This topic contains 53 replies, has 1 voice, and was last updated by Þrándur Arnþórsson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.11.2007 at 14:43 #201246
Í fréttum er þetta helst að 13 bíllinn laumaði sér í ferðina og er það „Litli“ Laugi kominn á stóra Patrollu.
Fóru þeir um fljótshlíð upp í Emstrur og uppá Mýrdalsjökul við Litlu Emstruá, komnir í 1000m hæð í sólskini.
Kóf er ofar á jöklinum og þungt færi og var Magnum að festa sig rétt í þessu.
Að sögn eik búast ferðalangar við að halda í átt að Skófluklifi úr þessu.
Óhöpp eru engin að undanskildu olíusulli aftan í Landrover, en Landrovereigendur eru ekki vanir að kippa sér upp við slíkt.
Meira síðar
Kveðja Dagur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.11.2007 at 16:16 #604330
Hvaða á er Litla-Emstruá? Þarna eru Fremri-Emstruá og Innri-Emstruá, er þá Litlu hef ég ekki heyrt nefnda. Sú Fremri fer upp Entujökul sem ég hef ekki heyrt um að sé ekinn, en má svosem vel vera. Sú innri fer upp Sléttujökul sem er vænlegri til aksturs.
Kv – Skúli
24.11.2007 at 16:32 #604332Ég hef nú laumað mér upp Entujökul, en reikna ekki með að þeir hafi verið að þvælast þar. Líklega hefur Dagur eitthvað ruglast á örnefnunum. Ég hélt að það ætti að fara yfir jökul í Strút, aldeilis veðrið búið að vera til þess í dag og jökullinn hættulaus.
Góðar stundir
24.11.2007 at 17:08 #604334"Sú Fremri fer upp Entujökul"
Hvernig á það sér stað ?
24.11.2007 at 17:17 #604336Þeir fóru víst upp á Sléttujökul við Innri Emstruá og voru, þegar ég talaði við eik, við 989m merkið á 25,000 kortinu eða í
63 45,150N 19 04,350W
Vona að þetta nægi akkúratmanninum honum Skúlakveðja Dagur
24.11.2007 at 18:00 #604338sælir
Jökullinn heitir Sléttjökull, ekki Sléttujökull.
Annars áhugaverð leið, verð að prófa þetta einhvern tíman.
orðalöggan
AB
24.11.2007 at 18:12 #604340Nú er ég ánægður með þig Agnar, látum fantinn hann Dag fá það óþvegið. Fyrir að misþyrma svona saklausum íslenskum jöklum. Og ekki var karlinn betri við aumingja Emstru árnar. Þær fengu líka sinn skammt af orðamisþyrmingum frá Degi.
24.11.2007 at 18:17 #604342hehe… náði ekki bara Dag heldur Skúla líka við sömu iðju. Erum við ekki bara að tala um álíka sekt og að míga utan í alþingishúsið, svona 10.000 kall ?
Agnar
24.11.2007 at 18:33 #604344Átti að vita þetta að jökullinn heitir Sléttjökull en ekki SléttUjökull. Gæti náttúrulega sagt að mér sé slétt-sama eða kannski sléttU-sama, en mér er það hins vegar ekki. Örnefnin eiga að vera rétt og nægur ruglingur samt þegar mismunandi útgáfur eru í gangi og jafnvel báðar réttar. Held t.d. að fjall þarna í nágrenninu sé af sumum kallað Hattafell og öðurm Hattfell og hvortveggja sé í sjálfu sér rétt. Tindafjöll og Tindfjöll. Jónas orti ‘Blásvörtum feldi búin Tindafjöll’, en hina útgáfuna hef ég nú samt heyrt oftar og á kortum er þetta sitt á hvað.
Það er hins vegar enginn vafi á að ég fór með tómar fleipur þegar ég hélt því fram að Emstruáin rynni upp Entujökul, auðvitað rennur hún undan honum. Þarna ruglaði ég ánni og Eik saman, en sú hugsýn að sjá hann renna upp Entujökul með allan hópinn var svona sterkt í huga mér.
Kv – Skúli
24.11.2007 at 18:41 #604346Í mínum huga er ekkert mjög áríðandi að fréttaritari sé sérlega nákvæmur og ekki ætlar fréttaritari að játa upp á sig annað eins óhæfu ferk eins og fara nafnavillt á jöklum og ám.
Þótt að akkúratmaðurinn hann Skúli játi sig sekann um þvílíkt annað eins, þá telur fréttaritari slík algjörlega óþarft.Að sögn fréttaritara Dagur
24.11.2007 at 21:13 #604348Það er náttúrulega eins og frétta- og blaðamanna siður er, að vera ekkert endilega með allt kórrétt.
Kv – Skúli
24.11.2007 at 21:41 #604350góð saga á aldrei að þurfa að gjalda fyrir sannleikann.
24.11.2007 at 23:19 #604352Það er sko rétt hjá þér Bassi,þetta með sannleikan og söguna,en hvað um það.
Niður jökul fórum við og mættum hóp vélsleðamanna við Mælifellið en ekki var staldrað við til að fá fréttir mönnum lá á því laugin við Strút kallaði,og var haldið áfram rakleitt inn að skála átti það að vera en ég fann Brennivínskvíslina frekar óþyrmilega og var heldur snautlegur er Leiðangurstjórinn togaði mig og Litla-Pattann upp en það lagaðist þegar flestir hinir voru búnnir á fá svipaðar trakteringar.
Á þrem stöðum var kvíslin að gera okkur lífið leitt og fóru leikar svo að Heimsveldið hið seinna var skilið eftir í brekku sem það komst ekki niður,Patrol affelgaði við að elta för hins breska,ameríski draumurinn hennar Lellu hafði yfir síðasta haftið og þá var Einar búinn að lauma sér brekkumegin í skála.allt í allt komust 6 bílar í skála einn skilinn eftir í brekkunni og hinir lögðu ekki í síðasta haftið og gengu með hafurtask sitt síðasta spottann.
Mér leist ekki meira en svo á kokkafærni Strútsfara og snéri til baka á Mælifellsandin og hélt heimleiðis og var að koma í hús,færið á sandinum var frekar þungt austan til en lagaðist er vestur undir Kaldaklofskvísl kom og var bara flott eftir það,ég náði að festa mig einu sinni á heimleiðinni en drullutjakurinn reddaði málum þar.
Þannig er nú ferða sagan fram að þessu,en nokk tel ég ævintýri eigi enn eftir að gerast í ferðinni og hver veit nema maður laumi sér aftur á morgun eftir góðann lúr hjá ektakvinnunni,og haldi á vit ævintýra og Strútsfara.
Kv Klakinn
Setti inn nokkrar myndir úr ferðinni
25.11.2007 at 11:57 #604354Að sögn fréttaritara hefur farið fram umtalsverð leit að Strútsferðahópnum.
Búið er að leita á 455MHz og 900MHz og finnast símar fararstjórana ekki. Leitað hefur verið á 3,633MHz og 1,849 MHz að HF stöð eik, en ekkert fundist.
Ekki hefur náðst heldur á 160MHZ enda er fréttaritari ekki í sambandi við endurvarpa, en Tryggvi er að kalla á rást 42 endurvarpa.
Tetrasamband á 380MHz er heldur ekkert því ferðalangarnir fengu tetrastöð Barböru ekki lánaða því hún er á fullu að klára batteríin hjá Tryggva og Agnesi í nýliðahópnum.
Fréttaritari
(ATH. orð fréttaritara skal taka með varúð og hugsanlegt er að valin orð henti stílnum betur en sanleikanum)
25.11.2007 at 13:11 #604356Var að tala við Lauga eða 13 ferðalangin hann Fararsníkir og sagði hann að NMT samband væri afleitt á fjallabaki og GSM samband hefði komið fyrr en NMT á leið niður í byggð.
Ameríski darumurinn hennar Lellu nr1. (GMC) hefði verið óttalega ræfilslegur til hjólanna útskeifur í meiralagi og gæti verið til vandræða á bakaleiðinni.
Breska heimsveldið var komið í sjálfheldu í gær og einhver vinna að ná því.
Færi var þungt á Mælifellssandinum að klöppunum við Hvanngilskrók en skaplegt þaðan, en búast má við að bæti í snjóalög í dag.
Fréttaritari
(ATH. orð fréttaritara skal taka með varúð og hugsanlegt er að valin orð henti stílnum betur en sanleikanum)
25.11.2007 at 14:13 #604358Var að tala við Arnþór og eik á NMT og voru menn að ljúka viðgerð á affelguðu TOYJO dekki á Hilux Hinriks.
Áttu þeir skammt eftir að Mælifelli. Óvíst er hvort Öldufellsleið eða Fljótshlíðin verði valin.
Snjómugga er en skaplegt veður.
Ástæðan fyrir að ekki náðist samband á 3,633MHz var að ekki hafði verið sett upp loftnet fyrir þá tíðni.
Fréttaritari
25.11.2007 at 14:55 #604360Dagur meinar væntanlega 3,633 Mhz en ekki 6,633 Mhz (ca 80Metra bylgjulengd).
Þarna fór forgörðum gott tækifæri til að láta HF fjarskiptin rokka. Í rauninni á ekki að þurfa að setja upp loftnet fyrir þessar tíðnir, auðvelt er að koma sér upp stöng og tjúnboxi sem gera þetta sjálfvirkt. Ef Einar (TF3EK) hefði verið búinn að þá hefði samskiptaleysinu verið reddað. Ég er með svona græju og hef verið að hlusta á Rússa og Hollendinga á kvöldin, auk þess að tala við Radíóamatöara um allt Ísland.
Annars er fróðlegt að sjá menn reyna fyrir sér á 160 metrunum, erfiðara er að vera með fast loftnet á bílunum fyrir þessa tíðni, helst þarf að reisa rápstöng eða draga vír á eftir bílnum, kostar alltaf einhverjar tilfæringar. Reynsaln mun svo mleiða í ljós hvort 160 metrarnir eða 80 metrarnir henta betur til fjalla á Íslandi. (tilfróðleiks ma geta þess að gömlu góðu Gufunesstövarnar eru á um 106 metra bylgjulengd)
Snorri
TF3IK, skrifar úr rigningunni í sumarhúsi í Hollandi.
25.11.2007 at 15:09 #604362hjá þér Snorri
búinn að lagfæra textannkveðja Dagur
25.11.2007 at 15:23 #604364Það má líka nota endurvarpa 46 og 42 við Strút. Þegar hlustunarbúnaðurinn verður klár, gæti Snorri hlustað á endurvarpana í rigninguni í Hollandi, svo lengi sem hann er með tölvu. VHF er málið
Góðar stundir
25.11.2007 at 15:37 #604366Já, ég er svo heppinn að sumarhúsið er með þráðlausu Interneti.
Fáir vita að það er ekkolinkur frá Bláfjöllum á endurvarpann á Strút. Prófið að fara út í bíl ( í Reykjavik með sjónlínu á Bláfjöll) og kalla á rás 42. Aldrei að vita nema einhver á fjallabakssvæðinu svari.
Svo er nýji endurvarpinn á Hlöðufellinu alveg frábær þar sem næst í hann víða í Reykjavík (austanverðri), er hann ekki á rás 58? (hvet alla til að fara og láta forrit þessa rás inn).
Er ekki kominn tími til að fá sér gott VHF lofnet á þakið heima og hafa VHF stöð opna við sófann eða í skúrnum ? Með þessum græjum á nú að vera hægt að vera í beinu sambandi við svæðið kringum Hlöðufell og norður eftir Langjökli. Einnig við endurvarpann á Strút.
VHF virkar vel þegar samband næst, það er bara ekki allstaðar. "VHF er málið :)" segir Hlynur, það á víða við, t.d. þegar menn eru í sjónlinu við endurvarpa sem er í lagi. Víða eru því stór svæði þar sem VHF er ónothæft sem öryggistæki.
GSM virkar mjög vel þar sem það næst, það er bara ekki mjög víða á landsvísu.
NMT virkar vel þar sem það næst, það er bara ekki víða.
Tetra virkar vel þar sem það næst, það er víða og fer batnandi en er bara ekki allsstaðar.
HF getur stoppað í götin sem þessi kerfi skilja eftir sig. HF er ekki eins auðvelt í notkun og áðurnefnd kerfi og ekki er fyrir alla að nota það, en með því má ná sambandi allstaðaðar á landinu!!
Snorri
TF3IK
25.11.2007 at 16:03 #604368Ég var að heyra í Strút(Einari) alveg niður undir Kaldaklofskvísl og töluvert niður á Emstrur á 42,en hann hætti að heyra í mér við klappirnar þar sem þríhyrnumerkin eru (hvaða tilgangi þau þjóna væri gaman að vita)
En ég heyrði að endurvarpinn var að ná sendingum frá mér alveg niður í fjöllin fyrir ofan Einhyrning.
Nmt datt út við Mælifell og kom ekki inn aftur fyrr en niður í Fljótshlíð,en gsm sýndi signal við Gangnamannakofann neðan við Einhyrning.Fararsníkir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.