This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Dagskrá klúbbsins
Á stjórnarfundi síðastliðin fimmtudag var rædd dagskrá Ferðaklúbbsins. Og voru menn að velta upp ýmsum möguleikum. Þ.a.s og þá hvort ekki væri hægt að brydda upp á nýjungum og færa til ýmislegt sem þegar hefur verið á boðstólnum.
T.d var því varpað fram hvort ekki væri skynsamlegra að hafa nýliðaferðirnar frekar í janúar. En þá eru snjóalög hentugri en í lok nóvember, og hvort ekki væri ráð að færa Jökulheimaferðina á annan stað.
Einnig komu tillaga um það að hafa Óvissuferðir, sem bæði gætu verið helgarferðir eða dagsferðir. Þátttakendum í óvissuferðunum væri síðan einfaldlega kynnt hvers væri krafist um útbúnað fyrir ferðina. 44 tommu ferð kom til tals og voru t.d hugmyndir uppi um það að sú ferð ætti að vera verulega erfið. Og mætti hugsa sér að jepparnir færu ákveðna leið milli tveggja ákveðna punkta og þeir sem hefðu minnst frávik frá ákveðni rútu stæðu uppi sem sigurvegarar eða einhvern veginn þannig.
Í umræðunni um dagskrá klúbbsins kom fram að menn höfðu misjafnar skoðanir á hinni hefðbundnu dagskrá, en nauðsinlegt væri að brjóta þetta aðeins upp og til þess að ná því markmiði væri kannski eðlilegast að setja loks á laggirnar ferðanefnd. Sem hefði það hlutverk að hvetja til ferða, aðstoða fararstjóra með ýmsu móti, t,d að leggja þeim til gps gögn ofl, ofl því auglýsum við hér með eftir einstaklingum sem hefðu áhuga á að taka þetta að sér.
Mín persónulega skoðun á dagskrá klúbbsins, þegar við ræddum þetta. Var eiginlega sú að hræra nánast í öllum dagskráliðunum og henda út gömlum úreltum uppákomum. Samanber Baggaferð ofl, Fjölskylduferð mætti t.d færa úr Setrinu og jafnvel niður á láglendi.
Sleppa 4 Ferða Ferðunum og halda aðra stórferð líkt og Hofsjökulstúrinn, nema reyna að fara erfiðari leið næst, þetta var svo helvíti leiðinlega létt síðast.
Endilega komið með komment á þetta og látið ykkur detta eitthvað nýtt og óvenjulegt í hug.
Þeir sem áhuga á því að starfa í ferðanefnd er bent á póstfangið stjorn@f4x4.is
You must be logged in to reply to this topic.