FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ferðafrelsisnefnd

by Jón G Snæland

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Ferðafrelsisnefnd

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Skúli Haukur Skúlason Skúli Haukur Skúlason 15 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 14.11.2009 at 08:29 #208275
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant

    Nú hefur bæst við enn ein nefndin í hóp nefnda klúbbsins, þetta er starfshópur eða aðgerðarteymi. Sem kallast Ferðafrelsisnefnd og er með netfangið ferdafrelsi@f4x4.is
    Formaður nefndarinnar er Ágúst Birgisson stjórnarmaður og aðrir nefndarmenn eru:
    Elín B Ragnarsdóttir, Einar Kr Haraldsson, Jón G Snæland, Gísli Ólafur Pétursson, Skúli H Skúlason, Dagur Bragsson, Hjalti Magnússon, Benedikt Magnússon, Óskar Erlingsson, Þorsteinn I Víglundsson, Snorri Ingimarsson, Sæbjörg Richardsdóttir og Vilhjálmur Freyr Jónsson.
    Þessi nefnd var stofnuð eftir nokkra fundaröð með ýmsum hagsmunaaðilum. Því miður virtist ekki vera hægt að ná saman einhverjum sameiginlegum hópi ýmissa hagsmunaaðila. En við skulum vona að samstarf milli ólíkra aðila verði sem mest engu að síður. Því hagsmunirnir er mikið til þeir sömu. Þ e að viðhalda ferðafrelsi almennings.
    Eitt fyrsta verkefni hópsins var að senda frá sér fréttatilkinningu á fjölmiðla og fékkst hún birt í Fréttablaðinu og á dv.is. sjá. http://www.dv.is/frettir/2009/11/12/anaegdir-med-thingvallanefnd/

    Þar sem verkefnin eru nánast óþrjótandi og endalaus, vona ég að sem flestir standi við bakið á hópnum og bjóði fram aðstoð sína við Ágúst formann. Þau mál sem brenna mest á útivistarfólki þessa dagana eru meðal annars þessi:

    Lokanir slóða og landsvæða af einkaaðilum
    Reykjarnesfólkvangur
    Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum
    Vatnajökulsþjóðgarður ( verndaráætlun )
    Vegamál ( Slóðanefndar ríkisin )
    Landnýtingaráætlun

    Landnýtingaráætlunin er nýjast málið og er hægt að sækja sér upplýsingar um málið hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/0019.html
    Ferðaklúbburinn 4×4 og Samút hafa fengið lagafrumvarpið til umsagnar og hafa þeir Gísli, Skúli og Einar fengið það hlutverk að skoða frumvarpið.
    Ýmsir fundir eru á dagskrá næstu vikur og mánuði einsog gefur að skilja í ljósi umfangsins á þessum málum. Næstkomandi mánudag 16 nóvember er fundur með Ásahrepp um verndaráætlun á vestursvæði Vatnajökuls(þjóð)garðs. Þessi fundur er fundur með hagsmunaaðilum og ekki opin öllum. Á þriðjudaginn 17 nóvember er fundur hjá Slóðavinum með Slóðanefnd ríkisins. Og hafa þau Sesselja Bjarnadóttir hjá Umhverfisráðuneytinu og formaður nefndarinnar ásamt Ólafi Arnar Jónsson hjá Umhverfisstofnun. Þetta er opinn fundur og verður hann haldin hjá Arctic trucks Kletthálsi 3 kl 20.00. Hvet ég áhugsama að mæta, enda er þetta í fyrsta skipti sem nefndarmenn gefa almenningi kost á fyrirspurnum um þetta stóra mál.
    Sjá nánar hér. http://www.slodavinir.org/

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 15.11.2009 at 11:16 #666648
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Verð að segja að mér líst vel á þetta, þarna innanborðs eru öflugir einstaklingar sem látið hafa vel að sér kveða í þessum málum og vænti ég þess að einhver árangur náist í því að koma okkar sjónarmiðum á framfæri, sókn er jú besta vörnin. Hvet alla til að mæta á fundinn á þriðjudaginn. Kv. Logi Már.





    16.11.2009 at 16:50 #666650
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1519

    Eruð þið einhver ykkar búin að skoða þetta og mynda ykkur skoðun á málinu?





    16.11.2009 at 18:32 #666652
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Erfitt að mynda sér skoðun fyrr en kemur í ljós hverju verður breytt í lögunum. Þetta getur bæði verið ógn og tækifæri. Núverandi ákvæði um akstur eru í sjálfu sér ágæt, en þeim verður væntanlega eitthvað breytt í samræmi við það sem er að gerast varðandi ferlun á slóðum. En ákvæðið varðandi akstur á snjó og frosinni jörð þarf að verja ef einhver ógnun kemur fram við það. Tækifærið sem felst í þessu gæti falist í skýrari og ákveðnari ákvæðum varðandi almannarétt, þe. rétt almennings til að ferðast um landið. Í núgildandi lögum eru ákvæði um það en þau hafa þó ekki megnað að koma í veg fyrir að landeigendur loki leiðum með hliðum og keðjum. Kannski er þarna tækifæri til að koma í gegn skerpingu á þessu.
    Kveðja – Skúli





    16.11.2009 at 18:41 #666654
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Fulltrúi okkar í nefndinni er líklega frá Landvernd. Samút eru semsag ekki frjáls félagasamtök. Hefur formaður Samút einhverja útskíringu á því.





    17.11.2009 at 11:09 #666656
    Profile photo of Björn Oddsson
    Björn Oddsson
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 279

    "Næstkomandi mánudag 16 nóvember er fundur með Ásahrepp um verndaráætlun á vestursvæði Vatnajökuls(þjóð)garðs."

    Kom e-ð markvert fram á þessum fundi?





    19.11.2009 at 00:21 #666658
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Góða kvöldið
    Ég væri til í að heyra meira um fundinn með Ásahrepp ef það er hægt ….

    Annars fór ég á fundinn hjá Slóðavinum með Slóðanefnd Ríkisins og var hann áhugaverður á köflum (stundum á allt of lágu plani, aðeins of mikið þvaður um smáatriði um Reykjanesfólksvang og skiltin þar)

    Nokkrir áhugaverðir hlutir komu fram varðandi ferlið í kringum Slóðanefndina og hvernig samráðinu er háttað. Svona er ferlið eins og ég skil það (komið endilega með aths ef þetta er ekki rétt):
    .
    1. LMÍ / F4x4 safna ferlum fyrir tiltekið svæði og skila af sér til Slóðanefndar.
    2. Slóðanefnd sendir gögnin til sveitarfélagsins.
    3. Sveitarfélag fer yfir gögnin, leitar álits hjá hagsmunaaðilum og sendir svo tillögur sínar til Slóðanefndarinnar.
    4. Slóðanefnd fær tillögur til umfjöllunar og leitar álits hjá umsagnaraðilum
    5. Slóðanefnd fer yfir umsagnir, hefur frekara samráð við sveitarfélag ef á þarf að halda.
    6. Tillögur eru lögfestar með reglugerð og vollah, slóðum lokað !
    .
    Það vakna óneitanlega nokkrar spurningar:
    – (1) hver ákveður hvenær öllum slóðum hefur verið safnað ?
    – (2) getur slóðanefnd breytt gögnum, td út frá náttúruverndarsjónarmiðum, áður en þau eru send til sveitarfélagsins ?
    – (3) eru einverjar reglur til um hverjir eru hagsmunaaðliar, ber sveitarfélögum skylda til að tala við SAMÚT ?
    – (3) er F4x4 almennt ekki viðurkennt sem hagsmunaaðili ?
    – (4) er SAMÚT umsagnaraðili á þessu stigi ?
    – (5) hefur Slóðanefndin vald til að breyta útfærslu tillagna á þessu stigi ?
    – (6) af þessari útfærslu vissi ég ekki, er þetta ekki breyting á aðalskipulagi, þarf ekki að auglýsa osfrv ?
    – (6) almenningur virðist ekki fá að gera aths þrátt fyrir að þetta sé breyting á aðalskipulagi ?
    .
    Ég veit ekki hvort einhver getur og vill svara þessum spurningum en ákvað samt að henda þessum vangaveltum hér inn. Leiðréttið mig endilega ef ég er í ruglinu hér að ofan.
    kveðja
    Agnar





    19.11.2009 at 07:12 #666660
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ég skal reyna að svara þessum spurningum í kvöld. Þegar ég var búinn að renna yfir þær, þá sá ég að þeim verður ekki svarað á einfaldan hátt. Það er ekki hægt að svara þessum spurningum í stuttu máli enda verður báðar eða allar hliðar málsins að koma fram. Þeir sem voru á fundinum sáu og heyrðu það að það var ekki auðvelt að draga út skýr svör út úr fulltrúum Slóðanefndarinnar. Enda hefur maður á tilfinningunni að þau séu ekki fyrir hendi. Virðist manni að Umhverfisráðuneytið hafi verið að leggja upp í óvissuferð og verkefnið látið þróist eftir hendinni. Okkar aðkoma hefur allavega verið þannig og höfum við fengið nánast allar upplýsingar sem skipta máli, bakdyramegin. ( þ a segja hjá þeim sem hafa lekið í okkur upplýsingum “njósnarar”.
    Það sem ég get lesið út úr verkferli Umhverfisráðuneytisins er það, að lýðræði er leiðinlegt og það þvælist bara fyrir. Ég skal reyna að taka það saman með hverjum við höfum fundað og hvernig það kom til, enda er það mikilvægt. Þar sem því hefur verið flaggað ótt og títt að um mikið samstarf, og samráð sé í hávegum haft af ráðuneytinu og ráðherra.
    Það má þó fljóta hér með að aðkoma ýmissa hagsmunaaðila er algjör tilviljun og samræmdar aðgerðir sveitarfélaga er nákvæmlega engar. T,d er Fljótsdalshérað og Fljótsdalshreppur ekki í neinu samstarfi við Slóðanefndina, þó því hafi verið flaggað að öll sveitarfélöginn taki þátt. Það sem við heyrðum á fundi á mánudag. Þá virðast þau sveitarfélög vera búin að afgreiða sín slóðamál án aðkomu Slóðanefndarinnar.





    06.12.2009 at 16:14 #666662
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Frelsisbaráttan

    Smá fréttir af barátuni. Eftir að nefndin var stofnuð hefur verið tekið aðeins á þrem málum. Nefndin sendi frá sér pistil á fjölmiðla um lokanir á leiðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllinn. Síðan voru ný umferðarlög krufin til mergjar og sendi nefndin frá sé umsögn um það sem snýr að málefnum nefndarinnar. Og loks sendi nefndin umsögn um lagafrumvarp um landnýtingaráætlun. Þetta umsagnir ætti nú að birta hér í heild sinni.
    kv Ofsi





    07.12.2009 at 10:44 #666664
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Hér er umsögnin um landnýtingaráætlunina:
    (Þingskjalið sjálft er hægt að sjá hér:
    [url:106bmk1d]http://www.althingi.is/altext/138/s/0019.html[/url:106bmk1d])

    Reykjavík 2. desember 2009
    Iðnaðarnefnd Alþingis
    Efni: Athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu.
    Ferðaklúbburinn 4×4 fagnar því að komin er fram þingsályktunartillaga um landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu. Um leið viljum við leggja áherslu á að eftirfarandi atriði verði höfð í huga við vinnslu áætlunarinnar.

    1. Í fyrstu málsgrein greinargerðar með þingsályktunartillögunni eru tilteknir þeir aðilar sem hafa skal samráð við. Það vekur nokkra furðu að þar eru ekki tilteknir fulltrúar innlendra ferðamanna og útivistarfólks. Vaxandi hópur Íslendinga nýtir sér hálendið til ferðalaga og náttúruuppifunar og teljum við sjálfgefið að samráð sé haft við þessa hópa. Ferðaklúbburinn 4×4 er fulltrúi stórs hóps þessara ferðamanna. Auk þess má benda á að útivistarfélög hafa með sér samtök og samráðsvettvang (SAMÚT, Samtök útivistarfélaga). Landnýtingaráætlun fyrir hálendi Íslands hlýtur að þurfa að taka mið af þörfum innlendra ferðamanna, jafnt þeirra sem stunda fjölbreytilega fjallamennsku sem og hins almenna fjölskyldufólks sem kýs að ferðast um öræfi landsins.

    2. Greinargerðin fjallar sérstaklega um náttúruna sem ímynd Íslands og áhrif þess á stöðu Íslands sem ferðamannalands. Því til viðbótar má benda á að innlendir ferðamenn sem ferðast um hálendið eru að sækja í sömu auðæfi og upplifun þeirra er með svipuðum hætti. Þær áherslur sem koma fram í þessari málsgrein eru að okkar mati mikilvægar. Hálendið tapar þeim gæðum sem ferðamenn sækjast eftir ef meiriháttar mannvirki rísa þar. Þjónustustöðvar í stíl við það sem þekkist við þjóðvegi á því ekki heima inni á hálendinu. Af sömu rót er sprottið mikilvægi þess að gerð vega sé frumstæð líkt og þekkist í dag. Ferðamannavegir af þessu tagi má kalla „ökuleið án vegagerðar“ en einkenni slíkra vega eru að áhrif þeirra á umhverfið eru lágmarki og um leið upplifun þeirra sem um svæðið ferðast áhrifarík (sjá Landvernd (2007). Hálendisvegir – hvert stefnir og hvað er í húfi? Efni á vefslóðinni http://www.landvernd.is/myndir/Halendis … a_2007.pdf ).
    Þrátt fyrir þetta er ekki hægt að loka alfarið fyrir ákveðna grunnþjónustu inn á hálendinu, þá einkum gistiskála. Uppbygging nýrra gistiskála þarf hins vegar að byggja á skýrri heildarsýn og vera í sem bestu samræmi við náttúruna. Ferðafélög og fleiri félagasamtök hafa jafnan sýnt mikla smekkvísi og ábyrgð við uppbyggingu skála og rekstur þeirra og teljum við eðlilegt að þessi starfsemi verði áfram í þeim farvegi.

    3. Í umfjöllun greinargerðarinnar um víðerni er tekist á við vel þekktan línudans milli þess að vernda og njóta. Sú skilgreining á víðernum sem þarna er notuð er eftirfarandi:
    „Landsvæði sem er a.m.k. 25 km2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja á jörðu, er í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og þjóðvegum, og þar sem ekki gætir beinna ummerkja mannsins og náttúran fær að þróast án álags af mannlegum umsvifum.“
    Þessi skilgreining hugtaksins er alls ekki gallalaus. Einkum má gagnrýna að hún gerir ekki greinarmun á mismunandi umfangsmiklum mannvirkjum og ummerkju. Með henni er lagt að jöfnu orkuver og fjallaskáli, hraðbraut og ógreinileg fjallaslóð. Dæmigerð ferðamannaleið (ökuleið án vegagerðar) hefur ekki truflandi áhrif á ferðamenn þó hún sé í vel innan við 5 km fjarlægð, þó svo uppbyggð samgönguæð milli landshluta geri það. Á hálendi Íslands eru mörg svæði sem ekki uppfylla skilyrði þessarar skilgreiningar en bjóða engu að síður upp á kyrrð og þá náttúruuppifun sem þarna er talað um. Hætt er við að áætlun sem gengur í of miklu mæli út frá þessari skilgreiningu gefi skakka mynd og um leið setji óþarfa hömlur á umferð hins almenna ferðamanns, en um leið vanmeti gildi fjölmargra svæða á hálendinu. Hægt er að benda á fjöldamörg dæmi þessu til stuðnings og víða hægt að njóta öræfakyrrðar án þess að skilyrði þessarar skilgreiningar séu uppfyllt.

    4. Í kafla um undirbúningsvinnu er rætt um þá gagnaöflun sem þegar er komin í gang. Þar er tilvitnun í samantekt á vef Rannís varðandi þá vinnu og kemur þar fram eftirfarandi:
    „Fundnir verða markhópar fyrir hvert svæði sem henta eðli og umhverfi þess. Sem dæmi má nefna að á einu svæði gæti verið stefnt að þjónustu fyrir göngufólk, á öðru fyrir hestaferðir og á enn öðru fyrir jeppafólk og þá sem ferðast á vélsleðum.“
    Frá sjónarmiði ferðaþjónustunnar þar sem þarf að uppfylla þarfir ferðamanna sem koma hingað einu sinni eða sjaldan með skýrt afmörkuð markmið kann fyrirkomulag sem þetta að henta vel. Fyrir innlenda ferðamenn og útivistarfólk gegnir hins vegar öðru máli. Fyrir þann hóp eru ferðalögin öðrum þræði landkönnun og viðleitni til að kynnast eigin landi. Úthlutun afmarkaðra svæða til að stunda tiltekna ferðamennsku og/eða útivist er því mjög hamlandi. Reynslan er sú að sambúð mismunandi ferðahópa í landinu er almennt séð góð. Þau tilfelli þar sem einstaka ferðamenn telja sig hafa orðið fyrir truflunum af hálfu annarra ferðamanna gerast á afmörkuðum svæðum þar sem umferð er mikil. Þau eru ekki þess eðlis að þörf sé á svo róttækum aðgerðum eins og að skipta landinu upp í hólf, heldur er hægt að leysa úr slíkum málum með mun einfaldari aðgerðum.

    Ferðaklúbburinn 4×4





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.