Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Ferðafrelsið er tapað?
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Guðmundsson 13 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
30.11.2011 at 20:52 #221472
Gott kvöld
Í dag eru 15 dagar þar til skila á inn athugasemdum við svokallaða Hvítbók. Fyrir þá sem ekki vita þá er Hvítbókin grunnur undir ný náttúruverndarlög, þar í er sú hugsun sem liggur að baki, hugsun friðlanda, þjóðgarða boða og banna!
Á Alþingi liggur einnig fyrir frumvarp um breytingu á núverandi náttúruverndarlögum, þar sem verið er að leggja til kortagrunn og fleira sem er algjörlega ótímabært. Jafnframt liggur fyrir sektarfrumvarp vegna utanvegaaksturs sem gerir m.a. ráð fyrir upptöku ökutækja.
Nokkrir aðilar hafa reynt að koma af stað póstsamskiptum stjórnar og nefnda vegna þessara mála, án árangurs að því er virðist. Á þessum þráðum hafa aðilar jafnvel boðist til að leggja fram vinnu sína, en engin svör hafa komið við því.
Ég sem félagsmaður í Ferðaklúbbnum 4×4 og áhugsamaður um ferðafrelsi á landinu óska hér með eftir að stjórn klúbbsins geri grein fyrir þeirri vinnu sem í gangi er við að gera athugasemdir við Hvítbókina. Einnig hvað verið er að gera vegna þeirra tveggja frumvarpa sem áður eru nefnd. Tíminn er að renna út og það er ekki nægjanlegt að segja að verið sé að vinna í málunum, við þurfum að vita hvað er verið að gera, hverjir eru að gera það og hvenær verður það tilbúið og aðgengilegt félagsmönnum.
Kv. Ólafur Magnússon, R-3756
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.11.2011 at 21:07 #742879
Sammála því að eitthvað verður að gera.
Ef við skilum ekki inn athugaasemdum í Hvítbókina núna fyrir 15 desember verður mun erfiðara að koma með þær síðar.
Hvet fólk til að lesa Hvítbókina, þá mun alvarleiki málsins renna upp fyrir fólki.
Snorri
R16
30.11.2011 at 21:12 #742881http://www.umhverfisraduneyti.is/hvitbok
Þetta er að sjálfsögðu ekki einkamál einhverra nefndar eða stjórnar. Hér er einfaldlega of mikið í húfi. Ef einhvertímann er þörf á að þétta raðirnar og snúa bökum saman. Þá er það núna. Þær breytingar sem eru í farvatninu í Hvítbók, eiga sér ekki samsvörun í þessum málaflokki hvað okkur varðar. Því þarna er farið um víðan völl í málaflokknum okkar og aðkoma okkar að Hvítbók var enginn á vinnslustigi hennar.
30.11.2011 at 21:37 #742883Hvet menn sérstaklega til að lesa kafla 3.5 í heild. það er athyglisvert hvað höfundar hvítbókar hafa mikla óbeit á hagvexti.
Kv. Júnni R-268
30.11.2011 at 23:34 #742885Heil og sæl.
Á kynningarfundi sem haldinn var á Akureyri kom fram að skilafrestur athugasemda við "Hvítbókina" væri allt of stuttur. Bæjarstjórinn á Akureyri tók undir það og óskaði eftir svörum um hvar sveitarfélögin stæðu í þessu máli.
Stjórn og/eða ferðafrelsisnefnd verða að ræða við ráðuneytið og fá það á hreint hvort athugasemdir við skilafrest hafi borið árangur.Bestu kveðjur,
Elli.
30.11.2011 at 23:57 #742887Ekki hef ég sé breytingu á dagsetningunni. Á meðan svo er verðum við að gera ráð fyrir því að þetta sé lokadagurinn. kv JS
01.12.2011 at 07:20 #742889Við verðum að gera ráð fyrir óbreyttri dagsetningu þangað til annað kemur í ljós.
Tíminn er stuttur og við verðum að virkja sem flesta.Það sem hinn almenni félagsmaður getur gert er að ná í eintak af hvítbókinni og lesa. Þar sjáið þið framtíðina sem verður ef ekki koma athugsasemdir og tillögur frá útivistarfólki sem ferðast á eigin vegum.
Norska leiðin er mikið nefnd í hvítbók. Þar er allt bannað nema það sem er leyft. Nú eru svo illa komið með þekkingu norsku þjóðarinnar á ferðatækni nútímans að þeir eru að kaupa jeppabreytingar af Íslendingum í stórum stíl. Norðmenn kunna alveg að smíða en þá vantar þekkinguna til að hanna breyta jeppa og vita hvað virkar.
Það er vegna þess að norska þjóðin hefur ekki fengið tækifæri til að ferðast á vélknunum tækjum um eigið land á snjó eins og hér hefur verið leyft. Tónninn í hvítbók er að banna þetta líka hér.
Ég veit að meðal þúsunda félagsmanna F4x4 leynist fólk sem hefur þekkingu og getu til að láta til sína taka í þessum máli. Fólk sem vill leggja sitt af mörkum en hefur ekki fundið sér vettvang innan F4x4 til að leggja málunum lið. Fólk sem ann ferðafrelsi einstaklinga, fólk sem vill ferðast áfram á eigin vegum. Þetta er ákall til ykkar, hér er tækifærið, gefið ykkur fram og tökum á þessu saman.
Snorri
R16
01.12.2011 at 09:39 #742891Þetta er mjög brýnt mál og verður að spyrna fótunum við öllum skerðingum á ferðafrelsi.
En væri ekki fínt ef það væri hægt að búa til texta sem menn get stuðst við til að senda inn. Ég veit að það gæti sparað mönnum tíma að komast að réttu orðalagi svo þessir herrar og frúr sem hafa með málið að gera geti skilið okkur sauðsvartan almúgann.
Með baráttu kveðju Kristján K. R98
01.12.2011 at 10:12 #742893Ég renndi aðeins í gegnum almannaréttinn í Hvítbókinni og setti hér að neðan það sem snéri að vélknúnum farartækjum. Akstur vélknúinna ökutækja virðist ekki falla undir undir almannarétt um ferðafrelsi og réttur okkar er því gjörsamlega fyrir borð borinn í Hvítbókinni. Þarna er eitt af þeim grundvallaratriðum sem við þurfum að berjast fyrir og ef við gerum það ekki, verðum við réttlaus sem ferðamenn til lengri tíma. Skoðið þetta hér að neðan.
Guðmundur G. Kristinsson
_____________________________________________________________
[b:5sx7m7jw]19.4.1 Umfang almannaréttarins og hugtakið útivist[/b:5sx7m7jw]
Með tilkomu vélknúinna ökutækja og vegalagningu opnaðist almenningi aðgangur að stórum svæðum landsins sem áður voru flestum ókunn. [u:5sx7m7jw]Hvorki hér né á hinum Norðurlöndum leiddi þessi þróun til rýmkunar almannaréttarins á þann hátt að hann næði almennt til farar á vélknúnum ökutækjum.[/u:5sx7m7jw][u:5sx7m7jw]Allt að einu er ljóst að almannarétturinn verður ekki túlkaður svo að hann veiti fólki almennan rétt til farar á vélknúnum ökutækjum um fjöll og firnindi utan skipulagðs vegakerfis. Í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga að af umferð vélknúinna ökutækja stafar hávaði sem skerðir mjög þá friðsæld sem annað ferðafólk sækist eftir með útivist.[/u:5sx7m7jw]
[b:5sx7m7jw]19.4.3 Form og efni kaflans um almannarétt[/b:5sx7m7jw]
[u:5sx7m7jw]Nefndin telur að ákvæði um akstur utan vega og á vegslóðum eigi ekki vel heima meðal greina um almannarétt enda fellur akstur á vélknúnum ökutækjum almennt ekki undir almannarétt eins og hann hefur verið túlkaður og afmarkaður í íslenskum rétti.[/u:5sx7m7jw] Flytja mætti þá grein sem fjallar um akstur utan vega aftast í kaflann og láta fyrirsögn kaflans endurspegla það að hún falli ekki innan almannaréttarins. Einnig mætti fjalla um akstur utan vega í sérstökum kafla.[b:5sx7m7jw]19.4.8 Heimild til að takmarka umferð í óbyggðum[/b:5sx7m7jw]
Ástæða væri til að íhuga hvort hægt væri að koma upp rafrænu ábendingakerfi þannig að ferðalangar gætu sent stofnuninni ábendingar um ástand svæða. Slíku kerfi hefur t.d. verið komið á laggirnar vegna ágengra plantna, þ.e. lúpínu og skógarkerfils. Hins vegar telur nefndin nauðsynlegt að auk heimildar til að loka svæðum að undangenginni málsmeðferð samkvæmt 19. gr. sé í lögunum heimild til skyndilokunar.
Íslensk náttúra er almennt séð viðkvæm fyrir ágangi og því er [u:5sx7m7jw]nauðsynlegt að til staðar séu heimildir til að bregðast skjótt við ef sérstakar aðstæður skapa verulega hættu á tjóni af völdum umferðar. [/u:5sx7m7jw]Nokkrum sinnum hafa á síðustu árum komið upp tilvik þar sem þörf hefði verið á slíkri heimild. [u:5sx7m7jw]Sem dæmi má nefna ástand sem skapaðist vegna mikillar ásóknar ferðamanna að nýju hrauni á Fimmvörðuhálsi. [/u:5sx7m7jw]Dæmi um hliðstæðar heimildir eru í 48. gr. vegalaga nr. 80/2007 um skyndilokun vega og í 11. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 79/1997 um skyndilokun veiðisvæða.
01.12.2011 at 13:02 #742895Hér er síðan um að ræða ákvæði sem snúa að breytingum á núverandi náttúruverndarlögum og kemur fram í Hvítbókinni. Þarna er fullyrt að þegar sé hafin vinna við að greina vegslóða í samstarfi við einhver sveitarfélög. Hvers vegna er F4x4 ekki í þessu samstarfi, en megnið af þeim mælingum sem liggja til grundvallar eru unnar af F4x4 og Landmælingum. Hafa F4x4 óskað formlega eftir aðkomu að þessu máli? .. og þarf ekki að senda slíka beiðni aftur sem athugasemd varðandi Hvítbókina (ef hún hefur verið send áður).
Guðmundur G. Kristinsson
______________________________________________________________[b:2zy17n6f]8.2 Akstur utan vega – 17. gr. náttúruverndarlaga[/b:2zy17n6f]
Enda þótt 17. gr. náttúruverndarlaga kveði á um almennt bann við því að aka utan vega [u:2zy17n6f]hefur slíkur akstur verið vaxandi vandamál á Íslandi.[/u:2zy17n6f] Landið er víða viðkvæmt fyrir ágangi og utanvegaakstur getur valdið skemmdum á náttúrunni sem sýnilegar eru árum eða áratugum saman. Einn ágalli 17. gr. felst að mati nefndarinnar í því að hugtakið vegur er ekki sérstaklega skilgreint í lögunum heldur hefur verið byggt á skilgreiningu umferðarlaga á hugtakinu við skýringu ákvæðisins.224 Sú skilgreining er af eðlilegum ástæðum afar víð og hentar því illa til afmörkunar á bannákvæði 17. gr. náttúruverndarlaga. [u:2zy17n6f]Af þessum sökum lagði nefndin til að hugtakið vegur yrði skilgreint sérstaklega fyrir náttúruverndarlög og að orðskýringunni yrði bætt inn í 3. gr. laganna.[/u:2zy17n6f]Nefndin lagði í frumvarpsdrögum sínum til að ný grein kæmi í stað núgildandi 17. gr. nvl. [u:2zy17n6f]Þó er þar gengið út frá því að meginreglan, um bann við akstri vélknúinna ökutækja utan vega, haldist óbreytt.[/u:2zy17n6f] Lögð eru til skýrari ákvæði um undantekningar frá þessu og jafnframt kveðið á um sérstaka aðgæsluskyldu ökumanna sem heimild hafa til aksturs utan vega. [u:2zy17n6f]Veigamesta breytingin sem felst í tillögu nefndarinnar varðar gerð kortagrunns sem sýna skal vegi og vegslóða utan hins almenna vegakerfis landsins þar sem heimilt verður að aka vélknúnum ökutækjum. Lagt er til að umhverfisráðherra kveði nánar á um kortagrunninn í reglugerð en að Landmælingar Íslands annist gerð hans og uppfærslu. Gert er ráð fyrir að kortagrunnurinn verði gefinn út og birtur með formlegum hætti og að hann feli því í sér réttarheimild um það hvar leyfilegt er að aka vélknúnum ökutækjum. [/u:2zy17n6f]
[u:2zy17n6f]Þegar er hafin vinna á vegum umhverfisráðuneytisins, í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög[/u:2zy17n6f], við að greina vegslóða á miðhálendinu og kortleggja þá. Þegar þeirri vinnu er lokið er gert ráð fyrir að hafist verði handa við flokkun vegslóða á láglendi. [u:2zy17n6f]Í tillögu nefndarinnar að nýrri 17. gr. eru tilgreind þau sjónarmið sem lögð skulu til grundvallar ákvörðun um hvort vegslóðar skuli merktir í kortagrunninn. [/u:2zy17n6f]
02.12.2011 at 18:04 #742897Það kemur ekkert svar frá stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 við fyrirspurn Ólafs Magnússonar um vinnu varðandi athugasemdir um Hvítbókina eða aðra hluti sem eru í gangi. Er í gangi bann til stjórnarmanna um að tjá sig eða hafa stjórnarmenn ekkert fram að færa um okkar stærstu hagsmunamál?
Hvers vegna taka stjórnarmenn ekki þátt í tölvupóstsamskiptum innan klúbbsins eða hér á opnu spjallumhverfi?
Hvers vegna hefur stjórn ekki svarað þeim aðilum sem hafa boðið fram vinnu?
Hvers vegna hefur stjórn ekki sett af stað vinnuhópa til að fara kerfisbundið yfir Hvítbókina?
Hvers vegna hefur stjórn ekki sett í gang lögfræðilega úttekt um heftingu á Ferðafresli í Hvítbókinni?
Hvers vegna hefur stjórn ekki sett í gang markvissa vinnu innan nefnda hjá klúbbnum?
Hvers vegna hefur stjórn ekki staðið fyrir opnum fundi innan klúbbsins um náttúruverndarlögin?
Hvers vegna hefur stjórn ekki svarað efnislega tillögum frá formönnum nefnda um aðgerðir?Ef stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 hefur ekki dug til að standa í lappirnar og leiða okkar hagsmunabaráttu, þá þarf að boða til aukaaðalfundar og fá inn fólk sem er tilbúið að standa að nauðsynlegum aðgerðum til að koma í veg fyrir að á Íslandi skapist sama ástand og er í Noregi, allt bannað.
Það er engin tilviljun að í Hvítbókinni er talað um norræna náttúruvernd og vísað til Noregs og Danmörku. Hvers vegna haldið þið að ekki sé rætt um Svíþjóð (sem líka er norrænt ríki)? Ástæðan er einfaldlega sú að í Svíðþjóð náðist sátt um að tryggja ferðafrelsi og réttindi hins almenna ferðamanns til að fara um eigið land. Þetta hugnast ekki miðstýringarliðinu í ákveðnum stjórnmálaflokkum sem hafa það að leiðarljósi að útrýma öllu á hálendinu sem ekki gengur á tveimur fótum.
[u:1uewy2sm]Í Hvítbókinni er talað um að ekki þurfi að skilgreina rétt þeirra sem aka um á vélknúnum ökutækjum og slík farartæki skerði mjög þá friðsæld sem annað ferðafólk sækist eftir.[/u:1uewy2sm] Lesið þetta vel, því þetta er grunnurinn í Hvítbókinni sem skrifuð er af einkavinum ákveðins stjórnmálaflokks, fyrir einkavini þess flokks í ákveðnum “Göngu” elítu samtökum sem hafa nýlega sagt sig úr samstarfi við alla aðra útivistarhópa á landinu.
Guðmundur G. Kristinsson – ferðamaður sem vill jafnrétti á hálendinu
07.12.2011 at 10:49 #742899Hefur einhver kynnt sér hvernig þessum málum er háttað hjá svíum og hvernig að þeim var staðið á sínum tíma ?
Er ekki óþarfi að finna upp hjólið í þessu ef svíar hafa staðið í svipuðum málum áður ?
07.12.2011 at 18:29 #742901Umhverfisráðuneytið virðist nánast eingöngu horfa til Noregs, þar sem allt er bannað, nema það sé sérstaklega leyft.
07.12.2011 at 20:53 #742903Hér er linkur á frábæra frammistöðu Hafliða formanns Ferðaklúbbsins 4×4 á Stöð 2: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fil … 941E8DDD86
Gaman er að geta þess að komin er í gang lögfræðileg úttekt á Hvítbók náttúruverndarlaga hjá Ferðaklúbbnum 4×4 og athugasemdir við hana verða sendar. Markmiðið er að koma réttindum ferðafólks á vélknúnum ökutækjum inn í almannaréttinn í Náttúruverndarlögunum, tryggja að vegagagnagrunnur verði ekki að veruleika nema í víðtæku samstarfi við almenning og að undirliggjandi tóni Hvítbókar og þar með Náttúruverndarlaga um bann við öllu sem ekki er leyft, verði breytt.
Guðmundur G. Kristinsson
07.12.2011 at 21:31 #742905Það er náttúrulega einfaldast að banna allt, það einfaldar alla stjórnsýslu….
En að öllu gamni slepptu;
Fær stjórn klúbbsins ekki að koma nálægt nokkrum sköpuðum hlut í þessu ferli ?
Er klúbburinn hafður algjörlega útundan ?
Skyldi það vera vegna þess að klúbbmeðlimir eru ekki jábræður umhverfisráðherra ?
Við hvað eru stjórnvöld hrædd ?
Hverjir hafa tangarhald á möppudýrum umhverfisráðuneytisins ?Ég aðhyllist náttúruvernd, en eins og maðurinn sagði; fyrr má nú rota en kviðslíta. Hættan er sú að þegar búið er að setja boð og bönn einu sinni, er oft ansi erfitt að fá hróflað við þeim seinna meir.
Í Svíþjóð er hverjum manni leyfilegt að ferðast um landið, óháð eignarhaldi, svo framarlega sem ekki hlýst tjón eða ónæði af. Sömu reglur ERU í gildi á Íslandi, ennþá.
Í ríki Þórhildar gilda aðrar reglur; þar má enginn ferðast yfir land í eign annars nema að fengnu leyfi landeiganda, sveitavegir eru margir í einkaeigu og umferð um þá bönnuð nema með leyfi eiganda, skógarnir eru margir í einkaeigu en vegna sérstakrar lagasetningar er umferð heimil um flesta skóga, en strangar reglur gilda um vernd náttúrunnar, t.d. máttu ekki tína sprek, blóm eða sveppi í skógum í einkaeign, eða á nokkurn hátt nýta þér gæði skógarins til eigin hagsmuna/framdráttar. Sömu sögu er að segja um Jósku "heiðarnar" sem er lítið spillt heiðarland sem liggur á hæstu hryggjum Mið-Jótlands. Það hefur lyngið verið friðað í áraraðir og er svo komið að það er að hverfa í gras!!! Það er vegna þess að þar er engin beit eða áníðsla sem heldur lífi í lynginu. Það skortir umferð!!!Nóg um útlönd; Íslendingar verða að hugsa um sitt eigið land á forsendum landsins, ekki erlendra lagasetninga. Skynsamleg stjórnun umferðar er einungis af hinu góða. Svo er aftur spurningin um hvernig "skynsamlegt" er skilgreint. Það má samt ekki gleymast að hefðir er erfitt að brjóta og það er mörgum okkar í klúbbnum í blóð borið að geta ferðast um allt land, allan ársins hring, með fullri virðingu fyrir náttúrunni og þannig viljum við hafa það í framtíðinni.
Ég veit svo sem ekki hvað ég get gert til hjálpar frjálsu ferðafólki, til að vernda þann rétt sem mér finnst ég og aðrir landsmenn vera fæddir til að njóta. Það þarf samt að vera þannig að við eigum í vændum framtíð þar sem við getum sýnt börnum okkar og barnabörnum landið sem við elskum og berum virðingu fyrir, með berum augum, hallandi sér fram í vindinn, þurrkandi rigninguna af gleraugunum, berjandi sér til hita og baðandi sig í heitum laugum á framandi stöðum.
Landið er ekki vermætt á myndum eða í sjónvarpi, heldur fyrst og fremst af eigin reynslu. Ekki útiloka komandi kynslóðir frá því að upplifa Íslenska náttúru af eigin raun, óháð ferðamáta.
Höfum eftirfarandi í huga: Segðu mér og ég gleymi, sýndu mér og ég man, láttu mig gera og ég kann…Ég er ekki í neinni aðstöðu til að dæma um það hvort stjórnin er að vinna í málunum eða ekki, en ég á bágt með að trúa því að þessi mál séu látin reka á reiðanum. Það er ekki nóg að krefjast aðgerða af hálfu annarra ef maður vill ekkert gera sjálfur, en allt aðhald er af hinu góða.
Með jólakveðju frá Danmörku
Steinmar
07.12.2011 at 21:54 #742907Hér er smá einföldun á því hvað má samkvæmt almannarétti í Svíþjóð. Þó svo að það séu eitthvað rýmri reglur þar en hjá grönnum þeirra, þá eru þar veruleg höft engu af síður.
Þetta má:
Ganga yfir eignarlönd annarra eða fara um á skíðum, Þó ekki á görðum, ræktunarlöndum eða eða öðrum svæðum sem geta hlotið skaða.
Ferðast um á vötnum annarra
Synda/ fara í bað á öllum ströndum sem ekki er eign einhvers
Tína blóm, sveppir og þau ber sem ekki eru friðlýst
Slá upp tjöldum á einkalöndum til styttri tíma. Þó ekki nærri byggingum eða það sem tjöldun getur valdið skaða
08.12.2011 at 18:54 #742909Ég held að menn þurfi aðeins að slappa af. Við getum ekki bæði verið að berjast innbyrðis sem og út á við, það eyðir öllum kröftum og er einungis til þess fallið að draga úr þreki viðkomandi aðila sem standa í þessu.
Það er mikið í gangi, og á eftir að koma betur í ljós á næstunni. Ég og Didda áttum t.d. ágætan fund með Samgöngu- og umhverfisnefnd á miðvikudagsmorgun ásamt fulltrúum Útivistar og FÍ. Augu stjórnvalda virðast vera að opnast hægt og rólega fyrir mikilvægi þess að samráð sé haft við alla hópa. Við megum ekki gleyma því heldur að náttúruvernd tengist ekki bara okkar hagsmunahópum heldur einnig skógræktarfélögum, náttúrufræðistofnunum og þess háttar hópum.
Ég mæli með að fólk lesi umsagnirnar sem komið hafa fram á vef Alþingis er varða ný náttúruverndarlög. Þarna er meðal annars kallað á akstursbann á Langjökli. Þetta verður að taka alvarlega og skoða til hlítar.
[url=http://www.althingi.is/dba-bin/erindi.pl?ltg=140&mnr=225:2hyq4rqr]Hér má sjá umsagnir þeirra sem sent hafa inn.[/url:2hyq4rqr]
Þess má geta að okkar athugasemdir eru ekki þarna inni, en engu að síður hafa þær komist til nefndarinnar í gegnum fundinn sem ég minntist á hér að ofan.Það er líka þannig að mikið mæðir á fáum einstaklingum sem eru að vinna að þessum málum, samanber hvítbókina, það vantar fleiri til að lesa yfir og skoða þessi mál. Við erum því miður ekki öll lögfræðilega menntuð og ekki með stjórnsýslukerfið á tæru en það vantar meiri mannskap. [b:2hyq4rqr]Því hvet ég alla þá sem hafa áhuga á málinu að skipta sér af eins og þeir geta, lesa hvítbókina, finna athugasemdir sem við eiga og koma þeim á framfæri við stjórn, umhverfisnefnd eða ferðafrelsisnefnd.[/b:2hyq4rqr]
Það er líka mikið meiri kraftur í því ef samtök senda frá sér umsagnir, mótmæli eða athugasemdir heldur en ef einstaka aðilar séu að því, án þess að ég sé að mæra það starf, allt hefur einhverskonar áhrif og ættu einstaklingar vel að geta sent inn athugasemdir og haft áhrif.Ég vil þó biðja alla um að vera málefnalegir og reynum að aðstoða hvort annað í að koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Sameinuð stöndum við, en sundruð föllum við.
kkv, Samúel Úlfr Þór.
08.12.2011 at 19:11 #742911Þetta er góður pistill Samúel. Það þarf að vera meira flæði á því sem er að gerast hjá framámönnum í klúbbnum. Þetta skapar áhuga félagsmanna ef þeir fá vitneskju um gang mála. Það er mikið hægt að gera með stefnufestu og réttu skipulagi.
Kv. SBS.
08.12.2011 at 23:19 #742913Sæl öll
Var að senda þennann póst á ferðafrelsisnefndina og ákvað að réttast væri að birta hann hér líka.
Til ferðafrelsisnefndar
Ég hef áhuga á að leggja ferðafrelsisbaráttunni okkar lið með því að vinna eitthvað í þessum málum. Það liggur í augum uppi að viðfangsefnin eru mörg og sum hver umfangsmikil og vonlítið að fárra manna nefnd nái yfir þetta allt þrátt fyrir góðan vilja og gott fólk.
Væri ekki ráð að leita til almennra félagsmanna með ákveðin og afmörkuð verkefni til að létta álaginu á ykkur og auka umsvifin í baráttunni? Þá myndi ferðafrelsisnefndin stýra baráttunni og hafa yfirumsjón með hlutunum en hinn almenni félagsmaður tæki virkari þátt og ynni að ákveðnum verkefnum sem hann tæki að sér (er að sjálfsögðu ekki að tala um að þröngva verkefnum upp á menn heldur auglýsa t.d. á síðunni okkar eftir fólki).
Það væri t.d. hægt að:
-Deila köflum úr Hvítbókinni niður á félagsmenn sem hafa áhuga á að lesa hluta Hvítbókarinnar ýtarlega og koma með ígrundaðar athugasemdir í kjölfarið. Þannig yrði yfirferðin markvissari meðal klúbbmeðlima heldur en ef hver og einn blaðar eitthvað í hvítbókinni hér og þar.
-Fá fólk til að fara á kynningar/fræðslufundi um þessi málefni víðs vegar um landið og skila nokkurs konar útdrætti til ferðafrelsisnefndar eftirá og jafnvel láta fylgja uppástungur um aðgerðir í kjölfarið ef þörf er á slíku.
-Hugsa um það hvort við jeppamenn getum gert eitthvað fleira á borð við stikuferðir, landgræðsluferðir og litlunefndarferðir til þess að bæta ímynd okkar út á við gagnvart stjórnvöldum og almenningi. Mér dettur t.d. í hug að það væri hægt að skipuleggja ferðir til að lagfæra skemmdir eftir utanvegaakstur (skarast á við umhverfisnefnd, ræða svona hugmynd við þá nefnd) og hvort við getum gert eitthvað til auka fræðslu til ungra/óreyndra jeppamanna og svo útlendinga um það hvernig á að umgangast náttúruna. Ég trúi ekki öðru en að oft á tíðum komi skemmdir utanvega til vegna vanþekkingar og kunnáttuleysis frekar en ills ásetnings.
Til að sýna vilja minn í verki þá vil ég að bjóða fram krafta mína til að aðstoða ykkur í ferðafrelsisnefndinni, hvernig get ég aðstoðað???Kv. Freyr Þórsson r-3671
08.12.2011 at 23:36 #742915Gott kvöld.
Það verður að muna að minnast á það sem vel er gert og þakka fyrir það.
Það var t.d ánægjulegt að sjá að rætt var við formann F4x4 í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær ( miðvikudag )varðandi Hvítbók og náttúruverndarlögin. Ég er þó á þvi að það þarf að koma því að í fjölmiðlaumfjöllunum við hvert tækifæri sem gefst að þessi náttúruverndarlög koma til með að hafa áhrif á allan almenning ekki bara jeppamenn á fjöllum. Öll umræða um málefnið er af því góða og vert er að þakka þeim Óla Lauga og Jóni S fyrir þeirra framlag en þeir sendu bréf á þingheim varðandi málið, sem átti trúlega þátt í því að Didda og Samúel fengu áheyrn hjá Samgöngu- og umhverfisnefnd.
Hafin er vinna með lögmanni svo að hægt sé að senda inn athugasemdir varðandi Hvítbók.Okkur rennur blóðið til skyldunnar að skoða þetta og koma á framfæri því sem við teljum að vert sé að kanna betur. Þannig getum við stutt við bakið á þeim sem eru með þetta í vinnslu. Þetta er svo sannarlega mikið verk að skoða og meta, um 500 blaðsíðna doðrant. Ég verð þó að segja að því meira sem sem ég les því vissari er ég um nauðsyn þess að reynt verði að spyrna við fæti. Það er líka mikilvægt að fá almenning til að skilja að þetta á ekki bara við fáfarna slóða á hálendinu, þetta er mun viðtækara en það. Áhyggjur mínar beinast líka að því að ferðafrelsi þeirra sem ekki eiga möguleika á öðru en ökutæki til að komast að mörgum náttúruperlum þessa lands . Er ekki réttur þeirra fyrir borð borinn með öllu? Ég kem aldrei til með að sætta mig við það að ferðamáti minn og minna félaga sé á einhvern hátt verri en þeirra sem velja að ganga, en þó með fyllstu virðingu fyrir þeim sem velja göngu. Tek undir með Samúel að nú er mikilvægt að standa þétt saman og styðja við bakið á þeim sem eru að leggja nótt við dag að klára þetta stóra verkefni. Krossum því fingur og vonum það besta.
Laila Mrgrét
08.12.2011 at 23:50 #742917Munum í þessu samhengi að barátta okkar er ekki bara fyrir einhverja örfáa jeppamenn.
Jeppar til notkunar í ferðir á hélendinu að sumri eru ekki leiktæki fárra eins og ýjað hefur verið að, heldur samgöngutæki nútiímars. Veiðimenn, fjallgöngumenn, ísklifurfólk, fjallahlauparar, göngufólk osfr, nær allir sem njóta útivistar á hálendinu nota jeppa sem samgöngutæki. Trússbílar fyrir göngufólk í þúsundavís eru jeppar.
Meira að segja hjólreiðamenn nota margir jeppa til að komast yfir ár, allavega hef ég ferjað marga örmagna hjólreiðamenn sem bíða við árbakka eftir "jeppa". Gott fyrir þá að ekki var búið að loka þeirri leið fyrir "jeppamönnunum" sem svo margir virðast vilja losna við af hálendinu.
Barátta okka er fyrir allt þetta frábæra útisvistarfólk sem vill njóta hálendisins.
Snorri
R16
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.