This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 15 years ago.
-
CreatorTopic
-
27.12.2009 at 12:27 #209355
Sælir, hvernig er það er enginn í sambandi við þá sem eru á ferðinni núna? Var búinn að sjá hér á spjallinu að Hlynur ætlaði sér að fara eitthvað og Benni væri að fara í átt að Vatnajökli.
Væri gaman að heyra af fréttum Hvort kominn sé mikill snjór, og eins hvort það sé eins kalt og spáð var
Kv Bjarki -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.12.2009 at 12:39 #673204
Hér er slóð á umfjöllun um færð og ferðir
[url:psz9fxz6]http://www.f4x4.is/index.php?p=121751&jfile=viewtopic.php&option=com_jfusion&Itemid=228#p121751[/url:psz9fxz6]
og hér líka
[url:psz9fxz6]http://www.f4x4.is/index.php?p=121731&jfile=viewtopic.php&option=com_jfusion&Itemid=228#p121731[/url:psz9fxz6]
27.12.2009 at 13:09 #673206Seinagengið er að hrista af sér jólaspikið upp á Langjökli núna ásamt Eingagenginu Sléttir. Þeir fóru upp Geitlandsjökulin og voru gríðarlega ánægðir með færðina og yfirferðina og miðað við staðartíma þá eru þeir að skríða upp brekkuna að Fjallkirkju. Sögðust hafa verið um 20 mín í Þursaborgir frá Jaka í 3 pundum +/-. Mér heyrðist að það mætti jafnvel þeysast þarna um á hlaupahjóli ef menn vildu en það er 10 stiga frost og ágætis veður.
Seinagengið stefnir á að koma í bæinn í kvöld … eða eitthvað annað kvöld ef út í það er farið. Björgunarsveitir voru hinsvegar settar á SeinagengiðferáLangjökulviðbúnaðarstig en það mun vera þekkt áramótaviðbúnaðarstig. Síðan verslar Seinagengið flugelda hjá þeirri sveit sem fyrst nær til þeirra… fljótlega eftir áramót.
27.12.2009 at 14:35 #673208Það er langt frá því að Seingagengið vilji svekkja hvorki mig (þó þeir geri það) né neinn annann en þeir eru í 1361m hæð upp á Péturshorni með hrikalegt útsýni yfir landið og miðin… þeim sýndist þeir meira að segja sjá fastan patrol á Hofsjökli en voru ekki sammála um hvort hann væri rauður eða hvítur.
En nú á að renna aftur niður í þursaborg og taka ákvörðun um framhaldið…
Gleymdi að spyrja um hvort margir væru á ferðinni á jöklinum.
27.12.2009 at 20:53 #673210Það má nú fara að aflétta áramótaviðbúnaðarstiginu Seinagengið er komið ofan af jöklinum. Þeir komu sér af sjálfsdáðum niður hjá Slunkaríki og beygðu til vinstri inn línuveginn…. já, já OFSI LÍNUVEGINN… sem þú vilt kalla Skessubásaveg og niður Mosaskarðið og inn á Haukadalsheiðina áttu eftir 7km á Geysi í stjörnubjörtu veðri. Mussoarnir sem eru með í för keyra nú á gula ljósinu og olíugufunum en það er þó til einn brúsi einhvers staðar fyrir þá. En 4runnerinn hans Ómars Wieth (og breytt) er búinn að fara alla leiðina á bensíngufum því samkvæmt honum þá á hann nánast allt eldsneyti eftir á sínum bíl. Var stefnan tekin á pulsu/pylsu á Geysir.. sennilega ætla þeir að henda pulsunum í hverinn… hvur veit. En þetta er búin að vera meiriháttar ferð i alla staði og á að lauma sér LYNGDALSHEIÐINA já, já Hlynur…djö… vandræði er með þessa staðreyndarSnælanda í þessum klúbbi… já Lyngdalsheiðin heim og er E.T.A. u.þ.b. eftir 2 tíma…
27.12.2009 at 21:34 #673212Heyrði í Benna Magg og félögum í gær í Setrinu. Snjólaust og varla hægt að skrapa saman í einn snjóbolta.
27.12.2009 at 21:41 #673214Iss-piss þú nærð okkur ekki upp Stewffí, við eru algjörlega afslappaðir. Ég átti létt spjall við Jóhönnu og Steingrím ( þið vitið þessi sem eru að koma klakanum til fjandans ).
Og gerðum við með okkur það samkomulag að þau mættu taka upp Snæland í stað Ísland.
Verður það víst gert þann 17 Júní næstkomandi og fylgir ný kennitala. 170610-6666
27.12.2009 at 21:55 #673216Nýjustu fréttir Nú eru Benni og Hlynur líklega í Laugafelli og nýkomnir ofaní laugina. Með fimmta bauk í hendi. Hlynur er að segja Benna að hann hafi drifið ógurlega og hann hafi oft þurft að draga Toyotu drusluna hans Rúnars á leiðinni, jafnvel niður brekkur. Hlynur trúir Benna líka fyrir því að Patrol sé mátturinn og dýrðin og guðs útvaldi jeppi. Og Gunnar í krossinum sé til vitnis um það. Benni kinkar kolli til samþykkis, bara svona til þess að Hlynur trúi hans lygasögum þegar hann kemst að, þegar Hlynur þambar úr næstu dollu.
Grípur Benni tækifærið þegar Hlynur teygir sig í sjötta bjórinn, og trúir Hlyn fyrir því að Fordinn eyði ekki nema 12.5 á langkeyrslu og 16 innanbæjar. Og það sé ekkert mál að fá bílastæði niður í bæ. Hann sé bara með 500 lítra tankarými upp á sportið og það sé svo gaman að sjá svipinn á bensíntittunum þegar hann biður þá um að fylla.
27.12.2009 at 22:35 #673218OFSI afslappaði, þetta er nú ekki í fyrsta skipti og örugglega ekki í síðasta skipti sem ég næ ykkur félögunum ekki upp en svona er það nú bara… en ég náði samt að brosa út í bæði við að lesa pistlana þína..
Mætti ætla að þá sé búið að segja fréttir af 90% þeirra sem komu sér upp fyrir hálendislínu í dag miðað við undirtektir hér á þræðinum.
Hefði samt verið gaman að heyra fréttir eða ekki fréttir af fleiri ferðalögum fyrir þau okkur sem stundum svona "fjarferðir". Muna bara að láta góða sögu ekki líða fyrir sannleikann.
27.12.2009 at 22:44 #673220Ætli sníkjudýraóværan í þessum polli fái ekki að fá nóg af trúnaðarsamtölum þeirra ferðabræðra og yfirgefi svæðið??
Kv. sófavermir jólasveinn
29.12.2009 at 20:46 #673222Fór smá hring um hálendið ásamt nokkrum góðum félögum.
Fórum inn í Setur á annan í jólum og þar var ekki korn af snjó eins og hefur komið fram. Fórum síðan norður með Hofsjökli inn að Miðju og á þeirri leið var varla snjó að sjá. Héldum frá Miðju norður í Skiptabakka og á þeirri leið var ekki heldur neinn snjór sem tekur því að tala um.
Skiptabakki er hins vegar frábær skáli og eiga Skagfirðingar hrós skilið fyrir frábæra aðstöðu í virkilega góðu húsi. Og ekki skemmir Ónýta ljósavélin úr Setrinu fyrir… En hún lítur nú út eins og ný og malar ljúfar en nokkru sinni fyrr við Skiptabakka….
Frá Skiptabakka fórum við yfir á Hveravelli og á þeirri leið er heldur enginn snjór – Frá Hveravöllum fórum við yfir Langjökul og um Kaldadal í bæinn. Jökullinn grjótharður og þægilegur yfirferðar en ákaflega lítill snjór neðantil á honum.
Flestallar ár sem við komum að voru beinfrosnar og hvergi nein vandræði til að koma sér í.
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.