This topic contains 58 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Þorgeirsson 20 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.02.2004 at 12:35 #193806
AnonymousSælir félagar
Í gær kom á netið tilkynningu um ferðir klúbbsins 4ra ferða helgina 12-14 mars og einhvera hluta vegna þá er sagt um leið að það sé fullt í fyrstu ferðina sem er á Grímsfjall.
Þetta er oft svona að það er tilkynnt um einhverja ferð en sagt um leið að hún sé þegar orðin full, það finnst mér vera mjög merkilegt að það sé orðið fullt í ferð sem „engin“ vissi af.
Er klúbburinn að skipuleggja ferðir fyrir einhverja „sérfélaga“ sem geta skráð sig í ferðir áður en almennir félagar fá kost eða í mörgum tilfellum ekki kost á þáttöku eða eru farastjórar að velja sér ferðafélaga?Kv.
Einn forvitin um skipulag
Dóri Sveins
R-2608 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.02.2004 at 20:49 #495803
Ég ættlaði líka að taka það fram að það er mjög takmarkað skála pláss þarna uppfrá, það verður aðeins að huxa um það líka. Fyrstur kemur fyrstur fær…………það er annsi oft málið..
19.02.2004 at 20:49 #489404Ég ættlaði líka að taka það fram að það er mjög takmarkað skála pláss þarna uppfrá, það verður aðeins að huxa um það líka. Fyrstur kemur fyrstur fær…………það er annsi oft málið..
19.02.2004 at 21:52 #495807Sælir félagar.
Tek undir með því sjónarmiði að eðlilegt sé að skráning hefjist á félagsfundi. Það er hálf barnalegt að vera að væla yfir því að ferðin sé full. Það komast ekki nema ca. 30 manns í gistingu á Grímsfjalli, þannig að ljóst er að það verða alltaf "allir hinir" sem ekki komast með. Mér finnst líka jákvætt að þeir sem ekki hafa komið þarna uppeftir áður hafi notið forgangs. Það er líka staðfesting á að þessi "hysteria" um klíkuskap í upphafi þráðarins á ekki við rök að styðjast.
En er ekki bara málið að flauta saman ferð þarna uppeftir á eigin vegum ef menn langar??? Það finnst örugglega fararstjóri í opnu húsi eða á netinu ef menn hafa áhuga. Ég gæti m.a. sjálfur hugsað mér að taka þátt í slíku ef til kæmi…
Hættum að væla og VERUM!
Ferðakveðja,
BÞV
19.02.2004 at 21:52 #489406Sælir félagar.
Tek undir með því sjónarmiði að eðlilegt sé að skráning hefjist á félagsfundi. Það er hálf barnalegt að vera að væla yfir því að ferðin sé full. Það komast ekki nema ca. 30 manns í gistingu á Grímsfjalli, þannig að ljóst er að það verða alltaf "allir hinir" sem ekki komast með. Mér finnst líka jákvætt að þeir sem ekki hafa komið þarna uppeftir áður hafi notið forgangs. Það er líka staðfesting á að þessi "hysteria" um klíkuskap í upphafi þráðarins á ekki við rök að styðjast.
En er ekki bara málið að flauta saman ferð þarna uppeftir á eigin vegum ef menn langar??? Það finnst örugglega fararstjóri í opnu húsi eða á netinu ef menn hafa áhuga. Ég gæti m.a. sjálfur hugsað mér að taka þátt í slíku ef til kæmi…
Hættum að væla og VERUM!
Ferðakveðja,
BÞV
19.02.2004 at 22:03 #495813Vælum ekki í sjónvarpi eins og sumir gera:)))))))
19.02.2004 at 22:03 #489408Vælum ekki í sjónvarpi eins og sumir gera:)))))))
19.02.2004 at 23:38 #495817Ég hef oft haft efasemdir um það að 4×4 standi fyrir skipulegum ferðum. Aðalmarkmið 4×4 er að vernda hagsmuni þeirra sem eru að ferðast, vernda frelsið til að breyta og frelsið til að ferðast. Gleymum ekki að það kostaði átök fyrir 20 árum að hindra algjört bann við því að aka á snjó utanvega!
Ég get þó samþykkt göfugan tilgang með skipulegum ferðum ,og þá sérstaklega nýliðaferðum, að aukinn fjöldi þáttakenda í sportinu styrkir það, allavega er plássið nóg á fjöllum (nema stundum í sumum skálum um vinsælar ferðahelgar), (þá er bara að græja sig vel og sofa í bílunum!).
EN, jeppaferðir að vetri eru það krefjandi að þær henta best þeim eru á eigin vegum og á eigin ábyrgð. Samhentum hópum á svipuðu stigi, þar sem allir eru virkir þáttakendur en ekki sumir farastjórar og hinir þáttakendur eða neytendur.
Nú er ég loksins kominn að kjarna málsins. Hvað eiga nýliðar að gera ef þeir vilja gerast "reyndir" jeppamenn?
Bíða eftir nýliðaferð eða skipulagðri ferð með 4×4?
Eða gera eitthvað sjálfir?Mín ráð eru þau að fara bara af stað. Fara styttra í byrjun, feta sig áfram. Hitta aðra áhugasama á fjöllum, kynnast þeim og fara síðan að ferðast saman. Þannig hefur þetta alltaf verið og ætti að vera áfram að mínu mati.
Ein góð leið er að taka virkan þátt í félagsstarfi hjá f4x4. Kynnast fólki á jafningjagrunni. Pottþétt leið er að taka þátt í vinnuferðum í skálana. Þar hafa margir kynnst framtíðarferðafélögum.
Önnur frábær leið er að auglýsa eftir samferðamönnum hér á spjallinu, mér hefur sýnst það gefst vel.
Hvers vegna þarf að fara alla leið í Grímsvötn, ef menn treysta sér ekki einir? Það er hægt að gera góða ferð í Fremstaver, síðan í Árbúðir, þá Landmannalaugar, dagsferð á Skjaldbreið, dagsferð í Langjökul svo á Hveravelli, þá í Setrið, feta sig áfram lengra og lengra. Eftir nokkrar ferðir á alla þess staði er ég viss um að viðkomandi er klár á Vatnajökul á eigin vegum og búinn að eignast fullt af ferðafélögum.
Það gerðum við í árdaga jeppaferða, næstum áratug áður en fyrsta jeppaferðin var farin í Grímsvötn.
Nú er ég ekki að leggjast gegn skipulögðum 4×4 ferðum, bendi bara á að jeppasportið krefst það mikils af hverjum og einum að það hentar best þeim sem hafa talsverða sjálfsbjargarviðleitni.
Snorri Ingimarsson
19.02.2004 at 23:38 #489410Ég hef oft haft efasemdir um það að 4×4 standi fyrir skipulegum ferðum. Aðalmarkmið 4×4 er að vernda hagsmuni þeirra sem eru að ferðast, vernda frelsið til að breyta og frelsið til að ferðast. Gleymum ekki að það kostaði átök fyrir 20 árum að hindra algjört bann við því að aka á snjó utanvega!
Ég get þó samþykkt göfugan tilgang með skipulegum ferðum ,og þá sérstaklega nýliðaferðum, að aukinn fjöldi þáttakenda í sportinu styrkir það, allavega er plássið nóg á fjöllum (nema stundum í sumum skálum um vinsælar ferðahelgar), (þá er bara að græja sig vel og sofa í bílunum!).
EN, jeppaferðir að vetri eru það krefjandi að þær henta best þeim eru á eigin vegum og á eigin ábyrgð. Samhentum hópum á svipuðu stigi, þar sem allir eru virkir þáttakendur en ekki sumir farastjórar og hinir þáttakendur eða neytendur.
Nú er ég loksins kominn að kjarna málsins. Hvað eiga nýliðar að gera ef þeir vilja gerast "reyndir" jeppamenn?
Bíða eftir nýliðaferð eða skipulagðri ferð með 4×4?
Eða gera eitthvað sjálfir?Mín ráð eru þau að fara bara af stað. Fara styttra í byrjun, feta sig áfram. Hitta aðra áhugasama á fjöllum, kynnast þeim og fara síðan að ferðast saman. Þannig hefur þetta alltaf verið og ætti að vera áfram að mínu mati.
Ein góð leið er að taka virkan þátt í félagsstarfi hjá f4x4. Kynnast fólki á jafningjagrunni. Pottþétt leið er að taka þátt í vinnuferðum í skálana. Þar hafa margir kynnst framtíðarferðafélögum.
Önnur frábær leið er að auglýsa eftir samferðamönnum hér á spjallinu, mér hefur sýnst það gefst vel.
Hvers vegna þarf að fara alla leið í Grímsvötn, ef menn treysta sér ekki einir? Það er hægt að gera góða ferð í Fremstaver, síðan í Árbúðir, þá Landmannalaugar, dagsferð á Skjaldbreið, dagsferð í Langjökul svo á Hveravelli, þá í Setrið, feta sig áfram lengra og lengra. Eftir nokkrar ferðir á alla þess staði er ég viss um að viðkomandi er klár á Vatnajökul á eigin vegum og búinn að eignast fullt af ferðafélögum.
Það gerðum við í árdaga jeppaferða, næstum áratug áður en fyrsta jeppaferðin var farin í Grímsvötn.
Nú er ég ekki að leggjast gegn skipulögðum 4×4 ferðum, bendi bara á að jeppasportið krefst það mikils af hverjum og einum að það hentar best þeim sem hafa talsverða sjálfsbjargarviðleitni.
Snorri Ingimarsson
20.02.2004 at 00:03 #495820
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Margt til í þessu, sérstaklega held ég að það sé ástæða til að að lesa síðustu setninguna hjá Snorra vel, nokkuð vel að orði komist. En á hinn bóginn er margt hægt að læra af öðrum reyndari mönnum í þessu, svosem hvað ber að varast, hvar og hvenær er hætta á sprungum á jöklum, hvernig er hægt að bregðast við hinum ýmsu uppákomum o.s.frv. Þess vegna sækja menn í þessar ferðir, það hafa ekki allir aðgang að reynsluboltum í sínum ferðahóp (þó ég hafi verið svo heppinn). Þess vegna er skiljanlegt að mörgum finnist spennandi að komast í ferðir sem eru undir leiðsögn manna sem hafa einhverja reynslu. Lykilatriði er samt að menn fái þá tækifæri til að læra eitthvað, spá í navigation, vera með nefið ofan í öllum vandamálum sem koma upp o.s.frv. Þýðir ekki bara að elta hjólför og spá ekkert, það lærir enginn af því. Tek fram að ég er ekki að ýja að neinu með því að segja þetta né að neinn þurfi að taka það til sín, bara leggja áherslu á þetta.
Kv – Skúli
20.02.2004 at 00:03 #489412
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Margt til í þessu, sérstaklega held ég að það sé ástæða til að að lesa síðustu setninguna hjá Snorra vel, nokkuð vel að orði komist. En á hinn bóginn er margt hægt að læra af öðrum reyndari mönnum í þessu, svosem hvað ber að varast, hvar og hvenær er hætta á sprungum á jöklum, hvernig er hægt að bregðast við hinum ýmsu uppákomum o.s.frv. Þess vegna sækja menn í þessar ferðir, það hafa ekki allir aðgang að reynsluboltum í sínum ferðahóp (þó ég hafi verið svo heppinn). Þess vegna er skiljanlegt að mörgum finnist spennandi að komast í ferðir sem eru undir leiðsögn manna sem hafa einhverja reynslu. Lykilatriði er samt að menn fái þá tækifæri til að læra eitthvað, spá í navigation, vera með nefið ofan í öllum vandamálum sem koma upp o.s.frv. Þýðir ekki bara að elta hjólför og spá ekkert, það lærir enginn af því. Tek fram að ég er ekki að ýja að neinu með því að segja þetta né að neinn þurfi að taka það til sín, bara leggja áherslu á þetta.
Kv – Skúli
20.02.2004 at 00:55 #495825Sammála hvað það varðar að gott er að ná "shortcutti" í reynslu og ferðast með vanari mönnum. En besti lykillinn að þeim er að hitta þá á fjöllum og sanna sig aðeins sem efnilegan. Þeir sem ferðast mikið á jöklum eru ekki bara þar, þá má líka hitta á Hveravöllum, í Setrinu og víðar. Semsagt, best er að vera virkur á fjöllum, þá opnast allir möguleikar.
Það eru löngu ljós fræði að menn eignast bestu félagana með því að lenda í "góðu slarki" saman. Þannig verður það oft að í erfiðum óverðurferðum eða erfiðleikum kynnist menn vel og þá myndast bönd sem slitna seint.
Þetta hafa sérhæfð fyrirtæki sem starfa í Ardennes fjöllunum í Belgíu séð og starfrækja endurhæfingarkúrsa fyrir t.d. embættismenn í Brussel og Haag sem geta ekki unnið saman. Þeir eru einfaldlega settir saman í "survival" yfir helgi og koma til baka sem bestu vinir. Það virkar nefnilega fátt betur í svona aðstöðu en að skjálfa saman, kaldir, blautir og svangir í tjaldi í rigningu í Ardennes. Þeir eru látnir ákveða í sameiningu hvað megi taka með af lista sem er gefinn upp í byrjun (ljóst að skortur verði hvernig sem þeir velja). Svo er markmiðið að þeir verði dáldið hræddir og fari að rífast þegar þeir eru við það að gefast upp. Ótrúlega líkt sumum jeppaferðum.
Öll íslenska þjóðin þekkir "tvo" sem myndi trúlega borga sig að senda saman á svona námskeið. Eða senda þá matarlausa saman á einhverri druslu norður fyrir Hofsjökul! (Bara smá hugmynd).
Snorri.
20.02.2004 at 00:55 #489414Sammála hvað það varðar að gott er að ná "shortcutti" í reynslu og ferðast með vanari mönnum. En besti lykillinn að þeim er að hitta þá á fjöllum og sanna sig aðeins sem efnilegan. Þeir sem ferðast mikið á jöklum eru ekki bara þar, þá má líka hitta á Hveravöllum, í Setrinu og víðar. Semsagt, best er að vera virkur á fjöllum, þá opnast allir möguleikar.
Það eru löngu ljós fræði að menn eignast bestu félagana með því að lenda í "góðu slarki" saman. Þannig verður það oft að í erfiðum óverðurferðum eða erfiðleikum kynnist menn vel og þá myndast bönd sem slitna seint.
Þetta hafa sérhæfð fyrirtæki sem starfa í Ardennes fjöllunum í Belgíu séð og starfrækja endurhæfingarkúrsa fyrir t.d. embættismenn í Brussel og Haag sem geta ekki unnið saman. Þeir eru einfaldlega settir saman í "survival" yfir helgi og koma til baka sem bestu vinir. Það virkar nefnilega fátt betur í svona aðstöðu en að skjálfa saman, kaldir, blautir og svangir í tjaldi í rigningu í Ardennes. Þeir eru látnir ákveða í sameiningu hvað megi taka með af lista sem er gefinn upp í byrjun (ljóst að skortur verði hvernig sem þeir velja). Svo er markmiðið að þeir verði dáldið hræddir og fari að rífast þegar þeir eru við það að gefast upp. Ótrúlega líkt sumum jeppaferðum.
Öll íslenska þjóðin þekkir "tvo" sem myndi trúlega borga sig að senda saman á svona námskeið. Eða senda þá matarlausa saman á einhverri druslu norður fyrir Hofsjökul! (Bara smá hugmynd).
Snorri.
20.02.2004 at 07:44 #495829Ekki get ég nógsamlega undirstrikað hvað ég er sammála þeim Snorra Ingimarss. og Skúla H. hér að ofan. Sumt af þeirri umræðu sem maður hefur séð á þessum vettvangi er farin að bera vott af þeim hugsunarhætti, sem mér finnst orðinn full mikið áberandi víða í þjóðfélaginu, en það snýst um það að menn eigi að geta farið og gert þetta og hitt án þess að bera ábyrgð á sér og athöfnum sínum sjálfir. Það á alltaf einhver annar að gera. Sjálfur þykist ég hafa mest lært á því að flækjast um einn með sjálfum mér. Auðvitað var maður stundum svo heppinn að fá að vera í slagtogi með reynsluboltum sem maður lærði helling af og enn þann dag í dag segir maður stundum við sjálfan sig þegar eitthvað fer úrskeiðis: "Ja, hvað mundi hann Sigurþór í Messuholti gera núna?" nú eða "Bragi Skúlason mundi nú kunna ráð við þessu!" en auðvitað reynir maður að sjá út leiðir til að leysa málin. Hvort sem vel eða illa tekst til hjá manni, þá fer aldrei hjá því að maður lærir og ekki síst á mistökunum. Hvernig sem svo allt veltist, er þó það sem skilur á milli "feigs og ófeigs" í þessum efnum sem öðrum, að ætla sér af, þekkja sjálfan sig og sín takmörk, en reyna ævinlega að hafa sem mesta stjórn á aðstæðum og þá fyrst og fremst á sjálfum sér.
20.02.2004 at 07:44 #489416Ekki get ég nógsamlega undirstrikað hvað ég er sammála þeim Snorra Ingimarss. og Skúla H. hér að ofan. Sumt af þeirri umræðu sem maður hefur séð á þessum vettvangi er farin að bera vott af þeim hugsunarhætti, sem mér finnst orðinn full mikið áberandi víða í þjóðfélaginu, en það snýst um það að menn eigi að geta farið og gert þetta og hitt án þess að bera ábyrgð á sér og athöfnum sínum sjálfir. Það á alltaf einhver annar að gera. Sjálfur þykist ég hafa mest lært á því að flækjast um einn með sjálfum mér. Auðvitað var maður stundum svo heppinn að fá að vera í slagtogi með reynsluboltum sem maður lærði helling af og enn þann dag í dag segir maður stundum við sjálfan sig þegar eitthvað fer úrskeiðis: "Ja, hvað mundi hann Sigurþór í Messuholti gera núna?" nú eða "Bragi Skúlason mundi nú kunna ráð við þessu!" en auðvitað reynir maður að sjá út leiðir til að leysa málin. Hvort sem vel eða illa tekst til hjá manni, þá fer aldrei hjá því að maður lærir og ekki síst á mistökunum. Hvernig sem svo allt veltist, er þó það sem skilur á milli "feigs og ófeigs" í þessum efnum sem öðrum, að ætla sér af, þekkja sjálfan sig og sín takmörk, en reyna ævinlega að hafa sem mesta stjórn á aðstæðum og þá fyrst og fremst á sjálfum sér.
20.02.2004 at 08:38 #495833Ég vil taka undir það sem þeir Snorri, Skúli og Þorkell skrifa hér að ofan. Suma hluti lærir maður best með því að leysa viðfangsefnin sjálfur, i rólegheitum, án aðstoðar annarara. Ég myndi t.d. ekki vilja vera án reynslunnar af því að losa sig úr festum sem ég hef lent í þegar ég hef verið að þvælast einbíla.
Með drullutjakk, skóflu. NMT síma og smá reynslu, þá er vel hægt að ferðast öryggi einbíla um fjöll. Reynslunnar má t.d. afla á Hengilssvæðinu, þar er víðast innan við tveggja tíma gangur til byggða eða á fjölfarinn þóðveg, en mjög fjölbreytilegt landslag og oftast hægt að finna snjó þegar líður á veturinn.
-Einar
20.02.2004 at 08:38 #489418Ég vil taka undir það sem þeir Snorri, Skúli og Þorkell skrifa hér að ofan. Suma hluti lærir maður best með því að leysa viðfangsefnin sjálfur, i rólegheitum, án aðstoðar annarara. Ég myndi t.d. ekki vilja vera án reynslunnar af því að losa sig úr festum sem ég hef lent í þegar ég hef verið að þvælast einbíla.
Með drullutjakk, skóflu. NMT síma og smá reynslu, þá er vel hægt að ferðast öryggi einbíla um fjöll. Reynslunnar má t.d. afla á Hengilssvæðinu, þar er víðast innan við tveggja tíma gangur til byggða eða á fjölfarinn þóðveg, en mjög fjölbreytilegt landslag og oftast hægt að finna snjó þegar líður á veturinn.
-Einar
20.02.2004 at 08:39 #489420Mér skilst að flestir af ykkur eldri og reyndari mönnum hafi verið á suzuki fox á 33" til að byrja með back in the days, ég spyr eruði búnir að gleyma hvað súkkur geta?? 33" súkka fer alveg jafn mikið og 36" þungur bíll og eflaust 38" fleki!!!!
Kveðja http://www.bennys4x4.com!!!!
20.02.2004 at 08:39 #495836Mér skilst að flestir af ykkur eldri og reyndari mönnum hafi verið á suzuki fox á 33" til að byrja með back in the days, ég spyr eruði búnir að gleyma hvað súkkur geta?? 33" súkka fer alveg jafn mikið og 36" þungur bíll og eflaust 38" fleki!!!!
Kveðja http://www.bennys4x4.com!!!!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.