landið verið mælt að fullu. En þetta er nú sagt án þess að mikið hafi verið lagst yfir tölur og vegalengdir.
Kv Ofsi
19.08.2008 at 22:24 #625746Ég ætla ekki að skrifa upp á að búið sé að ferla 95% allra slóða þessum stöðum og hvað þá 99%. Þessi vinna sem þið eruð að vinn gæti hinsvegar orðið til þess að allar þær slóðir sem þið vitið ekki að eru þarna verði erfitt að nota fyrir þá sem vita að þær eru þarna og eru jafnvel að nota þær. Er ekki nær að telja bara þá kílómetra sem búð er að ferla og þegja um hvað þið haldið að mikið sé eftir sérstaklega með tilliti til þess að þið hafið ekki hugmynd um það.
19.08.2008 at 22:41 #625748Þar sem þú er með þetta svona á hreinu og gangnamaður, einsog sést á vefsíðu þinni. Ætti þér að vera ljóst að mælingar á Landmannaafrétt voru unnar með hemamönnum þ.a.s með félögum þínum. Þér ætti þá líka að vera ljóst hversu margar leiðir þeir vilja að verði lokaðar til framtíðar.
Kv Ofsi
19.08.2008 at 23:56 #625750Þegar þú talar um hve miklu sé lokið í % ertu um leið að þykjast vita hvað mikið er eftir. en eins og þú segir sjálfur hér ofar er eigin leið að vera viss um það Því er örugglega betra að tala um þá kílómetra sem lokið er og segja sem minnst um hvað mikið er eftir til að mála sig ekki út í horn með viðbætur seinna.
20.08.2008 at 00:26 #625752Það er alveg ljóst að við getum aldrei sagt að eitthvað sé 100% búið. Enda alltaf vafaatriði hvað sé slóð og hvað ekki. Í tilfelli Rangárþings eru eknar allar þær leiðir sem gangnamenn telja að eigi að vera gangnamannaleiðir til frambúðar auk alls annars sem vitneskja er um. Því verðum við alltaf að halda þeim möguleika opnum að eitthvað hafi gleymst eða ekki verið vitneskja um þegar mæling fer fram. Í tilfelli Rangárþings fáum við upplýsingar í gegnum gangamenn, fjallkóngar, bændur, landeigendur, ferðaþjónustuaðilar, Ferðaklúbbinn 4×4, Útivist, Landmælingar íslands, Slóðavinir ( vélhjólamenn ) og aðrir heimamenn sem taldir eru þekkja svæðið af sveitarstjórnarmönnum viðkomandi sveitarfélags.
Að gefa upp kílómetra segir félagsmönnum ekki mikið, hugsanlegt væri hægt að tala um fjölda leiða, nú eru í gagnagrunni 4×4 tæplega 300 ferlar í Rangárþingi ytra. En til þess að draga sem mest úr þessum fáeinu prósentum sem útaf standa væri auðvita gott á fá til liðs við okkur menn einsog þig sem þekki svæðið. En okkur er að finna undir ferlaráð.
Kv Ofsi
20.08.2008 at 12:36 #625754Kannski væri réttara hjá Jóni að tala um að þessi sveitarfélög væru 100% búin en þá er það bara spurning um 100% af hverju. Svarið er þá 100% af þeim leiðum sem í dag liggur fyrir að þurfi að mæla og það er byggt á bestu upplýsingum sem Ferlaráð og Jón hefur aðgang að. Það þýðir semsagt ekki 100% af öllum leiðum sem hafa verið eknar í gegnum áratugina. Meðal annars þar sem einhverjar kunna að vera gleymdar með öllu (ekki ólíklegt að slíkt sé til) eða eru á fárra vitorði og þessir fáu hafa ekki komið vitneskju sinni um þær á framfæri. Fyrir flesta breytir það litlu því menn fara hvort eð er ekki leynileiðir sem þeir vita ekki um, en í því tilfelli þar sem menn hafa ekki viljað koma vitneskjunni um leiðirnar á framfæri gætu þeir lent í því í framtíðinni að vera teknir fyrir utanvegaakstur á slóða sem þeir hafa ekið í fjölda ára. Útkoman úr þessu verður samt enginn endanlegur og óumbreytanlegur sannleikur því þó það sé komið í gildi eitthvað skipulag á hálendissvæðum þessara sveitarfélaga er alltaf hægt að gera breytingar á skipulagi. Slíkar breytingar geta hvort heldur verið vegna leiða sem gleymast eða vegna nýrra slóða. Þetta væri þó alltaf einhver prósess sem þarf að fara fyrir skipulagnefndir sveitarfélaga eða hugsanlega umhverfisráðherra ef breytingar verða gerðar á skiplagslögum þar að lútandi.
Þessar mælingar okkar á slóðum á hálendinu eru ekki einu mælingarnar sem eru í gangi því það þarf að mæla alla vegi sem ekki eru til mældir. Þannig hefur t.d. LMI verið að mæla allar heimreiðar heim að sveitabæjum og tók t.d. 8 daga að mæla allar heimreiðar og vegi í kringum bæi í Eyjafirði, enda þéttbýlt þar. Þetta er því hluti af enn stærra verkefni. Svo eru slóðar utan hálendislínu flestir ómældir. Það er hins vegar enginn vafi í mínum huga að þessar mælingar á slóðum á hálendinu hefðu orðið í algjöru skötulíki ef 4×4 hefði ekki komið að verkefninu, útkoman hefði orðið verið aðeins brot af því sem nú liggur fyrir. Auðvitað hafa upplýsingar frá heimamönnum einnig verið algjörlega nauðsynlegar í þessu.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.