This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Ingi Óskarsson 16 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.01.2009 at 17:10 #203534
Jæja. Skelltu menn ser ekki a fjöll um helgina??
Einhverjar ferðasögur og frettir af snjoalögum?? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.01.2009 at 19:19 #637114
farið var á langjökul á laugardaginn á 5 jeppum
það var alveg mjög þungt færi, allavega fyrir dekkjastærðina sem var frá 35" uppi 38", það var svakalega laus snjórinn og hann þjappaðist ekki vel en það slapp alveg þegar einn bíll var að búa til förin og hinir eltu þá gekk þetta alveg
11.01.2009 at 20:19 #637116Hvernig var með snjoalög upp að skalanum við Langjökul?
11.01.2009 at 21:40 #637118Fór í gær upp í Strút ásamt flottum hópi jeppamanna frá Nýherja sem að buðu mér að slást í hópinn.
Farið var upp hjá Snæbýli og inn á Mælifellssand upp í Strút. Tveir bílar komu yfir Mýrdalsjökul.
Í dag var svo farin Emstruleið heim.
Ágætur snjór var á Snæbýlisleið og á Emstruleið niður undir Einhyrning en autt þaðan. Færið mjög gott á báðum leiðum, en örlaði þó örlítið á krapa hér og þar en ekkert til vandræða. Myrdalsjökull var í þyngri kantinum, töluverður nýr snjór þar.
Benni
11.01.2009 at 23:17 #637120Vorum að koma frá langjökli og fórum upp við Húsafell og það var nær enginn snjór upp að Jaka en frekar þungfært upp frá jaka,frekar laus snjór .Það var mikil þoka á jöklinum svo maður sá nánast ekkert þegar upp var komið.
kveðja Beggi
12.01.2009 at 00:00 #637122Við fórum 5 bilart a föstudagskvöldinu upp Lundaríkjadal og inn á skjaldbreiðuveg, lentum i smávegis vesi og skemmtilegheitum inn á skjaldbreiðuvegi um nóttina, daginn eftir héldum við för áfram þegar við vorum búnir að fylgja einu stykki 4 runner sem kveiknaði í til byggða og fórum inn á kjöl og upp á Hveravelli, við urðum varir við krapa örðu hvoru en ekkert brjálað, ég hefði samt ekki viljað vera þarna nokkrum dögum fyrr:D það hefur allt verið á floti.. svo var gist á Hveravöllum og grillað og haft gaman og haldið áfram norður kjöl í morgunn og komum við i bæinn núna i kvöld, það var mjög skemmtilegt færi á köflum, geggjað veður inn á milli og ég var í alveg snilldar hóp… æðinsleg helgi:)
12.01.2009 at 11:13 #637124Að morgni laugardagsins 10. jan. var lagt af stað á fimm jeppum frá Skagaströnd og stefnan tekin yfir í Skagafjörð og þaðan upp Vesturdal og Skagafjarðarleið í átt að Laugafelli. Gekk ferðin vel í byrjun þó ekki væri mikið um snjó og ekki var heldur mikill krapi til að hefta för að neinu ráði. Sóttist ferðin því ágætlega eða allt þar til smávægileg vandræði eins og brotið framdrif og tvö rifinn dekk fóru að hrjá hópinn. Var ákveðið að skilja þessa tvo bíla eftir og huga að þeim í bakaleiðinni. Gekk ferðin eftir það tíðindalítið og þær ár og sprænur sem fara þurfti yfir voru ísilagðar og héldu og voru ekki fartálmi og var komið í Laugafell milli kl. 19:00 – 20:00 um kvöldið. Þar var slappað af og farið í laugina, grillað og fleira gert sér til dundurs. Lagt var af stað til baka daginn eftir um hádegisbilið. Bílarnir sem skildir voru eftir gerðir klárir til heimferðar og síðan haldið áleiðis heim. Gekk það vel en stoppa þurfti annað slagið til að bæta í dekkin sem rifnuðu því þau héldu illa lofti. Lauk þessari ágætis ferð með heimkomu um kl 21:00 að kvöldi sunnudags og voru menn bara sáttir og var strax byrjað að plana næstu ferð.
BIO
P.S. Eitthvað var tekið af myndum og verða þær settar inn við fyrsta tækifæri.
12.01.2009 at 17:56 #637126Myndir úr ferð í Laugafell komnar inn.
BIO
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
