Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Ferðafrelsið er tapað?
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Guðmundsson 12 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.11.2011 at 20:52 #221472
Gott kvöld
Í dag eru 15 dagar þar til skila á inn athugasemdum við svokallaða Hvítbók. Fyrir þá sem ekki vita þá er Hvítbókin grunnur undir ný náttúruverndarlög, þar í er sú hugsun sem liggur að baki, hugsun friðlanda, þjóðgarða boða og banna!
Á Alþingi liggur einnig fyrir frumvarp um breytingu á núverandi náttúruverndarlögum, þar sem verið er að leggja til kortagrunn og fleira sem er algjörlega ótímabært. Jafnframt liggur fyrir sektarfrumvarp vegna utanvegaaksturs sem gerir m.a. ráð fyrir upptöku ökutækja.
Nokkrir aðilar hafa reynt að koma af stað póstsamskiptum stjórnar og nefnda vegna þessara mála, án árangurs að því er virðist. Á þessum þráðum hafa aðilar jafnvel boðist til að leggja fram vinnu sína, en engin svör hafa komið við því.
Ég sem félagsmaður í Ferðaklúbbnum 4×4 og áhugsamaður um ferðafrelsi á landinu óska hér með eftir að stjórn klúbbsins geri grein fyrir þeirri vinnu sem í gangi er við að gera athugasemdir við Hvítbókina. Einnig hvað verið er að gera vegna þeirra tveggja frumvarpa sem áður eru nefnd. Tíminn er að renna út og það er ekki nægjanlegt að segja að verið sé að vinna í málunum, við þurfum að vita hvað er verið að gera, hverjir eru að gera það og hvenær verður það tilbúið og aðgengilegt félagsmönnum.
Kv. Ólafur Magnússon, R-3756
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.12.2011 at 20:54 #742919
Við félagsmenn í Ferðaklúbbnum 4×4 förum um snævi þakta jörð í leita að uppruna okkar. Að leita að uppruna sínum er meðal annars uppreisn gegn inniskóarliði sem situr við ofninn og horfir á glansmyndir í sjónvarpi eða heimilistölvum.
Við erum fyrir löngu búnir að missa það þrek sem forfeður okkar höfðu hér áður fyrr til að komast af í manndrápsveðrum. Það er okkar hlutverk sem kunnum þetta í nútíma að viðhalda þekkingu á náttúruöflunum.
Í Hvítbók eru margar fagrar lýsingar á náttúru Íslands og dýralíf. Allt er þetta sett fram í þeim eina tilgangi að blinda bláeygan almenning í áróðri gegn þrekmiklum einstaklingum sem unna harðneskjunni.
Ef þessi þekking líður undir lok verður hálendi landsins líflaus auðn.
Kv. SBS.
09.12.2011 at 21:42 #742921"Víðsýni er mikið og bæði litir og form oft óvenjuleg. Sum þessara svæða eiga
sér hugsanlega hvergi hliðstæðu annars staðar á jörðinni. Miðhálendi Íslands er
lítið að stærð miðað við hinar miklu óbyggðu víðáttur Alaska og norður Kanada
og hér er ekki hægt að fylgjast með stórum villtum rándýrum eða fjölbreyttum
og stórum stofnum grasbíta (nema þá hreindýrum á Austurlandi en þau teljast
ekki til innlendrar fánu landsins). Sérstaða íslenskra víðerna felst fyrst og fremst
í fjölbreyttu og óvenjulegu landslagi og á miðhálendinu einnig í miklu víðsýni". heimild HvítbókHvítbók er að stórum hluta til innantómt hjal og blaður rómantískra draumóramanna. Skera mátti Hvítbók niður um helming í fyrstu atrennu.
…………………………………………………………………………………………………………..
Hér er meira skondið, væri einhver félagsmaður til í því að þýða þetta fyrir mig :-Þ. "Þeir sem mikið hafa ferðast um Ísland telja auðnir
miðhálendisins búa yfir mjög verðmætu landslagi en ungum háskólastúdentum,
sem lítið hafa ferðast, finnst það vera mun minna virði." heimil Hvítbók
10.12.2011 at 10:10 #742923Didda er með frábæra grein í Fréttablaðinu í dag og fjallar þar á skemmtilegan og ljóðrænan hátt um grein Snorra Baldurssonar þjóðgarðsvarðar á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Eftir að hafa lesið Hvítbókina og greinina hennar Diddu, þá er ljóst að endurrita ætti Hvítbókina af Diddu. Hún er miklu meira sannfærandi í sinni rómantík í þessari grein, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hún er að lesa og svara einhverju mest órómantískasta blaðri sem ég hef lengi séð á prenti (greinin hans Snorra).
Guðmundur G. Kristinsson
http://visir.is/hugleidingar-vegna-skri … 1712109995
10.12.2011 at 11:21 #742925Sammála. Fín og skemmtileg grein.
Kv. Árni Alf.
11.12.2011 at 11:37 #742927Ég veit ekki hversu margir hafa lesið frétt í Fréttatímanum um helgina um frumvarp Róberts Marshall og Marðar Árnasonar um þjóðgarð við Breiðafjörð norðanverðan. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Reykhólahrepps, Bæjarráð Vesturbyggðar og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps hafa öll lýst yfir furðu vegna þessa frumvarps sem sett er fram [u:duxfc4sm]álgjörlega án samráðs við sveitarstjórn og íbúa[/u:duxfc4sm].
Um þetta frumvarp að þjóðgarði við Breiðafjörð segir Þórður Áskell Magnússon til dæmis: „Ótrúlegur hroki sem landsbyggðinni er sýnd trekk ofaní æ. Ég hef það á tilfinningunni að við sem búum við Breiðafjörð eigum að verða eins og [u:duxfc4sm]Indíánar á verndarsvæðum, til sýnis fyrir ferðamenn[/u:duxfc4sm].“ Sig. Grímur Geirsson skrifar á svipuðum nótum: „Tilgangurinn með þessu er að taka stór og framkvæmdavæn svæði á landsbyggðinni í gíslingu til að [u:duxfc4sm]koma í veg fyrir alla uppbyggingu og framþróun úti á landi.“[/u:duxfc4sm]
Þetta dæmi sýnir svart á hvítu hvað við erum að eiga við í dag. Stjórnmálamenn sem vaða áfram með einhverja hugmyndafræði sem á engan hljómgrunn meðal almennings. Meira að segja víðsýnir stjórnmálamenn eins og Róbert Marshall eru komnir á villigötur og ekki má gleyma refsifrumvarpinu sem hann stendur einnig að og er í umræðu á alþingi. Í refsifrumvarpi Róberts eru uppi hugmyndir um að [u:duxfc4sm]sektir við utanvegaakstri geti numið allt að 250.000,- krónum, upptöku á ökutæki sem notað var eða fangelsisvist í allt að fjögur ár, já ég endurtek “allt að fjögur ár.[/u:duxfc4sm]
Ég vona að almenningur fari að sjá í gegnum þessa vitleisu sem er í gangi hjá stjórnmálmönnum samtímans, en þeir virðast vera í eigin hugarheimi og með einhverja áráttu um að miðstýra eða banna alla hluti og setja okkar samtímaumhverfi undir sín stjórnun í gegnum embættismenn eins og við sjáum í starfsemi Umhverfisstofnunar. Þetta er framtíð sem mér hugnast ekki og gullmolarnir sem Óli vinur minn setti einu sinni fram eiga vel við hér [u:duxfc4sm]“það ætti að hugleiða nútíma uppeldisaðferðir, nefnilega að leyfa, hvetja og leiðbeina, en ekki loka, banna og refsa.”[/u:duxfc4sm]
Guðmundur G. Kristinsson
11.12.2011 at 12:53 #742929Eftir að hafa lesið 5. kafla Hvítbókar, gerði ég eftirfarandi samantekt á niðurstöðum kaflans. Mér þætti vænt um að fá feedback á skrifin og endilega að bæta við ef menn sjá gloppur og glufur, sem sjálfsagt er nóg af.
5. Kafli Hvítbókar Umhverfisráðuneytisins
Tilvitnun í samantekt 5. Kafla ásamt athugasemdum skrifara
<em>„Draga má saman helstu sjónarmið sem felast í þeirri stefnumótun og áætlanagerð
sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan þannig að lögð sé áhersla á eftirfarandi
þætti:
1. að vernda beri það sem er sérstætt og fágætt í íslenskri náttúru,
2. að vernda beri líffræðilega fjölbreytni,
3. að leggja þurfi aukna áherslu á vistkerfisnálgun,
4. að efla þurfi kortlagningu náttúrunnar og greiningu vistgerða
5. að efla þurfi rannsóknir og vöktun,
6. að tryggja beri möguleika almennings til að njóta náttúrunnar,
7. aukin áhersla á jafnvægi verndar og nýtingar náttúruauðlinda,
8. að tryggja beri að nýting lands, lífríkis og annarra auðlinda sé sjálfbær,
9. að tryggja þurfi öryggi gagnvart dreifingu erfðabreyttra lífvera og ágengra
framandi tegunda.</em>Þessi upptalning sýnir að stefna stjórnvalda einkennist í auknum mæli af náttúruhyggju
þar sem lögð er áhersla á vernd og þróun náttúrunnar á eigin forsendum
hennar. Ofangreindar áherslur endurspeglast í þeim framkvæmdaáætlunum
sem mótaðar hafa verið á síðustu misserum þar sem m.a. er hugað sérstaklega að
vernd víðerna, landslags og sérstæðra jarðmyndana og vistgerða á hálendinu og
vernd og endurheimt votlendis og birkiskóga. Þar má einnig greina aukna áherslu
á fyrirbyggjandi aðgerðir og skráningu og útfærslu viðmiða til að tryggja markvissa
vernd. Í þessu sambandi er einnig rétt að minna á sérstakar aðgerðaáætlanir
umhverfisráðherra annars vegar um akstur utan vega og um útbreiðslu, varnir
og nýtingu lúpínu og skógarkerfils.”
1. Það er óumdeilanlegt að full þörf er á verndun þess sem sérstætt getur talist og er fágætt í Íslenzkri náttúru. Þar aðhyllist ég persónulega aðferðafræði Hellrannsóknafélagsins; staðsetning hella er ekki gefin upp, það er eina leiðin til að koma í veg fyrir skemmdir á náttúrumyndunum. Við vitum öll að vonlaust er að loka fyrir aðgang að landssvæðum, það er einungis til að hleypa illu blóði í fólk.
2. Líffræðileg fjölbreytni er víða til staðar, en þó síst á miðhálendinu, þar þrífast aðeins jurtir sem hafa aðlagast veðurfari og jarðvegi viðkomandi svæða. Hafa ber í huga að flestar plöntur á hálendinu eru ákaflega viðkvæmar fyrir öllum ágangi manna, dýra og farartækja. Skoðum aðeins eftirfarandi:
Hvað erum við að gera í skógrækt ?
Hvað með lúpínuna ?
Í báðum tilvikum erum við að hafa bein áhrif á lífríkið með því að planat trjám og dreifa fræjum, en allt í nafni umhverfisverndar.
3. Hér verð ég að játa mig sigraðan; ég veit ekki hvað þetta orð „vistkerfisnálgun“ þýðir.
4. Til að geta sett lög og reglur verður vera sterkur bakgrunnur fyrir lagasetningum, sem og fræðilegur grunnur. Er ekki ráð að efla þennan þátt áður en lög og reglur sem flestir eru ósáttir við, eru sett ?
5. Hér bendi ég á 4. lið. Vöktun er kannski svolítið í ætt við rannsóknir ?
6. Að tryggja almenningi möguleika á að njóta náttúrunnar!!! Þetta ætti í raun að vera hornsteinn náttúruverndarlaga; náttúra sem enginn sér eða getur notið er einskis virði.
7. Það virðist frekar vera stefna stjórnvalda í dag að friða náttúruna til að koma í veg fyrir alla nýtingu.
8. En svo á að samræma nýtingu og friðun; þessi kafli býður upp á nokkrar (margar) þver- og mótsagnir.
9. Hvernig tryggir maður öryggi gegn dreifingu utanaðkomandi jurta (lúpínu) ? Einfaldasta leiðin væri algjört bann við dreifingu fræja sem og að uppræta viðkomandi tegundir.
a. Velkomin í sandbyl á Mýrdalssandi
b. Einu sinn var Skógarsandur svartur, en það breytist hratt
Þetta eru mínar hugleiðingar varðandi 5. Kafla Hvítbókar. Það er hægt (að einhverju leiti) að lesa inngang og samantekt hvers kafla til að gera sér grein fyrir raunverulegu innihaldi.Kveðja
Steinmar
11.12.2011 at 13:31 #742931Eftir að vera búinn að lesa megininntak 6. kafla fann ég nokkurskonar útskýringu á orðinu "vistkerfisnálgun":
”Vistkerfisnálgun fylgir einnig að víðtækt samráð er haft við alla hagsmunaaðila
og almenning þegar teknar eru ákvarðanir um nýtingu og stjórn auðlinda og
náttúruvernd. Á síðustu árum hefur verið lögð síaukin áhersla á þátttöku almennings
í töku ákvarðana um umhverfismál og í samræmi við það settar reglur til að
tryggja aðgang að upplýsingum. Hér á landi gilda um þetta lög um upplýsingarétt
um umhverfismál nr. 23/2006. Markmið þeirra er að tryggja almenningi aðgang
að upplýsingum um umhverfismál, sem stjórnvöld hafa yfir að ráða eða geymdar
eru fyrir þeirra hönd, til að stuðla að sterkari vitund um málefni á umhverfissviði,
frjálsum skoðanaskiptum og aukinni þátttöku almennings í töku ákvarðana um
umhverfismál. Upplýsingar sem lögin taka til varða m.a. ástand afmarkaðra þátta
umhverfisins, til dæmis vatns, jarðvegs, lands, landslags og náttúruminja, líffræðilegrar
fjölbreytni og þátta hennar, og samspil milli þessara þátta. Einnig ráðstafanir
í tengslum við stefnumótun, löggjöf, skipulags- og framkvæmdaáætlanir og
samninga á sviði umhverfismála.”Þarna er farið fögrum orðum um samvinnu, upplýsingaaðgang og skoðanaskipti við almenning. Minna virðis samt vera gert af hálfu stjórnvalda að fara eftir þessu.
Eins og Jón Snæland benti á eru sumir hlutar Hvítbókarinnar fyrir utan okkar hagsmuna/áhrifasviðs en samt tel ég rétt að sem flestir lesi í gegnum tekstann, þó ekki væri nema á hundavaði. Ég er að lesa þetta í smáskömmtum, þar sem ég er frekar tímabundinn við gerð lokaverkefnis í námi, en ég geri það sem ég get.Kveðja
Steinmar
11.12.2011 at 14:51 #742933Frábært innleg hjá Steinmari Gunnarssyni sem gefur mér og vonandi fleirum markvissa og góða sýn á heildardæmið í Hvítbókinni. Margt af þessu er ekki inn á okkar áhrifasviði í dag, en tengist samt þegar þegar heildaráhrif Hvítbókarinnar koma inn í breytingar á náttúruverndarlögum og hefur þar með áhrif á okkar umhverfi til framtíðar. Okkar stærstu mál eru tengd almannaréttinum og að fá viðurkennt:
– Véknúin ökutæki verði inni í almannarétti (viðurkennd sem farartæki til ferðalaga með ákveðnum réttindum)
– Tryggja að vegagagnagrunnur verði ekki að veruleika nema í víðtæku samstarfi við almenning
– Undirliggjandi tóni Hvítbókar og þar með Náttúruverndarlaga um bann við öllu sem ekki er leyft, verði breytt.Því miður hef ég verið síðustu daga að vinna í stórum málum í öðrum stórum félagsamtökum og hef ekki getað sett þann tíma í Hvítbókina sem ég hefði viljað.
Guðmundur G. Kristinsson
13.12.2011 at 00:13 #742935Það hittist hópur hjá Ferðaklúbbnum 4×4 í kvöld til að fara yfir drög að athugasemdum um Hvítbókina sem Elin Björg Ragnarsdóttir lögfræðingur hafði unnið. Þessi drög eru vel unnin og þar kemur til mikil þekking Elínar á almannrétti og ekki síst hennar reynslu af ferðum um hálendið til áratuga.
Það er með ólíkindum hvernig nefndin sem vann Hvítbókina hefur umsnúið almannaréttinum sem unninn var þegar hestar voru aðal samgöngutækið hér á landi. Almannarétturinn var upphaflega skráður til að tryggja réttindi almennings til að ferðast um landið, en nefndin sem vann Hvítbókina segir almannaréttinn tryggja kyrrð og ró fyrir gangandi fólk. Með þessu setur nefndin fram algjörlega nýja túlkun á almannrétti sem sýnir hve einsleitur hópur vann að þessu verkefni og ótrúlegt hvernig þessir aðilar setja til hliðar hagsmuni allra annarra en þeirra sem ganga á tveimur fótum.
Athugasemdir Ferðaklúbbsins 4×4 verða settar á vef klúbbsins þegar þær eru tilbúnar og búið að senda þær inn.
Guðmundur G. Kristinsson
15.12.2011 at 23:03 #742937Athugasemdir klúbbsins við Hvítbók fóru til ráðuneytisins í dag. Þeir sem hafa áhuga á að lesa athugasemdirnar geta skoðað PDF útgáfu af þeim sem eru sem viðhengi [url=http://f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1682:frettatilkynning-fra-fereaklubbnum-4×4-vegna-hvitbokar&catid=48:frettir&Itemid=443:39gn4t32]við fréttina[/url:39gn4t32]
Kveðja,
Hafliði
16.12.2011 at 03:30 #742939Glæsilegar athugasemdir hjá ykkur í nefndinni og öðrum sem lögðu þar hönd á plóg. Ég vil þakka ykkur fyrir vinnuna og eljuna við að skila þessu inn. Samkvæmt þessu er " Ferðafrelsið ekki tapað " og vonandi verður allt af þessu tekið til athugunnar og viðhaft samráð og samstarf við alla í framhaldinu.
Varnarbáráttukveðjur
Magnús G.
Umhverfisnefnd.
16.12.2011 at 09:22 #742941Athugasemdir eru mjög flott unnar og ef þessir "hvítflibbar" sem standa að Hvítbók taka ekki mark á þessu hvað er þá til ráða?
Við hljótum að geta komið þessu á einstaka þingmenn til að vekja þá til vitundar um hvað er í gangi þarna. Best væri ef einhverjir innan raða klúbbsins sem þekkja persónulega eða tengjast að senda á þá.
Ég þekki blaðamann og hef hugsað mér að fá þann aðila til að aðstoða. Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir hvað er verið lúsmkast með þarna og nennir sjálfsagt ekki að spá mikið í það. Þessvegna er leikurinn fyrir Hvítbókarnefnd frekar ójafn og stórhættulegur.
Ef ekkert verður á okkur hlustað að þá þurfum við að grípa til aðgerða og þá meina ég aðgerða sem fjölmiðlar hefðu áhuga á að mæta á staðinn til að segja frá. Við gætum t.d. fylgst með fundum ríkisstjórnar í Stjórnarráðs húsinu og lokað fyrir aðgengi þeirra annaðhvort að eða frá Stjórnarráði. Gætum farið á frúarbílum eða jeppum og lagt þeim þannig að það torveldi ferð þeirra. Kannski fá þeir tilfinningu fyrir skertu ferðafrelsi við þannig aðgerðir og einnig ætti að vera tækifæri til að afhenda þeim athugasemdir varðandi þetta mál með myndavélarnar blossandi.Nú hef ég ekki lesið Hvítbók spjaldana á milli en spyr hvort einhverstaðar sé´komið inn á þátt björgunarsveita við æfingar eða útköll. Er ekki þörf á vélknúnum ökutækjum þegar göngumaður slasast eða er örmagna einhversstaðar út í náttúrunni.
kv, HG
A-111
16.12.2011 at 10:21 #742943Það er mjög gott að þeir sem þekkja til hugsanlegra áhrifavalda sendi fréttatilkynninguna og athugasemdirnar á viðkomandi tengiliði. Um að gera að dreifa þessum skjölum á sem flesta.
Kveðja,
Hafliði
16.12.2011 at 11:02 #742945Hvítbókarathugasemdirnar eru mjög faglega og vel unnar og varla hægt annað en að taka mark á þeim.
Mér finnst það þurfi að taka nokkur "highlights" úr skýrslunni og senda á fjölmiðla, ásamt fréttatilkynningu um að athugasemdir hafi verið sendar.
En ég vill jafnframt benda á að á Alþingi Íslendinga eru 2 frumvörp núna. Frumvörp sem þegar hafa farið í gegn um umræður og nefnd. Þessi frumvörp fjalla m.a. annarsvegar um lögleiðingu kortagrunns, þar sem allur akstur er bannaður nema um þær leiðir sem eru leyfðar í grunninum og hinsvegar refsingarnar sem geta verið að 250þ kall sekt, upptaka ökutækis eða fangelsi að 4 árum. Og það er þannig að þessar sektir geta verið notaðar, jafnvel þó ferðalangur sé á vegslóða, einfaldlega ef vegslóðinn er ekki á kortagrunninum !!!
Athugið að þetta á við um alla sem munu ferðast um Ísland í framtíðinnim ef það verður samþykkt og því mikilvægt að allir sem geta haft áhrif til að stoppa þetta beiti áhrifum sínum og það strax, því það er því miður mjög líklegt að þetta verði samþykkt á Alþingi á næstunni, verði ekki við brugðist.
Félagsmaður í Ferðaklúbbnum 4×4, Róbert Marshall, er flutningsmaður sektarfrumvapsins og ég held hann tali ekki nema fyrir munn eins félaga í klúbbnum í þessu máli.
Félagar, vinsamlegast notið málefnalegar athugasemdir, en ekki persónuleg níð og árásir þegar þið fjallið um þessi mál.
kv. Óli
17.12.2011 at 19:37 #742947http://mbl.is/frettir/innlent/2011/12/1 … fellsleid/
Umfjöllun um Samgöngumál í Vatnajökulsgarði í á mbl.is í dag. kv Ofsi
18.12.2011 at 23:18 #742949Þetta er með ólíkindum lestur það er alveg greinilegt að það þarf að hrista uppí þessu annars verður þjóðvegur 1 eini vegurin sem má aka
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.