Forsíða › Forums › Spjallið › Fréttir og tilkynningar › Ferðast um hálendið
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur G. Kristinsson 13 years ago.
-
CreatorTopic
-
25.10.2011 at 10:21 #220960
Vil vekja athygli á því að Ferðast um hálendið kom út með fréttablaðinu í dag, blaðið er gefið út af Ferðafrelsisnefnd og ritstjóri og ábyrgðarmaður er Guðmundur G. Kristinsson. Fullt af fróðlegu og skemmtilegu efni!
Blaðið er aðgengilegt á netinu sjá: http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/111025.pdf
Kveðja,
Hafliði -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.10.2011 at 11:02 #740365
Langaði að upplýsa að í ritnefnd blaðsins eru auk ritstjóra og ábyrgðarmanns:
Jón Snæland
Ólafur MagnússonLangaði að þakka þessum aðilum fyrir frábært samstarf við þetta blað.
Guðmundur G. Kristinsson
25.10.2011 at 11:21 #740367Langar líka að þakka vefnefnd fyrir skjót viðbrögð varðandi innskráningu nýrra aðila í klúbbinn sem komin er á forsíðu á vefnum okkar. Ég hvet jafnframt alla þá aðila sem þetta lesa og eru ekki þegar aðilar að klúbbnum, til að skrá sig í klúbbinn og taka þátt í þeirri baráttu sem við eigum í varðandi ferðafrelsi okkar á Íslandi.
Framtíðin er í húfi og við sem viljum ferðast á eigin vegum um landið okkar þurfum að sameinast um að tryggja að okkar ferðafrelsi og ekki síður að ferðafrelsi fyrir framtíðar kynslóðir okkar íslendinga verði ekki skert. Það er á okkar ábyrgð að tryggja aðhald að stjórnvöldum um að hafa samráð við almenning og félagsamtök um framtíðarskipan í þessum málum.
Ég hvet jafnframt allt okkar félagsfólk til að "lika" á alla umfjöllun um þetta blað á Facebook til að sem flestir sjái það og verði þar með upplýstir um stöðuna á þessum málum í dag. Það er 50-60 aðilar í nefndum og stjórn okkar klúbbs og ef hver sendir "like" á sitt fólk, erum við að senda þetta á þúsundir aðila.
Guðmundur G. Kristinsson
25.10.2011 at 12:05 #740369Hér er linkur á blaðið okkar án Fréttablaðsins, auðveldara að hlaða niður til að lesa:
http://www.ferdafrelsi.is/Ferdast_um%20 … r_2011.pdf
Guðmundur G. Kristinsson
25.10.2011 at 12:58 #740371Ferðafrelsi snertir flest alla íslendinga.
Því miður er það svo að margir halda að baráttan fyrir ferðafrelsi sé einkamál nokkra einstaklinga í ofurjeppadeild Ferðaklúbbsins 4×4. En þannig er það EKKI. Ferðafrelsi skiptir fjölmarga máli. Ferðafrelsisbaráttan snýst ekki bara um það að fá að aka um slóðakerfi landsins. Hún snýst um það að slóðakerfi landsins fái þá virðingu að um það sé fjallað af sem flestum sem hafa hagsmuni að gæta og hafa þekkingu á málaflokknum. Ferðafrelsi fjalla einnig um mörg önnur mál, og þar má nefna mismunum sem gerður er eftir ferðamáta og það að einokunarfyrirtæki geti ekki okrað á ferðamönnum í skjóli markaðsráðandi stöðu einsog er orðin raunin í Vatnajökulsþjóðgarði. Því ferðafrelsi er lítil virði ef enginn hefur efni á að ferðast. Ferðafrelsi á því að vera barátta allra landsmanna sem einhvern tímann ætla sé að fara í ferðalag og njóta náttúrunnar á annan hátt en af ljósmyndum. Ef landsmenn vilja geta farið út á land og tínt ber, eða fara í hestaferðir eða leggja sig í vegkantinum þegar þeir verða þreytti. Þá þarf að fara veita náttúruverndarofstækinu viðspyrnu. Við megum ekki láta fáeina ofstækismenn stela frá okkur landinu og ferðafrelsinu. Almenningu þarf að fara að reisa sig upp af líkbörunum, og átta sig á því að ísland er fyrir íslendinga, ekki fáeina útvalda peningamenn. Eða elítugöngugarpa sem vilja eigna sér óbyggðir íslendinga.
28.10.2011 at 08:35 #740373[b:1eu4cdn2]Ferðafrelsið er ekki sjálfgefið [/b:1eu4cdn2]og verður frá okkur tekið ef ekkert verður að gert. Það er stundum eins og fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og aðhefst því ekkert í málinu. Ef við ætlum að stoppa af það ferli sem er í gangi hjá stjórnvöldum varðandi lokanir og skerðingu á okkar ferðafrelsi, verður ferðafólk hér á landi að vakna og taka þátt í baráttuni.
Í blaðinu "Ferðast um hálendið" sem kom út með Fréttablaðinu á þriðjudag var fjallað um þessi mál og eins og þar kemur fram, þá er gjörningaveður í gangi í þessum efnum og verið að loka landinu og færa hálendið í hendur einkavina stjórnvalda. Það blasir við að þurfa í framtíðinni að ferðast um landið í stórum skipulögðum ferðahópum og borga fyrir þátttökuna, gista á stöðum þar sem einkavinir stjórnvalda ráða ríkjum og greiða þar verð sem er án samkeppnis, fá ekki að ferðast um stóran hluta hálendisins og hlusta á ferðalýsingar á erlendum tungumálum þar sem ennþá má ferðast.
Hvað finnst fólki innan Ferðaklúbbsins 4×4 um þessa framtíðarsýn og eru allir sammála um þá sýn sem kemur fram í blaðinu "Ferðast um hálendið". Það væri gaman að fá fram álit og umsagnir sem flestra hér á spjallinu um þessi mál og hvort þetta blað klúbbsins endurspegli ekki örugglega stöðuna hjá okkur. Látið í ykkur heyra og komið með skoðun á þessum málum.
Guðmundur G. Kristinsson
28.10.2011 at 11:01 #740375Í fréttablaðinu sem kom út á þriðjudaginn sl.kemur fram grein eftir S.S. um hvítbókina umtöluðu. Þar hvetur hún almenning um að kynna sér efni hvítbókarinnar og koma fram sínum hugmyndum um þessi málefni. Getur 4×4 ásmat fleiri útivistarfélugum mótmælt með því að skrifa ferðafrelsis pistla á hvítbókina, eða á 4×4 að halda sér fyrir utan þessa hvítbók?
Kv. Hjörvar
28.10.2011 at 20:03 #740377Það er auðvitað alveg á hreinu að klúbburinn mun gera athugasemdir vegna náttúruverndarlaganna og hvítbókarinnar. En einnig eiga allir einstaklingar sem hafa skoðun á málinu að láta í sér heyra. Þetta er ekki bara spurning um að klúbburinn einn geri athugasemdir, fjöldinn skiptir líka máli.
Svo er forvitnilegt að vita hvað félagsmönnum finnst um blaðið sem kom út á þriðjudaginn var, látið í ykkur heyra .. gott, slæmt eða kannski alveg sama ?
kv. Óli
28.10.2011 at 20:26 #740379Mér fanst þetta blað bara nokkuð gott
28.10.2011 at 20:57 #740381Blaðið var bara fínt. Kannski helst til mikið efni með smáu letri. Sennilega bara ellimerki.
Þar kom m.a. fram sú spurning hvort Ísland væri eingöngu fyrir útlendinga og ferðaþjónustu henni tengdri en ekki okkur íslendinga. Þetta er áleitin spurning sem ég held að menn verði að taka afstöðu til.
Viljum við skila landinu og sér í lagi óbyggðum til komandi kynslóða í þó ekki verra ástandi en það er í dag. Leyfa þeim kynslóðum að upplifa þetta eitthvað svipað og við gerum í dag. Eða ætlum við að fá óheftan fjölda ferðamanna til landsins með tilheyrandi landskemmdum? Bara fyrir nokkra dollara í viðbót. Lærðu menn ekkert af hruninu?
Kvótinn var á sínum tíma afhentur útvöldum vildarvinum, svo komu öll arðbær opinber fyrirtæki t.a.m. bankarnir. Allt til að örfáir útvaldir aðilar gætu hagnast. Svona til að klára dæmið alveg þá getum við alveg eins afhent landið okkar ferðaþjónustunni.
Mér finnst töfraorðið ferðaþjónusta vera orðið svona svipað og álver og virkjanir var fyrir örfáum árum. Menn tala um ferðaþjónustuna sem eitthvað græna. Ég sé ekkert grænt við sífellt fleiri uppbyggða vegi með tilheyrandi varnagörðum og brúarsmíði, ásamt öllum húskofunum sem þessu fylgir. Ferðaþjónustan með sinni heimtufrekju er í mínum huga orðin mesti umhverfisvandinn í íslenskri náttúru.
Kv. Árni Alf.
28.10.2011 at 21:02 #740383Þetta er frábært framtak. Ennþá eru það hugsjónamenn klúbbsins sem halda fleyinu á siglingu. Ég vil kvetja félagsmenn og aðra til að halda á lofti hugsjónum og baráttumálum klúbbsins. Ég er þakklátur fyrir að ein af mínum myndum var valin til birtingar í verkefninu. Lít á það sem hrós fyrir að veita klúbbnum hlutdeild í mínum ljósmyndaáhuga. Nú er að halda áfram að berja og hita stálið og láta ekki deigan síga. Það þarf að deila pislum og frásögnum út um allt netið. Góðir pennar, setjið nú oddinn í byttuna og byrjið.
Kv. SBS.
29.10.2011 at 11:14 #740385[b:kbn49aqi]SÖNNUN Á OFSTÆKI GEGN FERÐAKLÚBBNUM 4X4[/b:kbn49aqi]
Í grein í fréttablaðinu í dag (29. október 20119) birtist sú sýn sem við höfum hjá hinum sanntrúuðu samvinnuaðilum stjórnvalda í náttúruverndarmálum í dag. Þar gerir Snorri Baldursson þjóðgarðsvörður á Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ferðaklúbbinn 4×4 ábyrgan fyrir eftirfarandi:1. Er það réttmæt slóð sem aðeins er hægt að fara um á stóru jeppa á risadekkjum
2. Er nóg að ökumaður haldinn frelsisþrá skælist yfir land utanvega til að GPS ferill eftir hann sé skilgreindur vegur.
3. Það var gert (hreinsað til í ferlaneti Vatnajökulsþjóðgarðs) í samstarfi við Jöklarannsóknarfélagið og Samtök um útivist sem F4x4 er aðila að.
4. Umfjöllun Ólafs Magnússonar um frumkvöðla í ferðamennsku fyrri tíma (Guðmund Jónasson, Pál Arason og Jón Sigurgeirsson) breytir hann í að þeir hafi verið umhverfissóðar sem óku yfir holt og hæðir og helltu niður olíu um allar jarðir.
5. Lokun vega í Vatnajökulsþjóðgarði (Vikrafellsleið, Vonarskarð) var siðvæðing á ferðamennsku. Frelsi til að aka þessar leiðir kallar hann jarðvöðulshátt!
6. Hann leggur það fram hvort Ferðaklúbburinn 4×4 ætli ekki að berjast fyrir opnun slóða við Lakagígaröðina sem friðlýst var 1976.
7. Þar hafa vélknúin ökutæki skilið eftir sig ljót og óþörf ummerki (er verið að tengja F4x4 við þetta?)Ég hvet alla félagsmenn Ferðaklúbbsins til að lesa greinina og skoða upptalninguna hér að framan og spyrja síðan sjálfa sig hvort ekki sé við að eiga ofstækisfólk í náttúrvernd. Snorri hefði betur lesið greinina um hlutdeild Ferðaklúbbsins 4×4 í náttúruvernd sem var á síðu 3 í okkar blaði 25.október og leggja það til grundvallar í mati sínu á okkar klúbbi.
Það þarf líka að benda Snorra á að Ferðaklúbburinn 4×4 rekur ábyrga stefnu gagnvart því að kenna fólki að aka af ábyrgð um hálendi Íslands og eru skipulagðar ferðir í hverjum mánuði að vetri fyrir fólk á óbreyttum og lítið breyttum bílum eitt besta merkið um þetta. Klúbburinn er að berjast fyrir ferðafrelsi á ábyrgan og skynsamlegan hátt fyrir hinn almenna íslenska ferðamann á sínum óbreytta fjórhjóladrifna bíl.
Guðmundur G. Kristinsson
29.10.2011 at 22:48 #740387[quote="Árni Alfreðsson":3oc2sj31]Mér finnst töfraorðið ferðaþjónusta vera orðið svona svipað og álver og virkjanir var fyrir örfáum árum. Menn tala um ferðaþjónustuna sem eitthvað græna. Ég sé ekkert grænt við sífellt fleiri uppbyggða vegi með tilheyrandi varnagörðum og brúarsmíði, ásamt öllum húskofunum sem þessu fylgir. Ferðaþjónustan með sinni heimtufrekju er í mínum huga orðin mesti umhverfisvandinn í íslenskri náttúru.
Kv. Árni Alf.[/quote:3oc2sj31]
STÓRT "like" á þetta !
30.10.2011 at 12:34 #740389Góðir félagar, ég vil byrja á að þakka útgáfu þessa mikla og góða blaðs í nafni ferðafrelsis.
Hins vegar furða ég mig á hvernig aðilar hér vilja stilla upp ferðaþjónustunni í heild sinni sem einhverjum andstæðum pól við það sem 4×4 er að berjast fyrir. Vissulega hafa einhverjir aðilar innan ferðaþjónustunnar barist fyrir brúm og bættum vegum, rétt eins og aðrir berjast fyrir óbrúuðum ám og illfærum vegum til að verja landssvæði of miklu álagi ferðamanna.
Við erum líka ferðamenn í eigin landi, því skal ekki gleyma, -og viljum líka eiga vegi illfæra öðrum en fullbreyttum jeppum sem þá takmarkar sjálfkrafa álagið og uppfyllir ævintýraþrá þeirra sem leita krefjandi leiða. Viljum við virkilega loka hálendinu nema fuglinum fljúgandi og þeim fáu fótsterku sem hætta sér inn á öræfin. Eða hversu margir skyldu hafa t.a.m. gengið Vonarskarð – Jökulheima í sumar?
Ferðaþjónustan er komin til að vera og skilar verulegum gjaldeyri í þjóðarbúið og Bændagisting eins og t.d. á Stóru-Mörk er væntanlega búbót á tímum samdráttar í hefðbundnum landbúnaði.
Vegna áróðurs innan raða 4×4 og af hálfu ferðaþjónustunnar og fleiri aðila heyra landskemmdir vegna utanvegaakstur nánast sögunni til. Við skulum einmitt taka höndum saman og viðhalda þeim vegum sem þegar eru til, þannig þurfum við ekkert að rekast of mikið hver á annan og dreifum álaginu á landið. Að við og okkar afkomendur geti áfram fundið fyrir fyrir einsemd á fjöllum. Rétt eins og það vilja ekki allir arka "Laugaveginn" þá vilja ekki allir aka bara Laugaveginn.Ingi
01.11.2011 at 09:50 #740391Ég tek undir þetta hjá Þorvarði og við megum ekki setja alla ferðaþjónustu í sama pott. Ferðaþjónustuaðilar á hálendinu hafa flestir unnið með okkur og þar hefur Þorvarður verið í fararbroddi. Þessir aðilar eiga samleið með okkur frjálsu félagasamtökunum og almenningi um að skipuleggja þetta umhverfi skynsamlega og í samráði og góðri sátt við stjórnvöld á hverjum tíma. Þessir aðilar hafa verið settir hjá eins og við og ekki fengið beina aðkomu í þessum málum.
Frjáls félagasamtök fengu að vera með í undirbúningi að verndaráætlun að Vatnajökulsþjóðgarði og þess vegna slapp umhverfisráðherra við að fá á sig stjórnvaldssekt í kæru Ferðaklúbbsins 4×4 og Skotvís. Þeir sem voru okkar fulltrúar á þeim tíma fyrir hönd almennings og félagasamtaka brugðust og í raun lögðu þeir grunn að þeirri ósátt sem nú er fyrir hendi í þessum málum. Þeir voru líklega meira tengdir Ferðafélagi Íslands, en öllum hinum vegna þess að þegar farið var að spyrna við fótum og losa sig við þessa "fulltrúa okkar" í gegnum Samút (Samtök útivistarfélaga á Íslandi) og setja inn nýja, þá sagði Ferðafélagið sig úr þeim samtökum. Hvað segir það ykkur um þeirra stöðu!!
Mörg félagasamtök innan Samút stofnuðu ný samtök Ferðafrelsi ( http://www.ferdafrelsi.is) í desember 2010 og ætluðu þar að leggja þar grunn að sinni baráttu. Í þessum samtökum voru jeppamenn, skotveiðimenn, vélhjólafólk, snjósleðafólk, fjórhjólafólk, hestamenn og ferðaþjónustuaðilar á hálendinu. Þegar Ferðafélagið sagði sig úr Samút, varð áherslubreyting um að beina baráttunni aftur þar í gegn. Í Samút í dag eru því starfandi nánast allir aðilar sem tengjast útivist og ferðamennsku á landinu, nema Ferðafélag Íslands. Þessir aðilar (þar á meðal ferðaþjónustan) eiga samleið í sinni baráttu fyrir ferðafrelsi, allir nema Ferðafélag Íslands sem er í raun að verða einrátt í gistingu og ferðamennsku á hálendinu.
Ég tek því undir allt þetta hér að fram frá honum Þorvarði Inga og hvet alla sem fjalla um þessi mál að skoða vel þetta umhverfi og fjalla um það á breiðum og faglegum grundvelli. Skoðið greinar og efni á http://www.ferdafrelsi.is og sérstaklega tvær greinar frá níu félagsamtökum (líka ferðaþjónustuaðilum) á síðasta ári sem komu út með Fréttablaðinu og segja allt um þá stöðu sem stjórnvöld settu þessi málefni í með yfirgangi og hroka gagnvart öllum hagsmunaaðilunum á landinu nema Ferðafélagi Íslands.
Guðmundur G. Kristinsson
02.11.2011 at 18:36 #740393http://mbl.is/frettir/innlent/2011/11/0 … halendinu/
Endalokin nálgast með meiri og meiri hraða´
kv Ofsi
03.11.2011 at 00:37 #740395[quote="Svana":2mlrpqq7]Ég tek undir þetta hjá Þorvarði og við megum ekki setja alla ferðaþjónustu í sama pott. Ferðaþjónustuaðilar á hálendinu hafa flestir unnið með okkur og þar hefur Þorvarður verið í fararbroddi. Þessir aðilar eiga samleið með okkur frjálsu félagasamtökunum og almenningi um að skipuleggja þetta umhverfi skynsamlega og í samráði og góðri sátt við stjórnvöld á hverjum tíma. Þessir aðilar hafa verið settir hjá eins og við og ekki fengið beina aðkomu í þessum málum.
Frjáls félagasamtök fengu að vera með í undirbúningi að verndaráætlun að Vatnajökulsþjóðgarði og þess vegna slapp umhverfisráðherra við að fá á sig stjórnvaldssekt í kæru Ferðaklúbbsins 4×4 og Skotvís. Þeir sem voru okkar fulltrúar á þeim tíma fyrir hönd almennings og félagasamtaka brugðust og í raun lögðu þeir grunn að þeirri ósátt sem nú er fyrir hendi í þessum málum. Þeir voru líklega meira tengdir Ferðafélagi Íslands, en öllum hinum vegna þess að þegar farið var að spyrna við fótum og losa sig við þessa "fulltrúa okkar" í gegnum Samút (Samtök útivistarfélaga á Íslandi) og setja inn nýja, þá sagði Ferðafélagið sig úr þeim samtökum. Hvað segir það ykkur um þeirra stöðu!!
Mörg félagasamtök innan Samút stofnuðu ný samtök Ferðafrelsi ( http://www.ferdafrelsi.is) í desember 2010 og ætluðu þar að leggja þar grunn að sinni baráttu. Í þessum samtökum voru jeppamenn, skotveiðimenn, vélhjólafólk, snjósleðafólk, fjórhjólafólk, hestamenn og ferðaþjónustuaðilar á hálendinu. Þegar Ferðafélagið sagði sig úr Samút, varð áherslubreyting um að beina baráttunni aftur þar í gegn. Í Samút í dag eru því starfandi nánast allir aðilar sem tengjast útivist og ferðamennsku á landinu, nema Ferðafélag Íslands. Þessir aðilar (þar á meðal ferðaþjónustan) eiga samleið í sinni baráttu fyrir ferðafrelsi, allir nema Ferðafélag Íslands sem er í raun að verða einrátt í gistingu og ferðamennsku á hálendinu.
Ég tek því undir allt þetta hér að fram frá honum Þorvarði Inga og hvet alla sem fjalla um þessi mál að skoða vel þetta umhverfi og fjalla um það á breiðum og faglegum grundvelli. Skoðið greinar og efni á http://www.ferdafrelsi.is og sérstaklega tvær greinar frá níu félagsamtökum (líka ferðaþjónustuaðilum) á síðasta ári sem komu út með Fréttablaðinu og segja allt um þá stöðu sem stjórnvöld settu þessi málefni í með yfirgangi og hroka gagnvart öllum hagsmunaaðilunum á landinu nema Ferðafélagi Íslands.
Guðmundur G. Kristinsson[/quote:2mlrpqq7]
Ég hef lesið það sem þú skrifar hér á vefnum um þessi málefni í svolítinn tíma Guðmundur og ég vil þakka þér fyrir þá vinnu sem þú hefur lagt í þessi málefni fyrir okkar hönd. Þú kemur hlutunum frá þér á skýran og skilmerkilegan hátt og sérð hlutina oft í víðara samhengi en margir sem hér skrifa (ég þar með talinn). Þegar ég sá að þú værir í forsvari fyrir blaðið okkar góða í fréttablaðinu um daginn hugsaði ég með mér að það væri mjög jákvætt.
Takk fyrir mig/okkur, kv. Freyr Þórsson
03.11.2011 at 09:44 #740397Takk fyrir þetta Freyr, [b:1tat1a5g]við verðum að berjast fyrir okkar framtíð í þessu því enginn mun gera fyrir okkur.[/b:1tat1a5g]
Nýlega kom niðurstaða í könnun um náttúruvernd með athyglisverðar upplýsingar: http://mbl.is/frettir/innlent/2011/11/0 … halendinu/
Ég legg til að áhugafólk um ferðafrelsi standi að könnun á sínum vegum og stilli upp spurningum um þessa hluti byggt á upplýstum grunni um hvað gerist ef núverandi stjórnvöld stæðu að stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Það er nokkuð ljóst að ef allar upplýsingar lægju fyrir um einkavinavæðingu stjórnvalda sem rekin hefur verið fyrir opnum tjöldum í nokkurn tíma varðandi hálendið, þá mundi almenningur kjósa 95% gegn þessu.
Þessi könnun staðfestir enn frekar að öfgafólk í náttúruvernd ætlar að loka landinu að stærstum hluta fyrir venjulegu fólki (þessi könnun er liður í þeirri áætlun) og ef við gerum ekkert í þessu er framtíðin í ferðamennsku ljós:
[i:1tat1a5g][b:1tat1a5g]- 30-50% af vegum á hálendinu og miðhálendinu lokað.
– Eingöngu hægt að ferðast í skipulögðum hópum gegn gjaldi hjá FÍ.
– Greitt fyrir akstur á hálendinu samkvæmt ríkis GPS tækinu sem verður í hverjum bíl.
– Gisting eingöngu í boði á skipulögðum stöðum í umsjón FÍ.…og svo mætti lengi telja.[/b:1tat1a5g][/i:1tat1a5g]
Guðmundur G. Kristinsson
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.