This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 15 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Nú hefur Ferðafrelsisnefnd hafið störf og er mikið óunnið framundan.
Hérna fyrir neðan er bent á nokkur verkefni nefndarinnar, en vefsvæði nefndarinnar er hér:Nefndin vann að umsögn til nefndarsviðs Alþingis, umsögn un ný umferðarlög.
Nefndin vann að umsögn um þingálygtunartillögu landnýtingaráætlun mihjálendisins
Síðan hafa nefndarmenn unnið að greinarskrifum og tjáð sig í fjölmiðlum um málefnið.
Dagur svaraði grein Arndísu Soffíu Sigurðardóttir um Endurskoðun náttúruverndarlagaStofnanir sem heyra undir Umhverfisráðuneyti hafa sett á netið Náttúruvefsjá. Á vefsjánni má finna marga af þeim slóðum sem sem Ferðaklúbburinn og Landmælingar Íslands hafa mælt og einnig má sjá upplýsingar um náttúrufar, vatnafar, friðanir og áætlanir um friðanir.
Hér má sjá hvernig skálinn okkar Setrið fellur undir áætlanir um stækkun friðlandsins við Þjórsáver til austurs, en vestari mörkin sjást hér á myndinni:
Ferðaklúbburinn 4×4 hefur enn ekki fengið að koma að vinnu vegna stækkunar friðlandsins við Þjórsárver, þrátt fyrir að klúbburinn eigi umtalsverða hagsmuni á svæðinu, samanber myndina að ofan, en klúburinn á lang-stærstu fasteignina á umræddu svæði.
Fyrsti formaður starfshóps um stækkunina fullyrti í fjölmiðlum og í skýrslu um að haft hafi verið samband við alla hgsmunaaðila, en það er ekki rétt, því ekki var haft samband við ferðaklúbbinn.
Núverandi ríkisstjórn hefur sett tímamörk á stækkunarferlið og skal friðlandið stækkað árið 2010, en enn hefur Ferðaklúbburinn ekki fengið að koma að málinu.Þetta er lítill hluti þeirra verkefna sem ferðaflrelsisnefndin ætlar að vinna í næstu mánuði og er af nógu af taka.
kveðja Dagur
You must be logged in to reply to this topic.