This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörleifur Helgi Stefánss 20 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Smá ábending!!
Á ferðalagi núna um helgina rákumst við félagar á tvær kindur inni á Hrunamannaafrétti. Þær voru c.a 5 km frá Árbúðum, en reyndar hinu megin við Jökulkvíslina, og því ekki inni á Kili, og ekki beint í alfaraleið. Ég hafði samband við bændur í Hrunamannahreppi og sagði þeim af fénu og munu þeir gera leiðangur strax í fyrramálið til að sækja gripina. Þeir voru afar ánægðir með að ég skyldi leggja það á mig að segja þeim frá rollunum og kváðu slíkt sjaldgæft.Fyrir þá sem ekki vita er allur afrétturinn milli Hvítár og Þjórsár nýttur fyrir fé á sumrin, á haustin er afrétturinn smalaður eins og kostur er. Vitaskuld er ógerningur að kemba þetta stóra svæði svo vel að ekki verði eitthvað eftir af fé, og því má búast við því að ferðalangar rekist á einhverjar kindur sem orðið hafa eftir á ferðum sínum fram eftir vetri. Margar kindur sem verða eftir í smalamennskum skila sér til byggða þegar fer að hausta, en það er þó fjarri því að vera algilt. Sumar þeirra hreyfa sig hvergi, og eru því háðar duttlungum íslenskrar veðráttu þegar líður á og hagar fara undir frost og snjó. Þess dæmi að kindur hafi verið yfir vetur inni á hálendi og lifað af, en algengara er að þær fenni í kaf, drepist úr hor, eða heyji á einhvern hátt sitt hinsta stríð.
Það er sjálfsagt og eðlilegt að láta vita um kindur ef menn rekast á þær á afréttum landsins að vetri til. Það er einfalt að hafa bara uppá sveitarstjóra, oddvita eða einhverjum þeim sem kann að geta leitt málið í farveg, það kostar ekki nema eitt símtal, og endilega muna eftir að negla GPS punkt á staðinn. Þakklætið og áhuginn sem maður fær til baka er sannarlega þess virði.
PS (lang flottast er náttúrulega að taka þær bara í framsætið og skila á næsta bóndabæ)
Kv
Óli – smali
You must be logged in to reply to this topic.