This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Steinþórsson 12 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.02.2012 at 23:17 #222743
Ég er að afla upplýsinga um jeppaferðir í Esjufjöll.
Senda má upplýsingar á snorri@tstod.is eða birta hér á síðunni.
Myndir væru vel þegnar.
Ég hef einu sinni farið á jeppa í Esjufjöll, það var í apríl 2003.
Við komum af Öræfajökli og fórum niður Hermannaskarð og svo áfram undir Mávabyggðum.
Gistum í Esjufjöllum (ef ég man rétt) og fórum svo niður Breiðamerkurjökul.Mér var ekki kunnugt um það þá að takmarkanir væru á umferð þarna.
Við vorum á nokkrum bílum vel útbúnum.
Snorri
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.02.2012 at 23:25 #750999
Þetta er töluvert farið. Svo er þetta helsta leiðin fyrir tæki björgunarsveita þegar þeir sækja slasaða eða aðra nauðstadda á Öræfajökul, sem gerist nokkuð reglulega.
27.02.2012 at 23:47 #751001Hér er bútur úr tölvupósti sem mér barst og er keikjan að þessari spurningu:
Örlítið meira. Ég heyrði í Kristbirni Egilssyni, líffræðingi, sem hefur unnið hjá Náttúrufræðistofnun alla sína starfsævi en er nýhættur. Hann var lengst af samstarfsmaður Eyþórs og hefur oft farið í Esjufjöll. Hann segist aldrei vita til þess að bíll hafi farið í Esjufjöll. Í eina skiptið sem hann vissi til að væri farið með vélknúið farartæki þangað, á öllum hans ferli, var 1978. Þá fór hann sjálfur með þegar Jöklarannsóknarfélagið fór með seinni skálann inn í fjöllinn. Þá var húsið byggt í Reykjavík, flutt austur á bíl og hengt á sleða aftan í snjóbíl og farið þannig með það á grunn sem búið var að gera, allt á snjó.
Leiðangursmenn frá Náttúrufræðistofnun fari alltaf gangandi með allan sinn búnað í Esjufjöll venjulega undir leiðsögn Hálfdánar á Kvískerjum.Aðeins innlegg í Esjufjöll.
Esjufjöll hafa verið friðlýst sem friðland síðan 1978. Ég man vel eftir umræðu um Esjufjöll hjá Náttúruverndarráði á sínum tíma. Eyþór Einarsson, grasafræðingur, var þá formaður ráðsins og hafði rannsakað gróðurfar í Esjufjöllum og var áhugasamur um verndun þeirra. Margir vildu setja mjög strangar skorður við umferð um Esjufjöll vegna þess hve merkileg þau eru, aðrir töldu þess ekki þurfa, fjöllin verðu sig sjálf vegna þess hve óaðgengileg þau eru. <strong>En nú er öldin greinilega önnur, menn þurfa að böðlast hvert á land sem er og pissa utan í hverja þúfu sem þeir sjá</strong>, svo að þá þarf að fara að setja formlegar reglur um alla skapaða og sjálfsagða hluti. !!!!Esjufjöll eru jökulsker og sýna og gefa vísbendingu um gróður sem getur þrifist við aðstæður sem þessar. Þau eru líka merkileg hvað það varðar að þau hafa aldrei verið beitt eða nytjuð á annað hátt af mönnum. Vistfræðingar hafa svo lengi sem ég man fjallað um tvær meginkenningar um uppruna íslenska lífríkisins. Annars vegar að allt líf hafi þurrkast út við ísöld og hafi því allt borist hingað eftir að henni lauk og hins vegar að alltaf, eða alla vega oftast, hafi verið einhver jökulsker, núnatakkar, upp úr ísnum og þar hafi einhverjar plöntur og jafnvel dýr hjarað og svo dreift sér þaðan þegar ísar hjöðnuðu. Esjufjöll eru mikilvægt rannsóknarsvæði hvað þessar kenningar varðar. Þar lifa, að margir telja, ótrúlegustu tegundir. Náttúrufræðistofnun hefur vaktað svæðið í samstarfi við Kvískerjabræður og ég geri ráð fyrir að svo sé enn. Sú vöktun á svæðinu er gerð vegna þess að þar eru einstakar aðstæður til að meta áhrif loftslagsbreytinga á lífríki.
Það er því mikilvægt að lífríkið í Esjufjöllum fái að þróast „samkvæmt eigin lögmálum“, rétt eins og í Surtsey. Að þangað séu t.d. ekki borin fræ annars staðar frá eða einhver kvikindi og landi ekki raskað eða það mengað. Ég veit ekki betur en að María Ingimarsdóttir, líffræðingur sem var lengi í sveit á Kvískerjum, sé nú að vinna að doktorsverkefni um landnám og framvindu smádýrasamfélagsins þarna. Nánari upplýsingar um Esjufjöll má örugglega fá á Náttúrufræðistofnun.
28.02.2012 at 00:34 #751003Fór þarna 2005 eða 6 og fór þá upp á milli mávabyggða og esjufjalla.
Man líka eftir einni ferð niður Hermannaskarð í átt að Esjufjöllum, ætluðum í skálann en komumst ekki vegna krapa.
Fór aftur niður Hermannaskarð, að esjufjöllum og svo niður Breiðamerkurjökul árið 2008 eða 9.
Á hugsanlega einhverjar myndir
Benni
P.s. Valur fór í skálann 2004 eða 5 með hópi jeppa.
28.02.2012 at 09:00 #751005Ég hef einu sinni farið á jeppa inn í Esjufjöll og það var Sumardaginn fyrsta ´97.
Við vorum þarna á ferð við pabbi, Valli Bakari og Smári félagi okkar allir á AMC fjallatrukkum , við komum þarna við í Esjufjöllum á leið okkar á Brúarjökul í hellaskoðun og Snæfell, við komum upp Breiðamerkurjökul og ég man að brekkan upp að skálanum var helvíti brött og ekkert vit í að vera þarna nema í góðu skyggni. Það vill svo skemmtilega til að við gistum svo í skálanum á Goðahjúkum um nóttina sem er líka í eigu Jöklarannsóknafélagsins og þar er heldur ekkert grína að keyra í skyggnisleysi en það er önnur saga.
Ég man ekki hvort það var sama ár og við vorum þarna eða ári seinna sem skálinn splúndraðist í veðurofsa, en ég vissum það ekki þá að það væri ekki mikið verið að fara í þennan skála og enn síður að það væri illa séð að vera þarna á ökutækjum.Hérna eru svo tvær myndir teknar fyrir utan skálann, þú getur fengið þessar myndir á öðru formi ef þú vilt Snorri bara hafðu samband skuri@simnet.is eða hérna á netinu
[img:1te6fdfi]http://www.icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Skuri_nytt/normal_Scan10043.JPG[/img:1te6fdfi]
[img:1te6fdfi]http://www.icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Skuri_nytt/normal_Scan10040.JPG[/img:1te6fdfi]
28.02.2012 at 09:17 #751007Fyrstu heimildir mínar um jeppa í Esjufjöllum eru frá Páskatúrnum ´84 þegar Dóri Tuddi, Bjarmi, Óli Gröndal, Bjössi á Álftanesinu, Biggi Brynjólfs og fleiri snillingar reyndu við Hvannadalshnjúk, eftir að hafa reynt við Hnjúkinn þá gistu þeir held ég í Esjufjalla skálanum alla vega er til myndir af þeim hjá skálanum.
Hérna eru nokkrar myndir þegar þeir voru þarna á ferð ´84, þú getur líka fengið þessar myndir hjá mér Snorri.
[img:3mblxit8]http://www.icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Tryggvi_Gunnarsson/normal_ja30-017.jpg[/img:3mblxit8]
[img:3mblxit8]http://www.icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Tryggvi_Gunnarsson/normal_ja30-018.jpg[/img:3mblxit8]
[img:3mblxit8]http://www.icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Tryggvi_Gunnarsson/normal_ja30-019.jpg[/img:3mblxit8]
[img:3mblxit8]http://www.icejeep.com/album/albums/ymsar_myndir/Tryggvi_Gunnarsson/normal_ja30-020.jpg[/img:3mblxit8]
28.02.2012 at 13:20 #751009Einhverja hugmynd hef ég haft um að Esjufjöll njóti sérstakrar friðunar en jafnframt lengi vitað að menn hafi ekið þarna upp að skálanum í góðri trú. Líklega er rétt sem sagt er þarna að á sínum tíma hafi menn talið að það þyrfti ekki að setja sérstakar reglur þar sem ferðir þarna voru á þeim tíma mjög sjaldgæfar, en það hefur náttúrulega breyst með auknum möguleikum í ferðamennsku á sérútbúnum jeppum. Ég hef nokkrum sinnum komið þarna að en samt aldrei ekið upp að skálanum, enda brekkan upp þannig að í mörgum tilfellum sjálfsagt fljótlegra að skrúfa bílinn í sundur og bera upp í pörtum. Hef því látið mér nægja að rölta þarna upp að skálanum.
Þetta eru í sjálfu sér athyglisverðar pælingar varðandi rannsóknagildi fjallsins og lífríki þar, en reglur um þetta hafa ekki verið mikið kynntar. Það þarf sjálfsagt að skýra þær betur og hefði þurft fyrir löngu.
Kv – Skúli
28.02.2012 at 13:43 #751011Það er hálf barnalegt að halda því fram að aðeins einu sinni hafi komið faratæki í Esjufjöll. Fyrsta húsið var byggt 1951 og fauk 1966. Annað hús var flutt þangað 1977 af snjóbílum og fauk það 1999. Húsið sem stendur þar núna var flutt þangað 2002 og þá var það dregið þangað af snjóbíl HSSR og töluverðum fjölda jeppa. Það segir sig auðvitað sjálft að hús ganga ekki sjálf í Esjufjöll.
Svo má auðvitað segja að Esjufjöll verndi sig sjálf, því brekkan verður brattari eða lengri með jökullinn þynnist, rétt eins og brekkurnar við Grímsfjall og Fjallkirkju.
Góðar stundir
28.02.2012 at 19:35 #751013Ég hef komið þarna tvisar sinnum,í bæði skiptin kom ég af Öræfajökli og niður Hermannaskarð,skálin er frábær enda ekki mikið notaður og dýnur og tilheyrandi í topp standi,eitt mest sjarmarandi við þennan skála er brekkan góða,hún skilur að stráka og karlmenn,man að annað skiptið var mikið mál að fara upp þessa brekku,það er bara stórkostlegt að vera þarna náttúran æðisleg og annað eftir því.
28.02.2012 at 19:50 #751015Takk fyrir góð svör.
Líklegt er að mun fleiri hafi ekið í Esjufjöll og vonandi gefa sig fleiri fram hér.
Kveikjan að þessu öllu eru margar spurningar sem ég hef fengið um það hvort VJÞ sé að loka fyrir umferð í Esjufjöll. Ég kannaði málið og niðurstaðan er sú að einhverjar eldri friðlýsingar eru til, veit ekki alveg hvernig þær eru tilkomnar. Eftir að Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður hefur ekki verið bætt við lokunum þarna eða þeim breytt, VJÞ er því saklaus af þessari lokun.
Á morgun verður stjórnarfundur í VJÞ þar sem ræða á aðrar lokanir sem VJÞ hefur gert og jafnvel taka ákvörðun um hvort þeim verði aflétt í framhaldi af vinnu Samráðsnefndar sem sett var á laggirnar í framhaldi af áköfum mótmælum. Þar ber hæst Vonarskarð og Vikrafellsleið.
Ég mun afla nánari upplýsinga um friðlýsingar í Esjufjöllum á morgun og birta hér.
Mér finnst sjálfsagt að virða starf vísindamanna og gæta þess að trufla ekki rannsóknir þeirra í þeim tilvikum sem um einstök tækifæri eru til að auka þekkingu okkar. Við þurfum að þekkja þessi tilvik og kynna meðal okkar félaga.
Á sama hátt er rétt að athuga vel sinn gang varðandi lokanir þeim tilvikum sem sambærileg efnisleg rök vantar.
Lokanir og bönn sem stríða gegn velsæmisvitund ferðafólks vinna gegn góðum markmiðum um vernd náttúrunnar fyrir óþarfa tjóni af völdum umferðar.Snorri Ingimarsson
áheyrnarfulltrúi SAMÚT í stjórn VJÞ
28.02.2012 at 20:23 #751017Held að ég hafi komið þarna 5 sinnum. Tvisvar sinnum labbandi og þrisvar keyrandi. Aldrei spáð í það að svæðið þyrfti vernd út frá einangrun, en það er samt eiginlega alveg sjálfgefið. Örugglega migið og skitið þarna út um allt þessi skipti sem ég kom þarna labbandi. Ætti að setja upp stórt skilti við skálann sem bendir ferðafólk á hvað þetta er sérstakt svæði, og tryggja að salernisaðstaða sé í lagi, þannig að hún rugli ekki rannsóknir þarna.
Brekkan góða verður alltaf verri og verri eftir því sem jökullinn þiðnar. Held að fyrsti skálinn sem þarna var reystur hafi verið fluttur uppeftir á hestum. Sá var staðsettur neðar á hryggnum og fauk út í buskan eitt árið (sá skáli og vinur hans á Breiðá voru fyrstu skálar Jöklarannskóknarfélagsins). Hefur verið mikið mál að reysa þá, þar sem enginn vegur var yfir Breiðarmerkursandinn á þeim tíma, og nóg af stórfljótum til að fara yfir.
Skáli númer tvö var dregin uppeftir á Vísli frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Heyrði að akkeri mikið hefði verið rekið niður ofarlega í brekkunni og blökk í sett í það, Vísillinn dró svo skálann upp brekkuna með því að aka sjálfur niður brekkuna. Þessi skáli fauk svo út í buskann líka.
Núverandi skáli var dreginn uppeftir af snjótroðara Hjálparsveitar skáta í Reykjavík (Hákarlinum) og átti hann ekki séns í að koma skálanum upp brekkuna án hjálpar. Allir öflugustu bílarnir í hópnum var þá dröslað upp á sléttuna fyrir ofan brekkuna (komust sumir upp af sjálfsdáðum, með mikilli þollinmæði , en torðarinn dró hina upp) og svo látnir draga troðarann og skálann upp. Það dugði, en stálvírinn sem notaður var milli jeppanna og troðarans slitnaði tvisvar á leiðinni upp (ef ég man þetta rétt).
Vídeomynd var gerð af þessum síðasta leiðangri.Einhverntímann þegar ég kom þarna að, höfðu Breskir eða Hollenskir vísindamenn haft þarna sumardvöl. Settu upp búðir á Breiðá og einnig einhverja aðstöðu á jöklinum neðan við fjöllin. Voru meðal annars með 35" breittan VW Taro
kv
Rúnar.
28.02.2012 at 23:19 #751019Sæll Snorri
Ég hef farið tvisvar í Esjufjöll. Fyrra skiptið var í kring um 17. júní 1993. Þá fórum við í Grímsvötn, Hvannadalshnjúk og Esjufjöll. Í þessari ferð voru nokkrir jeppar, Guðni og Atli Bræður þínur, Freysi og einhverjir fleiri. Einhverjar myndir eru til og smá vídeó úr þessari ferð. Hin ferðin var sú sama og þú fórst í . Það er til slatti af myndum úr þeirri ferð.
Kv. Hjalti
29.02.2012 at 10:09 #751021Við vorum þarna 1-4 maí 2003 og gistum í þrjár nætur í skálanum í Esjufjöllum. Fórum víða um svæðið þarna, ég setti inn nokkuð mikið myndasafn og lýsingar á þeirri ferð en finn það ekki í myndaalbúminu. Veit ekki hvort búið er að eyða því eða eins og lengi hefur verið talað um þetta frá bæra albúm þá skil ég allavega ekki hvernig það virkar.
Brekkan var faratálmi en eftir nokkuð margar tilraunir tóks að komast upp. það voru engin spil í þeirri ferð en nú eru flestir komnir með spil þannig að það ætti ekki að vera mikið mál að komast upp.
Ef einhver getur grafið upp mynda og ferðasöguna frá þessari þá væri það gamann.
kv. vals.
Es. svona er þetta, búinn að finna myndaalbúmið, hér er slóðinn.
https://old.f4x4.is/index.php?option=com_jfu … emId=75599
29.02.2012 at 11:00 #751023Sæll Snorri
Ekki hef ég nú tölu á hversu oft ég hef farið í og um Esjufjöll, ég veit ég fór bara einu sinni gangandi, en sjálfsagt ein 10 skipti á bíl og annað eins á vélsleðum. Að megninu til var þetta á síðasta áratug síðustu aldar. Flestar ferðirnar voru í tenglsum við lengri ferðir inná jökul, Öræfajökul, Grímsvötn, Kverkfjöll, Goðahnjúka eða þetta allt og annað líka. Nokkrum sinnum var gist í skálanum og hann notaður sem bækistöð þegar verið var að klífa tinda á svæðinu, Fingurbjörg, Snók, Þverártindsegg, Karl og Kerlingu o.fl. Að og frákomuleiðir voru uppí Hermannaskarð, milli Mávabyggða og Esjufjalla, stóra skriðjökulinn austan við Esjuna og eins beint upp frá Karli og Kerlingu rétt vestan við Brókarjökul. Eins hef ég farið um nánast allar brekkur og skriðjökla á svæðinu á vélsleða.
Þannig að einhver spor á maður á svæðinu!
kkv,
Björgvin
29.02.2012 at 21:12 #751025Ég hef komið þarna 3 sinnum að mig minnir og einu sinni keyrt upp og gist, Minnir að það hafi verið fyrir um 8 árum síðan. Þá var snjór þarna alveg upp. Skálinn var þá nýlegur og eftirminnilegt hvað skálinn var í einu orði sagt frábær.
mbk, Atli
29.02.2012 at 22:10 #751027Sæll Snorri
Hef farið nokkrar ferðir í Esjufjöll síðla vetrar, bæði á jeppa og sleða.
02.03.2012 at 00:08 #751029Ég fékk ekki nánari skýringar á því á fundi stjórnar VJÞ um hvers konar friðun er í gangi þarna.
Fólkið sem fer með stjórn garðsins vissi það ekki sjálft og þarf að afla sér frekari gagna!
Verð því að afla gagna hjá fróðara fólki og upplýsa ykkur síðar.
Reyndar verður að koma fram að Hjalti, sveitarstjórnamaður á Suðursvæði sem fer með málefni Esjufjalla var ekki á fundinum en hefur vafalítið vitað meira ef ég þekki hann rétt. Varamaður hans hafði sig lítið í frammi nema þegar hann, mér til sárra vonbrigða, studdi hvorki tafarlausa opnun Vikrafellsleiðar né opnun Vonarskarðs eftir 1. september á meðan rannsókn á þolmörkum stendur yfir.
Það sem kemur mér hins vegar mikið á óvart eftir þessa Esjufjallaumræðu er að atkvæðabær fulltrúi í stjórn VJÞ, sú sem skrifaði klausuna í tölvupóstinum þar sem fram kemur að bara einn bíll hafi farið í Esjufjöll, og allt það bakland sem hún vísar til veit bara hreint ekkert um mikla umferð útivistarfólks þarna undanfarna áratugi.
Það er varla boðlegt en skýrir kannski hvaða fáfræði við erum að mæta þegar þau fjalla um okkar mál.
02.03.2012 at 09:21 #751031Mig langar að bæta því við að flest þau skipti sem ég hef komið í Esjuföllinn voru einnig þar á ferð aðrir hópar.
kv
Rúnar.
03.03.2012 at 17:55 #751033Sæll
Ég hef farið um Esjufjöll annsi oft á síðustu árum (1980 til 2011) bæði á vélknúnum ökutækjum og gangandi. þetta er mjög fallegt svæði og ber að fara vel með það en ekki banna neitt, það ver sig að stórum hluta sjálft eftir ákveðinn tíma á árinu. Glæsilegur skáli sem Jörfi á og er alltof lítið notaður .
Sveinbjörn Steinþórsson .
gett ekki fengið myndina til að byrtast
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.