Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › ferðasögur helgarinar?
This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Friðrik Hreinsson 16 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
20.10.2008 at 11:59 #203089
jæja fáum við ekki eithverjar skemmtilegar ferðasögur eftir helgina?
engar myndir ??? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.10.2008 at 12:41 #631394
Ríð á vaðið.
Vesturlandsdeildin fór í sína haustferð núna um helgina. Lagt var af stað á laugardags morgun frá Shell Akranesi kl 09:30.
Farið var upp Fljótshlíðina inn á Emstruleið inn að afleggjaranum upp í Hrafntinnusker en farið þar inn á Dómadalsleið, Fjallabak og inn í Hólaskóg þar sem gist var. Vorum við að skríða inn í skála um 23:00. Á þessari leið var nægur snjór, brekku læti, affelgun og gaman gaman. Vorum flestir á 38"bílum en voru einnig í ferðinni Tacoma á 35"(Alveg ótrúlegt hvað sá bíll fer á aflinu) og Pajero V6 á 31"eða 32". Pajeroinn lenti í því óláni að affelga í einni brekkuni, en því redduðu góðir menn. Mjög skemmtileg leið og falleg. Veit reyndar ekki hver leiðin var á sunnudeginum þar sem að ég læt mér það nægja að taka laugardaginn og hélt heim um kvöldið og var mættur á skagann aftur um 01:30.
Ljómandi góð ferð og frábær ferðabyrjun á þessum vetri.
Þakka fyrir mig og mína´.
20.10.2008 at 13:10 #631396Eins og fram hefur komið á öðrum spjallþræði fór Litlanefndin í dagsferð á laugardaginn var. Þetta var góð ferð í Litlunefndarveðri, þ.e. sól og björtu.
Ferðasagan öll ásamt myndum kemur í næsta tbl. af Setrinu.
kv. Ólafur, Litlunefnd
20.10.2008 at 16:15 #631398Skruppum tveir saman inn í Setur á laugardag, Ég og fjölskyldan á 49" Ford og Helgi á 38" 90 cruiser. Reyndar var ferðinni upphaflega heitið inn í Kerlingafjöll en strax og lagt var af stað úr bænum fórum við að huga að öðrum möguleikum. Við vissum af því að Aron í Jeppaþjónustunni Breyti var á leið í Setrið með hóp af kunningjum sínum og voru sumir bílarnir í þeim hóp óbreyttir. Þeir ætluðu að fara Klakk og lögðu af stað tveimur tímum á undan okkur úr bænum. Við tókum því það upp hjá okkur að fara í kapp við þá uppeftir og ákváðum að fara Gljúfurleitaleið.
Fljótlega eftir að við fórum framhjá Sultartanga var orðin alhvít jörð og við Gljúfurleitaskála var snjódýpt orðin um 10 – 15 cm jafnt yfir. Sá snjór jókst jafnt og þétt og var á köflum um 30 cm og djúpir púðurskaflar á milli. – Bara gama og kúludráttur á 49" á köflum :-). En þegar lagt var af stað úr bænum var ekki gert ráð fyrir nema smá föl á leiðinni og því var maður varla útbúinn í vetrarakstur – eiginlega bara heppni að snjógallin var tekinn með.
En það gekk eftir að við vorum langt á undan Aroni og félögum í Setrið, enda ekki að undra þar sem að hann var með um 15 bíla á eftir sér og þar var meirihlutinn á 35" eða minni dekkjum. Reyndar gekk þeim ótrúlega vel og minnsti bíllinn sem var Range Rover Vouge á low profile sumardekkjum var ekki skilinn eftir fyrr en í nánd við Klakksskála. En áður hafði lítið breyttur econoline verið skilinn eftir með brotið afturdrif.
Þegar við Helgi komum í Setrið voru þar fyrir fjórir bílar sem komið höfðu um Kerlingafjöll í fínum snjó á þeirri leið. Eftir stutt kaffistopp ákváðum við að fara á móti hópnum sem var að koma Klakkinn og við mættum þeim efst í brekkunum fyrir ofan Kisubotna. Þá var eins og áður sagði búið að skilja eftir Econoline með brotið afturdrif og Range Rover á Low profile dekkjum. Í brekkunum var svo óbreyttur Pajero líka skilinn eftir og gott ef að ekki var einn annar óbreyttur af Land Rover kyni skilinn eftir þarna einhversstaðar.
En á endanum komust þó allir inn í Setur þar sem að grillað var og sungið eitthvað fram á kvöld.
Á sunnudeginum var veðrið ekki alveg jafn gott og deginum áður – örlítð farið að blása og snjóblinda töluverð. Við Helgi ákváðum að fylgja hópnum til baka um Klakk, enda var þarna einn 38" Suburban með óvirkt framdrif sem að þótti sýnt að þyrfti aðstoð upp erfiðustu brekkurnar og þá væri ekki verra að hafa þungan og aflmikinn bíl eins og Ford til að draga.
Það gekk eftir að aðstoða þurfti Subbann í nokkrum brekkum en að öðru leiti komust allir þessir bílar hjálparlítið til baka. Bílarnir sem skildir voru eftir voru svo hirtir upp einn af öðrum og ferðinn gekk nokkuð vel þangað til komið var að Litla Lepp. Þar Affelgaði Range Roverinn eitt af Low profile dekkjunum og svoleiðis dekk er ekki hægt að setja á felgu með þeim aðferðum sem tiltæk eru á fjöllum. En sem betur fer var hann með varadekk. Á sama stað skemmdi óbreyttur Discovery bíll tvö dekk og hvorugt var hægt að laga þarna uppfrá. Það endaði því þannig að hann var skilinn eftir á meðan að farið var niður að Flúðum og dekki reddað. Aron og félagar fóru svo aftur uppeftir og náðu honum heim og voru síðustu bílar að koma í bæinn um klukkan tvö í nótt.
Í heildina frábær ferð sem átti að verða haustferð á svo til auðu, en endaði sem flott vetrarferð með frábæru veðri og passlega miklu brasi.
Benni
20.10.2008 at 17:31 #631400Setur á 3 bílum á laugardaginn 2 38" forrunner og einum 46" ford.
Fórum við um kellingarfjöll og þar hittum við vöku gengið sem var að fara upp í setur lika.
það eru sennilega þeir fjórir bílar sem þið sáuð.
fórum við í setrið fengum við okkur að borða og biðum eftir vöku genginu.
eftir máltiðina snérum við heim og vorum kommnir í bæinn kl 20-00 eftir vel heppnaðan dag.
kv
Frikki poulsen.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.