This topic contains 53 replies, has 1 voice, and was last updated by Þrándur Arnþórsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
24.11.2007 at 14:43 #201246
Í fréttum er þetta helst að 13 bíllinn laumaði sér í ferðina og er það „Litli“ Laugi kominn á stóra Patrollu.
Fóru þeir um fljótshlíð upp í Emstrur og uppá Mýrdalsjökul við Litlu Emstruá, komnir í 1000m hæð í sólskini.
Kóf er ofar á jöklinum og þungt færi og var Magnum að festa sig rétt í þessu.
Að sögn eik búast ferðalangar við að halda í átt að Skófluklifi úr þessu.
Óhöpp eru engin að undanskildu olíusulli aftan í Landrover, en Landrovereigendur eru ekki vanir að kippa sér upp við slíkt.
Meira síðar
Kveðja Dagur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.11.2007 at 20:14 #604370
Nú er hópurinn kominn á Hvolsvöll, búnir að sulla í ám, lent í skafrenningi og hálku, 2 affelganir ofl.
Allir sam heilir og hressir, jafnevel þreittir.
kveðja
Fréttaritari
25.11.2007 at 23:36 #604372Jæja, þá er maður kominn heim eftir nærri 11 tíma akstur í dag. Þetta var frábær ferð, bjart og fallegt í gær, blint og hvasst í dag. Set inn myndir á morgun eða hinn.
Takk fyrir mig og heimsveldið
Tryggvi
26.11.2007 at 02:19 #604374á hálendið í RVK. Ég læddist hér inn um dyrnar kl. 00.30. Það var rétt hjá þér Dagur að ég þurfti pottann fyrstur á Mýrdalsjöklinum en það gerðist bara einu sinni í viðbót í ferðinni. Stundum er maður of graður og stundum of smár!!!!
–
Annars var þetta frábærlega góð ferð þó nokkuð köld væri, vegna veirusjúkdóms sem herjar á olíkyndingar í skálum landsmanna, um þessar mundir.
–
Þegar allir, nema ég og Kristinn Wium á Musso, voru farnir frá Hvolsvelli, kallaði hann í mig og bað mig um að hinkra við þar sem hann kæmi ekki Musso sjálfskiptri rennireið sinni í gang. Ekki gekk það svo að ég dró hann þaðan og niður á Vegamót þar sem við ásamt Arnþóri, gerðum heillanga og heiðarlega tilraun til að koma bílnum í gang. Endaði það með því að afturskaptið var aftengt og síðan var áfram dregið niður á Selfoss. Þar var bíllinn skilinn eftir rafmagnslaus og með bilaðann startara.Takk fyrir skemmtilega helgi.
Magnús G.
26.11.2007 at 09:23 #604376Sá þarna vitleysu í myndunum hjá þér Tryggvi.
Þar sem Biggi á Wagoneer er að fara yfir sprænuna. Þú kallar mig Arnþór en ég heiti Þengill. Og var kóarinn hans Bigga.Kveðja
Þengill
26.11.2007 at 09:42 #604378Þetta er skemmtilegur ferðasöguþráður. Ég var greinilega heldur þreyttur í gærkvöldi þegar ég renndi yfir hann og þegar ég skautaði yfir nafnarugling og tíðnirugling skautaði ég greinilega yfir meiri rugling. Ég veit að breska heimsveldið hefur staðnað síðan Gandhi bauð því byrginn forðum, en að það hafi fest sig í brekku niður í móti og verið skilið eftir er álíka satt og að ár renni upp í móti, og að tíðnin sé 6,443MHz eða hvað það nú var
En upp Sléttjökul fórum við, og niður Botnjökul (skv. korti Landmælinga 1:250 000) með allt í rauða djöfuls botni. Ferðin gekk mjög vel allt þar til að við komum að lækjunum nær skálanum. Þar lentum við í smá brasi og máttu margir þiggja spottann, þar á meðal ég. Síðasta lænan var einna erfiðust og þegar yfir hana var komið var val um að fara í torfærubras til að komast síðustu 200 metrana að skálanum. Við útivistarfríkin ákváðum að labba á meðan aðrir brösuðu í lækjum og brekkum.
Eftir mjög góðan mat á laugardagskvöldið fóru ég, Magnum og Kristinn til baka og börðum klaka undan bílunum okkar og losuðum aðeins um þá. Það var hugguleg kvöldstund í fallegu tunglsljósinu hjá okkur.
Sunnudagsmorgunn rann svo upp, svona eins og morgnar gera oftast, og eftir morgunmat og skálafrágang var hafist handa við að koma bílum af stað. Einir tveir startarar voru stirðir, svolítið af dekkjum frosin föst, en allir komust af stað. Yfir árnar fórum við aftur, sumir með spotta, aðrir ekki. Rétt við Mælifell fór eitt dekk af felgu og var heilmikið bras að ná því undan þar sem allt var gaddfreðið. En dekkið komst á og var ferðin yfir Mælifellssand hin dægilegasta, alltént fyrir okkur sem ókum í förunum, en 44" GMC tók við af Einari í ruðningi þegar færið tók að þyngjast. Við Bláfjallakvísl batnaði færið og eftir brúna yfir Markarfljót við Mosa skánaði skyggnið. Við komum svo á Hvolsvöll um kl. 20. og þar lauk ferðinni svona formlega.
Ég setti örfáar myndir í myndasafnið, en á von á fleirum frá honum Róbert kóara, sem tók margar myndir, sérstaklega á laugardeginum í blíðunni. Set inn tengil á þær um leið og hann setur þær á netið.
Takk aftur fyrir mig.
26.11.2007 at 09:44 #604380Já, hann ætlar að reynast erfiður, sannleikurinn. En ég skal laga þetta í myndasafninu Þengill.
Uppfært: get ekki breytt myndatexta.
Uppfært aftur: jú víst, ég gat breytt myndatexta, fann bara ekki leiðina að því í fyrstu tilraun.
26.11.2007 at 14:26 #604382a
26.11.2007 at 14:27 #604384Var þaðnú frekar tvísýnt hvort að við kæmumst með í ferðina eða ekki eftir að hafa brotið alveg helvítis helling í Gemlingaferðinni helginni áður, en vorum við að brasa við að koma bílnum í stand til að verða 2 á föstudagskvöldinu en vorum við samt ekki ennþá búin þannig að það var ekkert að gera annað en að vakna bara snemma á laugardeginum og klára Lilla svo við kæmumst með. Þar sem Lilli komst ekki alla leiðina í bæinn eftir Gemlingaferðina gistum við á Selfossi hjá múttu og koma Dóri á Hilux með stóðið sitt að hitta okkur þar. Lagt var af stað frá Selfossi um 9 leitið tilað hitta restina af fólkinu á Hvolsvelli. Það var kominn mikill spenningur í aftursætið en þar sátu tveir litlir tilvonandi jeppakallar og gátu valla beðið eftir að komast upp á jökul. Lögðum við af stað frá Hvolsvelli um 10 leitið. Leiðin gekk mjög vel alveg upp á jökul og var ekkert smá gaman að sprauta á ofsa hraða yfir í frábæru færi, einn peyi varð að vísu svoltið hvítur afturí þar sem glugginn var opinn og fauk allur snjórinn yfir hann, en honum fannst það alveg frábært og spurði bara hvort að ekki væri hægt að opna gluggan meira. Eftir að við komumst niður af jöklinum þurfti Lilli að þyggja spotta þar sem hann lagðist bara á kviðinn og komst hvoki aftur á bak né áfram. Kom Bessi þá til bjargar. Eftir það stóð Lilli sig með eindæmum vel alla leiðina upp í skála og þurfti nú ekki meira spotta þann daginn. Það varð nú samt aðeins að sjá hvað hann Lilli okkar gæti og fórum við yfir Brennivískvíslina á frekar skukkalegum stað þar sem við fengum ánna bara alla leið uppá húdd, en yfir fór hann að vísu með smá hjálp, en samt svona aðalega bara til að drekkja honum ekki þar sem þetta var frekar djúpt. Markir jepparnir þarna stóðu sem með eindæmum vel og má þar nefna Blá Skrímslið hans Dóra sem kom öllum á óvart. Einnig breytist á lit mitt á Rover all verulega eftir þessa ferð þar sem Breski heimsveldið hans Tryggva stóð sig alveg askottli vel verð ég að segja. Eftir alveg frábæran mat og smá blaður var lagst í koju og sofið vel. Morgunninn eftir flaug Lilli bara í gang því hann bara gat ekki beðið eftir ævintýrum dagsins. ‘ leiðinni til baka stóð hann Lilli okkar sig mjög vel og þurfti ekkert að þyggja spotta fyrr en hann var kominn fyrstur að þryðja leiðina fyrir restina af jeppunum eftir að færið var orðið aðeins of þungt og honum far farið að klæja í puttana við að sýna hvað í honum býr. Við vorum komin á Hvolsvöll um 20.30 og voru allir orðnir frekar þreyttir og svangir þannig að liðið var fóðrað og svo var bara haldið heim á leið.
Viljum við bara þakka öllum fyrir alveg frábæra ferð og þvílíka skemmtun. Sérstaklega viljum við þakka Einari og Bessa fyrir alveg frábæra farastjórn og mikla skemmtun.
Kv. Jenni og fjölsk.
26.11.2007 at 21:40 #604386Þetta er konan hans dóra hér, er einhver sem getur sagt mér hvar maður setur inn myndir?
Takk takk
26.11.2007 at 21:57 #604388Kona Dóra
Búa til nýtt myndasafn (albúm), leiðbeiningar:
1 – Skrá sig inn
2 – Velja [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum:q9xzvgc4][b:q9xzvgc4]myndasafn[/b:q9xzvgc4][/url:q9xzvgc4]
3 – Velja flokk sem passar myndefninu undir "Flokkar myndasafnsins"
4 – Velja "Nýtt myndasafn" hægramegin neðst undir "Flokkar myndasafnsins"
5 – Fylla út reitin "Titill" ( gulur reitur verður að setja texta) og síðan "Áfram"
6 – Senda síðan inn myndirnar með "Brows" og "Bæta við" hnöppunum.
7 – Síðan "Áfram" þegar allar myndirnar eru komnar.Alltaf er hægt að breyta og bæta myndasafninu síðar ef þurfa þykir, eða fela.
26.11.2007 at 23:57 #604390Það gætir nokkurs misskilnings hjá Snorra varðandi fjarskiptamálin. Ég var með talstöð og loftnet til fjarskipta á tíðnum frá 1.8 MHz. Ég kveikti aldrei á þessari stöð, einfaldlega vegna þess að það var nóg annað að gera, m.a. við að basla við að koma hita í skálann, aðstoða menn við að koma bílnunum síðustu 200 metrana að skálanum og að grilla kvöldmatinn.
Við Dagur prófuðum HF fjaskipti frá Strútsskála síðastliðið sumar með ágætum árangri, þannig að það var búið að sannreina að HF fjarskiptin virka á þessum stað (eins og öllum hinum sem Dagur prófaði í sumar).
Ég náði endurvarpanum fyrir rás 42 með 1.5 Watta handstöð inni í skálanum. Í skálanum er VHF stöð sem því miður er aðeins með tveimur af 4×4 rásunum (44 og 46).
Það yrði stór framför ef klúbburinn gæti hundskast til þess að hætta að standa í vegi fyrir því að rásir klúbbsins séu settar í minni talstöðvum, þar sem þær nýtast félagsmönnum. Það ætti að vera heimilt að setja þessar upplýsingar í allar talstöðvar, gegn því að þeir sem það gera gangist undir að virða þær reglur sem klúbburinn setur um notkun þeirra. Forsenda þess að hægt sé að framfylgja þessum reglum, er að gengið verði eftir því að menn noti kallmerki.-Einar TF3EK
27.11.2007 at 00:12 #604392Takk fyrir, það eru nú komnar inn myndir leyfi Dóra að bæta og breyta á morgun
Kv, Kolla
27.11.2007 at 00:52 #604394en það hefur alveg fyrirfarist að þakka aðstoðarkokkunum fyrir frábær störf, en það eru helstar Sigrún kona Bessa og konan hans Jenna litla, fyrirgefðu man ekki nafnið.
Einnig fær starfsmaður og formaður klúbbsins mjög gott hrós fyrir æðislega góð innkaup, nóg af öllu og meira segja eftirréttur. Bessi náði ekki að þeyta rjómann og lét okkur því fá gaffla til að borða meðBkv. Magnús G.
27.11.2007 at 11:44 #604396Ég þakka fyrir þetta Maggi minn, en svona bara svo að þú vitir það í framtíðinni þá heiti ég Ásta.
Og takk fyrir frábæra ferð bara allir, þið voruð alveg meiriháttar. Og svona bara ef að ykkur langaði að skoða þá er ég búin að setja inn myndirnar sem ég tók í ferðinni í myndasafnið okkar. (Missti mig aðeins í gær þegar ég var að setja þær inn, þær eru svoltið margar) 😀
Kv, Ásta
28.11.2007 at 03:48 #604398Ég hef sett nokkrar myndir frá mér og Þrándi á vefinn. [url=http://klaki.net/gutti/strutur/myndir.html:2thqlpg2]Hér eru tenglar[/url:2thqlpg2] á þær og aðrar myndir sem ég veit af. Endilega látið mig vita af villum í myndatextum og ef fleiri setja myndir á netið.
-Einar
28.11.2007 at 09:17 #604400Gott að ég var að misskilja þetta með loftnetið Einar.
Það væri nú munur ef alvöru HF loftnet væri til staðar í fjallaskálum, þá væri hægt að koma sér í samband á einfaldan hátt með því að taka HF stöðina með inn í skála. Reyndar myndi góð flaggstöng nálægt skálanum leysa málið fyrir vel útbúna fjarskiptamenn.
Svo fréttist sífellt oftar af mönnum sem draga á eftir sér ca 20 metra vír og tala um allt land á 3.633 Mhz (1/4 bylgjuvír)
Auðvitað væri frábært ef sett væru upp góð TETRA loftnet líka og vagga fyrir Tetra handstöðina, í það minnsta þar sem Tetra samband er til staðar. Þá gætu menn kippt inn handstöðinni og verið í góðu sambandi við umheiminn. Ekki veitir af á þessum síðustu tímum þegar fjöldi manns fylgist með heima í sófunum, tifandi af áhuga á að leggja í björgunarleiðandur ef ekki berast stöðugt fréttir af því að allt sé í stakasta lagi. Sem er í sjálfu sér hið besta mál, EF fjarskiptin eru i lagi.
Einar, þú þarft hins vegar að útskýra betur og meira yfirvegað þetta með rásirnar í litlu VHF stöðvunum, ég er ekki alveg að skilja hvað þú ert að fara.
Snorri
R16 og TF3IK
28.11.2007 at 20:38 #604402Róbert kóari er að setja myndir úr ferðinni á flickr – síðuna sína. Þær eru allar taggaðar með sama tagginu, nebblega Strútur 2007. [url=http://www.flickr.com/photos/robbik/tags/str%C3%BAtur2007/:3gby0ags][b:3gby0ags]Myndir frá Róbert.[/b:3gby0ags][/url:3gby0ags]
Síðan vil ég þakka öllum sem hafa sett myndir á netið, þær eru mjög skemmtilegar.
29.11.2007 at 18:21 #604404Þetta hefur verið fínast ferð hjá ykkur, það væri gaman að frá track af leiðinni og þá aðallega af leiðinni upp á Mýrdalsjökul og niður aftur og inn í Strút. Ef einhver ferðalanga er til í að senda mér þetta væri ég afar þakklátur. Tölvupóstfangið hjá mér er bjv hjá simnet.is
Kveðja
Snjókallinn
30.11.2007 at 10:05 #604406Ég gerði tilraun til þess að búa til [url=http://www.klaki.net/gutti/strutur/strutur7b.gpx:m290zn9q]gpx skrá með ferlinum[/url:m290zn9q] úr ferðinni. Ég hefði gaman af að heyra hvernig mönnum gengur að lessa þessa skrá, og með hvaða forritum.
-Einar
30.11.2007 at 10:19 #604408… fæ ekki að opna skrána í MapSource 6.12.4
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.