This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Óskar Andri Víðisson 18 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Þið verðið að fyrirgefa að ég skuli hreinlega hefja nýjan þráð um þessi mál. En einhvernvegin vildi ég byrja á hreinu borði. Enda ef hægt væri að skapa hérna málefnalega umræðum væra hægt að nota þráð af þessu tagi til þess að koma okkar sjónarmiðum á framfæði. Öll rök bæði með og á móti eru vel þeginn og gæti það nýst umhverfisnefnd klúbbsins í umsögn sinni um skírsluna
Hér eru vangaveltur mínar um stækkun Vatnajökulsþjóðgarð. Þeim sem umhugað er um það að viðhalda ferðafrelsinu og viðhalda miðhálendinu sem ósnertustu ættu alvarlega að íhuga hvað í raun og veru stendur í þessari skírslu, ráðgjafanefndar Umhverfisráðuneytisins. Það ættu landsbyggðar menn einnig að íhuga alvarlega, sérstaklega með tilliti til þess að með stækkun þjóðgarðsins fara margar af þessum framkvæmum inn í samgönguáætlun sem lengi þann tíma sem landsbyggðarmenn aka um á þvottabrettum, um einbreiðar brýr eða hálfkláraðan suðurlandsveg sem þegar er búinn að taka nokkra tugi mannslífa. Klárum því fyrst þjóðver nr 1 áður en við förum út í svona leikaraskap. Tökum hlutina í réttri forgangsröð.GÖNGUSVÆÐI
Í skírslu nefndarinnar kemur fram að, leggja eigi aðaláhersluna á að Vatnajökulsþjóðgarður verði göngusvæði. Og er meiningin að leggja merkta göngustíga þvers og kruss um þjóðgarðinn. Þetta hljómar einkennilega. Sérstaklega í ljósi þess að það heyrir til algjörrar undantekningar ef maður verður var við gönguhópa á þessu svæði. En ef svo er, þá er þar um elítu göngufólk að ræða t,d göngufólk á vegum Fjallaleiðsögumanna eða einhverra álíka hópa. Því allir sem stunda útivist á miðhálendinu vita að þar er allra veðra von hvenær sem er ársins og ávalt má gera ráð fyrir því að það geti snjóað eða slyddað um há sumar á miðhálendinu. Verði það ofaná að þjóðgarðurinn verði einungis ætlaður göngufólki, þá kemur ekki nokkuð mannsbarna að vera í þjóðgarðinum nema rétt yfir blá sumarið. Og þá held ég að tölur um fjölda ferðamanna verði fljótar að raskast.FJÁRMÖGNUN
Draumar ráðgjafahópsins um fjármögnum er að svipuðum kalíber og annað í skírslunni. En fyrst um sinn á ævintýrið að vera fjármagnað beint úr vösum skattgreiðenda, Landsvirkjunar og Alkoa. Síðan á að reyna að seilast í aura frjálsra félagasamtaka og einstaklinga og svo í vasa hins almenna ferðamanns í formi aðgangseyris. Kostnaðurinn að öllu saman er áætlaður 1150 miljónir en samkvæmt íslenskum vana á hann vafalaust eftir að stíga all verulega. Auk þess er því alveg slepp að gera ráð fyrir kostnaði vegna vegar framkvæmda sem hleypur á miljörðum.VEGAFRAMKVÆMDIR OG SAMGÖNGUMÁL.
Gert er ráð fyrir því í skírslunni að farið verði út í verulegar vegaframkvæmdir og eru þær framkvæmdir í tveim flokkum. Þ.a.r að segja láreistir malbikaðir vegir sem eiga að fylgja landslaginu og hinsvegar uppbyggðir vegir. Ekki eru þessar framkvæmdir reiknaðar inn í stofnkostnað vegna þjóðgarðsins. En gera má ráð fyrir mörgum miljörðum í þessar vegaframkvæmdir fram til ársins 2012, ef það að standa við þau fyrir heit að bæta aðgengið inn í þjóðgarðinn. Ef við skoðum aðeins nokkra vegarspotta innan þjóðgarðsins sem þyrfti þá að malbika og byggja að einhverju leiti upp, setja í ræsi og færa.
Vegir með bundnu slitlagi, sem hróflað væri sem minnst við. Þetta eru þeir vegir sem þyrfti að laga ef draumar nefndarmanna ættu að verða að veruleika. Hérna eru einungis teknir inn helstu vegir í þeim hluta þjóðgarðsins sem er vestan og norðan við jökul. Því er Lakasvæðið og Skálafellsjökull ekki innreiknaðir.
Sprengisandsleið um 100 km.
Ef við tökum aðeins dæmi um F26, ef það ætti að gera hann sæmilega fólksbílafæran, eða þannig að allir treystu sér til þess að fara leiðina nokkra mánuði um sumartíma. Þá þyrfti að setja í hann ræsi og brýr. Nú þegar er kominn uppbyggður vegur frá Vatnsfelli norður að Stóraveri. Þó er nokkuð víða sem vegurinn fer í sundur í vatnsveðrum. Einnig eru varasamar brýr á leiðinni og má þá sérstaklega benda á brúnna yfir Köldukvísl og Ósöldukvíslina. Þessi leiðarhluti hefur oft reynst jeppamönnum skeinuhættur vega ísingar og því hve hátt vegurinn stendur. Og hefur því verið mikið um útafkeyrslur og veltur á þessum hluta vegarins sem við köllum Kvíslaveituveg. Þegar komið er inn í Stóraver tekur við gamli óuppbyggði vegurinn sem við köllum Nýadalsleið eða Ölduleið. Þar eru nokkrar ár sem geta verið farartálmar jeppa þegar mikið vatn er í ánum og mætti nefna Svörtukvísl, Hnausaverskvísl, Þúfuverskvíslarnar, Eyvindarkvísl, Hreysikvísl og Mjóhálskvísl. Auk þess er jökulárnar Nýadalsá ( Fjórðungskvísl ) og Hagakvíslar. Mjög litlar líkur er á því að hægt væri að setja á þær ræsi heldur eru stórar líkur á því að það þyrfti að brúa þær, vegna þess hve mikið vatn þær draga að sér í leysingum. Þessi hluti vegarins liggur á stöku svæðum mjög óheppilega með tilliti til snjóalaga og þarf því hugsanlega að færa veginn á nokkrum stöðum. T,d þyrfti að færa veginn vestur fyrir Þveröldu, vestur fyrir vatnið undir Hnausöldu, við hæð merkt 893 þar sem eru drög Hreysikvíslar og að lokum við á smá kafla kringum Mjóhálskvísl. Með þessu móti og eftir einhverja miljarða ætti Sprengisandsleið að vera nokkuð trygg fólksbílum. En þá er ekki gert ráð fyrir því að fólksbílar fari lengra en að gatnamótum við Hagakvísla. Þaðan er að vísu greiðfært norður í Bárðardal ef sól er í heiði. Þó má ekki gleyma því að um leið og búið er að malbika einhverja leið, þá hættir sér illa búð fólk inn á slíkar leiðir og ferðamannatíminn gæti lengst, en einnig sú áhætta aukist að vanbúnir ferðalangar lendi í vetrarveðrum.
Suðurárbotnavegur og Dyngjufjalladalur 75 km
Gæsavatnsleið ( Dyngjuleið ) 100 km
Öskjuslóð 102 km
Kverkfjallaslóð hin austari frá Möðrudal. 100 km
Vegur um Brúaröræfi 40-50 km
Samtals u.þ.b 500-600 kmNýir uppbyggðir vegir
Jökulheimar ( Vatnsfell-Jökulheimar ) 58 km þjóðvegur
Snæfellsleið að Brúarjökli. U.m.þ.b 20 km þjóðvegurBrú yfir Kreppu og tengibraut. Ekki átta ég mig alveg á þessari staðsetningu, þar sem notast er við áður óþekkt nafn á slóðum á Brúaröræfum. Þ.a.s Kárahnjúkaveg ?
Þarna er verið að tala um í skírslunni að tengja eigi austurhluta F910 ( sem vegageðin hefur nefnt svo óheppilega þvert eftir miðhálendinu ). Ég dreg af því líkum að tengja eigi Krepputungur austan við Upptyppinga og leggja nýjan veg norðan við Lónshnjúk yfir á Álftardalsleiðina. En með því móti væri sneitt fram hjá nyrstahluta Krepputungna þar sem er eitt skemmtilegast vegar stæði á þessu svæði.BÆTT AÐGENGI, EÐA HVAÐ ?
Og þjóðgarðar fyrir alla. Þetta eru rök sem við útivistar fólk höfum fengið að heyra lengi hjá þjóðgarðsinnum. Nú er það nú þannig í hug okkar jeppamanna að það sé ekkert að aðgenginu. Og þessi svæði séu þegar fyrir alla og hefur útivistarfólk ekki verið gert brottrækt af einum eða neinum innan þess svæðis sem á að falla undir Vatnajökulsþjóðgarð. Þ.a.s við teljum að ferðafrelsið og aðgengið sé með ágætum einsog það er. Og einsog það hefur verið frá landnámsöld.Í tillögum ráðgjafanefndar umhverfisráðuneytisins um Vatnajökulsþjóðgarð eru ýmsar athyglisverðar tillögur, sem má líta á sem nýbreytni, og á skjön við það sem áður hefur tíðskast á íslandi. Þ.a.s að fá að fara nokkurn vegin frjáls ferða sinna um óbyggðir íslands án þess að þurfa að greiða fyrir það sérstakt gjald. En það er einmitt hugmynd þessarar ráðgjafanefndar. Og samkvæmt skírslunni vilja nefndarmenn koma þessu gjaldi sem fyrst á koppinn. Og þá væntanlega innan þriggja ára frá stofnun garðsins.
Við getum velt því fyrir okkur hvernig þessi gjaldtaka ætti að fara fram í raun. Einsog þjóðgarðurinn er hugsaður landfræðilega, þá væri erfitt að koma fyrir gjaldskýlum. En þau þyrftu að vera ef framkvæma ætti þessa fáránlegu hugmynd sem þar kemur fram. Miðað við staðsetningu þjóðgarðsvarða væri þetta óframkvæmanlegt, því sumar ökuleiðir liggja í útjaðri garðsins og má þar nefna til sögunar sem dæmi Sprengisandsleið, en Nýidalur er hugsaður sem staðsetning fyrir þjóðgarðsverði. Þar væri erfitt að innheimta aðgangsgjöld því meirihluti ferðamann væri að fara norður um Sprengisand yfir í Bárðardal eða niður í Eyjafjarðardali eða Skagafjörð. Því þyrfti skýli starfsmanna að vera við upphaf Gæsavatnaleiðar norðan Tungnafellsjökuls. En þá kæmi upp vandamál vegna þeirra sem kæmu inn á hálendið austan Skjálfandarfljóts. Þ.a.s inn hjá Réttartorfu. Því þar er ekki gert ráð fyrir aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði. Hinsvegar er nokkuð tryggt að ólöglegir ferðalangar komast ekki óséðir inn í þjóðgarðinn um Suðurárbotna. Þar verður skýli, sama má segja um Herðubreiðarlindir og Dreka, en þá vandast málið með þá ferðalanga sem komast inn á hálendið sunnan og austan við Möðrudal. Það sést á þessu að þetta er nánast óframkvæmanlegt og gjörsamlega útilokað að vetrarlagi hvað varðar jeppa og vélsleða umferð. Nema banni eigi hreinlega alla umferð vélknúinna ökutækja í framtíðinni.SNEITT FRAM HJÁ MIKILVÆGUM STÖÐUM.
Samkvæmt teikningunum er metnaðurinn ekki mikill í tilliti til verndunarsjónarmið. Ef það hefur átt að var ætlunin. Þarna eru öll þau svæði, þar sem von er á að hægt verði að virkja í framtíðinni tekinn út úr þjóðgarðinum. Þetta kemur kannski gleggst fram við Hágöngulón þar sem skilið er eftir 5 km belti með austurjaðri lónsins. Þetta ættu virkjunar andstæðingar að hafa í huga áður en þeir fagna tilkomu þjóðgarðsins.
Sama er upp á teningnum með því að undanskilja Langasjó. Ekkert er minnst á tilkomu háspennulínu um Ódáðhraun og suður Sprengisand ?LÖG EÐA REGLUGERÐ
Samkvæmt fyrri hefðum verður að öllum líkindum notast við þær reglur sem fyrir eru. Þ.a.s reglugerð um Skaftafellsþjóðgarð og Snæfellsnesþjóðgarð. Við setningu þeirra reglugerða voru gerðar all margar athugasemdir af frjálsum félagasamtökum þ.a.s SAMÚT ( samtök útivistarfélaga ) inna þeirra eru allir þeir sem hafa hvað mesta þekkingu á Vatnajökli. Ég tel að lítið hafi verið tekið tillit til athugasamda þessara aðila.
En eftirfarandi félög gerðu athugasemdir við reglugerðina: Ferðaklúbburinn 4×4, Jöklarannsóknarfélagið, Landsamband Íslenskra Vélsleðamanna LÍV, Ferðafélag Íslands, Kayak klúbburinn Samtök áhugafólks um náttúruvernd. Ofl ofl.ALMENNT.
Það sem er í raun að gerast þarna er nokkuð sem við félagsmenn í ferðaklúbbnum 4×4 köllum lálendisvæðingu. Það felur í sér að vegir eru endurbætti með þeim hætti að þeir verða færir öllum. Slóðir verða stikaðar, sett verða upp stór upplýsingar skilti, lagðir verða stikaðir göngustíga, bílastæði, ár og lækir verða brúaðar. o.s.v.f. Þetta hefur í för með sér að allt sem heitir ávintýra ljómi hverfur um leið og aðkoman verðu einhvernvegin eins og verið sé að kaupa sig inn í bíó. Ferðalangurinn verður leiddur áfram eins og vagnhestur um fyrirfram ákveðna leið undir leiðsög þjóðgarðsvarðar með bæklingana dýru upp á vasann. PS kostuðu þeir ekki annars milli 10-20 miljónir. ? ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra, enda er erfitt að sjá hvar maður ætti að setja endapunktinn á umfjöllun um þessa skírslu.
Að lokum legg ég til að hafinn verði undirskrifasöfnun, þar sem þessum gjörningi verði mótmælt í þessari mynd.
You must be logged in to reply to this topic.