FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ferðasöguritarar þreyttir

by Kjartan Gunnsteinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Ferðasöguritarar þreyttir

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Páll Halldór Halldórsson Páll Halldór Halldórsson 22 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 09.02.2003 at 20:28 #192154
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant

    Hvað er að gerast! Voru ferðasöguritarar eftir sig eftir síðustu helgi? Ég saknaði þess að sjá ekki jafn líflega umræðu um blótsferðina um helgina, aðeins formlegar og stuttar fréttir í tilkynningadálkinum.

    Ég hef heyrt að fólk út um allt land hafi fylgst spennt með á spjallinu um síðustu helgi.
    Hvað klikkaði núna Ofsi?

    Kv.
    KG

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 10.02.2003 at 08:27 #468204
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Um fjöllun um fyrri áfanga þorrablóts var að mestu á einum spjallþræði, Þetta kom mjög skemmtilega út. Umfjöllum um seinna blótið fór hinsvegar á ca 10 þræði og þar að auki setti fulltrúi stjórnar helling af tilkinningum á síðuna.

    Ég held gæti orðið til mikilla bóta ef menn tækju smá stund til kanna hvort ekki sé þegar til viðeigandi þráður á spjallinu, áður en menn stofna nýjan þráð.

    Að mínu viti á betur við að nota spjallið en tilkynningarnar undir efni að þessu tagi.





    10.02.2003 at 08:38 #468206
    Profile photo of Jón Snæbjörnsson
    Jón Snæbjörnsson
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 661

    Tek undir með ykkur báðum, það var mikið gaman að fylgjast með úr fjarlægð á góða ferðapistla sem komu inn nokkuð regglulega…hef heyrt af þónokkrum sem fygdust stíft með fullir áhuga hann Jonny boj (Ofsi) stóð sig með eindæmum sem og aðrir….

    kv
    Jon





    11.02.2003 at 20:13 #468208
    Profile photo of Arnór Árnason
    Arnór Árnason
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 430

    Hvaða voðalegur þorsti og óþolinmæði er þetta í sögur – komast menn ekkert á fjöll hérna – á bara
    að upplifa þetta í gegnum aðra ??
    Allavega, við lögðum af stað fjórir á þremur bílum (góð nýting það), Fastur með föður sínum, Helgi Viðar og Arnór, tveir DC og Fastur á Wrangler, allir á 38".
    Stefnan var að leggja af stað um 6 leitið á föstudegi og var stefnan tekin á Hveravelli, við enduðum á að komast af stað úr bænum um hálf níu, fórum Lyngdalsheiðina og að Gullfoss þar sem hleypt var strax í 8 pundin. Þar fór að snjóa all hressilega, þannig að útsýnið var eins og í góðri
    Star Trek mynd á warp 10. Það voru nokkuð greinileg för sem fylgdum í blindni og uppgvötuðum skyndilega að við vorum komnir inn á Fremstavers-krókinn, við ákváðum þó að fylgja frekar förunum heldur en að reyna að leita að veginum sem var ekkert augljós alls staðar. Förin fóru þó út af
    þessari slóð fljótlega og komu inn á Kjalveg á brúninni ofan við gilið við brúnna á Grjótá. Á leiðinni upp á Bláfellsháls yfirgáfu þessir ágætu menn veginn aftur og við fylgdum þeim í blindni – ákváðum að annað hvort leiddu þau okkur á réttan stað eða við fyndum hóp af mönnum einhversstaðar í mestu vandræðum. Sem betur fer var hið fyrra rétt og við komum allt í einu að Beinakerlingunni efst á Bláfellshálsinum – ofanfrá !!! Þvílíkt bull.
    Eftir þetta var þó veginum fylgt nokkuð vel, en þetta gekk hægt aðallega vegna slæms skyggnis. Um rúmlega 2 vorum við komnir að Kerlingarfjallafleggjaranum og tókum við þá ákvörðun að gista frekar þar og fórna lauginni á Hveravöllum, því það var orðið ljóst að færið var þungt og ferðin yfir í Setur gæti orðið erfið dagin eftir – einnig var spáin þannig að það ætti að hvessa seinni partinn á
    laugardaginn.
    Það voru engin för á veginum inn í Kerlingarfjöll og skyggnið slæmt, við þvældumst þetta þó einhvern vegin áfram eftir GPS-inu og hittum sem betur fer framhjá Gígjarfossinum og á brúnna yfir Jökulfallið. Það tók okkur rúma tvo tíma að læðast þetta. Við gistum í gamla ferðafélagsskálanum sem er nú ekki sá vistlegasti – en það er allavega skjól.
    Ég hugsaði mér nú reyndar gott til glóðarinnar þegar ég sá að aðalhurðin inn í stóra Kerlingarfjallaskálann var opin, ég hafði mikið fyrir því að moka frá henni, opna hana og hrynja yfir timbrið í stiganum niður, bara til að komast að því að það er búið að steypa snyrtilega algjörlega fyrir þennan inngang í kjallaran 😉
    Um 11 á laugardeginum lögðum við af stað yfir í Setur og er það einhvert það þyngsta og erfiðasta færi sem ég hef lent í – kanski fyrir utan 4 ferða helgin yfir Langjökul í fyrra – við vorum eina 8-9 tíma að komast þarna yfir. Til að byrja með gekk á með dimmum éljum, en sem betur fer stóðu stikurnar víða upp úr, þannig að við gátum notað þær, seinna um dagin skánaði veðrið svo heldur og var mjög fallegt á köflum. Brekkurnar upp að Loðmundarsléttunni, og svo aftur brekkan upp af þeirri sléttu voru mjög erfiðar en höfðust með óhóflegri notkun á bakkgírnum og kúpplingunni.
    Við gerðum þá "vísindalegu" uppgötvun að DC-grútarbrennararnir með læstu að aftan voru betri í að
    skríða áfram á jafnsléttunni, en stutti bensín-Wranglerinn með læstu að framan var mun betri í brekkunum – þetta fundum við út því það hafði enginn okkar þolinmæði í að bíða meðan einhver annar var að hjakka, þannig að megnið af leiðinni hjökkuðum við hlið við hlið – hversu gáfulegt sem það er nú – en það er miklu skemmtilegra :-)
    Í Setrið komumst við upp úr kl. 19 um kvöldið, mátulega í súrmetið. Þar var etið og drukkið – sumir lengur en aðrir.
    Heimferðin er varla í frásögur færandi fyrir okkur, enda fórum við síðastir úr skálanum um 10:30 ásamt skemmtinefndinni og eltum bara förin eftir hina sem höfðu farið af stað 2 tímum fyrr. Við náðum svo hópnum niður á Kvíslarveituvegi við Þórisós þar sem menn fórnuðu sér í
    snjóruðningstækjahlutverkið við að ryðja sér leið gegnum púðurpollana í lækkununum á veginum þar sem hann liggur meðfram Þórisvatninu – ég sá varla út um gluggana í sumum ruðningunum, svo djúpir voru þeir.
    Kærar þakkir til Skemmtinefndar – það er ekki hægt að segja annað en að þeir stóðu sig frábærlega í matnum, og ekki er hægt að kvarta yfir sambandsleysi í þessari ferð heldur, það var hringt mjög reglulega í okkur, bæði úr bænum og úr Setrinu til að ath. hvernig gengi og voru menn klárir í að
    koma á móti okkur ef þess hefði gerst þörf.
    Takk fyrir mig.





    11.02.2003 at 21:35 #468210
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    Ef ykkur langar til að sjá myndirnar frá þeim sem höfðu kjark í alvöru ferð á Þorrablótið þrátt fyrir ófarir fyrri tilraunar. Þá eru þær [url=http://birkir.nt.is/jsp/base.jsp?q=ferdalag/myndir/2003_02_thorrablot_02_taka_2/:2isln30u]hér[/url:2isln30u].

    Kveðja Fastur





    11.02.2003 at 22:53 #468212
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Sælir félagar.

    Já það var ekki leiðinlegt að ferðast um fjöllin um síðustu helgi. Snjór, snjór og meiri snjór…. Þorrablótið var fínt, þótt nokkrir hefðu ekki getað sofið fyrir hrotum í sumum og smá spjalli í öðrum. En ég svaf eins og engill og dreif eins og Hlynur… En hvað um það…. Það eru komnar inn myndir á síðuna á mínu albúmi.

    Kv
    Palli (Hall)





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.