FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

ferðir til fjár!

by Ólafur Eiríksson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › ferðir til fjár!

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss Hjörleifur Helgi Stefánss 21 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 01.02.2004 at 22:13 #193631
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant

    Smá ábending!!
    Á ferðalagi núna um helgina rákumst við félagar á tvær kindur inni á Hrunamannaafrétti. Þær voru c.a 5 km frá Árbúðum, en reyndar hinu megin við Jökulkvíslina, og því ekki inni á Kili, og ekki beint í alfaraleið. Ég hafði samband við bændur í Hrunamannahreppi og sagði þeim af fénu og munu þeir gera leiðangur strax í fyrramálið til að sækja gripina. Þeir voru afar ánægðir með að ég skyldi leggja það á mig að segja þeim frá rollunum og kváðu slíkt sjaldgæft.

    Fyrir þá sem ekki vita er allur afrétturinn milli Hvítár og Þjórsár nýttur fyrir fé á sumrin, á haustin er afrétturinn smalaður eins og kostur er. Vitaskuld er ógerningur að kemba þetta stóra svæði svo vel að ekki verði eitthvað eftir af fé, og því má búast við því að ferðalangar rekist á einhverjar kindur sem orðið hafa eftir á ferðum sínum fram eftir vetri. Margar kindur sem verða eftir í smalamennskum skila sér til byggða þegar fer að hausta, en það er þó fjarri því að vera algilt. Sumar þeirra hreyfa sig hvergi, og eru því háðar duttlungum íslenskrar veðráttu þegar líður á og hagar fara undir frost og snjó. Þess dæmi að kindur hafi verið yfir vetur inni á hálendi og lifað af, en algengara er að þær fenni í kaf, drepist úr hor, eða heyji á einhvern hátt sitt hinsta stríð.

    Það er sjálfsagt og eðlilegt að láta vita um kindur ef menn rekast á þær á afréttum landsins að vetri til. Það er einfalt að hafa bara uppá sveitarstjóra, oddvita eða einhverjum þeim sem kann að geta leitt málið í farveg, það kostar ekki nema eitt símtal, og endilega muna eftir að negla GPS punkt á staðinn. Þakklætið og áhuginn sem maður fær til baka er sannarlega þess virði.

    PS (lang flottast er náttúrulega að taka þær bara í framsætið og skila á næsta bóndabæ)

    Kv
    Óli – smali

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 02.02.2004 at 01:14 #487206
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Já, þetta er alveg sjálfsagt mál, að láta vita af eftirlegukindum, finnst mér að minnsta kosti. Ég er nú reyndar alger sveitavargur og hef farið nokkra leiðangra að ná í kindur. (Reyndar voru mín fyrstu kynni af jeppamennsku á 36"+ svona leiðangur í Þjófadali)

    Allavega, ef kindur finnast nálægt Kjalvegi, þá er oftast að finna auglýsingar í skálum með símanúmeri til að hringja í og láta vita (486-8921 / 486-8987).

    Ég fagna því að félagsmenn finni til þessarar samfélagslegu skyldu og geri ráð fyrir að það styrki starfsemi klúbbsins í heild þegar félagsmenn láta gott af sér leiða á ferðalögum sem annars staðar.

    kveðja
    Grímur, R-3167





    02.02.2004 at 11:04 #487208
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 705

    einnig er hægt að hringja í 112, lögreglan og neyðarlínan hjálpa til við að koma upplýsingum um verðandi læri á vergangi áleiðis.

    kv.
    Sigurður M.





    02.02.2004 at 12:14 #487210
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hef nú haft það fyrir sið að éta allt það fé sem ég hef fundið á fjalli um vetur. Þessi ágæti siður gefur bændum líka svolítið aðhald, þeir nenna þá frekar í göngur að leita að rollum sínum á haustin og svona er ég líka laus við milliliðina.

    Namm namm íslenzkt lambakjöt á diskinn minn. Játakk!





    02.02.2004 at 12:32 #487212
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    það hefði líklega orðið ansi þröngt á ykkur félagana með kindurnar í framsætinu á luxanum, en assgoti hefði nú verið gaman að sjá það!





    02.02.2004 at 19:08 #487214
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 665

    Heill sé þér Óli smali og öðrum sem hugsa á líkan hátt, sem bóndi fram í fingurgóma er gaman að heyra af svona framgöngu og gott að vita að menn hugsi enn á þennan hátt…

    Kveðja, Hjölli.





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.