This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Íris Mjöll Valdimarsdóttir 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.11.2007 at 14:52 #201247
Hópurinn er kominn að Búrfelli, 14 bílar og er notuð leikaðferðinn, „maður á mann“ í fararstjórn.
Einar Sól rann til í hálku og fór eitthvað útaf vegi, en betra er að vera í fjórhjóladrifinu í hálkunni.kveðja Dagur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.11.2007 at 15:32 #604436
fór nú meir en útaf, hann velti bílnum en slapp víst ómeiddur. Þetta gerðist víst í Sámstaðamúlanum
24.11.2007 at 16:15 #604438Gott að heyra að í lagi sé með kallinn, en hvernig líður bílnum. Er hann mikið slasaður?
24.11.2007 at 16:25 #604440Hópurinn er núna um 5 km inná dómadal frá gatnamótum landmannalaugum og ljótapolls á leið í skála,voru í smá stoppi til að þétta hópinn.
Stebbi trúður er þar í farabroddi og Tryggvi þar á eftir til að hafa gætur á honum,en búið er að hitta hópinn úr suðunesjadeild og voru nýliðar að koma frá þeim,aðeins ein festa hefur verið í dag og allt gengið vel fyrir sig fyrir utan óhappið hjá Einari Sól,en kallinn er enn á ferð með hópnum á bílnum þó bíllinn sé eitthvað laskaður.
Tryggvi biður að heilsa og sagði að allir séu með bros á vör.Kv Dolli.
24.11.2007 at 17:08 #604442Einar Sól fór víst einn hring í láréttu plani, ekki lóðréttu, eða snérist á veginum og lenti með afturendan á undan, útaf veginum og skemdist afturhleri og felga.
Rocky á 29" var að affelga og er búinn að vera í vandræðum með kerti, en STEF á 3L disel var með ný kerti í varahlutakassanum.
Logn er og heiðskýrt, eða frábært ferðaveður.Kveðja Dagur
24.11.2007 at 18:01 #604444Var í Tetra sambandi við hópinn og fékk þær fréttir að þurfti hefði að tappa dekkið á þessum Rocky "til helvítis" að sögn Tryggva. Snjór er lítill en gaman engu að síður. Þau eiga von á því að það verði 1,5 til 2 tímar þar til þau koma í Hólaskóg.
Kv.
Dúkkan
24.11.2007 at 19:15 #604446Það er alltaf leiðinlegt þegar svona góðir bílar (Toyota) skemmast, tjónast, velta. En allt er gott sem endar vel og engin meiðist.
–
Kv Ísak Fannar.
24.11.2007 at 19:34 #604448Vorum að lenda í Hrauneyjum eftir frábæran dag… á fjöllum. Rétt er það að Einar fékk spark í afturendann enda veitir ekki af að hrista upp í karlinum öðru hverju.
Það hefur greinilega legið mikil vinna á bak við skipulagið fyrir þessa ferð. Fyrst var það skyndihjálpin – aðkoma að slysi. svo var verklegt í að skipta um dekk. Svo var fólk æft í að bíða… í Hólaskóg eftir vanbúnum Rocky sem að þvældist um suðurlandsundirlendið áður en hann rataðið í skálann. Á leiðinni inn í og við Landmannahelli voru æfðar festur og brekkubrun. Síðan var haldið áfram í átt að Hauneyjum og þá var verklegt í að setja affelgað 29" Rocky amstrong formula dekk aftur á felguna og tappa það líka fyrst að það var á annað borð verið að vesenast með það. Tók þetta dash af tíma en þar sem það hafði verið pantað slatti af tunglskini og logn þá var þetta eins og best verður á kosið.
Næsta verk er að grilla kjötið og eyða svo smá tíma í að horfa á stjörnurnar…. saddur.Kv. Stef….
25.11.2007 at 11:47 #604450Að sögn fréttaritara eldaði Agnes meirháttar vegalambasteik í gærkveldi, en stef búðarsendill þurfti víst að skreppa í næstu búð eftir einhverju í sósuna.
Hópurinn er lagður af stað að Háafossi og er Forrunner hafður sem undanfari undir gjörgæslu Tryggva svo ekki verði farið að Lágafossi í staðin.
Einhver snjómugga er svo útsýnið er eitthvað minna en í gær.
Spurning er um framhaldið hvert ekinn verði línuvegurinn að Gullfossi, en ekki er víst að sá vegur henti öllum bílum.
Undanhald varð á þessari ferðatilhögun og viðrðist Forrunner stefna á malbikið að Geysi í Haukadal ásamt 6 öðrum bílum, en aðrir voru þegar búnir að velja traust malbikið frekar en óljósa stlóða.
Fréttaritari.
(ATH. orð fréttaritara skal taka með varúð og hugsanlegt er að valin orð henti stílnum betur en sanleikanum)
25.11.2007 at 15:38 #604452Jæja, fólkið er á línuveginum og skemmtir sér vel. Agnes færði mér þær fréttir að nýliðarnir í hópnum hefðu tilkynnt að þeir væru komnir með malbiksofnæmi. Ekki slæmt.
Kv.
Dúkkan
25.11.2007 at 16:07 #604454Hæ, hæ.
Við ég Einar Sól og Bjarni Björgvins níliði fórum niður landsveg á Selfoss , fórum á lögreglustöðina að gefa skýrslu og síðan á sjúkrahúsið með Einar. Reindist hann rifbeinsbrotin á fleiri en einu og eitthvað meira lemstraður.
Fór ég með honum heim með bílin og síðan beint á slisavarðstofuna skildi ég við hann þar fyrir smá stundu var þá búið að innrira hann .
Bíllinn er með bogna stífu og eithvað meira lemstraðut , kemur í ljós við nánari skoðun.
Kv. Úlfurunn
25.11.2007 at 17:09 #604456Reyndar þarf nú töluvert mikið til þess að halda honum frá fjöllum.
Annars náði ég í Tryggva og voru þau við Hlöðufell. Ég náði að hringa í hann í nmt en náðum við ekki að tala sama á nmt, því hann datt strax út. Prófaði ég þá Tetra. En Tryggvi er með handsíma Motorola mtp 850 án útiloftnets. Og komst ég í gott símasamband við hann í gegnum Tetra. Athyglisvert fyrir Tetrahatara he he.
25.11.2007 at 20:15 #604458Ég fór snemma af stað í morgun þar sem ég þurti að vera komin heim að Hólum snemma.
Þessi ferð var frábær í allastaði og semmtum við feðgar okkur vel í þessari ferð. Það kom mér dállítið á óvart hvað starexinn minn var seigur í snjó.
Takk fyrir frábæra ferð.
kv
Þórður Ingi
25.11.2007 at 20:50 #604460Náði í Tryggva á NMT, en TETRA er nánast ónothæft vegna kjaftgangs milli Barböru og Agnesar.
Þau fóru línuvegin norðan við Hlöðufell og Skjalbreið og áttu um 7km í Kaldadalsveginn.
Gengið hefur hægt og þurftu flestir spotta nema Benni sem hefur dráttdrottininguna stef nánast altaf í spottanum. Grunur leikur á að hún tími ekki að hleypa menguðu borgarloftinu út á fallegu fjöllunum.
Skafrenningur og blint er á heiðinni og eins og vaninn er í svona ferðurm eru allir að bíða eftir öllum þega eitthvað bras er.
Fréttaritari
(ATH. orð fréttaritara skal taka með varúð og hugsanlegt er að valin orð henti stílnum betur en sanleikanum)
26.11.2007 at 00:08 #604462Dagur… og ég sem hélt að við værum vinir.
Ég skil ekki af hverju á ég hleypa úr bara til að hleypa úr… ef ég þarf þess ekki. Ég fór upp Mosaskarðið í 20 pundum, "hratt" í lága drifinu. Þurfti ég svo að bíða heillengi eftir borgarbörnunum.
Eina ástæðan fyrir því að ég lent einu sinni … kannski tvisvar í "meintum" spotta var sú að bíllinn minn var notaður eins og snjóhefill fyrir kviðlágu bílana.
Það sem maður þarf að fórna sér í … og fær til baka að maður sé nísk dráttardrottning… hm
–
Kv. stef… sem ítrekar tilvonandi 9.gr. (???) frjarskiptareglna… ÖLL SAMTÖL Í fjarskiptatæki eru TRÚNAÐARMÁL. (gildir einu hvort um sé að ræða nmt, vhf, cb, tetra, gsm, eða double vision).
–
PS. ég er ákaflega hefnigjörn….;->
26.11.2007 at 01:03 #604464Þakka kærlega fyrir mig, þetta var alveg mögnuð skemmtun. Það var auðvitað frábært veður og tiltölulega stór hópur sem fór í þægilegan bíltúr í gær og svo fækkaði litillega í morgun og við tók annar þægilegur bíltúr með aðeins öðru veðri 😉
Magnað að ná svo góðum hamborgara á American Style í lok dagsins… ekkert minna en frábært.
27.11.2007 at 01:52 #604466Komnar inn [url=http://www.trigger.is/gallery2/trips/20071124-nylidaferd:1jjxcjrm]nokkrar myndir úr ferðinni[/url:1jjxcjrm], sést vonandi vel hvað þeir sem fóru malbikið heim á sunnudaginn misstu af miklu 😉
27.11.2007 at 13:59 #604468Tryggvi
Ég sá að þú settir inn "stríðsmyndir"…
Ég var að spöglera hvort að þú gætir hýst fyrir mig smá videobút úr ferðinni af einhverjum 44" toyota LC í spotta aftan í eldgömlum 38" patrol í 10 pundum… Að vísu var algjör snillingur þar undir stýri, sjálf formannsfrúin hún Benní.
kv. stef….sem vill alltaf launa fyrir lambið gráa.
27.11.2007 at 14:05 #604470Endilega, skal meira að segja hýsa myndbandið fyrir þig á fínum vefþjóni út í bæ 😉 ekki vandamálið.
27.11.2007 at 16:59 #604472Tryggvi minn auðvitað hefði verið gaman að vera með ykkur ,en skildan bauð bara upp á annað og þar sem ég er búinn að fara þetta all oft fanst mér allt í lagi að ég færi með strákunum malbikið og sé ég ekkert eftir því eins og gefur að skilja.
Og gleðst ég fyrir ykkar hönd og eins að geta aðstoðað þegar á þarf að halda , þannig að ég er bara sæll og glaður með ferðina og þakka öllum fyrir góða helgi, sem mætti alver endurtaka , að vísu með einni undan tekningu þó.
Takk fyrir mig. Úlfurinn.
27.11.2007 at 20:59 #604474Hæ;
Ég vill byrja á því að þakka kærlega fyrir frábæra helgi, sem ég hafði bæði mikið gagn og gaman af. Ég held að það hafi ekki verið hægt að fá betri nýliðaferð þ.a.e.a.s fyrir þá sem fóru ekki á malbikið á sunnudeginum. Laugardagurinn fór nú reyndar ekki vel af stað (útafkeyrsla hjá Einari Sól), en eftir það leið dagurinn eins og maður væri að fletta póstkortum, að undanskildri þessari affelgun hjá Rocky-mönnum, sem reyndir félagar leystu af miklu æðruleysi og stakri snilld, ég vellti því reyndar fyrir mér hvort ekki væri bara einfaldast að moka Rocky í næsta snjóskafl og segja Rocky-mönnum að sækja hann næsta sumar, skella þeim síðan á pallinn hjá mér og kenna þeim smá lexíu, (hvað meinið þið, pallurinn er með húsi). Allt gekk vel hjá mér þ.a.e.a.s, ég festi mig ekki, en mér tókst nú ekki að komast upp þessa helv… brekku hjá Landmannahelli, var alltaf að skipta niður, ég komst að því síðar að maður á víst að velja einn gír og þenja svo drusluna eins og hægt er. Geri það næst. En allt fór þetta nú vel og dagurinn endaði með dýrindis grillsteik að hætti stjórnar 4×4. Brilliant. Sunnudagurinn var síðan alveg omvendt við laugadaginn. Kolvitlaust veður, mikið af því að menn voru að festa sig (nema Benni), en voru losaðir jafnhraðann. Ég er reynar alveg viss um það að ég hefði ekki fest mig ef ég hefði fengið réttar upplýsingar um það hversu mörg pund ættu að vera í dekkjunum við þessar kringumstæður, alveg satt. Þegar mér áskortnaðist þessi jeppi sem ég er á í dag, alveg óvart fyrir nokkrum misserum, ákvað ég að skrá mig í 4×4 svo ég gæti nú sýnt mönnum hvernig ætti að keyra jeppa. Í framhaldi af því komst ég að því að það væri nú við hæfi að grafskift mín yriði; “Jeppamaðurinn sem aldrei festi sig“. Dagurinn endaði síðan á Stælnum um kl. 23.00 að staðartíma. Þrátt fyrir að það hefði verið brjálað veður fannst mér ég alltaf vera í öruggum höndum vanra farastjóra 4×4. Frétti það reyndar í gær að ef veðrið hefði versnað aðeins hefðu þeir bílar sem ekki voru útbúnir með GPS getað lennt í vandræðum, brá aðeins en fattaði það að ég var kominn heim í Memphis og varð rólegur aftur. En og aftur get ég ekki þakkað ferðafélögum mínum nógsamleg fyrir frábæra helgi. Hvenær er næsta ferð?
Kveðja;
Kiddi
P.S. Hef verið að skoða öflugri jeppa en hef komist að þeirri niðurstöðu að loftpúðaskip er það sem koma skal.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.