This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 22 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Mig langar til að vekja upp umræðu um akstur innanbæjar í tilefni af því að 28 maí kl. 14.19 varð ég vitni að því að bílstjóri á RV-407 gerði sér lítið fyrir og braut nánast allar umferðarreglur og stimplaði jeppamenn sem óprúttna dóna.
Maðurinn kom akandi Sóleyjargötina og tók hægri beygju við Njarðargötu og svo vinstribeygju austur Hringbraut. Hann hafði ekki tíma til að bíða í röðinni heldur skellti sér upp á gangstétt í fyrstu beygjunni og tók síðan vinstri beygjuna á hægri akrein sem er náttúrulega algjörlega bannað, fyrir nú utan það að vera stórhættulegt.
Þessi gatnamót eru lífshættuleg, ítrekuð slys hafa orðið þar og engin þörf að sýna slíkan glannaakstur.
Svona framkoma stimplar alla jeppamenn í huga þeirra sem á horfa sem umferðarsóða.
You must be logged in to reply to this topic.