This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 18 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Ég Les flest allan póst hér á 4×4 og hef séð mikinn fróðleik hér oft á tíðum og skemmtilegar umræður um ýmiss málefni. Hér hafa menn verið að tala um hvernig ætti að víkka félagsskapinn. Ég hef talað við fullt af fólki sem er á minni jeppum og lítið breyttum sem hefur lesið þennan vef og finnst fara heldur mikið fyrir vetrarferðum og þá sérstaklega jöklaferðir. það hefur minna farið fyrir sumarferðum hvort sem þð eru dagsferðir eða helgarferðir og tel að þar mætti bæta stórum. Man þá tíð þegar Toyotan var með dagsferðir fyrir jeppamenn sem er víst liðið undir lok. Flestir sem kaupa sér jeppa í dag sem ég hef talað við eru annað hvort með NMT eða annarskonar talstöð sem einhverskonar undirstöðu. Sjálfur hef ég verið að fara einbíla ýmsar slóðir og hef haft bækurnar hans Ofsa til hliðsjónar og hef lent í því að snúa við, það er engin minnkun í því að láta skynsemina ráða. Hvað varðar ferðaáætlun, tel ég það skyldu að gefa hana upp og ekki breyta út af henni nema láta vita.
Ég hef verið að fara með litludeildinni og það aðallega vetrarferðir, bæði hef ég þurft að skilja bílinn eftir og sjálfur stoppað og ákveðið að fara ekki lengra og hef verið hæstánægður með minn árangur. Ég hef tekið eftir að alltaf er að bætast nýliðar í hópinn á lítt breyttum bílum sem hafa verið mjög ánægðir með þær ferðir sem þeir hafa verið að fara. Til þess að auka aðsóknina í ferðir þurfa þær að vera þeiri og er það mín skoðun að við ættum að taka sumarið með trompi og vera með ferðir vikulega eða hálfsmánaðarlega hvort sem það er litladeildin eða aðrar deildir og stíla þá á almennar ferðir, ekki jöklaferðir sem undirstöðu. það er svo margt sem hægt er að sjá á þessu landi, ekki þarf alltaf klöngur eða brotnir öxlar. Menn þurfa að kynnast jeppanum sínum og þá er sumarið besti tíminn til þess. (vonum að við fáum gott sumar í jeppaferum)
kv. MHN
You must be logged in to reply to this topic.