This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 15 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Nú hefur bæst við enn ein nefndin í hóp nefnda klúbbsins, þetta er starfshópur eða aðgerðarteymi. Sem kallast Ferðafrelsisnefnd og er með netfangið ferdafrelsi@f4x4.is
Formaður nefndarinnar er Ágúst Birgisson stjórnarmaður og aðrir nefndarmenn eru:
Elín B Ragnarsdóttir, Einar Kr Haraldsson, Jón G Snæland, Gísli Ólafur Pétursson, Skúli H Skúlason, Dagur Bragsson, Hjalti Magnússon, Benedikt Magnússon, Óskar Erlingsson, Þorsteinn I Víglundsson, Snorri Ingimarsson, Sæbjörg Richardsdóttir og Vilhjálmur Freyr Jónsson.
Þessi nefnd var stofnuð eftir nokkra fundaröð með ýmsum hagsmunaaðilum. Því miður virtist ekki vera hægt að ná saman einhverjum sameiginlegum hópi ýmissa hagsmunaaðila. En við skulum vona að samstarf milli ólíkra aðila verði sem mest engu að síður. Því hagsmunirnir er mikið til þeir sömu. Þ e að viðhalda ferðafrelsi almennings.
Eitt fyrsta verkefni hópsins var að senda frá sér fréttatilkinningu á fjölmiðla og fékkst hún birt í Fréttablaðinu og á dv.is. sjá. http://www.dv.is/frettir/2009/11/12/anaegdir-med-thingvallanefnd/Þar sem verkefnin eru nánast óþrjótandi og endalaus, vona ég að sem flestir standi við bakið á hópnum og bjóði fram aðstoð sína við Ágúst formann. Þau mál sem brenna mest á útivistarfólki þessa dagana eru meðal annars þessi:
Lokanir slóða og landsvæða af einkaaðilum
Reykjarnesfólkvangur
Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum
Vatnajökulsþjóðgarður ( verndaráætlun )
Vegamál ( Slóðanefndar ríkisin )
LandnýtingaráætlunLandnýtingaráætlunin er nýjast málið og er hægt að sækja sér upplýsingar um málið hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/0019.html
Ferðaklúbburinn 4×4 og Samút hafa fengið lagafrumvarpið til umsagnar og hafa þeir Gísli, Skúli og Einar fengið það hlutverk að skoða frumvarpið.
Ýmsir fundir eru á dagskrá næstu vikur og mánuði einsog gefur að skilja í ljósi umfangsins á þessum málum. Næstkomandi mánudag 16 nóvember er fundur með Ásahrepp um verndaráætlun á vestursvæði Vatnajökuls(þjóð)garðs. Þessi fundur er fundur með hagsmunaaðilum og ekki opin öllum. Á þriðjudaginn 17 nóvember er fundur hjá Slóðavinum með Slóðanefnd ríkisins. Og hafa þau Sesselja Bjarnadóttir hjá Umhverfisráðuneytinu og formaður nefndarinnar ásamt Ólafi Arnar Jónsson hjá Umhverfisstofnun. Þetta er opinn fundur og verður hann haldin hjá Arctic trucks Kletthálsi 3 kl 20.00. Hvet ég áhugsama að mæta, enda er þetta í fyrsta skipti sem nefndarmenn gefa almenningi kost á fyrirspurnum um þetta stóra mál.
Sjá nánar hér. http://www.slodavinir.org/
You must be logged in to reply to this topic.