This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 16 years, 3 months ago.
-
Topic
-
—
Jæja nú skal vera að fara á fjöll bíllinn í toppstandi búinn að kaupa ny dekk og dempara og setja í hann allan farangur sem þarf fyrir næstu 5 daga. Lagt af stað eldsnemma að morgni, stefna tekin að Gullfoss og Geysi þar skal vera tekið bensín og drukknir nokkrir kaffibollar áður en haldið verður á vit ævintyra. Stefna tekin á Bláfellsháls enn eithvað var maður léttur á gjöfinni, sem gerir það að verkum að ég lenti útí kantinn og að sjálfsögðu var þar stór steinn sem reif hjá mér afturdekk.Nú var komin tími til að syna kunnáttu sína hvernig á tappa dekk og loka þessari rifu sem var komin á dekkið það gekk bara nokkuð vel. Og keyra soldið hægar , að vísu lak dekkið lítið sem verður lagað síðar, stoppað á Bláfelshálsi og settur stein í vörðuna og bætt loft í dekkið. Næsta stopp er Kerlingafjöll þegar þangað var komið, sótti maður nestisboxið en hvar í andskotanum er það Æ það er á eldhúsborðinu heima sem ég ætlaði að borða úr í dag maður borðar bara minna hina dagana. Hvar er nú svefnpokinn ah þarna er hann, þá er að koma sér fyrir í koju en hvað er þetta pokinn er allur blautur ah nú man ég þegar ég var búinn að bæta dekkið þá henti ég til verkfærakistunni til og heyrði brothljóð en sinnti því ekki þar fór djúsflaskan Ó Ó . Svo að maður svaf án pokans, og angaði af svitalykt næsta dag, Svo skal haldið í Setur. Fór maður gætilega yfir grjótið og hraunið svo maður rifi ekki dekkin, lítið var í ánum og var þar engin fyrirstaða. Svo þegar komið var að Setri voru þar nokkrir fyrir svo ég ákvað að taka brekkuna með stæl fyrir framan og tók smáflug en þegar hann lenti heyrðist brothljóð. Ég læddist inn á planið, kom þá í ljós að ég hafði brotið demparafestingar að framan, það kom sér vel að hafa keypt suðuvír og suðugleraugu, nú syndi maður hæfni sína í þessari viðgerð og fékk ég aðra til að dæma og var þetta nokkuð gott. það borgar sig ekki að vera með neina syndarmennsku þar sem aðrir eru fyrir. Ég ákvað að stoppa ekki lengi dags þarna og lagði af stað Sóleyjarhöfðann, þegar þangað var komið var meira vatn í ánni en ég átti von á en lét það ekki hindra för mína og æddi útí og bíllinn fór á flot en ég sló ekkert af gjöfinni, rótaði í botn og nálgaðist land. þar sem ég var að spóla á bakkanum komu þysk hjón og drógu mig uppúr var ég spurður hvort ég væri crazy. Heppnin með þetta skipti.og stefnan tekinn á Nyjadal og þar á að gista, en bílllinn lét eitthvað ílla í styri þetta varð ég að skoða gat svosem verið styrisstangir bognar eftir lætin í ánni , þegar var komið í Nyjadal var rifið í sundur og gert við til bráðabirða og vonað að dugi í bæinn, síðan var farið að sofa með gamalt ullarteppi sem var í bílnum. Morgunstund gefur gull í mund, og taka daginn snemma nú skal halda á miðjuna og svo til Hveravallar bíllinn í þokkalegu standi. Ferðin gekk seint á miðjuna vegna ymissa kvilla sem voru að hrjá bílinn sem er vert að telja upp, þegar á miðjuna var komið var borðað nestið og teknar myndir af bílnum en eitthvað hallaði hann meira en átti að vera, svo maður skreið undir hann og kom í ljós ymislegt sem verður lagað á Hveravöllum. Þegar þangað var komið var farið að laga bílinn sem aflaga hafði farið sem er ekki vert að telja upp svona lítilræði, nú skal maður lauga sig og ná úr sér þreytunni. Eitthvað annað að hugsa og rann til á hálu grjótinu og man ekki meir, þegar ég rankaði við mér var verið að sauma saman skurð á enninu og eitthvað var ég aumur á öðru lærinu jú illa marinn, en í pottinn var farið og leið mér strax betur og aðrir þreytuverkir fóru fyrir utan marið á lærinu. Síðan var borðað nestið sem var orðið dapurt miðað við bílinn, síðan var skriðið í koju og fékk ég lánaða sæng í þetta skiptið. Daginn eftir átti að keyra á Langjökul, veðurspáin var afleit en ég lét það ekki aftra för minni og fór á jökul. Veðrið var bara þokkalegt svona framan af, komst ég að Þursaborgum og gat ég tekið þar myndir, eftir það fór veðrið að versna svo ég tók stefnu á skálann. Skyggnið var nákvæmlega ekki neitt og það var nú eins gott að ég var buin að læra á GPSið og aka eftir punktum. Megnið af deginum fór í þetta. Var svo að ég var orðinn svo þreyttur og var langt liðið á kvöld.Svo ég ákvað að sofa í bílnum enda ekki hundi út sigandi enda taldi ég mig vera vel soldið frá skálanum þegar ég vaknaði ðá var ég víst kominn örlíti> lengra en ég gerði ráð fyrir. Fyrsta sem blasti við mér þegar ég opnaði bílinn var ég við hliðina á skálinn sem ég hafði ákveðið daginn áður að sofa í. Jæja það hlaust nú ekkert óhapp af .því að sofa í bílnum að vísu var köld nóttin þá fór að heyrast í talstöðinni að menn þurftu aðstoð. það höfðu víst þeiri sofið í bílunum sínum á jökli þessa nóttina. Svo það var best að fara að hjálpa þeim og gá hver staðan væri. þarna voru sex bílar í mismunandi góðu ástandi. Svo það var best að fara að kippa í þá og nota nyja flotta spottann. þar drifu fleiri að til að hjálpa. Þetta var vel þegin aðstoð. Ég fór að kippa í bíl sem virtist töluvert fastur en af einhverjum ástæðum tók spottinn upp á því að slitna hjá mér og fékk ég spottann af fullu afli í bílinn og þar braut ég geymsluboxið og spottinn kom inn um afturrúðuna. það átti ekki af mér að ganga. þá er best að borða síðasta nestið sem leit bara betur út heldur en bílinn Jæja nú var ekki um annað að ræða en halda af stað í bæinn. Gekk ferðin bara nokkuð vel ásamt öllum hinum þangað til ég kom á hringtorgið fyrir ofan vesturlandsveg á leið inní Grafarvog þá brotnaði undan bílnum framdekkið öðru megin sem gerði að verkum að bíllinn valt og lenti á hvolfi. En eitthvað brotnaði meira í bílnum og sjálfum mér og ég kenndi illa til í öðrum handlegnum. Dreif þar að aðstoð og bað ég um að bíllinn væri færður heim en sjálfur var ég drifinn á slysavarðstofuna og kom í ljós að ég var handleggsbrotinn. þegar heim var komið voru þar tveir bæklaðir: Bíll fór í toplægi en kemur sem brotajárn til baka og maður sem fór hress í skapi og kemur til baka sem spítalamatur. Skemmtilegt ferðalag þetta.með allar sínar uppákomur …
( Allt sem hér er skrifað er til í öðrum spjáll þráðum á 4×4, að vísu örlítið breitt og stílfært hér ættu menn að getað séð sjálfan sig í ímsum adriðum till að brosa af eftir á )—
KV,,,,,MHN
You must be logged in to reply to this topic.